Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair Group gera ráð fyrir því að félagið muni tapa 45 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári og flytja u.þ.b. eina millj- ón farþega yfir tímabilið. Samkvæmt nýjustu flutningatölum sem félagið birti í byrjun mánaðarins flutti það 564 þúsund farþega á fyrstu sjö mán- uðum ársins. Gangi spárnar eftir munu farþegar félagsins verða ríflega 87 þúsund að meðaltali í mánuði hverjum fram að áramótum. Þetta kemur fram í nýrri fjárfesta- kynningu sem félagið sendi til Kaup- hallar Íslands rétt fyrir miðnætti á miðvikudag. Er kynningin ríflega 100 síður og hefur að geyma ítarlega greiningu á núverandi stöðu félagsins, þeim árangri sem náðst hefur í samn- ingum við lánardrottna og samstarfs- fyrirtæki á borð við Boeing og korta- færslufyrirtæki sem þjónustað hafa Icelandair á síðustu árum. Samkvæmt áætlunum stjórnenda félagsins er gert ráð fyrir að flug- markaðurinn muni jafna sig hægt en örugglega á komandi misserum. Þannig muni félagið ekki flytja nema 1,4 milljónir farþega á næsta ári. Það er 40% aukning miðað við spár yfir- standandi árs en innan við helmingur þess fjölda sem fyrirtækið flutti árið 2015. Gangi spárnar eftir, sem félagið segir varfærnar, er gert ráð fyrir að tap verði einnig af starfseminni á næsta ári og að það muni nema 6,7 milljörðum króna. Hins vegar er búist við hröðum viðsnúningi og að á árinu 2022 verði farþegafjöldinn kominn í 2,7 milljónir og hagnaður af starfsem- inni verði 49 milljónir dollara, jafn- virði 6,7 milljarða króna. Enn muni markaðurinn taka við sér á árinu 2023, farþegarnir þá orðnir 3,8 millj- ónir og hagnaðurinn 96 milljónir doll- ara, jafnvirði 13,1 milljarðs króna. Ár- ið 2024 gæti svo boðað mikil tímamót en þá yrðu farþegarnir orðnir 4,5 milljónir, ríflega fjöldinn sem tók sér far með félaginu metárið 2019 og hagnaður verði þá hvorki meira né minna en 128 milljónir dollara, jafn- virði 17,5 milljarða króna. Gangi spáin eftir yrði árið 2024 metár í ýmsum skilningi. Hagnaður- inn meiri en nokkru sinni fyrr en síð- ast sló félagið hagnaðarmet árið 2015 þegar það skilaði 111 milljóna dollara hagnaði. Þegar rýnt er í rekstraráætl- un félagsins sést að þótt félagið geri ráð fyrir að flytja nærri 40% fleiri far- þega á næsta ári gerir það ekki ráð fyrir að tekjurnar vaxi nema sem nemur rúmlega 20%. Það sem skýrir hins vegar að ekki er gert ráð fyrir að tapið verði nema 15% af því sem það verður í ár er að áhrif niðurskurðarað- gerða félagsins munu koma mjög af- gerandi fram á næsta ári. Þannig verður launakostnaður 35 milljónum dollara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, lægri á komandi ári en í ár. Þá vegur einnig þungt að afskriftir ríflega helmingast en þær eru 227 milljónir dollara, jafnvirði 31 milljarðs króna, í ár skv. áætlun. Stór samningur við Boeing Líkt og áður hefur komið fram hef- ur Icelandair Group náð samningum við Boeing sem felast í því að félagið fellur frá kaupum á fjórum 737-MAX- vélum sem voru hluti af 16 véla pönt- un sem gengið var frá árið 2013. Þá hefur félagið einnig tryggt bætur frá Boeing vegna kyrrsetningar þeirra MAX-véla sem þegar voru komnar í flota félagsins áður en þær voru tekn- ar úr umferð. Í fjárfestakynningunni kemur fram að félagið meti samkomu- lagið við Boeing á 260 milljónir doll- ara, jafnvirði 35,5 milljarða. Er þá tekið tillit til þeirra jákvæðu áhrifa sem samkomulagið hefur á lausafjár- stöðu félagsins og aðra fjárhagslega stöðu á komandi árum. Hefur félagið nú í fyrsta sinn staðfest að bæturnar frá Boeing felast bæði í beinum pen- ingagreiðslum og auknum afsláttar- kjörum á þeim sex vélum sem enn á eftir að afhenda. Í áætlunum félagsins er ljósi varp- að á hvernig félagið hyggist ná kostn- aðarhlutföllum niður. Er það reiknað sem kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK). Árið 2018 var kostnaður félagsins 6,9 sent á kíló- metra, eða 9,4 krónur. Árið 2024 ætlar félagið að hafa náð kostnaðinum niður í 8,4 krónur. Í fljótu bragði virðist þar ekki muna miklu, eða einni krónu. Fé- lagið hyggst hafa byggt upp framboð upp á 16 milljarða sætiskílómetra í lok spátímans og því nemur ætluð hag- ræðing heilum 16 milljörðum króna. Athygli vekur að í útreikningum fé- lagsins er gert ráð fyrir að launa- kostnaðurinn verði eilítið hærri út frá sömu mælikvörðum eða 2,2 sent á hvern framboðinn sætiskílómetra en kostnaðurinn var 2,1 sent árið 2018. Mestu munar í þeim sparnaði sem fé- lagið hyggst ná fram með lægri elds- neytiskostnaði. Er gert ráð fyrir að hann lækki um 35%. þar munu MAX- vélarnar fyrrnefndu leika lykilhlut- verk en fyrst þarf að koma þeim í loft- ið. Enn hefur ekki fengist staðfest hvenær flugmálayfirvöld í Bandaríkj- unum og Evrópu muni að nýju gefa út flughæfnisskírteini fyrir þær. Ná fyrri styrk á fjórum árum Mikilvægir samningar » Félagið segir að sam- komulag við lánardrottna og ýmsa samstarfsaðila bæti lausafjárstöðu þess um 450 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, meðan starf- semin verður í lágmarki. » Þar vegna samningar við Boeing þyngst en t.d. fresta lánardrottnar afborgunum lána um allt að 24 mánuði og styrkir það stöðuna um 51 milljón dollara.  17,5 milljarða hagnaður að fjórum ár- um liðnum  Tapið 45 milljarðar í ár Spá um farþegafjölda og stærð fl ugfl ota Icelandair til ársins 2024Farþegafjöldi Icelandair 2015-2019, spá til ársins 2024 og möguleikar á auknum umsvifum Flugfl oti Icelandair 2018-2019 og áætlun fyrir 2020-2014 4 3 2 1 0 40 30 20 10 0 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Milljónir farþega 2015-2019 Spá fyrir 2020-2024 Möguleiki á auknum umsvifum Boeing 757-200 og -300 Boeing 737 MAX Boeing 767-300 ER Viðbótar fl ugvélar 3,1 3,7 4,0 4,1 4,4 1,0 1,4 3,8 4,5 2,7 4 3 26 33 7 6 26 39 4 6 10 20 4 9 10 23 4 12 10 26 4 12 15 31 5 4 12 13 34 Milljónir farþega Heimild: Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.