Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, tekur við starfi sérfræðings í málefnum landa- mæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Eins og fram hef- ur komið í fréttum hefur ólga verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarið og kvartanir borist dómsmálaráðuneytinu frá starfs- mönnum embættisins. Í frétt dómsmálaráðuneytisins í gær segir að flutningurinn gefi ráðu- neytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu Ólafs Helga og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen-samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen- ríkjanna á sviði landamæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex-landamærastofnunarinnar. ,,Þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suð- urlandi, verði tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suður- nesjum, frá 1. september til 1. nóv- ember nk. Margrét Kristín Páls- dóttir, lögfræðingur í dómsmála- ráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embætt- inu á sama tímabili. Embættið verður auglýst laust til umsóknar við fyrstu hentugleika.“ Færður til dómsmála- ráðuneytis  Grímur settur í starf lögreglustjóra Tímamót Ólafur Helgi hefur verið lögreglustjóri á Suðurnesjum í sex ár. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Salan í netverslun Nettó hefur margfaldast undanfarnar vikur. Veltan er nú um þrisvar til fjórum sinnum meiri en í sumar. Þetta segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Segir hann netverslun hafa dregist saman í sumar eftir mik- inn sölukipp við upphaf faraldurs kórónuveiru. „Þegar við fórum inn í sumarið og létt hafði verið á takmörkunum þá fór netið í eðli- legri farveg. Það er mjög eðlilegt og í raun eitthvað sem við áttum von á,“ segir Gunnar og bætir við að netsalan hafi tekið við sér að nýju strax eftir verslunarmanna- helgi. Svipar þróuninni eftir þann tíma til söluaukningarinnar sem raungerðist eftir fyrri bylgju far- aldursins. „Fólk fór aftur í rútínu eftir verslunarmannahelgi og net- ið fór á flug um svipað leyti. Þeg- ar hert var á takmörkunum fund- um við strax daginn eftir að umferðin rétt um tvöfaldaðist. Frá þeim tíma hefur salan verið nokkuð stöðug,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann að mörg hundruð manns nýti netverslun fyrirtækisins á degi hverjum. Seg- ir Gunnar það benda til þess að kauphegðun einstaklinga sé breytt. „Það er búin að eiga sér stað breyting í kauphegðun til framtíðar. Það er kominn góður kúnnahópur sem heldur áfram að vaxa.“ Netverslun margfaldast Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nettó Fyrirtækið hefur náð mjög góðum árangri í netsölu hér á landi.  Sala í netverslun Nettó hefur aukist mikið síðustu vikur Heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu í dag um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið. Samráðsfundur fer fram á Hótel Hilton Nordica frá kl. 9 til 13. „Streymt verður beint frá fund- inum sem markar upphaf samráðs- ins en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að stilla saman strengi og móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun að- gerða vegna Covid-19 á næstu miss- erum,“ segir í tilkynningu. Streymt verður frá fundinum m.a. á mbl.is og á vef stjórnarráðsins. Samráðsfund- ur um líf með veirunni í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.