Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 ✝ Svanhvít Kjart-ansdóttir fædd- ist á Höfðabrekku í Vestmannaeyjum 1. mars 1933. Hún lést á heimili sínu á Sel- fossi 12. ágúst 2020. Svanhvít var einkadóttir hjón- anna Kjartans Jónssonar frá Drangshlíðardal undir Austur-Eyjafjöllum og Ragnhildar Jónsdóttur frá Seljavöllum í sömu sveit. Þau hjónin byggðu sér hús á Faxa- stíg 8a í Vestmannaeyjum, þar ólst Svanhvít upp frá fjögurra ára aldri en fram að því bjuggu þau á Höfðabrekku við Faxa- stíg. Svanhvít giftist Eggerti Sigurlássyni frá Reynistað í Vestmannaeyjum, f. 20.2. 1929, d. 1978. Börn þeirra eru: Kjart- an, f. 27.9. 1954, d. 1977, Sigrún, f. 13.10. 1955, dætur Sigrúnar búskap í Reykjavík meðan hann var við nám þar og hún vann á saumastofu. Að námi loknu fluttu þau aftur í Eyjarnar. Eftir að börnin fæddust var Svanhvít heimavinnandi eða þar til Egg- ert lést 1978 og fór þá að vinna á Reykjalundi en síðar við versl- unarstörf í Mosfellsbæ. Á Sel- fossi vann Svanhvít í Kaupfélagi Árnesinga og í Sólvallaskóla. Svanhvít og Eggert bjuggu í Vestmannaeyjum fram að gosi 1973 en fluttu þá upp á land og byggðu sér hús í Mosfellsbæ. Seinni maður Svanhvítar er Þráinn Guðmundsson, f. í Vest- mannaeyjum 24. júní 1943. Svanhvít flutti á Selfoss 1980 og bjó þar síðan í Lambhaga 20. Svanhvít var áhugakona um ræktun alla tíð og átti glæsilega garða sem hún sinnti af ein- stakri alúð. Hún málaði mikið, fór á fjölda myndlistarnám- skeiða og á yngri árum spilaði hún á gítar og söng með vinkon- um sínum í sveitinni Eyjadætr- um. Hún var íþróttakona, æfði fimleika og spilaði handbolta með Tý í Vestmannaeyjum. Útför Svanhvítar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 20. ágúst 2020, kl. 14. Athöfninni verður streymt á vef Selfosskirkju. og fyrrverandi eiginmanns, Franks Paulin, Linda, f. 12.4. 1979, d. 1991, og Edda, f. 28.11. 1980. Börn Eddu eru Kjartan James og Anja Linda. Sambýlis- maður Sigrúnar er Ólafur Gunnarsson, hann á 3 syni og 6 barnabörn. Hildur, f. 17.4. 1964, eiginkona hennar er Huldís Franksdóttir, hún á þrjú börn og tvö barnabörn. Hjalti, f. 4.5. 1971, eiginkona hans er Sigríður Margrét Helga- dóttur, börn þeirra eru Svan- hvít, f. 11.11. 2000, og Kjartan, f. 15.12. 2005. Fyrir á Sigríður tvö börn og tvö barnabörn. Eftir hefðbundna skólagöngu í Vestmannaeyjum fór Svanhvít í Húsmæðraskólann á Varma- landi. Hún vann síðar skrif- stofustörf hjá Rafveitu Vest- mannaeyja. Þau Eggert hófu Þegar ævi manns er orðin löng er fátt meira virði en góðar minningar um gott samferða- fólk og vini á lífsleiðinni. Svan- hvít Kjartansdóttir vinkona frá æskuárum, sem nýlega er látin, er gott dæmi um það þegar fólk kynnist á ungdómsárum í skóla og ræktar vináttu úr fjarlægð en hittist sjaldan. Þannig var veruleikinn. Það er langt á milli Vestmannaeyja og Breiðafjarðar og ekki auð- velt að ferðast á milli í þá daga. Um miðja síðustu öld var stór hópur ungmenna sem áttu sín æskuár í vestureyjum Breiðafjarðar. Vestureyjar, öðru nafni Flateyjarhreppur, sem þá var töluvert auðugur af ungu fólki, stúlkum og piltum sem biðu eftir að komast í ein- hverja skóla og mennta sig fyrir lífið. Barnaskólinn og fermingin að baki og þá var helst rennt hýru auga til Borgarfjarðar- skólanna. Húsmæðraskólans á Varmalandi og Bændaskólans á Hvanneyri. Þessir skólar þóttu búa ungmenni vel undir lífið og stundum komu lífsförunautar í kaupbæti, og auk þess vinátta sem entist ævina á enda í mörg- um tilfellum. Það var haustið 1952 sem við frænkur og vin- konur, Ólína í Látrum og María úr Skáleyjum, fórum að Varma- landi og þar biðu tvær verðandi herbergissystur, þegar þangað kom. Ekki voru herbergin stór en nýttust vel. Vigdís forstöðukona hafði hug á því að við færum í herbergi með Svanhvíti Kjart- ansdóttur úr Vestmannaeyjum. Við eyjastelpurnar ættum trú- lega góða samleið. Sú fjórða var Kristín Ellerts- dóttir úr Reykjavík, sem nú er látin. Þarna tókst Vigdísi valið vel þó að menningarsvið þess- ara staða væru fremur ólík. Breiðafjarðareyjar, Vestmanna- eyjar og Laugarnesið í Reykja- vík. En þökk sé Vigdísi, hún valdi vel fyrir okkur fjórar. Það vor- um við alltaf sannfærðar um og nefndum herbergið Glaðheima. Ég man enn þá hvað mér hlýn- aði um hjartarætur þegar Svana sagði okkur að þetta væri í fyrsta sinn sem henni fyndist hún eiga systkini. Hún var ein- birni, en átti afar gott heimili. Nú komum við í stað systra. Ekki hefur hana skort aðlög- unarhæfileika fyrst hún gat um- borið okkur svona vel í þrengsl- unum. Að leiðarlokum vil ég þakka Svönu fyrir ómetanleg kynni og samveru á þessum löngu liðnu dögum og æ síðan, þegar við hittumst var hún sú sama og áð- ur. Við Ólína erum sammála um að kynnin við hana hefðu ekki getað verið betri. Við Leifur vottum Þráni hennar og allri fjölskyldunni innilega samúð. Með innilegri kveðju, María S. Gísladóttir, Mosfellsbæ. Svanhvít Kjartansdóttir ✝ Þórunn KristínTeitsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík, fæddist 13. mars 1931. Hún var frá Litla-Hólmi í Útskálasókn. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 9. ágúst 2020. Hún var dóttir hjónanna Hrefnu Eiríks- dóttur húsmóður, f. 23.11. 1908, d. 22.4. 1988, og Teits Sigurjónssonar, f. 23.2. 1902, d. 27.11. 1957. Systkini Þórunnar voru þrjú, Eiríkur Sigurðsson, Hulda Teitsdóttir Jeckell og Óskar Teitsson, eru þau öll látin. Eiginmaður Þórunnar var Kristján Guðlaugsson, f. 13. apríl 1931, d. 29. ágúst 2000. Börn þeirra eru Edda, f. 11.apríl 1950, d. 24. apríl 1950, og Guðlaugur, f. 5. júlí 1958, eiginkona hans er Hanna Sig- urðardóttir, f. 30. júní 1961, eiga þau þrjár dætur. Hild- ur Kristín, á hún tvær dætur. Alex- andra Vilborg Thompson og Kol- brún Myrra Thompson. Þórunn á einn son, Myrkva Rey Natansson. Hulda, sambýlismaður hennar er Grétar Eiríksson. Þórunn ólst upp á Litla- Hólmi, þaðan fluttist hún ung til Keflavíkur. Árið 1949 kynn- ist hún Kristjáni. Hófu þau bú- skap í Keflavík, bjó hún þar til dánardags, fyrir utan 9 ár sem þau bjuggu í Garðabæ. Þórunn starfaði allan sinn starfsaldur sem verslunarmaður hjá hern- um í Navy Exchange á Kefla- víkurflugvelli. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 20. ágúst 2020, klukkan 13. Kvödd er í dag elskuleg föð- ursystir mín Þórunn Teitsdótt- ir. Allar mínar barnæskuminn- ingar eru tengdar Diddu frænku. Öll jólin og áramótin sem við áttum saman með fjölskyld- unni. Það var dásamlegt að dveljast á heimili Diddu og Stjána, þegar foreldrar mínir voru erlendis. Þegar ég varð sautján ára þá fannst mér nú ekki leiðinlegt að fá gula Múst- anginn að láni. Þau systkinin pabbi og Didda voru alltaf svo lík, sama geðslægið og húmorinn frábær. Það var alltaf kært á milli okk- ar Diddu, gott að heimsækja hana og ræða um gamla tíma um Leiruna og Garðinn þar sem þau systkinin voru alin upp. Didda var glæsileg kona, sannkölluð dama. Heimilið allt- af svo hlýlegt og fallegt. Ég kveð kæra frænku. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hanns dýrðarhnoss þú njóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Gulli, Hanna og fjöl- skylda. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur, Leifur V. Eiríksson og fjölskylda. Vinkona mín Þórunn Teits- dóttir (Didda) er látin og er mér ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Skömmu eftir að við Hulda fluttum til Keflavíkur kynnt- umst við þeim Diddu og Krist- jáni. Við náðum öll fljótlega vel saman og áttum með þeim fjölda ánægjustunda. Þau voru vinmörg og góð heim að sækja og í gegnum þau fundum við góða vini og áttum með þeim margar notalegar stundir. Við héldum mest hópinn fern hjón, þau Didda og Kristján, Dúdda og Emil, Imba og Bjarni ásamt okkur Huldu. Þetta voru góðir og ógleymanlegir tímar þegar lífið var ljúft og lék við okkur öll. Við kunnum svo sannarlega að njóta þess og vorum ekki að skafa utan af neinu, gaman, gaman. Takk fyrir Didda. Það er mér afar minnisstætt að oft þegar kvöldin hófust með spjalli heima hjá einhverju okk- ar og einhverjum datt í hug að skreppa á ball í bænum, þá var bílstjóra reddað í Víponinn og brunað af stað með glæsibrag, svo kom rúsínan í pylsuend- anum þegar ónefndur félagi tók fyrir okkur „Jambalaya“ í bakaleiðinni. Þetta voru dýrð- artímar. Mér er einnig ofarlega í minni ánægjuleg ferð okkar með Rotarý-klúbbnum til Dan- merkur þar sem þau Kristján og Didda sáu um að okkur skorti hvorki gleði né ánægju. Margar slíkar minningar á ég um þessa vini okkar Huldu og margt og mikið brölluðum við saman af ýmsum toga. Ég minnist ferðanna á vegum Rót- arýklúbbsins þegar haldnir voru fundir í Þórsmörk, Land- mannalaugum eða Nýjadal með meiru. Ég minnist hinna mörgu ferða okkar hjóna með Diddu, Kristjáni og fleirum innan- lands, í leikhús, hljómleika og skemmtiferðir utanlands sem og margs annars sem við tók- um okkur fyrir hendur. Eftir búferlaflutninga og að við bæði misstum maka okkar á svipuðum tíma varð samgangur okkar á milli æ sjaldnar en samt lágu leiðir okkar saman öðru hvoru. Eftir að ég hóf störf hjá Slökkviliði Keflavík- urflugvallar við eftirlit bruna- varna átti ég oft erindi í versl- un varnarliðsins (PX) þar sem Didda starfaði til fjölda ára. Vináttan minnkaði ekki þó að samverustundunum fækkaði. Minningin um góða og ljúfa vini er mér efst í huga þegar ég kveð Þórunni Teitsdóttur með þakklæti fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum með henni og Kristjáni. Góða ferð kæra vinkona, ég þykist vita að þú fáir góðar og hugljúfar móttökur. Ég sendi Gulla og fjölskyldu innilega samúðarkveðju. Garðar Sigurðsson. Elsku elsku amma. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá, þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Nú ertu komin til afa og við kveðjum þig með hjörtu okkar full af ást og þakklæti fyrir að hafa átt svona yndislega, elsku- lega, fyndna, endalaust þolin- móða, hlýja, góða, ofurtöffara- ömmu. Stelpurnar þínar, Hildur Kristín, Þórunn og Hulda. Þórunn Kristín Teitsdóttir Gísli Rúnar Jónsson þegar svo stórbrotnum manni sem við elskum svo heitt á að lýsa og ekki er auðvelt að setja tilfinn- ingarnar sem streyma um í orða- form. Við sjáum þig ljóslifandi, sötr- andi rjúkandi heitan latte við tölv- una. Vel tilhafður með smekkleg- an trefil vafinn um hálsinn. Tónar Nat King Cole óma um herbergið og rödd þín heyrist svo skýrt: „Nei hæ elskurnar mínar, eru þetta þið?“ Hlökkuðum alltaf til að kíkja í heimsókn til þín þar sem leyfilegt var að fara á flug og gleyma sér í pælingum um heima og geima. Hliðarsögurnar óteljandi, en öll erum við þekkt fyrir hæfilega mikinn athyglisbrest og eflaust væri skoplegt að vera fluga á vegg þegar slíkir einstaklingar koma saman. Með þér var tíminn einfaldlega ekki til, einungis hug- tak og svo sannarlega aukaleikari í þínu lífi. Orðheppinn varstu og mikill vinur. Ljúflingur með hlýtt hjarta og stærsta brosið. Með bullandi tourette og grettur, þú heillaðir menn (og konur) upp úr skónum. Stríðinn með eindæmum, þrálát fullkomnunarárátta í fararbroddi, en kátína og kímni ætíð í háveg- um höfð. Minning um hávær hlátrasköll og risavaxið kærleik- sknús hlýjar litlum hjartarótum á nöprum degi. Knúsin þín voru best, svo innileg og stór. Dýrmæt- ur sérvitringur og óaðfinnanlegur nautnaseggur sem elskaðir lífið, en meðfylgjandi slíku magni ástar glímdir þú við dimma og afar djúpa dali. Það sem fer upp fer jafn langt niður. Þú varst þó aldr- ei einmana nema í besta falli inn- an um margt fólk, eiginlega fé- lagslegur einfari. Á sama tíma hrókur alls fagnaðar þegar nær- veru þinnar var notið. Takk fyrir þig. Minningin um þig varðveitist í tímarúminu og fyllir hjarta okkar um ókomna tíð. Þú varst og verður ávallt svo sannarlega „One Of A Kind“. Frænkur þínar í tætlur, Bestla og Birna Rún. Í fyrsta sinn sem ég hitti Gísla Rúnar var hann á gagnfræða- skólaaldri; ég hafði verið fenginn til að taka þátt í skemmtun á árshátíð skólans sem hann var í. Ég var kynntur fyrir honum eftir að hafa séð handverk hans á skólaleikritinu: snilldarleikgervi, búninga, handrit, leik og leik- stjórn, og ég áttaði mig strax á því að hér var enginn meðalmaður á ferð. Svo varð Gísli landsfrægur í Ríkissjónvarpinu fyrir að leika Brúsakarl. Svo mikið var að gera hjá þeim Júlla við skemmtanir að það þurfti að aka þeim á milli margra staða. Gísla leist vel á gula Mustanginn hans pabba, svo pabbi var um tíma einkabílstjóri Kaffibrúsakarlanna. Mesta afrek Gísla sem ég sá til hans á leiksviði var þegar hann lék aðalhlutverkið í Blómarósum Ólafs Hauks Símonarsonar í Lindarbæ. Samstarf hans og Þór- hildar Þorleifsdóttur leikstjóra leiddi af sér leik hjá Gísla Rúnari sem var langt fyrir ofan heims- mælikvarða. Gísli lék þarna drykkfelldan forstjóra sem varð þeim mun drukknari sem lengra leið á leikritið. Það var ekki síst meðferð Gísla á leikmunum sem var sú besta sem sést hefur í ís- lensku leikhúsi sem lyfti þessari sýningu í hæstu listrænu hæðir. Og ekki var hægt að finna eina einustu örðu að líkamsbeitingu Gísla í sýningunni og textameð- ferð. Gísli var mikill hugsjónamaður og hlýja hans og umhyggja gagn- vart vinum sínum var einstök. Þegar ljóst var að Stefán Karl ætti skammt eftir ólifað og honum var boðið að leika einhver smá- hlutverk í atvinnuleikhúsi að lok- um, reis Gísli upp á afturfæturna og sagði: Minn góða vin má ekki móðga með smásálarhætti, hon- um skal reisa ærlegan minnis- varða; Stefán á að leika stórt hlut- verk í lokin og það á að kvikmynda það. Gísli bar hug- myndina undir hinn farsæla leik- húsmann sem nú stýrir Þjóðleik- húsinu og úr varð að Stefán gat fyllt vasa sína af grjóti. En þegar kom að því að reisa minnisvarða um list Gísla var smásálarhátturinn allsráðandi og Gísli drapst þar sem honum sýnd- ist. Í tölvupósti sendi ég Gísla áskorun um limruyrkingu sem ég vissi að gæti glætt lífsvilja hans að glíma við: Búðu til limru með rímorðunum meir og meyr. Benti líka á að ágætt viðbótar-rímorð væri Geir. Daginn eftir kom: Borgarstjóri & utanríkisráð- herra Ísraels - annó 1961 Það gleymast mun seint hve hann Geir gat orðið bljúgur og meyr - samt mismikið meyr - og aldrei þó meir en andspænis frú Goldu Meir. Næsta verkefni sem ég sendi Gísla var gagnaukin limra eftir höfund bókar sem Gísli mat mik- ils: The Devil’s Dictionary. Í þess- ari háðsku orðabók er skilgrein- ingin á Immortality (ódauðleiki) svona: A toy which people cry for, And on their knees apply for, Dispute, contend and lie for, And if allowed Would be right proud Eternally to die for. (Ambrose Bierce) En það kom ekkert svar frá Gísla. Ég hafði sent limruna ein- um degi of seint. Árni Blandon. Nú er fallinn frá elskulegur vinur, Gísli Rúnar Jónsson, og vil ég votta ættingjum hans og öllum honum tengdum mína dýpstu samúð. Þar fór merkileg manneskja, mikill listamaður og kærleiksrík persóna. Efa ég að í íslensku sam- félagi fyrirfinnist jafn einstakur aðili því hann var öðrum fremri. Ort til minningar um vin minn Gísla Rúnar Jónsson: Engill vina vængs í ljósin við í kveðju, þökk öll árin. Minning vin, þú eilíf rósin í orði kærleiks von á tárin. Björgin bæn þú englarósin Jesú bænin er óskin í sárin. Í blævæng brátt fer í ljósin er bera kærleik í trega tárin. Björg bænarósk englarósin biðjum Jesú um trú í sárin. Hugsa í öll góðu liðnu árin engu lík, tregi sár við sárin. Látinn í kærleik, vill ljósin líf í Drottni því raun er sár. Vökull hjá vinum þú rósin veröld í sorg en von á tárin. Í blævæng brátt sést í ljósin er bera kærleik á Guðs árin. Björg í bæn, sést englarósin biðjum Jesú um trú í sárin. Drottinn tekur þig nú til sín dvöl þín á himni verður fín. Í vina væng englanna í ljósin af virðing þakka liðnu árin. Minning merka eilífa rósin meyr sál óskar líknar í tárin. Í blævæng sól leitar í ljósin sem bera kærleik í öll sárin. Björg í bæn er yl englarósin biðjum Jesú um mátt í sárin. Jóna Rúna Kvaran.  Fleiri minningargreinar um Gísla Rúnar Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.