Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 37
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Mjög gottúrval af gæðakjöti beint á grillið Í bókinni er farið gaumgæfilega yfir flest það sem viðkemur þörungum. Auk uppskriftanna er að finna ítar- legan fróðleik um matþörungana, hvar þeir vaxa, hvernig lesa má flóðatöflur með tilliti til þess hvar tegundirnar vaxa auk einstakra út- breiðslukorta fyrir átta íslenskar tegundir sem og hvernig best er að tína þá og verka til matar. Þörungar eru í grunninn mjög einföld fæða sem krefjast ekki mikillar fyrir- hafnar en launa þeim sem neyta þeirra ríkulega. Þeir eru einstaklega næringarríkir og innihalda mikið af vítamínum, steinefnum og lífvirkum efnum sem líkaminn á auðvelt með að nýta. Þeir hafa lengi verið notaðir til lækninga og verið hluti af matar- æði almennings í Asíu öldum saman. Hin síðari ár hafa talsmenn bættrar heilsu um allan heim í auknum mæli talað um heilsusamleg áhrif þess að neyta þörunga. Þeir eru flokkaðir sem ofurfæðutegund vegna hás nær- ingarinnihalds og lágs kolvetnainni- halds. Þörungar eru eins áður segir vin- sæl fæða í Asíu og hafa verið að ryðja sér til rúms í auknum mæli í vest- rænni matargerð – þá ekki síst ný- norrænni. Talað er um þörunga sem framtíðarfæðu og verður áhugavert að sjá hver þróunin verður á kom- andi árum. Að bókinni standa fjórir höfundar: Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur, Silja Dögg Gunnarsdóttir sagnfræð- ingur, Hinrik Carl Ellertsson mat- reiðslumeistari og Karl Petersson, ljósmyndari og matreiðslumaður. Að sögn Hinriks má rekja tilurð bók- arinnar til áhuga Eydísar á þör- ungum en henni og Silju Dögg, sem jafnframt er mágkona hennar, fannst vanta íslenska bók um efnið. Þær fengu Hinrik til liðs við sig og hann samþykkti að taka þátt í verkinu ef Karl yrði hluti af teyminu. Útkoman er einstaklega fræðandi, falleg og metnaðarfull bók sem er í senn yfir- gripsmikið fræðirit um þörunga og há- gæða matreiðslubók með uppskriftum á heimsmælikvarða. Ofurfæðan úr fjörunni Ljósmynd/Karl Petersson Hin fjögur fræknu Hinrik Carl Ellertsson, Eydís Mary Jónsdóttir, Karl Petersson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Karl Petersson Í fögrum fjörumó Höfundar bókarinnar bjóða í fjörumó um helgina. Farið verður frá Gróttu kl. 14 báða dagana. Út er komin bókin Ís- lenskir matþörungar sem er veglegur leið- arvísir að undraheimi ís- lenskra matþörunga og kynnir lesandanum allt um það hvernig á að tína þá á sjálfbæran hátt, verka og matreiða. Bókin er einstaklega fræðandi og yfirgrips- mikil og ættu sem flestir að kynna sér efni henn- ar enda þörungar ein magnaðasta fæðuteg- und jarðar.  Sumar tegundir þörunga inni- halda allt að 10 sinnum meira magn af kalki en mjólk. Þörungar innihalda einnig efni eins og magnesíum, mangan, fosfór og sink sem allt eru steinefni og nýt- ast beinheilsunni.  Brúnþörungar eru afar joðríkir en joð er nauðsynlegt fyrir fram- leiðslu skjaldkirtilshormóna sem eru afar mikilvæg fyrir starfs- semi miðtaugakerfisins og taka meðal annars þátt í að stýra efna- skiptum fyrir nánast hverja ein- ustu frumu í líkama okkar. Joð er nauðsynlegt fyrir þroska flestra líffæra, ekki síst heilans.  Þörungar gegna afar mikil- vægu hlutverki í hringrás kol- efnis á jörðinni. Sem ljóstillífandi lífverur binda þörungar gífurlegt magn koltvísýrings úr andrúms- loftinu og úr hafinu. Þannig hjálpa þörungar til við að við- halda sýrustigi og efnajafnvægi hafsins og dempa áhrif hnatt- rænnar hlýnunar.  Fiskiolíur eru þekktar fyrir að innihalda ómega 3- og 6-fitusýrur. Það er hins vegar ekki fiskurinn sem framleiðir þessar fitusýrur heldur tekur hann þær upp frá þörungunum sem hann étur. Þör- ungarnir eru hin raunverulega uppspretta ómega 3- og 6- fitusýra í hafinu.  Purpurahimna inniheldur meira magn lífaðgengilegs járns en spínat og marinkjarni inni- heldur þrisvar sinnum meira magn af magnesíum en grænkál.  Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða virkni þör- unga fyrir húðina og algengt er að finna efni úr þörungum í há- gæða húðvörum.  Það sem allir matþörungar eiga sameiginlegt er að þeir eru náttúrulega ríkir af glútamötum sem framkalla umami-bragð. Glútamöt eru amínósýrur sem finnast í ýmsum fæðutegundum. Umami er af mörgum talið eitt ljúffengasta leynivopn góðrar eldamennsku. Umami er einstakt bragð sem er hvorki sætt, súrt, salt eða rammt og því er það oft nefnt fimmta bragðið. Vissir þú að … Um helgina verða höfundar bókarinnar með fjöruferð sem er öllum opin. Byrjað verður í fjörunni við Gróttu kl. 13.30 á laugardaginn og kl. 14 á sunnudaginn. Æskilegt er að mæta í stígvélum með poka og verður bókin til sölu fyrir áhugasama. Rifnar nautakinnar í eigin safa með maríusvuntu 4 gulrætur 2 laukar 400 g nautakinnar 3 heilar kardimommur 3 msk. sojasósa 1 kanilstöng 3 anísstjörnur 500 ml nautasoð 1 msk. tómatpúrra 4 msk. maríusvunta Salt Edik Olía Smjör Nautakinnar eru stundum fáan- legar í kjötbúðum og alltaf í kjöt- vinnslum. Kinnarnar eru besti vöðv- inn. Hitið ofninn í 110°C. Brúnið gul- rætur og lauka vel í potti með olíu. Nautakinnarnar eru settar í eldfast mót ásamt kardimommum, sojasósu, kanilstöng, anísstjörnum og tómat- púrru. Nautasoðinu er hellt yfir. Því næst er brúnaða grænmetið og maríusvuntan sett í eldfasta mótið. Setjið lok eða álpappír yfir eldfasta mótið og bakið í ofni í 12 klst. Þá er kjötið tekið úr fatinu og grænmetið sigtað frá. Síðan er kjötsoðið, sem eftir verður í eldfasta mótinu, sett í pott og soðið niður um helming. Það getur tekið 30-60 mín. En munið að sjóða niður við frekar lágan hita, því ef hitinn er of hár verður soðið gruggugt. Smakkið til með salti, ediki og smjöri. Gott er að bera fram með bök- uðum gulrótum og bökuðum blað- lauk. Ljósmynd/Karl Petersson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.