Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Frá fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs- ins hafa skilaboð okkar verið skýr: Við munum beita ríkisfjármálunum til að hjálpa fólki og fyrirtækjum í vanda og skapa skilyrði fyrir vöxt efnahagslífsins á ný. Líklega má fullyrða að enginn sé ósnortinn af afleiðingum farald- ursins, en afleiðingarnar væru meiri og þungbærari ef ekkert væri að- hafst. Hvað ríkisfjármálastefnuna varð- ar hefur hún bein og óbein áhrif, sem miserfitt er að meta. Bein áhrif felast t.d. í fjárfestingarútgjöldum ríkis- sjóðs og óbein áhrif m.a. í greiðslum almannatrygginga og atvinnuleysis- bóta, sem auka ráðstöfunartekjur og eftirspurn heimila og leiða þannig til framleiðslustarfsemi sem ella hefði ekki átt sér stað. Óvissu er, eðli málsins samkvæmt, erfitt að mæla, en hún getur haft veruleg áhrif á framvindu efnahags- mála. Í mars og apríl var framtíðin óráðin. Ekki var hægt að útiloka að óvissan, gríðarlegur samdráttur í neyslu og tímabundin stöðvun tiltek- innar atvinnustarfsemi ylli alvar- legum greiðsluvandræðum í hag- kerfinu. Hjá því var komist og þótt ekki verði sett nákvæm tala á þátt stjórnvalda, er ljóst að skýr markmið ríkisstjórnarinnar um að beita ríkis- fjármálunum til að milda áfallið og stuðningur Alþingis við aðgerðirnar hafa haft áhrif á væntingar fólks, aukið bjartsýni og eflt fram- kvæmdavilja. Þannig hafa ákvarð- anir stjórnvalda stuðlað að þrótt- meira efnahagslífi. Aðgerðir þegar skilað 80 milljörðum Ætla má að halli á ríkissjóði á þessu ári verði hátt í 300 milljarðar króna. Þetta er stórfelld breyting á ríkisfjármálunum, frá jafnvægi yfir í gríðarlegan halla, og er ein birtingarmynda afleiðinga heimsfar- aldursins. Breytt afkoma ríkissjóðs í ár vegna COVID-19 skýrist með tvennum hætti. Annars vegar eru að verki hinir svokölluðu sjálfvirku sveiflujafnarar, þar sem skatttekjum er leyft að lækka verulega samhliða minni umsvifum í hagkerfinu og út- gjöld vaxa vegna meira atvinnuleys- is. Þessi sjálfvirku viðbrögð skýra ríflega helming hallans. Hins vegar skýrist halli ríkissjóðs af sértækum aðgerðum sem gripið var til í þeim tilgangi að verja störf og verð- mæti. Helstu efnahags- aðgerðir stjórnvalda hafa nú þegar skilað tæpum 80 milljörðum króna út í efnahagslífið, en sjálfvirkt viðbragð ríkisfjármála gæti numið um 120 millj- örðum. Því fer þess vegna fjarri að þessi mikli tilkostnaður sé glatað fé. Þjóðhagslegur ávinningur til lengri tíma Ýmsar aðgerðir sem við höfum gripið til eru skammtímaúrræði til að koma í veg fyrir að fólk og fyrir- tæki gefist upp í þessum tímabundnu erfiðleikum og verðmæti fari í súg- inn að óþörfu. Lokunarstyrkir, stuðningslán, aðstoð við að greiða laun á uppsagnarfresti, frestun skattgreiðslna og rýmri reglur um greiðsluskjól eru m.a. úrræði sem falla að þessu markmiði og eiga líka að skapa svigrúm til að bregðast við og aðlagast breyttum aðstæðum. Segja má að framtíðin sem blasir við sé allt önnur en hún var og við þurf- um að finna taktinn í nýjum veru- leika. Fjárfestingarátak og stuðningur við nýsköpun miðar hvort tveggja að því að auka umsvif á samdrátt- artímum og skapa viðspyrnu fyrir vöxt til framtíðar. Rannsóknir á tengslum ríkisfjármálastefnu og hagvaxtar benda til þess að stuðn- ingur ríkisfjármála við efnahagslífið hafi sérstaklega mikil áhrif á meðan atvinnuleysi er mikið, en í lok júlí voru 17 þúsund á atvinnuleysisskrá eða 7,9% vinnuaflsins. Samtals voru 21 þúsund einstaklingar á hlutabót- um og atvinnuleysisskrá, eða 8,8%, en hæst fór það hlutfall í tæp 18% í apríl. Talið er að innspýting með hallarekstri ríkissjóðs í ár geti aukið landsframleiðslu um allt að 200 ma.kr. (̃6-7% af landsframleiðslu) á næstu misserum. Efnahagsleg áhrif hallans, eða með öðrum orðum, auk- innar skuldsetningar, væru aðeins brot af þeirri fjárhæð við hefðbundn- ari efnahagsaðstæður. Hallarekstur ríkissjóðs felur því við þessar aðstæður ekki í sér þjóð- hagslegt tap í sjálfu sér, þótt hann endurspegli efnahagslegt tap vegna útbreiðslu veirunnar. Hallanum er öllum varið til að styrkja fjárhags- lega stöðu einstaklinga og fyr- irtækja, skapa störf, koma í veg fyrir að verðmæti glatist að óþörfu og örva hagkerfið til að gera okkur kleift að vaxa út úr þessu gríðarlega áfalli sem heimsfaraldurinn er. Við eigum engan valkost annan en að sækja fram, skapa meiri verðmæti, framleiða, auka skilvirkni og stækka þjóðarkökuna. Án vaxtar bíður ekk- ert annað en harkaleg aðlögun sem mun kosta okkur mikið í lífskjörum. Þegar hagkerfið hefur tekið við sér þarf að vinda ofan af stuðningi og koma ríkissjóði aftur í þá stöðu að geta tekist á við þrengingar. Gleym- um því ekki að við þurftum að skapa forsendur fyrir því að geta tekist á við þetta áfall með þeirri stefnu sem nú er rekin. Góður árangur síðustu ára, markviss skuldalækkun og ábyrg stjórn ríkisfjármálanna er ein- mitt forsenda þess að við höfum get- að spyrnt kröftuglega á móti efna- hagslegum áhrifum faraldursins. Mesti vöxtur innlendrar neyslu frá 2007 Talið var að landsmenn myndu bregðast við óvissuástandi nú með auknum sparnaði og spáði Seðla- bankinn að einkaneysla á öðrum árs- fjórðungi myndi hrynja um allt að 20% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Þeir hagvísar sem liggja nú fyrir benda til þess að samdrátturinn hafi verið minni en 10%. Um leið og ár- angur sást af sóttvarnaaðgerðum og unnt var að slaka á þeim tók innan- landsvelta við sér. Fólk hefur verið duglegt að ferðast um landið í sumar, nýta sér ýmiss konar þjónustu og ráðast í framkvæmdir, eins og sjá má af mik- illi fjölgun umsókna um endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu. Kortavelta Íslendinga á Ís- landi í júní jókst um 17% milli ára, sem er mesti vöxtur veltunnar síðan í ágúst 2007. Vöxturinn í júlí var einn- ig mjög sterkur, eða 13%. Neysla Íslendinga nær ekki að vega upp framlag erlendra ferða- manna, sem yfir sumarmánuðina hefur verið um 30% af heildarneysl- unni. Einkaneysla hefur eigi að síður orðið mun kraftmeiri en gert var ráð fyrir. Hún vegur um helming í lands- framleiðslu og því ljóst að hagþróun á öðrum ársfjórðungi varð mun hag- felldari en allar spár reiknuðu með í vor. Orsakir kröftugri umsvifa Ætla má að ástæður kröftugra efnahagslífs og meiri neyslu en reiknað var með séu margþættar. Þyngst vegur líklega árangur í sótt- vörnum í vor og sú staðreynd að fá smit greindust frá miðjum maí og fram til loka júlí. Það styður við þá ákvörðun að grípa til aðgerða á ný til að draga úr útbreiðslu COVID-19. Hagfelldari aðstæður á vinnumark- aði skýra einnig hluta þróunarinnar. Þrátt fyrir að þátttaka í ýmsum úr- ræðum stjórnvalda hafi hingað til reynst minni en búist var við má reikna með að snögg viðbrögð fjár- málastefnunnar og skýr vilji stjórn- valda til að styðja við hagkerfið hafi vegið á móti óvissu um efnahags- horfur og þannig stuðlað óbeint að meiri umsvifum en ella væri raunin. Skýr markmið draga úr óvissu Talsverð umræða hefur verið und- anfarið um nauðsyn þess að meta hagræn áhrif aðgerða, bæði efna- hagslegra úrræða og sóttvarna- ráðstafana. Mat af þessu tagi verður aldrei nákvæmnisvísindi. Útkoman verður ekki upp á gramm úr kílói. Eigi að síður er mikilvægt að við dýpkum umræðuna um þessa þætti. Á undanförnum mánuðum hafa safn- ast upplýsingar til að vinna með og við höfum gert minnisblöð sem stuðst hefur verið við í ákvarð- anatöku en vilji okkar stendur til þess að gera dýpri greiningar og vonandi byggja þannig undir upp- lýstari, nákvæmari og enn betri ákvarðanatöku. Hér hefur verið nefnt að það hafi skipt máli fyrir innlend umsvif að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og má þar horfa til atvinnustarfseminnar en einnig á áhrif til skemmri og lengri tíma á t.d. skólastarf og al- menna virkni í samfélaginu. Hér ber einnig nefna þann sjálfsagða grund- vallarþátt í okkar samfélagi að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur í aðgerðum sem skerða frelsi fólks til daglegs lífs og athafna sem við telj- um sjálfsagða þætti nútíma- samfélags. Það er öllum ljóst að við getum átt fyrir höndum erfiðan vetur, en þá er gott að hafa í huga að við höfum sagt að viðbrögð stjórnvalda myndu taka mið af aðstæðum hverju sinni. Ef þörf yrði á harkalegri sóttvarna- viðbrögðum með tilheyrandi efna- hagslegum afleiðingum þyrfti sam- hliða að endurskoða aðgerðir til að tryggja að við náum þeim skýru markmiðum sem að er stefnt: Að verja félagslega og efnahagslega vel- sæld og stöðugleika um leið og við setjum líf og heilsu fólksins í landinu í öndvegi og tryggjum aðstæður fyr- ir meiri verðmætasköpun. Þessi vinna stendur yfir og var málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar í vikunni. Náum árangri með samstöðu Við erum í ákveðnum skilningi í stríði gegn ytri ógn. Nú þegar hafa margar orrustur verið háðar og við getum sagt að útkoman hafi verið vel viðunandi miðað við aðstæður. Höf- um hugfast að þetta stríð getur var- að enn um sinn og við þurfum áfram að byggja árangur okkar á sam- stöðu. Með samstöðunni, sterkri innri stöðu, ákvörðunum sem byggðar eru á þekkingu og reynslu, og með óbil- andi trú á framtíð landsins mun okk- ur takast að sigrast á öllum erfið- leikum. Ekkert segir að við getum ekki komið stærri, sterkari og öfl- ugri sem samfélag enn nokkru sinni fyrr út úr þessari stöðu. Þangað skulum við stefna. Eftir Bjarna Benediktsson » Við erum í ákveðnum skilningi í stríði gegn ytri ógn. Nú þegar hafa margar orrustur verið háðar og við get- um sagt að útkoman hafi verið vel viðunandi miðað við aðstæður. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Samstaðan skilar árangri 1,9 3,1 3,1 3,9 13,5 14,5 18,0 19,1Sértækar efnahagsaðgerðir stjórnvalda Helstu aðgerðir hafa þegar skilað um 80 milljörðum kr. út í efnahagslífið Laun í sóttkví Lokunar- styrkir Ferða- þjónusta Barna- bótaauki Stuðn- ings- og viðbót- arlán Laun á upp- sagnar- fresti Fjár- festingar- átak Séreignar- sparn- aður Hluta- bætur Frestun skatt- greiðslna Milljarðar kr. 0,20,2 Ætla mætti að stærsta sveitarfélagið væri hagkvæmasta rekstrareiningin. Gæti gert meira fyrir minna. Stærð- arhagkvæmni sveitar- félaga á að skila sér í minni kostnaði á hvern íbúa. Um það er ekki deilt. Það skýtur því skökku við að með- alkostnaður borgarinnar er ekki lægri en nágrannasveitarfélaganna sem þó eru talsvert minni rekstrar- einingar. Þvert á móti er launa- kostnaður borgarinnar 16% hærri en meðaltal stærstu nágranna hennar; Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir síðasta ár. Ef launakostnaður á íbúa væri sá sami í Reykjavík væri hann níu millj- örðum lægri. Það gerir 287 þúsund krónur fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu á ári hverju. Munar um minna. Þessi kostnaður er skerðing á ráðstöf- unartekjum heimilanna í borginni enda rukkar Reykjavík hærra út- svar af launum þeirra sem búa í borginni en nágrannasveitar- félögin. Tekur mun meira af laununum en sjálft ríkið. Fast- eignaskattar hafa líka hækkað langt umfram verðlag. Það bitnar á fólki og fyrirtækjum. Í stað þess að nútímavæða rekstur borgarinnar hefur yfirbyggingin verið stækkuð. Ánægja með þjón- ustu borgarinnar er minni en meðal íbúa nágrannasveitarfélaganna í samræmdum viðhorfskönnunum. Kostnaðurinn skilar sér þannig í hærri sköttum en ekki í aukinni ánægju. Þeir sem vilja fara vel með skattfé og áhugamenn um bættan rekstur ættu að skoða hvernig á þessu stendur. Hér mætti bjóða út meira. Og betur. Hér mætti hag- ræða. Nýta tæknina betur. Minnka báknið. Á öllum tímum munar heimilin um 287 þúsund krónur. Á erfiðum tímum eins og nú eru mun- ar það miklu. Mjög miklu. Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Launakostnaður borgarinnar er 16% hærri en meðaltal stærstu nágranna henn- ar; Kópavogs, Garða- bæjar og Hafnarfjarðar fyrir síðasta ár. Launakostnaður á íbúa Þúsundir króna 600 500 400 300 200 100 0 Reykjavík Kópa- vogur Garðabær Hafnar- fjörður Dýr rekstur Reykjavíkurborgar Höfundur er oddviti sjálfstæðis– manna í borgarstjórn.Þrif Það er vissara að vera vel tækjum búinn við þrif á tyggjóklessum. Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.