Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 26
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MEÐFÆRILEG
HÁGÆÐA SKÓLABORÐ
Sico skólaborðin spara pláss og eru þægileg í uppsetningu. Auðvelt er að fella borðin saman
og rúlla þeim í burtu þegar þau eru ekki í notkun. Nemendur sitja hver á móti öðrum þannig
að hópastarf og samskipti verða auðveld. Hægt er að fá borðin í mismunandi stærðum
og í hentugri hæð eftir aldri nemanda.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 580 3900
og þeir aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þína nemendur.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
18. ágúst 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 346,70
Þorskur, slægður 319,56
Ýsa, óslægð 225,15
Ýsa, slægð 226,68
Ufsi, óslægður 93,09
Ufsi, slægður 116,55
Gullkarfi 188,67
Blálanga, slægð 157,50
Langa, óslægð 164,58
Langa, slægð 167,11
Keila, óslægð 56,78
Keila, slægð 75,25
Steinbítur, óslægður 209,17
Steinbítur, slægður 241,04
Skötuselur, slægður 679,50
Grálúða, slægð 380,02
Skarkoli, slægður 360,91
Þykkvalúra, slægð 282,79
Langlúra, óslægð 231,15
Bleikja, flök 1.446,38
Gellur 1.123,60
Hlýri, óslægður 129,01
Hlýri, slægður 166,38
Lúða, slægð 441,88
Lýsa, óslægð 36,07
Náskata, slægð 37,00
Skata, slægð 25,00
Stórkjafta, slægð 145,99
Undirmálsýsa, óslægð 53,44
Undirmálsýsa, slægð 77,00
Undirmálsþorskur, óslægður 130,59
Undirmálsþorskur, slægður 92,00
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Við erum núna að fá fisk frá Íslandi
með reglubundnum hætti og koma
sendingar með Eimskip á sunnu-
dögum og með Samskipum á þriðju-
dögum. Við höf-
um fengið þó
nokkra gáma,“
segir Martin Bo-
yers, fram-
kvæmdastjóri
Fiskmarkaðarins
í Grimsby í Bret-
landi. Staðan er
því nokkuð
breytt frá því í
vor, en síðdegis
26. mars var honum lokað í fyrsta
sinn í sögu fyrirtækisins. Lokunin
kom til vegna þess að eftirspurn
hrundi þegar veitingastöðum í Bret-
landi var lokað til að draga úr út-
breiðslu kórónuveirunnar og vegna
þess að ekki var hægt að fram-
kvæma uppboð í samræmi við sótt-
varnareglur sem voru í gildi á þeim
tíma.
„Framboðið er aftur komið á sinn
stað og uppboðin eru komin í gang,
við hófum starfsemina aftur í lok
júní,“ segir Boyers. Hann útskýrir
að það sem hafi komið markaðnum
af stað á ný hafi verið að veitinga-
staðir voru opnaðir á ný. Hins vegar
er eftirspurnin alls ekki jafn mikil
og áður þar sem fjöldi fyrirtækja í
afþreyingar- og þjónustugeiranum
sé enn lokaður. „Ég held að það
skýri að hluta verðþróunina í upp-
boðunum. Fiskverð hefur hrunið í
þessari viku. Ýsa er mjög ódýr í
Bretlandi og enginn veit nákvæm-
lega af hverju. Á móti kemur að
staðan getur verið allt önnur í næstu
viku, þannig er þessi markaður.“
Hann segir að uppboðin fari nú
fram með þeim hætti að tryggð sé
fjarlægð milli einstaklinga, auk þess
sem grímuskylda sé á staðnum og er
ekki opið fyrir gesti. „Það getur ver-
ið erfitt að framkvæma uppboð þeg-
ar allir eru með grímu og eru að
reyna að hrópa, en við reynum okk-
ar besta. […] Við krefjumst þess að
allir sem koma þvoi sér um hendur
og sótthreinsi hendurnar.“
Spurður um framhaldið kveðst
Boyers ekki búast við öðru en að
markaðurinn haldi áfram að vera
opinn, en segir helsta óvissuþáttinn
vera sóttvarnareglur breskra yfir-
valda.
„Þeir eru alltaf að breyta tilmæl-
unum og við höfum áhyggjur af því
að breytingar á reglunum geti leitt
til þess að starfsemin stöðvist.“
AFP
Uppboð Fiskmarkaðurinn í Grimsby tekur við fiski frá Íslandi á ný.
Ekki sama eftirspurn
í Grimsby og áður
Óvissan tengd sóttvarnareglum
Martyn Boyers
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Töluverð umskipti urðu hjá fisksölu-
fyrirtækinu Marós GmbH í Cuxhaven
í Þýskalandi í vor þegar þarlend
stjórnvöld gripu til aðgerða í þeim til-
gangi að tak-
marka útbreiðslu
kórónuveirunnar.
Fyrirtækið hefur
meðal annars lagt
áherslu á sölu
sjávarafurða til
þýskra veitinga-
húsa, en mörgum
þeirra þurfti að
loka. Það tókst
hins vegar að
bregðast skjótt
við og beina sölu í auknum mæli í
smásölu, að sögn Óskars Sigmunds-
sonar, eiganda Marós.
Vel gekk hjá félaginu í upphafi árs
og jókst sala þess um 37% í janúar og
44% í febrúar. Þá var sérstaklega eft-
irtektarvert hversu mikil eftirspurn
var eftir íslenskum gullkarfa í Þýska-
landi sem var seldur til veitingahúsa á
nánast þreföldu verði frystra karfa-
flaka frá Asíu. Hins vegar breyttist
markaðurinn skjótt og náði sala lág-
marki í apríl. „Veitinga- og hótel-
markaðurinn hrynur og var rólegt yf-
ir þeim markaði í margar vikur, en
svo þegar var byrjað að draga úr tak-
mörkunum byrjaði þetta að skríða
saman,“ segir Óskar.
Hann segir Þjóðverja eins og
marga aðra Evrópubúa hafa ferðast
innanlands í sumar og hefur verið
töluverð aðsókn á strendur Þýska-
lands við Norðursjó og Eystrasaltið.
„Þetta er búið að vera með skásta
móti undanfarnar vikur. Þegar skól-
arnir byrja og fríin eru búin held ég
að við dettum aðeins aftur inn í svipað
ástand og við vorum í fyrir sumarfrís-
tímabilið. Annars er í þessum mötu-
neyta- og veitingahúsamarkaði í Mið-
og Suður-Þýskalandi mjög erfitt
ástand ennþá og verður það örugg-
lega áfram.“
Metsala afurða
Lokun veitingahúsa hefur hins
vegar ýtt eftirspurninni í auknum
mæli yfir á smálsölumarkaðinn og
nam sala sjávarfangs í smásölu í
Þýskalandi á fyrstu sex mánuðum
ársins 2,4 milljörðum evra, jafnvirði
390 milljarða íslenskra króna, sem er
16,5% aukning frá sama tímabili í
fyrra og nýtt met, að því er fram kem-
ur í tölum upplýsingaveitu þýskra
sjávarfangsfyrirtækja (þ. Fisch-In-
formationszentrum). Heildarmagnið
sem seldist á fyrsta árshelmingi var
236.665 tonn sem er 14,8% meira en á
sama tímabili í fyrra.
Óskar segir Marós hafa brugðist
við breyttum aðstæðum með því að
sækja inn á smásölumarkaðinn. „Við
höfum náð að skipta svolítið um gír og
aðlaga okkur nokkuð fljótt og örugg-
lega. Við erum ekki í miklum sam-
drætti en erum að halda sjó og höfum
ekki þurft að fá stuðning, segja upp
fólki eða minnka umsvifin. Afkoman
fyrir 2020 er jákvæð.
Við höfum sótt á aðra markaði og
aðrar dreifileiðir og það hefur gengið
ágætlega og við erum stolt af því. Hér
er sterk hefð fyrir heimsendingar-
þjónustu og fyrirtækjum sem af-
henda frystan fisk og önnur matvæli,“
útskýrir hann.
Fjöldi fyrirtækja í Þýskalandi er í
erfiðri stöðu og á hlutabótaleið, að
sögn Óskars sem telur að búast megi
við gjaldþrotum á næstu misserum.
Það sé því enn töluverð óvissa til stað-
ar um hvernig málin munu þróast og
mikilvægt að haga viðskiptum eftir
því.
Þjóðverjar kaupa
meiri fisk í smásölu
Staðan í veitingageiranum kann að fara versnandi á ný
Morgunblaðið/Ómar
Lostæti Karfi er eftirsóttur í Þýskalandi og hefur Marós lagt áherslu á sölu
hans til veitingahúsa, en tekist hefur að bregðast við breyttum aðstæðum.
Óskar
Sigmundsson