Morgunblaðið - 15.08.2020, Side 41

Morgunblaðið - 15.08.2020, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Betra er að hafa elskað og misst, en að hafa aldrei elskað yfir höfuð sagði skáldið ein- hvern tímann. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég byrjað að vé- féngja sannleiksgildi þessa spakmælis samhliða því hvernig ástin rennur mér sífellt úr greip- um. Fyrsti missirinn var í vor, þegar heimsfaraldur kippti und- an mér fótunum þegar ég var rétt að komast á skrið. Stutt var í örlagastundir stærstu deilda Evrópu þar sem menn hljóta vegsemd og frægð í stærstu leikjunum. Þá var komin sú stund í Meistaradeildinni þar sem menn duga eða drepast, sjálfri útsláttarkeppninni. Og þá kom skellurinn. Veiruskrattinn óð yfir byggðir heimsins og fót- boltinn var flautaður af. Við tók hvimleið bið. Verður yfir höfuð hægt að ljúka keppni? Verður eitthvert Íslandsmót? Jú, við komumst yfir hæðina. Hægt var að klára sparkið erlendis og Evrópukeppnir eru orðnar að hraðmótum sem svipar helst til stórmóta landsliða. Alls staðar er spilað fyrir luktum dyrum en eitthvað er betra en ekkert. Þá hófst Íslandsmótið, að vísu seint en hófst þó. Byrjunin reyndist þó gáleys- isleg. Boltaþyrstir Íslendingar flykktust á völlinn og gerðu tón- listarmönnum og partífólki skrá- veifu. Upp komst um smit á fót- boltamóti í Laugardalnum og önnur veirubylgja setti allt í bak- lás. Íslandsmótinu var frestað. Íslandsmótið er nú byrjað aftur en ég þori ekki að láta mig dreyma, ekki alveg strax. Ég ætla að ganga hægt um gleðinn- ar dyr að þessu sinni. Ég ræð ekki við annan missi og í raun, ef að honum kemur, mun ég óska þess að hafa bara aldrei elskað til að byrja með. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is FH af alvöru í toppbaráttu  FH vann á heimavelli meistaranna  KR búið að tapa jafnmörgum leikjum og allt síðasta sumar  Grótta náði í stig gegn taplausum Stjörnumönnum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Superman KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson í áhugaverðum loftfimleikum í baráttu við Guðmann Þórisson úr FH. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tækling Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni leitar leiða fram hjá Kristófer Melsted úr Gróttu í gærkvöldi. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Pepsi Max-deild karla í fótbolta sneri aftur eftir tæplega þriggja vikna frí í gærkvöld með tveimur leikjum. FH-ingar voru sigurveg- arar gærkvöldsins því þeir eru komnir í alvörutoppbaráttu eftir 2:1- útisigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum. Á sama tíma mis- steig Stjarnan sig á heimavelli á móti nýliðum Gróttu og þurfti að sætta sig við eitt stig, 1:1. Daníel hetja FH-inga KR átti fleiri skot en andstæðing- urinn úr Hafnarfirðinum, en Daníel Hafsteinsson reyndist hetja FH og gerði bæði mörkin. Hefur hann verið einn besti leikmaður FH í sumar. „Vel var staðið að báðum mörkum FH og Daníel sýndi að hann er hættulegri í sókninni en margan grunar. Hefur maður frekar litið á hann sem varnarsinnaðan miðju- mann en hann tímasetti hlaupin inn í teiginn afar vel og skoraði bæði mörkin. Eggert Gunnþór kemur með líkamlegan styrk og reynslu inn á miðjuna. Hann skilaði boltanum ekki alltaf vel frá sér en allir vita að hann er mjög sterkur í návígjum og getur tengt saman vörn og miðju,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Eggert Gunnþór Jónsson spil- aði sinn fyrsta leik í efstu deild og sinn fyrsta leik hér á landi síðan hann lék með Fjarðabyggð í 2. deild 2005. Grótta bítur frá sér Gróttumenn eru töluvert kátari með eitt stig en Stjarnan eftir 1:1- jafntefli á Samsung-vellinum. Grótta hefur sýnt fína takta á köflum í sum- ar og má ekki stíga af bensíngjöfinni gegn sprækum Seltirningum. Stjarnan er enn taplaus en hefur ekki unnið í síðustu tveimur og að- eins tvo af síðustu fimm. Stjörnu- menn urðu kærulausir eftir að Guð- jón Pétur Lýðsson kom þeim yfir og Gróttumenn nýttu sér það og fengu að lokum verðskuldað stig eftir jöfn- unarmark Karls Friðleifs Gunn- arssonar. Vinni Stjarnan þá leiki sem liðið á inni fer það í toppsætið, en til þess að það verði að veruleika verða Garðbæingar að spila betur. „Það var ákveðin værukærð sem greip um sig hjá Stjörnumönnum í stöðunni 1:0. Þeir voru yfir móti ný- liðunum á heimavelli á fallegu föstu- dagskvöldi og héldu eflaust ein- hverjir Stjörnumenn að um þægilegt kvöld yrði að ræða. Sú var heldur betur ekki raunin,“ skrifaði undirrit- aður m.a. um leikinn á mbl.is.  Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna í átjánda deildarleiknum. Hefur hann skorað 46 mörk í 208 leikjum í efstu deild. KR – FH 1:2 0:1 Daníel Hafsteinsson 15. 1:1 Kristján Flóki Finnbogason 42. 1:2 Daníel Hafsteinsson 75. MM Daníel Hafsteinsson (FH) M Gunnar Nielsen (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Guðmann Þórisson (FH) Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Kennie Chopart (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Dómari: Ívar Örn Kristjánsson – 7. Áhorfendur: Ekki heimilt. STJARNAN – GRÓTTA 1:1 1:0 Guðjón Pétur Lýðsson 26. 1:1 Karl Friðleifur Gunnarsson 75. M Jósef Kristinn Jósefsson (Stjörnunni) Guðjón Pétur Lýðsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarss. (Stjörnunnni) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Arnar Þór Helgason (Gróttu) Patrik Orri Pétursson (Gróttu) Axel Sigurðarson (Gróttu) Kristófer Melsted (Gróttu) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Kristófer Orri Pétursson (Gróttu) Dómari: Þorvaldur Árnason – 8. Áhorfendur: Ekki heimilt Knattspyrnudeild Stjörnunnar hef- ur gert samning við kanadíska markvörðinn Erin McLeod. Kemur hún að láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum út tímabilið. McLeod er mikill reynslubolti og hefur farið á fjögur heimsmeist- aramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu. Vann hún brons á Ólympíuleikunum í London. Markvörðurinn er 37 ára og hefur leikið með liðum í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Stjarnan er í 8. sæti Pepsi Max- deildarinnar með sjö stig. Landsliðsmark- vörður í Stjörnuna Morgunblaðið/Eggert Kanada Erin McLeod er landsliðs- markvörður Kanada. Fram og ÍBV gerðu ótrúlegt 4:4- jafntefli í Lengjudeild karla í fót- bolta á Framvellinum í Safamýri í gærkvöld. ÍBV komst í 4:2, en Framarar neituðu að gefast upp. Bjarni Ólafur Eiríksson, Tómas Bent Magnússon, Felix Örn Frið- riksson og Gary Martin skoruðu mörk Eyjamanna á meðan Fred, Þórir Guðjónsson og varamennirnir Tryggvi Snær Geirsson og Aron Snær Ingason gerðu mörk Fram. Jafnaði Aron metin í uppbótartíma. ÍBV er í öðru sæti með 19 stig og Fram í þriðja með 18. Átta marka jafn- tefli í Safamýri AFP Safamýri Fram og ÍBV gerðu ótrú- legt jafntefli í Safamýri í gær. KKÍ hefur ráðið Danielle Ro- driguez til starfa sem aðstoð- arþjálfara í lands- liði kvenna í körfubolta. Bæt- ist hún í þjálf- arahóp Benedikts Guðmundssonar en honum til að- stoðar er fyrir Halldór Karl Þórsson og nýtur Benedikt því nú liðsinnis tveggja að- stoðarþjálfara. Sem leikmaður hefur Danielle leikið hér á landi við góðan orðstír; fyrst í þrjú tímabil með Stjörnunni og svo sl. vetur með KR. Öll tímabil- in hefur hún verið meðal hæstu leik- manna í helstu tölfræðiþáttum Ís- landsmótsins. Sem þjálfari var hún meðal ann- ars aðstoðarþjálfari U20 liðs kvenna sumarið 2019. Lagði hún skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur nú helgað sér þjálfarastörfum. Verð- ur hún sömuleiðis aðstoðarþjálfari mfl. karla í Stjörnunni í vetur. „KKÍ er mjög ánægt með að hafa fengið Danielle til liðs við sig og njóta krafta hennar og visku í þjálf- arateyminu og fyrir komandi verk- efni landsliðsins,“ segir í fréttatil- kynningu sem Körfuknattleikssam- band Íslands sendi frá sér í gær. Í landsliðs- þjálfara- teymið Danielle Rodriguez

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.