Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Náttúran og lífríkið heillamig og í öllum ferðumhér um nærumhverfiðsé ég eitthvað áhuga- vert sem vekur eftirtekt mína,“ segir Ólafur Bernódusson, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd. Þetta litla sjávarþorp við Húnaflóann, þar sem búa um 460 manns, leynir á sér. Byggðin fellur vel inn í landslagið en stað- urinn er sunnan við Spákonufells- höfða, friðlýstan stað sem er fólk- vangur og útivistarsvæði. Þar var Ólafur á ferðinni um síðustu helgi og sýndi blaðmanni þar og þá tvær blómjurtir sem hafa ekki sést áður á þessum slóðum; það er arons- vöndur og bláklukka. Með blómmörgum klasa Af aronsvendi segir í bókinni Flóra Íslands – blómplöntur og byrkningar sem út kom 2018 og er eftir Hörð Kristinsson Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhalls- dóttur. Þar kemur fram að jurtin sé fjölær með einum gildum en grófum stöngli og með blómmörg- um klasa. Krónublöð blómsins eru spaðalaga en bikarblöðin gulgræn og aflöng. Aronsvöndur vex gjarn- an í klettum, þurrum brekkum, nærri stöðuvötum og úti í hólmum. Á landsvísu er aronsvöndur fremur sjaldséður, en þó nokkuð algengur við Mývatn og því er stundum talað um Mývatnsdrottninguna. Þá hefur jurtin dreifða útbreiðslu á Vestur- og Norðurlandi, en hefur ekki sést áður á Skagaströnd, að því er Ólaf- ur best veit. „Ég læt mér detta í hug að hér hafi einhver komið hér og sett sprota í jörð. Auðvitað getur líka verið að fuglar hafi borið með sér fræið, en mér finnst sú tilgáta þó fremur ósennileg,“ segir Ólafur sem í áratugi hefur kennt líffræði við Höfðaskóla á Skagaströnd og gjarnan þar rætt við nemendur sína um gróður jarðar. Bláklukka skýtur rótum Stundum hefur bláklukka verið kölluð einkennisblóm Austurlands, enda sjaldséð annars staðar á land- inu. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að hún hafi snemma náð að festa rætur eystra, þá í ósnortnu landi og lagt undir sig svæðið frá Þistilfirði og suður á Skeiðarársand. Eftir landnám manna hafi skapast nýir mögu- leikar á því blómið skyti rótum víð- ar, sem þó hafi ekki gengið eftir nema að óverulegu leyti. Sprotar og stöku blóm eru víða en hvergi nema á Austurlandi er bláklukka í breiðum. Þar vex hún einkum í graslendi og móum en einnig í skóglendi og klettum Er 15-30 cm á hæð með fagurgrænum, mislög- uðum blöðum og blómstrar svo bláum klukkum í júlí og ágústmán- uði. „Bláklukku hef ég aldrei séð áður hér á Skagaströnd og þetta vakti furðu mína. Kannski eru þetta engin stórtíðindi, en menn eins og ég sem vilja vita eitthvað um umhverfi sitt láta sig þetta nokkru varða. Því þarf ég að leita skýringa á þessu landnámi blá- klukkunnar hér og vonandi fæ ég einhver svör við því grúski,“ segir Ólafur. Áhugavert umhverfi „Flækingsfuglar og furðufiskar eru sömuleiðis nokkuð sem ég þarf að vita deili á, rekist ég á slík fyrir- bæri. Og góðu heilli bý ég líka í af- ar áhugaverðu umhverfi hér á Skaganum, úti við ysta haf og á landsvæði sem er að stórum hluta ósnortið, svo margs forvitnilegs má vænta.“ Fréttaritarinn finnur blóm Flóra Íslands. Ólafur Bernódusson á Skaga- strönd hefur augun opin. Tvær forvitnilegar blóm- plöntur fundust á Spá- konufellshöfða og gamli náttúrufræðikennarinn leitar nú skýringa á til- veru þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúrufræði Í öllum ferðum hér um nærumhverfið sé ég eitthvað áhugavert sem vekur eftirtekt mína,“ segir Ólaf- ur Bernódusson, hér með bláklukku sem hann fann í Spákonufellshöfða. Blóm þetta vex þó aðallega á Austurlandi. Skagaströnd Horft af höfðanum yfir þorpið á Skaganum. Umhverfið við bæinn er að miklu leyti ósnortið og því er margt að sjá og skoða þar. Aronsvöndur Vex gjarnan í klettum, brekkum og nærri stöðuvötnum. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Ís- landsbanki efna nk. laugardag til góðgerðarhlaups. Tekið verður 10 km boðhlaup þar sem hver hópur hleypur einn km. Forsetahjónin, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson, fara fyrst. Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á sér langa sögu. Þótt maraþonið verði ekki í ár taka alls 157 góðgerðarfélög þátt í söfnuninni 2020. Áhugasamir hafa þó verið hvattir til að láta heita á sig til styrktar góðgerðarfélögum og hlaupa sína leið á tímabilinu 15. – 25. ágúst en áheitasöfnun lýkur mið- vikudaginn 26. ágúst. Góðgerðarhlaup í Reykjavík um helgina Forsetahjónin fara fyrst LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.