Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 ekki dult með, en Siggi hélt slíku fyrir sig en afar umburðarlyndur gagnvart henni og fylgdi henni í þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Þannig yfirgáfu þau Selfoss og fluttu á bernskustöðvar hennar á Ásvallagötu, þaðan á Tómashaga, þar sem ég hafði fæðst og svo byggðu þau á Fálkagötu 29. Allt innan áhrifasvæðis KR, annað kom ekki til greina, og hefur Siggi verið grjótharður KR-ingur síðan og fastagestur á heimaleikjum KR. Lóló lærði og starfaði sem nuddari á Hótel Sögu, og Siggi sýndi því mikinn áhuga. Lærði svo sjálfur að nudda, og opnuðu þau nuddstofu á Dunhaganum. Rekst- urinn gekk vel á meðan beggja naut við. Það rofaði svo heldur betur til hjá Sigga þegar hann skrapp í banka til að framlengja víxil, og fékk að tala við Guðnýju. Samtalið hélt áfram, hún seldi íbúð sína í vesturbænum og flutti á Fálkagöt- una, þar sem þau hjónin hafa hald- ið heimili síðan. Guðný og Siggi eru búin að eiga góð ár saman og hafa gert margt skemtilegt innanlands og utan. Góður drengur er farinn, sem ég minnist með hlýhug. Þröstur Guðmundsson. Óvenju miklar framkvæmdir hafa verið á mótum Fálkagötu og Dunhaga síðan í vor, en engu að síður hefur þögnin vegna fjarveru Sigga undanfarna mánuði verið allsráðandi. Ekki er þar með sagt að hávaði og læti hafi einkennt þennan dagfarsprúða mann, held- ur þvert á móti voru vinnusemi og dugnaður hans ær og kýr. Frá því hann byggði húsið á horninu fyrir yfir 30 árum var hann stöðugt að dytta að því, halda því við, laga og bæta enda mikill hagleiksmaður. Eftir því var tekið. Þegar Siggi og Guðný áttu hundinn Buddu fórum við í ófáa göngutúra saman með hundana okkar. Hann var hafsjór af fróðleik þegar íþróttir bar á góma og gott var að leita í smiðju hans. Hann þekkti til nánast allra íþrótta- manna á Selfossi og í nágrenni bæjarins og hafði ávallt svör á reiðum höndum, þegar spurt var um þennan eða hinn. Slíkir menn eru vandfundnir og gott var að hafa Sigga sem náinn nágranna í yfir þrjá áratugi. Ekki fór á milli mála að Siggi var ekki heill heilsu frá því fyrir áramót á liðnu ári, en hann kvart- aði ekki fyrr en gengið var á hann með hækkandi sólu. „Mér líður djöfullega,“ sagði hann á vordög- um, þegar hann gerði kerruna góðu tilbúna fyrir sumarið. Fyrir um tveimur mánuðum var aðeins einn kostur í stöðunni, hann fór á Landspítalann og kom ekki aftur heim. Í áratugi var Siggi fastagestur á heimaleikjum KR í fótboltanum, fagnaði síðast Íslandsmeistaratitl- inum að hætti hússins í fyrra og hlakkaði til keppninnar í sumar. Hann var harður stuðningsmaður Liverpool og þrátt fyrir veikindin var hann léttstígur vegna vel- gengni enska stórveldisins á ný- liðnu tímabili og fylgdist með verð- launaafhendingunni á Anfield í beinni útsendingu sjónvarps á spítalanum ekki alls fyrir löngu. Það þótti honum ekki leiðinlegt, þó hann hefði kosið að fagna Eng- landsmeistaratitlinum hressari og við aðrar aðstæður. Engu að síður lyftist brúnin í gleðinni. Við ræddum síðast í síma tveim- ur dögum áður en hann féll frá. Símtalið var á léttum nótum, þrátt fyrir alvarleikann alltumlykjandi, og að sjálfsögðu mest um fótbolta og sunnlenska íþróttamenn. Ekki fór á milli mála hvert stefndi og við kvöddumst í síðasta sinn. Skarð er fyrir skildi. Við Gulla og Gunna sendum Guðnýju, börnum og barnabörn- um og stórfjölskyldunni allri inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Emils Ólafssonar. Steinþór Guðbjartsson. ✝ Dagný Harð-ardóttir fædd- ist á Siglufirði 5. maí 1963. Hún lést á krabbameins- deild Landspít- alans 10. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar eru Gréta Guð- mundsdóttir, f. 22.1. 1939 og Hörð- ur Arnþórsson, f. 20.12. 1939 frá Siglufirði. Systur hennar eru Arna, f. 1965 og Ólafía, f. 1974. Maki Örnu er Njáll Hákon Guðmundsson, f. 1964. Börn Örnu af fyrra hjóna- bandi eru Gréta, f. 1996 og Vikt- or, f. 1999. Börn Njáls af fyrra hjónabandi eru Andrea, f. 1993 og Friðrik, f. 1997. Maki Ólafíu er Hannes Viktor Birgisson, f. 1971. Synir þeirra eru Birgir Viktor, f. 1994, Atli Hrafn, f. 2005 og Pétur Kári, f. 2007. Fjölskylda Dagnýjar bjó á Siglufirði til ársins 1970 en fluttist þá til Reykjavíkur til að Dagný kæmist í sérskóla. Hún stundaði nám við Höfðaskóla árin 1970-1975 og Öskju- hlíðarskóla árin 1975-1981. Dagný starfaði á ýmsum virkni- og vinnustöðum fyrir fólk með fötlun, m.a. Bjarkarási, Örva og nú síðast á Hæfingarstöðinni á Dalvegi í Kópavogi. Dagný bjó í foreldrahúsum til ársins 1984 þegar hún flutti á sambýli fyrir fatlaða í Kópavogi. Frá árinu 2006 bjó hún á sam- býlinu við Ægisgrund 19 í Garðabæ. Dagný var félagslynd og vildi gjarnan hafa vini og fjölskyldu í kringum sig. Hún hafði gaman af tónlist og sótti marga tón- leika. Hún hafði áhuga á hann- yrðum og naut þess að ferðast innanlands sem erlendis meðan heilsan leyfði. Útför Dagnýjar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 20. ágúst 2020, kl. 13. Það hefur verið eftirvænting hjá mömmu og pabba að fá sitt fyrsta barn í fangið á Siglufirði vorið 1963. Engan grunaði að líf litlu prinsessunnar og foreldr- anna ætti eftir að vera fullt af krefjandi verkefnum ævina á enda. Þegar Dagný var þriggja ára kom í ljós að hún þroskaðist ekki eðlilega. Ítarlegar rann- sóknir á Barnaspítala Hringsins og í Kaupmannahöfn skiluðu engu, en árið 1968 kom Sævar Halldórsson barnalæknir til sögunnar og uppgötvaði arf- gengan litningagalla, sem kom fram hjá Dagnýju m.a. í skert- um þroska og verulega skertri sjón. Á þessum tíma, seint á sjö- unda áratugnum, var fátt um fína drætti í þjónustu við fólk með þroskaskerðingu og for- eldrum okkar var sagt að það væri best fyrir alla ef hún yrði tekin frá fjölskyldunni og komið fyrir á stofnun. Sem betur fer tóku þau það ekki í mál, seldu fallega hæð sem þau höfðu ný- lega byggt í Hafnartúni á Siglu- firði, yfirgáfu fjölskyldu og vini og fluttu til Reykjavíkur til að Dagný gæti fengið þjónustu við hæfi. Á þeim tíma var að byrja sérskóli hluta úr degi í Höfð- askóla og nokkrum árum seinna kom svo Öskjuhlíðarskóli til sögunnar. Dagný naut þess að vera í skóla og lærði margt, meðal annars að lesa og skrifa. Mamma fylgdi henni í strætó nokkra mánuði þegar hún byrj- aði í skóla 7 ára og lærði að fara ein. Það kom reyndar fyrir einu sinni að hún skilaði sér ekki heim en fannst loksins seinni- partinn. Þá kom í ljós að hún hafði ferðast um bæinn endi- langan og benti dauðskelkuðum pabba sínum stolt á alla strætó- bílana sem hún hafði náð að ferðast með. Dagný byrjaði að stama sjö ára og það háði henni alltaf. En þegar hún varð reið þá hvarf stamið og hún gat sungið án þess að stama, enda elskaði hún söng og tónlist og naut þess að fara á tónleika. Bjöggi var í miklu uppáhaldi, hún fór á jóla- tónleikana hans á hverju ári. Dagný var mjög félagslynd og vildi hafa líf og fjör í kring- um sig. Henni þótti vænt um fólkið sitt og eignaðist marga góða vini. Heilladísirnar voru með okk- ur í liði þegar Dagný fluttist á sambýlið á Ægisgrund. Þar er einstakur andi, virðing, kærleik- ur og heimilislegur bragur. Heimilisfólkið er yndislegt og starfsfólkið frábært. Við erum ævinlega þakklát fyrir alla þá alúð og væntumþykju sem um- lukti Dagnýju þar. Dagný hefur þurft að heyja marga bardaga en hún var sterk og náði alltaf að sigra, þar til kom að þessari síðustu bar- áttu. Hún greindist með krabbamein fyrir fjórum árum, sem ekki var hægt að lækna. Þegar lítil börn koma í heim- inn sjáum við fyrir okkur að þau muni þroskast og dafna undir okkar verndarvæng og fljúgi síðan úr hreiðrinu einn daginn á vit frelsis og ævintýra. Dagný flutti að heiman um tví- tugt en það hefur verið hlutverk mömmu og pabba alla tíð að vaka yfir velferð hennar og þau hafa aldrei sleppt af henni hendinni. Mamma var klettur- inn hennar, hún var vakin og sofin yfir stelpunni sinni öll 57 árin sem Dagný lifði. Við erum þakklátar að hafa átt elsku Dagnýju sem stóru systur okkar og fyrir þá miklu væntumþykju sem hún sýndi okkur og frændsystkinum sín- um alla tíð. Arna og Ólafía. Fallin er frá yndisleg frænka, Dagný Harðardóttir, eftir löng og ströng veikindi. Með nokkr- um fátæklegum orðum langar okkur að minnast Dagnýjar og þakka fyrir ást hennar og hlýju í okkar garð. Hlýju sem hvað sýnilegust var með orðinu „mín“ sem ætíð fylgdi þegar hún tal- aði til okkar: „Já, já, Auður mín“ eða „takk, Dagmar mín“, með fallegu brosi sem náði svo vel til augna hennar og með hlýlegum strokum yfir hár okk- ar og hendur. Dagný var elsta dóttir Harðar, föðurbróður okk- ar, og konu hans Grétu. Þau eru yndislegir og ástríkir foreldrar, vakin og sofin yfir þörfum Dag- nýjar og börðust ötullega fyrir réttindum hennar sem fatlaðs einstaklings. Fjölskylda Dag- nýjar er mjög samheldin og andinn á bernskuheimilinu að Lyngbrekku einstakur. Þangað er alltaf yndislegt að koma og þar átti Dagný góð uppvaxtarár í faðmi foreldra og ástríkra systra. Dagný var mikill fag- urkeri, elskaði fallega hluti, föt og skart. Hún var líka mikill tónlistarunnandi og það var gaman að heyra Dagnýju syngja. Hún kunni alla texta og þegar hún söng rann textinn hindrunarlaust frá henni, mál- helti hvarf líkt og hendi væri veifað. Á sama hátt var mjög dýrmætt að fá frá Dagnýju bréf, þegar hún eða við vorum staddar utan landsteinanna. Í bréfunum kom hún hugsunum sínum vel frá sér, greindi frá því hvað hefði á daga hennar drifið og svo enduðu bréfin iðu- lega á óskalista yfir fallega hluti sem hún gæti vel hugsað sér að fá í næstu afmælis- eða jólagjöf. Við systur erum svo heppnar að hafa eytt með Dagnýju og fjöl- skyldu hennar óteljandi gæða- stundum. Við laufabrauðsgerð í upphafi aðventu, við spilaborðið á jóladag, á pallinum á Betri bæ og í árlegri veiðiferð í Miðá, svo eitthvað sé nefnt. Dagný frænka var virkur þátttakandi á þessum fjölskyldufundum eins lengi og heilsan leyfði og fyrir það erum við þakklátar. Dagný frænka mun lifa í hjörtum okk- ar. Við sjáum hana skýrt fyrir okkur í sínu fínasta pússi, með fallegt hárskraut og hálsmen, asalaust að klæða, púkka og rekja. Elsku Gréta, Hörður, Arna, Ólafía og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning okk- ar kæru Dagnýjar. Auður Arna og Dagmar Arnardætur. Dagný, vinkona okkar, flutti með fjölskyldu sinni í Lyng- brekkuna þegar hún var 13 ára. Þar sem þetta er parhús var ná- lægðin mikil og mynduðust strax góð tengsl milli íbúanna. Þrjár stelpur voru í hvorum enda og var Dagný elst. Á þess- um tíma voru mömmur heima- vinnandi og allt fullt af börnum í götunni. Dagný var fædd með þroskahömlun en í okkar huga var hún nákvæmlega eins og hún átti að vera og gerði lífið fjölbreyttara. Dagný var fé- lagslynd og skottaðist milli húsa með stelpunum. Systa var í sér- stöku uppáhaldi og það var ekki gaman fyrir okkur hin seinna meir að heimsækja Dagnýju með Systu því hún horfði bara á hana aðdáunaraugum og sagði svo kannski í lokin: „Kemurðu ekki aftur á miðvikudaginn, Systa mín?“ Fljótt kom í ljós að Dagný var hið mesta partíljón. Fátt vissi hún skemmtilegra en grill- veislur með nágrönnunum, þar lék hún við hvern sinn fingur, söng og dansaði. Í seinni tíð voru oft skoðaðar myndir frá þeim tíma sem vöktu jafnan hlátur og gleði. Dagný hafði góðan húmor, hún var alltaf til í að gantast og svaraði oft á fynd- inn og beinskeyttan hátt. Dagný hlustaði mikið á tónlist og söng þá gjarnan með, langa texta sem hún kunni reiprennandi ut- anbókar. Einnig fór hún mikið á tónleika. Síðustu árin átti Dagný við mikla vanheilsu að stríða og undir það síðasta var blikið sem kom í augun þegar eitthvað skemmtilegt var í vændum horfið. Við söknum Dagnýjar, hún var stór hluti af æsku okkar systranna og hinu góða sam- félagi í Lyngbrekkunni. Drottinn blessi minningu Dagnýjar. Svana, Ásgeir, Inga, Hanna og Guðmunda (Systa). Elsku yndislega Dagný. Þá er komið að kveðjustund, stund sem enginn er tilbúinn að upp- lifa því hún er svo sár. Ég kynntist henni þegar hún flutti á heimilið að Ægisgrund í Garðabæ en þá var ég við störf þar. Strax myndaðist mikil og góð vinátta á milli okkar. Það eru svo margar minningarnar sem koma upp í hugan á svona stundu og ef ég ætti að rita þær allar niður á blað væri það efni í heila bók, svo margar minngar áttum við saman. Allar Kringlu- ferðirnar, kaffíhúsaferðirnar, ferðirnar í miðbæ Reykjavíkur, aðventustundirnar í Vídalíns- kirkju, Daðahús á Flúðum. Minningarnar eru endalausar. Ein minning kemur upp í huga mér er ég sit og rita þessi minn- ingarorð en það er ferð í miðbæ Reykjavíkur. Þegar við komum á Ingólfstorg var að hefjast hjólastólakappakstur. Við Sandra María, starfsmaður á Ægisgrund, vorum beðnar um að taka þátt með Dagnýju og Tobbu. Ég var ekki alveg tilbú- in í það (komin af léttasta skeiði) en ég lét tilleiðast og komu þær Tobba með bikara heim eftir kappaksturinn. Dagný í 2. sæti og Tobba í 3. sæti. Dagnýju þótti alltaf gam- an að halda afmæli og var hún alltaf með góðan óskalista yfir þær tertur sem hún vildi bjóða upp á sem og lista yfir þá gesti sem hún vildi bjóða og oftast var þessi listi til löngu fyrir af- mælið sjálft. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei skal ég þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Gréta, Hörður, Arna, Óla og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í sorginni. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við elskulegu Dagnýju okkar. Dagný flutti að Ægisgrund 19 í mars 2006, hér eignaðist hún góða vini og í raun sína aðra fjölskyldu. Dagný var sterkur karakter sem snerti alla sem á vegi henn- ar urðu og hafði hún mjög gam- an af því að fræðast um fólk í hennar nærumhverfi. Tónlist var henni hugleikin ásamt prjónaskap og skriftum. Það voru margir tónleikarnir og margar leiksýningar sem hún hafði gaman af og það var ótrú- legt hvað hún mundi mikið af textum við íslensk dægurlög. Dagný var mikil félagsvera og leið best að hafa eitthvað fyrir stafni. Hún elskaði að halda upp á afmælið sitt, var iðulega búin að plana það mörgum mánuðum áður og gera gestalistann í tíma. Þau eru ærin verkefnin sem við fáum í lífinu og miserfið. Því fékk Dagný okkar að kynnast á síðustu árum en með æðruleysi og styrk tókst hún á við þau og gerði vel. Mikill er söknuðurinn og stórt skarð skilið eftir hér hjá okkur á Ægisgrundinni. Elsku Gréta, Hörður, Arna, Ólafía og fjölskyldur, vottum ykkur okkar dýpstu samúð og takk fyrir samfylgdina á liðnum árum. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Ólafur, Torfhildur og starfsfólk Ægisgrund 19. Elsku stelpan hún Dagný er fallin frá eftir áralöng erfið veikindi, núna hefur hún fengið hvíldina, trúlega komin í sum- arlandið og laus við allar þær hömlur sem hún hefur mátt lifa með. Stundum getur lífið verið svo ósanngjarnt og ekki er farið þar í manngreinarálit. Hún fékk beiskan bikar sem endaði barmafullur. Dagný tók hlutskipti sínu með einstöku æðruleysi. Þessi elska var ansi oft nokkuð uppá- tækjasöm á sínum yngri árum, en lífið rann áfram, það komu slæmir dagar og líka góðir svona eins og gengur. Hún hafði sinn húmor og átti það meira að segja til að vera meinfyndin. Hennar lán var sá sterki bak- hjallur sem hélt vel utan um hana, foreldrar og systur, sem hafa staðið þétt saman og sinnt hennar þörfum, móðir sem sá um að pjattrófan hennar væri alltaf vel klædd, henni fannst svo gaman að vera fín. Hún bjó á sambýli í Garðabæ hjá ein- staklega hugulsömu og góðu starfsfólki. Góða ferð í sumar- landið, elsku Dagný mín. Elsku Gréta, Hörður og fjöl- skylda, alla mína samúð. Anna Dýrfjörð. Elsku Dagný mín er fallin frá. Ég kynntist henni fljótlega eftir að hún flutti á Ægisgrund- ina þar sem móðir mín var að vinna. Við hittumst fyrst í Kringlunni þar sem hún var í verslunarferð með mömmu minni. Upp frá því hófst með okkur vinátta og bauð hún mér oft í heimsókn til sín. Alltaf þegar ég kom að heimsækja hana þá brosti hún og varð glöð að sjá mig. Dagnýju þótti alltaf vænt um að ég hefði þegið boð hennar um að koma í afmælin til sín og ekki leiddist henni það þegar ég rétti henni pakka. 50 ára afmæli Dagnýjar er mér sérstaklega minnisstætt en þar naut hún sín í góðra vina hópi og söng með öllum lögum sem sungin voru og textana kunni hún sko utanbókar. Á aðvent- unni bauð Dagný mér alltaf að koma í heimsókn því það var verið að fara að skera út og steikja laufabrauð ásamt því að fá sér hangikjöt og meðlæti. Þessar minningar eru minning- ar sem ég mun geyma í hjarta mér. Hvíldu í friði, elsku Dagný mín. Fjölskyldu Dagnýjar sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðj- ur og bið Drottin Guð að styrkja hana á þessum erfiðu tímum. Anna Helga. Dagný Harðardóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERGUR I. GUÐBERGSSON verslunarmaður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 26. ágúst klukkan 13. Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur og boðsgesti. Athöfninni verður streymt frá: https://www.facebook.com/groups/782516325829598/ Guðbergur Guðbergsson Kristín Birna Garðarsdóttir Ástvaldur Eydal Guðbergss. Anna Maria Hansen Linda Dís Guðbergsdóttir Jón Árni Jónsson Lilja Dís Guðbergsdóttir Þorsteinn Þór Guðjónsson Anna Dís Guðbergsdóttir Rósa Björg Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.