Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 31

Morgunblaðið - 15.08.2020, Síða 31
sterka kjölfestu í heimildum og vel úthugsaðri aðferðafræði. Stuttu síðar, 1996, er grein eftir hana í tímaritinu Sögu byggð á BA-ritgerð hennar um hlut kynjanna í kennslubókum í sögu. Strax þarna birtist sá grunn- skilningur hennar að kvenna- og kynjasaga geti aldrei beitt spurn- ingum og tólum hefðbundinnar karlasögu gagnrýnislaust heldur þurfi kyn sem útgangspunkt til að skilja áhrif, völd og valdaleysi í samfélaginu. Eftir grunnnám hélt Þorgerður til New York í framhaldsnám í kynjafræði. Með meistararitgerð sinni um hina „ómótstæðilegu fegurð íslenskra kvenna“ og hvernig hún er sam- ofin hugmyndum um hreinleika og þjóðerni stimplaði hún sig rækilega inn í hið ört vaxandi samfélag kynjafræðinnar á Ís- landi og hugmyndir hennar urðu mörgum innblástur og upp- spretta nýrra rannsókna. Árið 2002 gerði Þorgerður úttekt á dómnefndarálitum í Háskóla Ís- lands fyrir tilstilli jafnréttis- nefndar skólans með dyggum stuðningi hins framsækna rekt- ors, Páls Skúlasonar. Þorgerður sýndi fram á hversu marglaga og flókin fyrirbæri kyn og kyngervi eru, og hvernig hægt er að jað- arsetja fólk með því að kvengera það eða upphefja með karlgerv- ingu. Könnunin vakti athygli langt út fyrir landsteinana og var Þorgerði boðið að skrifa um hana í rit Evrópusambandsins um jafnrétti í rannsóknum og ný- sköpun. Nátengt þessu eru rann- sóknir hennar í hinsegin fræðum en árið 2007 tók hún þátt í nor- rænu verkefni þar sem hún skrif- aði um sögulega þróun íslenskrar löggjafar í málefnum hinsegin fólks. Hápunktur á fræðilegum ferli Þorgerðar er doktorsritgerð hennar í kynjafræði um útvíkkun jafnréttishugtaksins sem hún varði árið 2012. Þar kryfur hún af yfirgripsmikilli þekkingu fræði- legar forsendur jafnréttishug- taksins og hvernig kynjamisrétti fléttast ávallt saman við annars konar mismun og margbreyti- leika svo sem stétt, uppruna, lit- arhátt, kynhneigð og fötlun. Rit- gerðin er tímamótaverk. Og enn eru ótalin mörg síðari ritverk og rannsóknir sem hún tók þátt í; um ímyndir Norðursins, um sögu háriðna á Íslandi, og um konur sem pólitíska gerendur frá upp- hafi kosningaréttar. Þorgerður var einstaklega hæfileikarík fræðikona. Hún var með afbrigðum skörp, beitt og einbeitt. Hún var frumleg, gagn- rýnin og hreinskilin og hikaði ekki við að segja það sem henni bjó í brjósti. Með ótímabæru frá- falli hennar hefur íslensk kynja- og sagnfræði misst einn af sínum öflugustu fulltrúum. Fyrir hönd námsbrautar í kynjafræði þakka ég henni samfylgdina og votta að- standendum hennar innilega samúð. Þorgerður J. Einarsdóttir. Dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Það er Þorgerður okkar. Maður segir stundum að eitt- hvað hafi alltaf verið til. Þannig er það með Þorgerði, hún hefur alltaf verið Akademón, því hún kom til liðs við RA á fyrstu árum hennar. Á þeim tveimur áratug- um sem liðnir eru hafa Akade- mónar stundað umfangsmiklar rannsóknir, gefið út fjölda fræði- rita og unnið til ýmissa verðlauna og styrkja fyrir rannsóknir sínar. Þar var Þorgerður enginn eft- irbátur og það hefur verið styrk- ur RA að hafa fólk eins og hana innan sinna vébanda. Hvernig lýsir maður persónu? Þorgerður var hugsjónakona, vinnusöm og samviskusöm. Hún lét aldrei neitt frá sér fara öðru- vísi en lúslesið og margyfirfarið; hún var forkur dugleg enda skil- ur hún eftir sig ævistarf sem margur, áratugum eldri en henni auðnaðist að verða, mætti vera stoltur af. Á tímabilum fannst manni hún búa við skrifborðið sitt því hún var þar öllum stund- um, hæglát, róleg og sívinnandi. En auðvitað fór hún líka heim til sinna uppáhaldsmanna, þeirra Ágústar og Ingimundar, og lengst af alltaf á reiðhjóli. Eitt sinn kom hún skælbrosandi út í vinnu og hafði þá unnið væna upphæð í happdrætti og ætlaði nú að fá sér vetrardekk undir hjólið. Eftir það hjólaði hún í hvernig veðrum og færð sem var, rjóð í kinnum og dálítið Húna- vatnssýsluleg því innan fræði- konunnar bjó líka ástríðufull sveitakona; Þorgerður elskaði sveitina sína, þjóðlegan íslenskan mat og sauðfé. Hún birti varla svo mynd á facebook að þar væri ekki að minnsta kosti ein kind. Á hverju vori fór hún norður í sauð- burð og gúmmístígvél og oftar ef hún gat. Í Þorgerði var engin tilgerð en hún puntaði sig þegar tilefni gafst. Þegar RA ákvað í fyrsta sinn að halda árshátíð settu sum- ir í brýnnar yfir hugmyndinni um spariföt; vildu bara mæta á molskinnsbuxunum. En Þorgerð- ur tók hugmyndinni fagnandi og mætti sparibúin með sínum sparibúna manni og tjúttaði fram á nótt. Þetta uppátæki skemmti- nefndarinnar birtist svo í mynda- seríu af prúðbúnum Akademón- um í Séð og heyrt. Að þessu hlógum við síðar bæði oft og vel. Og Þorgerður leyndi á sér, því þegar haldin var spurninga- keppni um fótbolta- og hollívúdd- stjörnur sigraði hún með yfir- burðum. Við enn annað tilefni vann hún til verðlauna fyrir að vera í flottustu skónum og tók pósur í stóra salnum í JL-húsinu. Það var gott að líta inn á skrif- stofu til Þorgerðar, skiptast á nokkrum orðum og finna þetta öryggi og rósemd sem fylgdi per- sónu hennar. Þorgerður tranaði sér ekki fram og það leið nokkur tími þar til ég áttaði mig á því hver vigt og þungi fylgdi veru hennar í fræðimannahóp RA. Hún hafði ígrundaðar skoðanir á fjölmörgum málefnum en var ekki feimin við að viðurkenna að hún vissi ekki eitthvað. Jafnrétti í víðum skilningi var fræðasvið Þorgerðar. Fyrir jafn- rétti brann með henni heitur hug- sjónaeldur; þar sameinaði hún áhugasvið og fræði og lagði með rannsóknum sínum og verkum afgerandi lóð á vogarskálar þeirrar endalausu baráttu. Eftir að hún veiktist höfum við því miður séð æ minna af Þor- gerði við skrifborðið sitt en alltaf var hún komin ef hún mögulega hafði heilsu til. Brosmild, jákvæð og bjartsýn; hafnaði allri vor- kunn en kunni að taka samúð og stuðningi. Þegar svo var komið að hún hafði ekki lengur fótaferð sat hún uppi í rúminu og vann að lokafrágangi greina og verkefna. Þannig var dr. Þorgerður, brennandi í andanum þótt mátt- urinn færi þverrandi. Fræðasamfélag RA vottar öll- um aðstandendum innilega sam- úð við ótímabært fráfall merkrar fræðikonu og trausts vinar. Ingunn Ásdísardóttir, formaður Reykjavíkur- Akademíunnar. Fráfall Þorgerðar Þorvalds- dóttur á svo ungum aldri er hörmulegur missir fyrir íslenskt samfélag. Hún var rannsakandi sagnfræðingur af bestu gerð, huguð og vandvirk með heimildir. Samferð okkar hófst fyrir 30 ár- um í Háskóla Íslands, síðar í ReykjavíkurAkademíunni og inni á milli hér og þar í margvíslegu pólitísku. En víst er að afdrifarík- ast fyrir okkur báðar var þegar bandarískur Fulbright-styrkþegi kom hingað til lands 1996-7 til að kenna við HÍ feminískar laga- kenningar á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum, sem þá var ung stofnun. Þá var hóað í laganemann mig og ég auglýsti námskeiðið í lagadeild, hnippti í ýmsar í öðrum deildum og auðvit- að í Þorgerði. Kennarinn hét Claire Smearman og hún lét okk- ur lesa bók Díönu Russell, Aga- inst Pornography – the Evidence of Harm og Next Time Shéll be Dead, bók um heimilisofbeldi á konum eftir Ann Jones, auk risa- kennslubókar um kenningar og dóma í bandarískum rétti. Þetta námskeið gjörbreytti vitund og viðhorfum okkar allra. Ég vona að ég halli ekki á neina þegar ég fullyrði að engin hafi nýtt þetta til meira gagns fyrir íslenskt þjóð- félag en Þorgerður. Ég hef dáðst að dugnaði Þorgerðar, afköstum og afurðum alla tíð síðan. Hún helgaði rannsóknastörf sín sviði þar sem mikið var eftir að vinna og braut nýrri hugsun leiðir sem ég efast um að aðrir hefðu náð. Dæmigert er að þegar Þorgerður kynjagreindi orðfæri í dómum og álitum um framgang fræðafólks í Háskóla Íslands var útkoman svo sláandi að ekki var hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að kerf- ið var skakkt. Þannig hugsaði Þorgerður og þannig starfaði hún. Þetta var gríðarlega sterkt og varð góðum málstað að gagni. Árið 2000 kom Díana Russell til Íslands og Þorgerður skrifaði frá- bært viðtal við hana sem birtist í Veru. Ég mun sakna Þorgerðar mjög þegar hennar mikilvægu rödd vantar sem verður oft og hugsa til hennar hvenær sem ég veit að góðrar rannsóknar er þörf. Og ég mun sakna yndislegr- ar manneskju sem sópaði að og mér þótti mjög vænt um. Þor- gerður átti svo djúpar rætur og sterkan stofn heiman frá. Heil og traust, alltaf samkvæm sjálfri sér, traustasti félaginn í öllu sem máli skipti. Ég votta öllum ástvin- um hennar mína dýpstu samúð og bið þau að hugga sig við að ljóma stafar af skrifum hennar og verk- um sem lifa mun. Kristrún Heimisdóttir Þorgerði Hrönn hef ég þekkt frá því hún var lítil stúlka að vappa á lóðinni við Hólabrautina í Hafnarfirði rétt rúmlega árs gömul þar sem fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi og hófust þar samskipti sem hafa staðið yfir í um 50 ár. Fljótlega fór ég að taka að mér að gæta hennar eða meira að leika við hana en á milli okkar eru átta ár. Svæðið sem við höfðum til að leika saman á var mjög skemmtilegt, miklir móar og góð- ir drullupollar sem voru mikið notaðir. Fljótlega stækkaði fjölskyldan og Rúna og Valdi eignuðust Ás- gerði Unni sem er rúmu ári yngri en Þorgerður og að sjálfsögðu fékk hún að leika með okkur þeg- ar hún hafði burði til. Ég hélt svo áfram að passa systurnar þegar að þær fluttu sig um set í Hafnarfirði og hundurinn Snati kom til sögunnar og að auki var heimalningur í bílskúrnum. Móðurafi Þorgerðar, Bjarni, var með kindur í Hafnarfirði þannig að þá má segja að hún hafi alist upp við kindur frá blautu barnsbeini og kemur því ekki á óvart sú mikla ástúð sem hún hafði fyrir dýrum og náttúrunni. Rúna og Valdi taka svo þá ákvörðun að kaupa Guðrúnar- staði í Vatnsdal og að sjálfsögðu fylgdi ég barnapían með þeim í sveitina til að gæta systra og fljótlega bætist ein stúlka við hópinn, Valgerður Erna og syst- ur orðnar þrjár. Eins og tíðkast í sveitum var margt aðhafst og við Þorgerður ásamt Ásgerði áttum stórt bú þar sem horn og kjálkar voru dýr og við bökuðum margar drullukökur sem voru fagurlega skreyttar með blómum og fleiru, fyrir utan það að sinna öllum dýrunum. Minningin af dvölinni á Guð- rúnarstöðum er ljúf og góð en þar dvaldi ég í sex sumur, myndirnar sem ég á af þeim systrum með dýrin rifja upp skemmtilegar stundir. Þorgerður var mikill bú- kona og elskaði að vera nálægt dýrunum sínum sem eltu hana um allt. Svo líða árin og ég fylgdist með Þorgerði þegar hún fór til náms bæði í Menntaskólann á Akureyri og Háskóla Íslands og verður doktor í kynjafræði. Hún hefur skrifað margar fræðigrein- ar og skrifaði bókina „Krullað og klippt“ ásamt Báru Baldursdótt- ur. Þorgerður barðist fyrir jafn- rétti til handa ýmsum minni- hlutahópum í samfélaginu. Þegar ég heimsótti hana á Landspítalann í lok júní var hún að leggja lokahöndina á bók sem hún er að gefa út ásamt fleirum um 100 ára sögu kosningaréttar kvenna á Íslandi, en fyrirhugað er að sú bók komi út á kvennafrí- daginn 24. október í ár. Þessi heimsókn mín til hennar var virkilega ánægjuleg og við rædd- um lífið í Hafnarfirði, á Guðrún- arstöðum, forsetakosningar og ég rifjaði upp með henni að þegar ég kom í sveitina á vorin með rút- unni, keypti ég alltaf kosninga- handbókina fyrir pabba hennar. Þorgerður var mjög náin pabba sínum og þau áttu góðar stundir saman við að sinna bú- störfum og ræða stjórnmál. Valdi lést fyrir 10 árum og var það Þor- gerði og fjölskyldunni mikill missir. Samband mitt við heimilisfólk- ið á Guðrúnarstöðum hefur alltaf verið mjög náið og gott og Rúna og Valdi eru amma og afi í sveit- inni hjá börnum okkar Ingólfs og einnig barnabörnum. Þorgerður glímdi í tæp þrjú ár af miklu æðruleysi við krabba- mein sem að lokum hafði sigur. Hún var öflug og sterk kona sem ég hef alltaf litið upp til, það er með mikilli virðingu, söknuði og þakklæti sem ég og fjölskylda mín kveðjum Þorgerði Hrönn um leið og við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guðrún Kristinsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns, BALDURS BJARNARSONAR, Löngumýri 3, Selfossi. Sæunn I. Sigurðardóttir Björn Baldursson Ármann Örn Bjarnarson Katrín Sveinsdóttir Bates Steinar Bjarnarson Sigurður Ingi Bjarnarson Bjarnfríður Ólöf Bjarnardóttir Gunndís Sigurðardóttir ÁSLAUG BRYLD STEINGRÍMSDÓTTIR lést laugardaginn 28. júní í Danmörku. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 15. Lisa Þuríður Poulsen Jacob Poulsen Jonathan Poulsen Lars Erik Bryld Stella Bryld Emilie Bryld Marcus Bryld Ástkær eiginkona, dóttir, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS ÓSK SIGURÐARDÓTTIR frá Gíslholti, Holtum, Móholti 8, Bolungarvík, sem lést miðvikudaginn 5. ágúst, verður jarðsungin í Oddakirkju þriðjudaginn 18. ágúst klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir nánustu ættingja og vini. Útförinni verður streymt á www.ebkerfi.is/streymi. Pétur Runólfsson Þóra Bryndís Dyrving Björk Rúnarsdóttir Guðmundur Gíslason Brynja Ósk Rúnarsdóttir Birkir Ármannsson Gunnar Rúnarsson Hjördís Rut Albertsdóttir Grettir Rúnarsson Ólöf Ása Guðmundsdóttir Bára Rúnarsdóttir Þorvaldur Jónsson Runólfur Kristinn Pétursson Eygló Harðardóttir Jón Pálmi Pétursson Annika Olsen Margrét Lilja Pétursdóttir Agnar Ebenesarson Sigurlín G. Pétursdóttir Pétur Oddsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ERNA EINARSDÓTTIR VARTIA, Helsinki, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir börn og systkini hinnar látnu. Útförinni verður streymt á Facebook-síðu Vídalínskirkju. Antero Vartia Lisa-Lotta Vartia Elinora Vartia Cheyne Fowler Aron Arvo Fowler Elísabet, Róbert, Edda og Pétur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 19. ágúst. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt frá https://www.facebook.com/groups/utforragnhildarsteinunnar/. Drífa Maríusdóttir Guðni Jóhann Maríusson Guðrún Guðmundsdóttir Jón Þór Maríusson Marta Sigurðardóttir Alba Lucia Alvarez barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.