Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Íslenskir ljóðaunnendur geta
glaðst því út er komið veglegt
heildarsafn með ljóðum Kristínar
Ómarsdóttur. Það hefur að geyma
fyrstu átta ljóðabækur skáldsins
sem hafa margar verið ófáanlegar
í langan tíma. Ljóðabækurnar eru:
Í húsinu okkar er þoka (1987),
þerna á gömlu veitingahúsi (1993),
Lokaðu augunum og hugsaðu um
mig (1998), Sérstakur dagur
(2000), Inn og út um gluggann
(2003), Jólaljóð (2006), Sjáðu feg-
urð þína (2008) og kóngulær í sýn-
ingargluggum (2017).
Fyrir þá síðastnefndu hlaut
Kristín Maístjörnuna auk tilnefn-
inga til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Hún hlaut
Fjöruverðlaunin í flokki fagurbók-
mennta fyrir Sjáðu fegurð þína.
Kristín hefur einnig hlotið lof og
viðurkenningar fyrir skáldsögur
sínar og leikrit.
Góðar viðtökur
Það er Valgerður Þóroddsdóttir,
útgefandi hjá Partus, sem er upp-
hafsmaðurinn að þessu ljóðasafni.
Fyrir tveimur árum kom út ljóða-
úrval með ljóðum Kristínar á
ensku, í þýðingu Valgerðar. Það
bar titilinn Waitress in Fall og
hefur fengið góðar viðtökur.
„Þá kom upp hugmynd um að
gefa um leið út sömu ljóð eða
jafnvel heildarsafnið á íslensku,“
skýrir Kristín. Hún segir Valgerði
hafa verið tilbúna í verkið þá þeg-
ar en ákveðið var að fresta útgáf-
unni um sinn. Þetta varð til þess
að útgefandinn byrjaði að vinna að
þessari útgáfu, heildarsafninu.
Kristín segir Valgerði hafa byrjað
að undirbúa útgáfuna enn fyrr:
„Þegar hún þýddi ljóðin fyrir
meira en þremur árum vélritaði
hún upp öll ljóðin úr bókunum
sem voru ófáanlegar.“ Nú er eld-
rautt ljóðasafnið komið út og
Kristín segist mjög ánægð með
hvernig til tókst. Hún segir Val-
gerði hafa sýnt fram á, með ljóða-
úrvalinu á ensku, að ákveðnir
meginstraumar einkenni bæk-
urnar. Þar sé að finna ákveðnar
áherslur sem einkenna skrifin.
„Með valinu sýndi hún mér fram á
straum sem rennur í gegnum
allt.“
„Ég fór oft hjá mér“
Yfir þrjátíu ár eru liðin frá því
fyrstu ljóðin í safninu komu út og
aðspurð segist Kristín sjá þróun á
skrifum sínum þegar hún lítur yfir
heildarsafnið. „Ég fór oft hjá mér,
sérstaklega þegar ég las yfir
fyrstu bókina.“
Spurð hvað hún myndi ráð-
leggja sjálfri sér og öðrum við
upphaf ferilsins fengi hún tæki-
færi til, segir hún: „Nokkur skáld
hafa skrifað um það á rosa flottan
hátt og ég er feimin við að segja
eitthvað í fáum orðum. Ég ætla
kannski bara að spara það.“ Hún
nefnir þó eitt sem hún hefur verið
að velta fyrir sér: „Það er oft sagt
að fólk eigi að byrja að skrifa um
það sem það þekki, en í gær var
ég ekki viss. Kannski ætti fólk að
byrja að skrifa um það sem það
þekkir ekki. En þetta er merkt
mörgum spurningarmerkjum því
ég hef ekki hugsað meira um
þetta.“
Ljóð Kristínar í úrvalinu Wait-
ress in Fall hafa fallið í kramið í
hinum enskumælandi heimi.
„Þýðandi bókmenntatexta skiptir
rosalega miklu máli og Vala
þýddi ljóðin mjög vel,“ segir
Kristín og bætir við: „Málsvæðið,
Ísland, er náttúrulega bara minn
garður og ég held alltaf áfram að
skrifa fyrir hann. Ég er stödd
hér, ég skrifa á íslensku. Minn
sjóndeildarhringur liggur yfir
Faxaflóa. En það er ofsalega
gaman og áhugavert að sjá hvað
verður um bækur manns ein-
hvers staðar langt í burtu, en til-
finningin fyrir viðbrögðunum er
óáþreifanleg.“
Hún segir það líka eiga við hér
á landi. „Ég get fengið að vita
hversu margar bækur eru leigð-
ar út á bókasafninu, en ég get
ekki snert á viðbrögðunum; fái
bók góða dóma gætu í rauninni
ritdómarar verið að ljúga,“ segir
hún og hlær.
Lesandinn er lykilatriðið
Þrátt fyrir að erfitt sé að hafa
yfirsýn yfir viðtökur verkanna
segir Kristín lesandann vera af-
skaplega mikilvægan. „Lesandinn
er lykilatriðið, hann er síðasta
hálmstráið. Hætti fólk að lesa þá
er þetta búið. Lesandinn er laun-
ástin í lífi rithöfundarins. En ég
ætla ekki að fara lengra út í þetta
með ástina,“ segir hún kímin.
Spurð hvort hún sé að vinna að
nýjum verkum segist Kristín
hvort tveggja skrifa sögur og ljóð.
Að lokum segist hún ánægð með
að sólin hafi látið sjá sig, enda
fyrsti sólardagurinn á höfuðborg-
arsvæðinu í dágóðan tíma þegar
blaðamaður ræddi við hana, en
bætir við að það sé „sorglegt og
erfitt fyrir heiminn“ að eiga við
Covid-19.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljóðskáld „Málsvæðið, Ísland, er náttúrulega bara minn garður og ég held alltaf áfram að skrifa fyrir hann. Ég er
stödd hér, ég skrifa á íslensku. Minn sjóndeildarhringur liggur yfir Faxaflóa,“ segir ljóðskáldið Kristín Ómarsdóttir
þegar hún er spurð hvaða áhrif góðar viðtökur erlendis við bókum hennar hafi á hana sem skáld.
Lesandinn síðasta hálmstráið
Heildarsafn ljóða Kristínar Ómarsdóttur komið út Átta ljóðabækur
Ljóð hennar hafa hlotið góðar viðtökur í hinum enskumælandi heimi
Myndlistarmað-
urinn Halldór
Kristjánsson
opnar sína aðra
sýningu í Núllinu
í Bankastræti í
miðbæ Reykja-
víkur í dag kl. 18
og stendur sýn-
ingin yfir til 23.
ágúst. Halldór
útskrifaðist í vor
frá Florence Academy of Art í Sví-
þjóð þar sem hann lagði stund á
nám í fígúratífri málun. Hann er
nú snúinn heim til Íslands og er
sýningin í Núllinu fyrsta einkasýn-
ing hans eftir útskrift. Í skugga
Covid-19 gafst ekki færi á að halda
útskriftarsýningu í Svíþjóð en til
sýnis verða verk sem unnin voru í
náminu, uppstillingar og mód-
elmyndir í bland við nýrri verk
sem Halldór hefur unnið að í sum-
ar, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Sýnir í Núllinu
Halldór
Kristjánsson
Kristín Einars-
dóttir Mäntylä
mezzosópran
hefur hlotið einn-
ar milljónar
króna styrk úr
Söngmenntasjóði
Marinós Péturs-
sonar til áfram-
haldandi söng-
náms.
Kristín stund-
ar meistaranám við Tónlistarhá-
skólann í Leipzig og hefur fengið
tækifæri til að taka þátt í óperu-
uppfærslum og ljóðasöng. Hún
stofnaði sönghópinn Lyriku með
nokkrum söngvinkonum sínum og
sem félagi kórsins Graduale Nobili
fékk hún á árunum 2010-2013 tæki-
færi til að starfa með Björk Guð-
mundsdóttur, söng inn á plötu
hennar Biophiliu og fór með henni í
tónleikaferðalag um heiminn.
Framtíðaráform Kristínar eru að
syngja í óperum.
Kristín hlaut styrk
Kristín Einarsdóttir
Mäntylä
Enski leikarinn
Ben Cross er lát-
inn, 72 ára að
aldri. Cross var
einna þekktastur
fyrir leik sinn í
Óskarsverð-
launamyndinni
Chariots of Fire
og lék hann bæði
í kvikmyndum og
á sviði. Hann lést í Vínarborg en
dánarorsökin er ókunn. Þó er vitað
að hann glímdi við veikindi.
Cross nam leiklist við Royal Aca-
demy of Dramatic Arts og fyrsta
kvikmyndin sem hann lék í var A
Bridge Too Far frá árinu 1977.
Sama ár varð hann félagi í Royal
Shakespeare Company en öðlaðist
fyrst frægð í hlutverki Billy Flynn í
söngleiknum Chicago. Leikur hans
í Chariots of Fire frá árinu 1981
gerði hann að eftirsóttum leikara
en engin kvikmynda hans hlaut við-
líka lof.
Ben Cross látinn
Ben Cross
Söngkonurnar Hanna Þóra Guð-
brandsdóttir og Hanna Dóra
Sturludóttir, ásamt Ástvaldi
Traustasyni píanóleikara, halda í
dag, fimmtudaginn 20. ágúst, tón-
leika í Vinaminni og bera þeir yf-
irskriftina Heyr mína bæn. Þríeyk-
ið mun flytja trúarlega tónlist,
alþýðulög og dægurtónlist og hefj-
ast tónleikarnir kl. 20.
Á laugardaginn, 22. ágúst, kl. 14,
heldur Skálholtstríóið tónleika í
Akraneskirkju en það er skipað
Jóni Bjarnasyni orgelleikara og
trompetleikurunum Vilhjálmi Inga
Sigurðarsyni og Jóhanni Stef-
ánssyni. Þeir hafa spilað mikið sam-
an undanfarin ár og verður efnis-
skrá þeirra er fjölbreytt, m.a. með
verkum eftir J.S Bach, A. Vivaldi,
Eugene Bozza, Sigfús Einarsson og
Rodriguez Solana.
Miðasala fer fram á tix.is en einn-
ig er hægt að tryggja sér miða í
með tölvupósti á kalmanlistafelag-
@gmail.com. Í samræmi við sótt-
varnalög og til að tryggja öryggi
tónleikagesta, verður tveggja
metra reglan í hávegum höfð og því
takmarkað sætaframboð í boði.
Þríeyki Ástvaldur, Hanna Dóra og Hanna
Þóra halda tónleika í kvöld í Vinaminni.
Tvennir tónleikar
haldnir á Akranesi
Þórhildur Stein-
unn Krist-
insdóttir mezzó-
sópran og
Sigurður Helgi
Oddsson píanó-
leikari flytja ljóð
og aríur eftir
Grieg, Mozart,
Händel og Schu-
bert á hádeg-
istónleikum í
dag, 20. ágúst, í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Aðalumfjöllunarefni
ljóðanna eru vorið og ástin, að því
er segir í tilkynningu og sem dæmi
má nefna ljóð úr ljóðaflokkunum
Haugtussa eftir Grieg og Vetr-
arferðinni eftir Schubert auk aría
úr La Clemenza di Tito og Brúð-
kaupi Fígarós eftir Mozart. Þór-
hildur Steinunn var sigurvegari í
framhaldsflokki söngkeppninnar
Vox Domini í fyrra og í verðlaun
voru hádegistónleikar í Fríkirkj-
unni. Nóg pláss er í kirkjunni,.
Spritt verður við innganginn og há-
marksfjöldi í kirkjunni 100 manns.
Vorið og ástin á
hádegistónleikum
Þórhildur Steinunn
Kristinsdóttir