Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 „Ísbjarnarsögur“ nefnist spurn- ingaskrá sem Þjóðminjasafn Ís- lands sendir út um þessar mundir og er tilgangurinn að safna minn- ingum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Ís- lands í sögulegu og samtímalegu samhengi, eins og því er lýst í til- kynningu. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna og er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021. Spurningaskránni er svarað á vefsíðu gagnasafnsins Sarpur á slóðinni sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID- =2083958. „Þær frásagnir sem ber- ast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki,“ seg- ir í tilkynningu og að markmið rannsóknarverkefnisins, sem ber heitið „Ísbirnir á villigötum“, sé að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverf- is á tímum loftslagshlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Ísbjarnasögur Frásagnir sem berast af ís- björnum verða varðveittar um ókomna tíð. Óskað eftir sögum af ísbjörnum Morgunblaðið/RAX Gleðistundunum sem fyrirhug- aðar voru á Kvoslæk í Fljótshlíð 22. og 29. ágúst verður frestað til sumarsins 2021 vegna Covid-19. Laugardaginn 22. ágúst stóð til að Jóhann Ísak Pétursson jarð- fræðingur segði frá náttúru landsins í nálægð Markarfljóts og 29. ágúst átti að bjóða upp á dag- stund með Schubert og Brahms. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og vinir hennar hefðu þá flutt kamm- erverk eftir J. Brahms og F. Schubert en tónleikarnir munu fara fram næsta sumar, líkt og fyrr sagði. Frestað Gleðistundirnar verða ekki fleiri á Kvoslæk í sumar að sögn skipuleggjanda þeirra, Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara. Gleðistundum frestað til 2021 Elskuleg eiginkona mín erekki hugljúf ástarsaga,eins og nafnið gefur tilkynna, heldur spenn- andi og að mörgu leyti vel gerð glæpasaga og ósjálfrátt kemur ákveðin þekkt kvikmynd upp í hugann. Samt gengur ekki alveg allt upp sem skyldi og eins og smáatriði verða glæpamanni oft að falli fellur höfundurinn Samantha Downing í ákveðna gryfju undir lok sögunnar og það dregur úr trúverðugleikanum. Hjónin Tobias, sem er reyndar tilbúið nafn sögumanns, og Milli- cent, eiginkona hans, búa ásamt tveimur börnum sínum á ferming- araldri í vernduðu hverfi efnaðs fólks smábæjar í Flórída. Hann er tenniskennari og hún fasteignasali, dæmigert millistéttarfólk, sem vill vera meira en það er. Fyrir bragðið eru þau yfirkeyrð af vinnu, þótt þau virðist aldrei eiga nóg, og álagið bara eykst. Týpur, sem varast ber að fara með í síðdeg- iste í miðri viku eða morgunte um helgar, hvað þá þegar dimma tek- ur, eftir á að hyggja. Lífið gengur sinn vana- gang, að minnsta kosti á yfirborð- inu, en hjónin eiga vægast sagt óvenjulegt áhugamál og það heldur þeim við efnið. Dóttirin Jenna er í fótbolta, þar sem mörk skilja á milli liða í leik en ekki stig, eins og þó stendur í þýðingu, og sonurinn Rory lætur finna fyrir sér á óvenjulegan hátt af táningi að vera. Leyndarmál, lygar og undirferli einkenna frásögnina. Gjörðir fjöldamorðingja á svæðinu fyrir nær tveimur áratugum eru rifjaðar upp og þær fara misjafnlega í íbúana nú sem fyrr. Brjálæðið leynir sér ekki og framkoma hjónanna, hugsunarháttur þeirra og hvernig þau bregðast við hindrunum og hrinda þeim úr vegi bera með sér meira hugmyndaflug af verra taginu en gengur og gerist í daglegu lífi. Samband hjónanna virð- ist slétt og fellt með sam- eiginlegt markmið í huga, en þótt þau séu samstíga með sama takmark sem endapunkt er í raun um störukeppni að ræða, sam- keppni um yfirráð, hvort er klárara, hvort hefur síðasta orðið. „Við hættum bæði að tala um smá- atriðin,“ (bls. 103) segir margt, því ekkert er heilagt í atinu og öllum meðölum beitt. Lýsingin á þessari baráttu er hryggjarstykki bók- arinnar, en stundum er farið yfir strikið, höfundur ætlar sér um of og það dregur úr mætti hennar. Undirferli Leyndarmál, lygar og undirferli einkenna frásögnina í glæpasögu Samönthu Downing, Elskuleg eiginkona mín. Út yfir allan þjófabálk Glæpasaga Elskuleg eiginkona mín bbbnn Eftir Samantha Downing. Marta Hlín Magnadóttir þýddi. Björt, 2020. Kilja. 424 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR „Sjávarmál“ nefnist útilistaverk sem valið var úr 70 innsendum tillögum í samkeppni um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur en höfundar þess eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo og unnu þeir tillöguna í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dag- ur B. Eggertsson, tilkynnti niður- stöðu dómnefndar í fyrradag við há- tíðlega athöfn á Eiðsgranda þar sem verkið kemur til með að vera. Í til- kynningu segir að dómnefnd telji „Sjávarmál“ vera einstakt verk sem skapi spennandi umhverfi og fjalli um aðkallandi viðfangsefni um leið og það uppfylli öll skilyrði sam- keppninnar um að auðga mannlíf í Vesturbænum. Safnar hljóðum hafsins „Verkinu er ætlaður staður á sjáv- arkambinum við Eiðsgranda og blasir við hafi. Ekkert útilistaverk er á þessu svæði og það mun auka nota- gildi og aðdráttarafl svæðisins fyrir íbúa og þá sem þar eiga leið um. Á þeirri hlið listaverksins sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með einföldu endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á þeirri hlið sem snýr að byggð er hrjúfur veggur þar sem ís- lensk heiti fyrir hafið eru letruð. Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því sem náttúran hefur að segja okk- ur,“ segir í tilkynningunni. Kosning borgarbúa Samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ var haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sambands ís- lenskra myndlistarmanna og í kjöl- far íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 en á meðal þess sem Vesturbæingar kusu um var að halda samkeppni um gerð úti- listaverks í hverfinu, að því er fram kemur í tilkynningunni en Hverfið mitt er íbúalýðræðisverkefni á veg- um Reykjavíkurborgar þar sem íbú- um gefst kostur á að setja fram hug- myndir um úrbætur í nærumhverfi sínu og þeim hugmyndum sem hljóta brautargengi í kosningu meðal borgarbúa er hrint í framkvæmd. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forvitinn Tilkynnt var í fyrradag hvaða tillaga þótti sú besta í samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Athöfnin fór fram á Eiðsgranda og kisi í könnunarleiðangri fylgdist forvitinn með þeim Degi, Andra Snæ og Baldri. Dómnefnd taldi „Sjávar- mál“ besta listaverkið Líkan Andri Snær sýnir Degi borg- arstjóra líkan af listaverkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.