Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ARCO gólflampi Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 349.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Geðheilsuteymi fangelsa sinn-ir geðheilbrigðisþjónustufyrir fólk sem afplánar dóma í fangelsum landsins. Heil- brigðisráðherra, Svandís Svav- arsdóttir, hratt af stað metn- aðarfullri vinnu um stofnun geðteymis fyrir fangelsi á síðasta ári, 2019, og skilaði sú vinna sér í stofnun geðheilsuteymis fangelsa sem hóf störf í byrjun líðandi árs. Lengi hefur verið kallað eftir þess- ari þjónustu, ekki síst til að upp- fylla evrópska staðla um aðbúnað fólks í fangelsum og aðgengi þeirra að geðheilbrigðisþjónustu. Í Geðheilsuteymi fangelsa eru geðlæknir, sálfræðingur og tveir geðhjúkrunarfræðingar. Teymið tilheyrir Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins sem er einnig með þrjú geðheilsuteymi fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Vandi fólksins er oft flókinn Rannsóknir á fólki í fangelsum hafa leitt í ljós að sá hópur glímir oft við flókinn samsettan vanda fé- lagslegra erfiðleika og geðheilsu- vanda. Áföll og félagslegir erfið- leikar snemma á lífsleiðinni hafa oft búið til kjörlendi geðrænna vanda- mála á borð við þunglyndi og kvíða- raskanir, áfallastreituröskun, per- sónuleikaraskanir og fíknisjúkdóma. Taugaþroskarask- anir eins og ADHD og ýmsir náms- erfiðleikar eru einnig algengari hjá þessum hópi fólks en gerist og gengur í samfélaginu. Margt af því fólki sem afplánar dóma í fangelsi hefur haft tengsl við geðheilbrigðiskerfið áður en það fékk dóm en hefur gjarnan vegna erfiðrar félagslegrar stöðu (svo sem heimilisleysis, skorts á nauðsynlegum stuðningi) eða vímu- efnaneyslu átt erfitt með að nýta sér þá þjónustu sem almenna geð- heilbrigðiskerfið getur boðið. Vand- inn er því oftar en ekki vítahringur félagslegs vanda, geðræns vanda, fíknisjúkdóma, afbrota og fangels- isdóma. Í afplánun gefst oft betra tækifæri til að meta geðheilsu og þjónustuþörf í samræmi við það. Öll geðmeðferð verður ómarkviss ef ekki er hægt að meta fólk við byrj- un meðferðar og veita því viðeig- andi eftirfylgd en margir skjól- stæðingar geðheilsuteymis fangelsa hafa átt erfitt með að mæta til læknis og sinna meðferð og eftirfylgd úti í samfélaginu. Inn- an fangelsis gefst mörgum loksins tækifæri til að nýta sér stuðning og úrræði sem eru þar í boði. Tækifæri til vaxtar og þroska Á liðnum árum hafa heilbrigðis- starfsmenn innan heilsugæslunnar og Fangelsismálastofnunar sinnt þessum hópi af bestu getu, oft með góðum árangri, en jafnframt kallað eftir meiri liðsauka og sér- fræðikunnáttu til að sinna því fólki sem er veikast og með þörf fyrir meiri og eða sérhæfðari þjónustu. Með stofnun Geðheilsuteymis fangelsa er hægt að tryggja því fólki sem afplánar dóma í fang- elsum þá geðheilbrigðisþjónustu sem það á rétt á til jafns við aðra. Með því að bæta geðheilsu fólks er verið að auka lífsgæði fólks, rjúfa vítahringinn og renna styrkari stoðum undir að því takist betur að nýta sér þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu þegar afplánun lýkur. Geðheilsuteymi fangelsa er í góðu samstarfi við almenna heilsugæslu, Landspítala, SÁÁ, ýmis grasrót- arsamtök og hagsmunasamtök fanga. Viðhorf til fólks sem hefur af- plánað dóma í fangelsi litast stund- um af fordómum og vanþekkingu á vanda þessa hóps. Geðheilsuteymi fangelsa vill leggja sitt af mörkum til að fólki verði tekið betur að lok- inni afplánun og hafi sömu tækifæri og aðrir til vaxtar og þroska sem þátttakendur í samfélagi. Betrunin fer ekki bara fram í fangelsi eða sérhæfðum úrræðum, samfélagið allt getur verið virkur þátttakandi. Að baki hverrar manneskju í af- plánun er fjölskylda; maki, börn, foreldrar og systkini sem vert er að hafa í huga. Starfsemi teymisins er í stöðugri þróun og mikil verkefni fram und- an; bætt aðstaða í fangelsum, eftir- fylgd að lokinni afplánun og áfram- haldandi endurhæfing. Höfundar eru starfsmenn Geð- heilsuteymis fangelsa: Arndís Vil- hjálmsdóttir geðhjúkrunarfræð- ingur, Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur, Helena Bragadóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir. Andleg heilsa í fangelsum Morgunblaðið/Hari Fangaklefi Vist í fangelsi er mjög íþyngjandi, en reynt er líka að koma til móts við fólk sem þar dvelur með marg- víslegum ráðstöfunum, svo sem iðju og sáluhjálp ýmiss konar sem starfsmenn heilsugæslunnar hafa með höndum. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur, Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur, Helena Bragadóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir. Starf í grunnskólunum og á frí- stundaheimilum í Reykjavík hefst á mánudag í næstu viku og er gert ráð fyrir því að það verði með hefð- bundnum hætti. Óvenjumargir nýir skólastjórnendur eru að hefja störf þetta haustið. Grunnskólum borgarinnar fjölgar þetta haustið úr 36 í 38 þar sem þrír nýir skólar taka nú til starfa í norð- anverðum Grafarvogi í stað tveggja áður. Áður voru þar Vættaskóli og Kelduskóli en verða frá og með hausti Borgaskóli, Engjaskóli og Vík- urskóli sem sinnir nýsköpunarstarfi á unglingastigi. Þá mun Háaleit- isskóli skiptast í tvo skóla að nýju, Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla. Nýir skólastjórnendur í Reykjavík í haust eru Arnheiður Helgadóttir í Klettaskóla en hún starfaði áður sem verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði borgarinnar. Árný Inga Pálsdóttir tekur við Borgaskóla í Grafarvogi og Álfheiður Einarsdóttir er nýr skólastjóri í Engjaskóla. Berglind Stefánsdóttir er nýr skólastjóri í Hlíðaskóla en hún starfaði síðast sem skólastjóri Ål folkhøgskole í Noregi. Dagný Krist- insdóttir mun stjórna starfi Hvassa- leitisskóla en hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst. Helgi Gíslason er nýr skólastjóri í Fellaskóla í Breiðholti en hann hefur verið aðstoðarskólastjóri þar síðast- liðin ár. Rósa Harðardóttir tekur við stjórn í Selásskóla og Þuríður Ótt- arsdóttir er nýr skólastjóri í Vík- urskóla en hún stýrði áður Vætta- skóla. Vetrarstarf grunnskóla í Reykjavík hefst eftir helgina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hvassaleitið Háleitisskólinn sem var verður nú að nýju aftur tveir skólar. Margir nýir skólastjórar Ætla má að Kópavogur geti talist „barnvænt sveitarfélag“ fyrir lok næsta árs, en nú hefur bæjarstjórn samþykkt aðgerðaáætlun innleið- ingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur einnig samþykkt áætlun þessa. Skv. aðgerðaáætlun verður kostað kapps að skapa aðstæður fyrir börn og ungmenni til að taka þátt í starf- semi bæjarins, s.s. umhverfismálum. Jafnframt verður börnum auðveldað að tilkynna um erfiðleika sem þau eða félagar þeirra gætu verið í og barnavernd þarf að vita um. Unnið verður að því að auka þekk- ingu á barnasáttmálanum meðal Kópavogsbúa og ýmsar þær áætlanir sem gilda í starfi bæjarins verða sömuleiðis endurskoðaðar með rétt- indi barna að leiðarljósi. Kópavogur og UNICEF Kópavogur barnavænn Kópavogur Smáraskóli á besta stað. Auglýsingaherferð Kringlunnar, sem unnin var í samstarfi við auglýs- ingastofuna Kontor Reykjavík, hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu hönn- unarverðlaunanna Brand Impact Awards. Þetta er eina íslenska til- nefningin en verðlaunin verða veitt í London 10. september næstkomandi. Tímaritið Computer Arts og vefsíð- an Creative Bloq standa fyrir verð- launum þessum sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og vörumerkja- mála. Meðal sigurvegara Brand Im- pact Awards síðustu ár má nefna BBC, McDonalds, Carlsberg og fleiri. Auglýsingaherferð Kringlunnar hefur vakið mikla athygli fyrir snjalla og nýstárlega útfærslu og sýnir Kringluna sem leiðandi verslunar- miðstöð með mikið vöruúrval. Jóla- auglýsingar Kringlunnar þóttu m.a. bera vott um djarfa og frumlega hönnun þar sem helgimyndir mót- uðust af jólagjafahugmyndum. Alþjóðleg hönnunarverðlaun Djörf Kringla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.