Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is Patrizia Bonfanti - Ítalskir leðurskór - Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Það er óhætt að segja að þessi krísa hefur verið streituvaldandi fyrir fjölskyldur. Þess vegna er lík- legt að við sjáum áhrif á fæðingar,“ segir Arna Olafsson, lektor í fjár- málahagfræði við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar. Rannsókn Örnu frá árinu 2016, um heimilislíf og fjárhag fólks í kjöl- far hrunsins, bendir til þess að börn, sem voru í móðurkviði þegar fjár- málahrunið skall á árið 2008, reynd- ust líklegri til að fæðast undir með- alþyngd. Slíkt hefur í för með sér skert lífsgæði; svo sem minni líkur á langlífi, lægri tekjur og andleg veik- indi. „Það er alveg líklegt að við sjáum slíkt aftur núna,“ segir hún. Arna segir að þegar rætt er um sóttvarnaaðgerðir gleymist oft að verja hópa á borð við börn í móður- kviði. „Börnum sem verða fyrir þessum áhrifum í móðurkviði farnast almennt verr í lífinu,“ segir hún. Gild ástæða sé fyrir því að mæðrum sé ráðlagt að forðast streitu á meðgöngu. Heilsu- farslegar afleiðingar þessa hafa í för með sér kostnað fyrir samfélagið: „Það er auðvelt að líta fram hjá kostnaði sem er virkilega til staðar en er erfitt að meta,“ segir hún. Heildarkostnaður aðgerða, vegna kórónuveirufaraldursins, sé ekki allt- af tekinn inn í reikninginn. „Í þessu tilfelli er kostnaðurinn borinn af framtíðarkynslóðum. Þær eiga sér engan sterkan málsvara úti í samfélaginu núna, sem gæti sagt til um hvaða aðgerðir séu farsælastar,“ segir hún og heldur áfram: „En á sama tíma eru aðrir hópar sem þessi kostnaður hefur lítil áhrif á,“ segir hún. Áhrif áfalla eru vitanlega misjöfn eftir stöðu fólks í samfélaginu, að sögn Örnu. „Væntanlega hefur faraldurinn verið einkum streituvaldandi fyrir fólk sem á börn fyrir og þá sem misstu vinnuna,“ segir hún. Máli skiptir á hvaða hluta með- göngunnar áfallið á sér stað en vafa- laust eru mörg börn enn ófædd sem voru í móðurkviði þegar áfallið átti sér stað. Áhrif streitu á meðgöngu hafa verið vandlega rannsökuð að sögn Örnu, þar sem orsakaáhrif eru höfð að leiðarljósi. „Þessi orsakaáhrif hafa verið einangruð, svo það er hægt að full- vissa sig um að þessi atburður [fjármálahrunið] hafi valdið þessu,“ segir hún. Börn teljast of létt þegar þau mælast undir 10 mörkum eftir 37- 42 vikna meðgöngu. Með því aukast líkur þeirra á sýkingum, námserfiðleikum, lægri tekjum, of- fitu, sykursýki og hjartasjúkdóm- um. Barry Bogin, prófessor í mann- fræði og Carlos Varea, læknir við Autonomous-háskólann í Madríd rituðu grein um áhrif faraldursins á líffræðilega og menningarlega þætti samfélagsins, sem er vænt- anleg í vísindaritinu American Jo- urnal og Human Biology. Telja þeir að áhrif faraldursins muni sjást á næstu, ef ekki þarnæstu kynslóð - þar til nýburar sem fæddust á tíma faraldursins verða aldraðir. Í um- fjöllun Medical Express er haft eft- ir þeim að ótti við faraldurinn breiðist jafnhratt út og faraldurinn sjálfur - og birtingarmyndir hans séu margar. Ofbeldi, óðagot, lokuð landamæri og fjarlægðartakmark- anir væru á meðal þeirra. Sjúkleg streita (e. chronic stress) getur stafað af fjárhags- áhyggjum, húsnæðisvanda og skorti á félagslegum stuðningi. Arna nefnir að ýmsir þættir geti haft áhrif á sálarlíf mæðra, sem valda því að nýburar fæðist léttari. „Öll áföll hafa mikil áhrif á fæð- ingarútkomur. Það geta verið nátt- úruhamfarir eða það að missa ná- inn ástvin á meðgöngu,“ segir hún. Áhrif faraldurs muni birtast í nýburum  Streita á tímum fjármálahrunsins hafði í för með sér lægri meðalþyngd nýbura  Margt bendir til þess að heimsfaraldur muni hafa sömu áhrif  Heilsufarslegar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir Deilendur í kjaraviðræðum lög- reglumanna fundu í gær og segist Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, vera bjartsýnni en oft áður. Lögreglu- menn hafa verið samningslausir síð- an í apríl í fyrra og eru eina aðild- arfélag BSRB sem enn er samningslaust. „Þetta þokaðist að- eins áfram og meira en við þorðum að vona fyrir fundinn. Við erum svona bjartsýnni eftir þennan fund en við höfum oft verið áður,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. Boðað hefur verið til nýs fundar 4. september, en Snorri segist finna fyrir aukinni bjartsýni af hálfu lögreglumanna. „Það er tals- vert léttara yfir okkur eftir þennan fund en hefur verið oft áður,“ segir Snorri. Ríkur samningsvilji Samninganefndir Eflingar og Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) funduðu einnig í gær í húsnæði ríkis- sáttasemjara. Boðað hefur verið til nýs fundar 2. september að ákvörð- un ríkissáttasemjara. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fund- inum loknum að sér þætti tilefni til bjartsýni á þessum tímapunkti. „Okkar afstaða er sú að þetta sé frekar einfalt mál, sé samningsvilji ríkur hjá viðsemjendum okkar get- um við gengið frá þessu einstaklega hratt og örugglega. Það hlýtur að vera hagur allra að það gerist, bæði okkar fólks og viðsemjenda en líka þeirra sem þeir þjónusta sem eru foreldrarnir og börnin,“ segir Sól- veig. „Ég ætla að vera bjartsýn um að stuttu eftir næstu mánaðamót verðum við komin langleiðina með að ganga rösklega frá þessu.“ Bjartsýnni eftir sáttafundina  Kjaraviðræður þokast áfram Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Kjaraviðræður LSL við ríkið virðast þokast. „Heyskapurinn hér hefur gengið vel og við ljúkum þessu áður en vikan er liðin,“ segir sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skaga- firði. Jafnhliða prestskap er Gísli líka með búskap ásamt konu sinni, Þuríði K. Þorbergsdóttur. Þau eru með kindur og hross og þurfa um 300 heyrúllur fyrir sinn búpening og er stór hluti þeirra kominn í stæður við útihúsin á presstsetrinu. Bændum í Húnavatnssýslum og Skagafirði hefur gengið vel með slátt og heyskap í sumar. Margir bændur eru langt komnir með aðra yfirferð í heyskapnum, og víða á tún- um er hey sem sumir bændur nyrðra voru að aka heim á dráttar- vögnum þegar Morgunblaðið var á ferðinni þar í vikubyrjun. Staðan er þó eitthvað breytileg milli bæja svo sem hjá þeim bændum sem mest eiga undir. Má þar nefna að í ná- grenni við Gísla í Skagafirðinum, það er rétt norðan við Varmahlíð, eru rekin nokkur stór kúabú og þar þarf að heyja mikið fyrir veturinn. Uppskeran er stef í Biblíunni „Mér finnst gaman í heyskapnum og það er ágæt tilbreyting frá öðrum störfum. Einnig þurfum við prestar sem berum ábyrgð á prestssetrum í sveit að gæta þess að umhirða jarðanna sé í nokkuð góðu lagi. Að sá og uppskera eru stef sem víða koma fram í Biblíunni og er gripið til þeirra með margvíslegum hætti. Einnig er þar minnt á mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna og auðæfi hennar,“ segir sr. Gísli sem er uppalinn í Glaumbæ, þar sem fað- ir hans, Gunnar Gíslason, var prest- ur. Sjálfur tók Gísli svo við brauðinu af föður sínum árið 1982 og hefur setið staðinn síðan. sbs@mbl.is Heyskap í Glaum- bæ lýkur í vikunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glaumbær Sveitapresturinn sr. Gísli með barnabörnunum, Gísla Torfa Teitssyni og Kristjönu Dís Þorbergsdóttur.  Sóknarpresturinn þarf 300 rúllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.