Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
✝ Sigurður EmilÓlafsson húsa-
smiður var fæddur
á Eyrarbakka 16.
júní 1944. Hann lést
12. ágúst 2020 á
líknardeild LSH í
Kópavogi.
Sigðurður Emil
var fyrsta barn
hjónanna Ólafs
Guðsteins Magn-
ússonar símaverk-
stjóra, f. 2.3. 1916, d. 25.1. 1975,
og Sigrúnar Þorbjargar Runólfs-
dóttur, matráðskonu og hús-
freyju, f. 20.8. 1920, d. 13.3. 2011.
Systkini Sigurðar Emils eru:
1) Sigmar Ólafsson, f. 25.10.
1949, kvæntur Úlfhildi Gunn-
arsdóttur, f. 4.11. 1948. 2) Hrefna
Ólafsdóttir, f. 16.3. 1956, d. 13.2.
2015, eftirlifandi eiginmaður
Hrefnu er Sveinbjörn Örn Arn-
arson, f. 3.7. 1959. 3) Auður
Ólafsdóttir, f. 6.5. 1957.
Sigurður Emil kvæntist Ólöfu
Sigurlaugu Guðmundsdóttur, f.
29.7. 1947, þann 8.10. 1966. Ólöf
Sigurlaug lést 20.1. 1989. Börn
þeirra eru: 1) Hildigunnur Jón-
ína, f. 10.7. 1966, gift Jóni Grét-
ari Hafsteinssyni, f. 23.12. 1960.
2) Ólafur Már, f. 31.1. 1970,
föður sínum, en hugur hans
stefndi þó annað en það og hann
lærði húsasmíði hjá trésmiðju
Kaupfélagsins á Selfossi og lauk
því námi síðla árs 1965. Á þess-
um árum kynntist hann fyrri
eiginkonu sinni Ólöfu Sig-
urlaugu ásamt mörgu góðu fólki
sem hann hélt tryggð við allt til
æviloka. Of langt mál yrði að
telja fleira upp um unglings- og
táningsárin, bílana sem hann
eignaðist útsjónarsemi og
margt fleira. Sigurður og Ólöf
byggðu að nokkru og bjuggu
sér sitt fyrsta heimili á Engja-
vegi 71 á Selfossi og þar fædd-
ust þeim börnin tvö, Hildigunn-
ur Jónína og Ólafur Már.
Haustið 1973 fluttust þau til
Reykjavíkur og eftir stutt stopp
í Breiðholti fluttu þau, árið
1974, í vesturbæinn þar sem
Sigurður bjó til æviloka. Ólöf
Sigurlaug eða Lóló, eins og hún
var alltaf kölluð, lést í janúar
1989. Rétt rúmu ári síðar kynnt-
ist Sigurður Guðnýju Ástu Otte-
sen og hófu þau sambúð fljót-
lega eftir það.
Útför Sigurðar Emils fer
fram kl. 11 frá Fossvogskirkju í
dag, 20. ágúst 2020. Það er sami
dagur og móðir hans Sigrún
Þorbjörg hefði náð 100 ára
aldri. Í ljósi aðstæðna í sam-
félaginu gilda fjöldatakmark-
anir við athöfnina, en henni
verður streymt á slóðinni
https://tinyurl.com/y66fksdo.
Meira: mbl.is/andlat
kvæntur Heklu
Hannibalsdóttur,
5.8. 1970. Börn
þeirra eru Kjartan
Helgi og Ólöf Arna,
bæði fædd 12.2.
2001.
Sigurður Emil
kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Guðnýju Ástu Otte-
sen, f. 14.8. 1951,
þann 19.7. 1989.
Börn Guðnýjar Ástu eru: 1) Odd-
geir Reynisson, f. 21.5. 1969.
Eiginkona hans var Herdís Guð-
mundsdóttir. Þau skildu. Börn
þeirra eru þrjú: Guðmundur Ró-
bert, f. 22.7. 2000, Viktor Reyn-
ir, f. 24.2. 2003, og Stefanía Dís,
f. 7.9. 2005. 2) Lilja Rut Grätz, f.
23.1. 1982, gift Christopher
Grätz, f. 16.4. 1986. Börn þeirra
eru: Ellen Ásta, f. 13.2. 2016, og
Benedikt Bjarki, f. 30.11. 2017.
Á Eyrarbakka bjó Sigurður
Emil ásamt foreldrum og bróður
í húsi sem hét og heitir raunar
enn Ingólfur. Um tólf ára aldur
fluttist fjölskyldan að Smáratúni
18 á Selfossi í hús sem faðir hans
byggði að mestu í frístundum
með hjálp góðra vina. Hann fór
ungur að vinna í símavinnu hjá
Hver var Sigurður Emil? Hann
var sonur, eiginmaður, pabbi, afi,
bróðir, frændi, vinur, smiður og
KR-ingur. Ef pabba er lýst í örfá-
um orðum, þá má segja að hann
hafi verið traust og áreiðanlegt
góðmenni.
Hann var klettur í mínu lífi,
sem hugsaði einstaklega vel um
sína nánustu. Mér er það efst í
huga hversu vel hann hugsaði um
mömmu Lóló í veikindum hennar
og á dánarbeði. Svo ekki sé talað
um umhyggju hans fyrir Hildi-
gunni systur. Að mínu mati er það
aðdáunarvert og sýndi ákaflega
vel hversu vel gerður hans innri
maður var. Pabbi virkilega stóð
með sínum og var alltaf boðinn og
búinn að hjálpa öðrum. Stór,
sterkur, skynsamur, sjálfstæður,
þrjóskur, réttlátur, ljúfur, hógvær
og áhugasamur um menn og mál-
efni. Þetta eru allt lýsingarorð
sem koma upp í hugann og tel ég
þau eiga vel við hann.
Pabbi var glaðlyndur, en hann
var ekkert sérstaklega opinn með
sínar eigin tilfinningar og bar þær
ekki almennt á torg. Hann hafði
þó góða nærveru, var viðræðugóð-
ur og varð á stundum nokkuð há-
vær ef honum lá málið á hjarta.
Það var líka gott að vera með hon-
um í þögn.
Pabbi skipti sér ekkert sérstak-
lega af mér ef ég var á „réttri“
braut að hans mati og gaf mér
frelsi til að uppgötva og prófa
ýmsa hluti. Segja má að hann hafi
beint og óbeint stutt mig í einu og
öllu. Eitthvað sem ég er honum
ákaflega þakklátur fyrir. Það kom
fyrir að hann væri, á skemmtileg-
an hátt, örlítið utan við sig.
Kannski bara djúpt hugsi. Það gat
til dæmis verið hættulegt að
manni fannst að tala of mikið við
hann ef hann var að keyra.
Ég get ekki sagt að pabbi hafi
verið mjög trúaður án þess þó að
ég haldi að hann hafi verið trúleys-
ingi. Allavega birtist það ekki sér-
staklega í uppeldinu, nema að
hann kenndi mér siðferði fyrir ut-
an allt annað sem hann kenndi
mér. Þú átt að standa við það sem
sagt er og gerir ekki öðrum það
sem þú vilt ekki að aðrir gjöri þér.
Mér finnst reyndar að hann hafi
lifað eftir þeirri lífsskoðun.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Á ákveðinn hátt má vel segja að
pabbi hafi verið húmanisti. Ég er
þó ekki viss um að hann hafi velt
því mikið fyrir sér sjálfur eða það
hafi verið mjög meðvitað. Hann
bar mikla virðingu fyrir fólki og
sérstaklega trúði hann á frelsi ein-
staklingsins, en á sama tíma einn-
ig á samábyrgð fólks.
Siggi Emil var ekki bara pabbi
minn, hann var einn af mínum
bestu vinum og ég á eftir að sakna
hans.
Ólafur Már.
Siggi stjúpfaðir minn hefur
kvatt þessa jarðvist eftir erfiða
baráttu við krabbamein.
Siggi kom inn í líf mitt þegar ég
var 8 ára gömul og tók þátt í mínu
uppeldi, fór hann t.d. oft með mér
á skíði. Við vöknuðum tvö eld-
snemma um helgar, vel nestuð og
héldum í brekkurnar. Það gerðum
við þangað til mjaðmirnar fóru að
gefa sig hjá honum. Hann kvartaði
þó aldrei, heldur ekki fyrir fáein-
um vikum þegar hann sá í hvað
stefndi.
Mamma vann mikið á skólaár-
um mínum og gekk Siggi þess
vegna í heimilisverkin. Ekki man
ég til þess að hann hafi beðið mig
um að hjálpa sér heldur vann þau
verk í hljóði. Við gerðum oft mat-
arinnkaupin saman. Þá sagði
hann: „Fyrst þurfum við að skrifa
imbamiðann“. Svo brosti hann út
að eyrum með sínu stóra brosi
sem smitaðist upp í augu og fylgdi
því varfærnislegur hlátur. Imba-
miði var miði fyrir svokallaða
„imba“ sem gátu ekki munað hvað
þeir ætluðu að kaupa inn. Siggi
var mjög góður kokkur. Hann eld-
aði ekki marga rétti en það sem
hann eldaði bragðaðist vel.
Um daginn gisti ég heima hjá
mömmu þegar Siggi lá á sjúkra-
húsi. Þar er hægindastóll sem ég
átti oft leið framhjá og fann þá
sterkt fyrir nálægð hans. Það er
svo sem ekkert skrítið, því þarna
sat hann iðulega og blaðaði í bók-
um, blöðum og horfði á sjónvarpið.
Síðan hafði hann gaman af því að
ræða um það sem hann hafði lesið/
horft á. Á mínum skólaárum, sett-
ist ég gjarnan niður með honum
og fletti upp í viskunni. Ég þurfti
heldur ekki oft að fara á bókasafn
til þess að finna heimildir því hann
hafði sankað að sér ógrynni af
bókum. Siggi vissi hreinlega allt
(fannst mér) um íþróttir og þá var
fótbolti í mestu uppáhaldi. Ég fór
oft með honum á KR-leiki og
fannst notalegt að fylgjast með
leiknum við hlið hans. Þrátt fyrir
að Siggi hafi verið rólegur maður
og haft góða nærveru þá gat hon-
um hitnað mjög í hamsi þegar
hann ræddi við einhvern með ólík-
ar skoðanir. Því hafði hann gaman
af.
Við spiluðum mikið fjölskyldan
og áttum góðar stundir saman.
Siggi var glöggur bridge-spilari
og naut sín við spilaborðið í góðum
félagsskap. Hann spilaði með eldri
borgurum á meðan heilsan leyfði.
Maðurinn minn, Chris, hélt
mikið upp á Sigga. Þeir töluðu þó
ekki sama tungumálið. Sigga
tókst samt að gefa sterklega til
kynna að Chris væri hjartanlega
velkominn í fjölskylduna. Það
gerði hann með þéttingsföstu
handabandi þar sem hann tók með
báðum höndum í höndina á Chris
og hristi duglega. Horfði síðan
vingjarnlega í augun á Chris og
bauð hann nokkrum sinnum „vel-
kominn“ á íslensku.
Siggi var einstaklega barngóð-
ur og hafði sérstakt lag á því að
setja sig í spor barnanna minna,
þá sérstaklega þegar þau voru
ósátt. Svona eins og hann skildi
þeirra sársauka. Þegar Siggi bar
kveðjur til þeirra sá ég að augun
glitruðu af væntumþykju í þeirra
garð. Mikið finnst mér miður að
börnin mín fái ekki að vaxa upp
með Sigga afa.
Að lokum vil ég þakka Sigga
samfylgdina þessi ár.
Hans er sárt saknað.
Lilja Rut Graetz.
Hann Siggi bróðir minn er lát-
inn, farinn frá okkur allt of fljótt.
Hann var „idolið“ mitt þegar ég
var lítil. Þegar við vorum litlar þá
keypti hann handa okkur systrun-
um reiðhjól með engum hjálpar-
dekkjum og kenndi mér að hjóla á
því. Ég var mjög montin af hon-
um.
Siggi vorkenndi sér aldrei þrátt
fyrir öll áföllin sem hann varð fyrir
um ævina. Alltaf stóð bróðir minn
uppréttur og sterkur. Hann hafði
hjarta úr gulli, svo vinalegur og
góður að mér fannst.
Þegar ég var 9 ára varð ég vitni
að kraftaverki á Sigga. Hann lam-
aðist á vinstri hliðinni þegar hann
var staddur heima hjá tengdafor-
eldrum sínum. Þegar hann var
veikur þá skiptust mamma og
pabbi á að vera hjá honum sitt
hvora vikuna. Eitt sinn þegar ég
var með mömmu hjá honum þá
kallar Siggi á mömmu að koma og
sjá. Ég valhoppaði á eftir henni.
Þegar hún kom til Sigga sýndi
hann henni að hann var alsettur
stunguförum á vinstri hliðinni og
hann sagði að læknar hefðu verið
hjá honum um nóttina. Hann sá þá
ekki en fann fyrir þeim. Eftir
þetta fór heilsa hans batnandi. Ef
þetta var ekki kraftaverk þá veit
ég ekki hvað það er. Ég man þetta
eins og það hafi skeð í gær. Siggi
var líka baráttumaður en hann
reis tvisvar upp úr lömun á vinstri
hliðinni.
Siggi var greiðvikinn og vildi
alltaf hjálpa öðrum ef hann gat.
Svo var hann einnig mikill KR-
ingur. Því miður voru samskipti
okkar ekki mikil seinni árin. Alltaf
þótti okkur jafn vænt hvoru um
annað. Ég er varla búin að átta
mig á því að Siggi sé ekki lengur
hér. Það er svo sárt en samt gleði-
legt að núna er hann kominn í
sumarlandið með foreldrum okkar
og systur ásamt Lóló. Það er erf-
itt, en ég kveð þig Siggi minn með
þessum orðum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku bróðir minn.
Auður Ólafsdóttir.
Þakklæti fyrir góðar stundir er
trúlega það fyrsta sem kemur upp
í hugann þegar ég hugsa til Sigga
mágs.
Hann stóð með fjölskyldu sinni
sem stytta, bæði þegar á reyndi og
á öðrum tímum. Ég naut sannar-
lega góðs af hjálpsemi, góðvild og
velvild Sigga. Hann hjálpaði ekki
bara við að smíða eldhúsinnrétt-
ingar, pall og margt fleira fyrir
mig, heldur fræddi mig um margt
áhugavert, enda með eindæmum
fróður um sín hugðarefni. Hann
hafði gott lag á að segja sögur. Ég
minnist t.d. margra þeirra með
brosi á vör frá átthögum hans úr
Árnessýslu.
Stolt hans af fjölskyldu sinni
leyndi sér ekki, ekki hvað síst af
Hillý og Óla. Hann lyftist oft upp
við það eitt að tala um þau.
Það er eins og æðri máttur hafi
ákveðið að tími Sigga hér á jörð
væri að klárast. Því hafi Liverpool
og KR náð að landa titlum nýlega,
sem einskonar kveðjugjöf almætt-
isins fyrir einn dyggasta aðdáanda
þessara liða.
Ég votta fjölskyldu hans inni-
lega samúð mína. Blessuð sé
minning Sigga vinar míns.
Sigurbjörg Ottesen.
Kær vinur og eiginmaður
frænku minnar er látinn. Ég hef
fylgst náið með baráttu hans við
illvígan sjúkdóm frá því í mars á
sl. ári. Siggi bar sig ætíð vel. Þeg-
ar ég spurði hvernig hann hefði
það, þá svaraði hann ætíð; ég hef
það ágætt. En við hin vissum bet-
ur. Að vera búinn að fá þessa
greiningu þá þýddi ekkert annað
en barátta. Og Siggi stóð sig vel.
Kvartaði ekki og beit á jaxlinn. En
hann tapaði baráttunni.
Siggi var maður skoðana. Hann
hafði miklar pólitískar skoðanir.
Hann gat rætt um pólitík og æst
sig ef viðmælandi var ekki sömu
skoðunar. Hann var líka mikill fót-
boltaáhugamaður og KR-ingur og
fór á leiki þar sem KR spilaði, eins
lengi og heilsa hans leyfði.
Hann var mér mjög hjálplegur.
Ég minnist einnar verslunar-
mannahelgar þegar þau Guðný og
Sigurbjörg, systir Gyðnýjar, gistu
hér hjá mér þá helgi. Húsið mitt
hafði verið málað nokkru áður en
það átti eftir að setja þónokkra
gluggalista upp aftur. Sigga
fannst að þetta væri nú ekki hægt.
Hann fór inn í bílskúr, náði í
listana, borvél, skrúfur og festi
listana á húsið. Búið mál.
Þau Guðný áttu fallegt heimili í
Reykjavík og alltaf gott að koma
þangað. Siggi heilsaði mér mjög
oft þannig með bros á vör: Komdu
sæl, frú Anna Björg, sem mér
þótti vænt um.
Nú kveð ég þig Siggi minn með
söknuði.
Elsku Guðný mín og fjölskylda.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra. Missirinn er sár.
Anna Björg, börn,
tengdabörn og bræður
og þeirra fjölskyldur.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram mörg
ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Það er alltaf sárt að missa góða
vini og aldrei finnst manni það
tímabært, en oft er það góð lausn
eftir erfið veikindi sem var í tilfelli
Sigga Emils eins og hann var oft-
ast kallaður. Það var fyrir rúmum
fimmtíu árum að ég kynntist þess-
um flotta hávaxna strák, dökkur
yfirlitum með dökk brún augu,
sem yngri systir mín hafði fallið
kylliflöt fyrir. Þau byggðu sér hús
á Selfossi, eignuðust tvö yndisleg
börn, menntuðu sig meira, fluttu
til Reykjavíkur, stofnuðu fyrir-
tæki og deildu lífinu saman í rúm
tuttugu ár, að hún féll frá langt
fyrir aldur fram, öllum harm-
dauði.
Okkur Sigga varð strax í upp-
hafi vel til vina og áttum við fjöl-
skyldurnar vel saman í leik og
starfi, samverustundir okkur urðu
margar og margt brallað til
skemmtunar, farið í útilegur með
börnin, allar skemmtilegar en
misgóðar eins og þegar kýrnar
settust að í tjaldinu okkar og átu
allt nestið frá okkur, en við svo
heppin að Sigrún mamma Sigga
kom óvænt færandi hendi með
bunka af samlokum og bjargaði
okkur. Stórfjölskyldan deildi oft-
ast hátíðum saman og endalaust
gæti ég talið upp það sem við
brölluðum í gegnum árin. Siggi
var ljúfur í lund, hafði góða nær-
veru og með húmorinn í lagi.
Hann lét það ekki pirra sig eða
sýndi óþolinmæði þegar sprellið
og grínið tók yfirhöndina hjá okk-
ur systrum (öllum þremur) en við
vorum þekktar fyrir hlátrasköllin.
Elsku Siggi minn, það er mikil
eftirsjá að þér, skrítið að geta ekki
tekið upp símann til að spjalla í
smástund eins og við gerðum
núna í seinni tíð. Þessi kveðjuorð
mín eru til að þakka þér vinur fyr-
ir öll árin okkar saman í leik og
starfi, tryggð þína og vináttuna
sem þú viðhélst alla tíð. Minning-
arnar mun ég geyma í sjóði sem
perlur þar til við hittumst á ný í
sumarlandinu, megi góður Guð
vera með þér um alla eilífð. Góða
ferð heim, vinur.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo sterkur einlægur og hlýr.
Örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sormæddum græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Samúðarkveðjur sendi ég til
allra ættingja og vina Sigga.
Sigríður J. Guðmunds-
dóttir (Sirrý).
Mágur minn Siggi Emil er far-
inn eftir erfið veikindi. Síðasta ár-
ið er búið að vera strangt og sér-
stakt að hugsa til þess hversu
mikið er líkt með sjúkdómsferlinu,
þegar hann missti fyrri konu sína,
Lóló systur, sem dó fyrir 31 ári að-
eins rúmlega fertug.
Ég var 12 ára þegar Siggi kom
inn í fjölskylduna. Stuttu seinna
veiktist hann hastarlega af
óþekktum sjúkdómi og var hann
heima hjá okkur í Miðtúninu á
meðan hann var veikur og að jafna
sig á eftir, þá aðeins 21 árs gamall.
Óvissan var mikil um hvort hann
næði sér yfirhöfuð aftur. Það tók
Sigga mörg ár að ná sér að því
marki að hann gæti aftur unnið við
fagið sitt húsasmíðar. Veturinn
eftir fékk hann vinnu sem hús-
vörður í nýbyggðum gaggó á Sel-
fossi, sama ár og ég fór í 1. bekk og
hittumst við á þeim árum nær
daglega.
Siggi var mikið ljúfmenni, við-
ræðugóður og fróður um flest
dægurmál líðandi stundar. Hann
var frábær mágur, en líka góður
vinur. Siggi og Lóló voru ólík, hún
með ríkar tilfinningar sem hún fór
Sigurður Emil
Ólafsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HELGI STEINGRÍMSSON,
Austurbrún 4, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 15. ágúst.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
líknardeildar LSH fyrir hlýju og ómetanlegan stuðning.
Í ljósi aðstæðna gilda fjöldatakmarkanir og því fer útförin fram í
kyrrþey en henni verður streymt á internetinu föstudaginn 21.
ágúst klukkan 11. Slóðin er https://youtu.be/Spi26JD5moc.
Steingrímur Helgason
Harpa Helgadóttir Rúrik Vatnarsson
Heimir Helgason Guðný Hrönn Úlfarsdóttir
Haukur Helgason Tanya Helgason
Inga Lára Helgadóttir Jón Halldór Jónsson
Karlotta Helgadóttir Gunnlaugur Ragnar Reynisson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JAKOB ÁRNASON
húsasmíðameistari og loðdýrabóndi,
Miðtúni 2, Keflavík,
lést mánudaginn 17. ágúst á Hrafnistu,
Hlévangi. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir útförina.
Starfsfólki Hlévangs eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða og
hlýja umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar.
Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir
Guðrún Sigríður Jakobsd. Gunnar I. Baldvinsson
Kristinn Þór Jakobsson Ólöf Kristín Sveinsdóttir
Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn