Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
✝ Ari Harðarsonfæddist í Kópa-
vogi 20. ágúst 1957.
Hann lést 6. ágúst
2020 á Landspít-
alanum.
Ari var sonur
hjónanna Arn-
bjargar Davíðs-
dóttur frá Gunn-
arsstöðum í Þistil-
firði, f. 13. maí 1917,
d. 16 maí 2012, og
Harðar Bachmann Loftssonar
vélstjóra frá Gröf í Miðdölum, f.
8. maí 1912, d. 6. apríl 2008.
Hann var yngstur fjögurra
systkina. Elstur þeirra er Örn, f.
14. janúar 1937, þá Þórhalla, f.
4. apríl 1944, og Jóhanna
Guðný, f. 4. mars 1952. Öll lifa
þau Ara.
Hann kynntist Hjálmfríði
Lilju Nikulásdóttur á mennta-
skólaárunum í Hamrahlíð en
þau gengu í hjónaband hinn 6.
júní 1981. Börn Ara og Fríðu
eru: 1) Steinunn, f. 6. mars 1985,
sambýlismaður Mikkel Friberg,
dætur þeirra eru Lóa Arnbjörg,
f. 26. mars 2013, og Sólveig
alltaf hafa haft sköpunarþrána
að leiðarljósi. Hann var einn af
stofnendum og penni fyrir-
tækisins „Skriffinnur“ sem
skrifaði fyrir fyrirtæki og ein-
staklinga. Einnig má nefna störf
eins og hönnun og skrif fyrir
Keops-auglýsinga- og skilta-
gerð, hönnun og ritstjórn fyrir
Design og sem umbrotsmaður
og dálkahöfundur fyrir Menn-
ingarhandbókina og Dagskrá
vikunnar.
Eftir hann liggur fjöldi söng-
texta, leikrit, smásögur, kvik-
myndahandrit og ljóð.
Ari var mjög söngelskur og
félagslyndur og sat í mörgum
nefndum. Hann var fulltrúi í
Tómstundaráði Kópavogs, einn
12 stofnenda HK, stjórnarfor-
maður í Karatefélagi Íslands og
New England Bentley Shotokan
karate. Hann var meðlimur í kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
og var einn stofnenda Hamra-
hlíðarkórsins og Mótettukórs
Hallgrímskirkju.
Ari verður jarðsunginn í Hall-
grímskirkju 20. ágúst 2020 og
hefst athöfnin klukkan 15.
Vegna gildandi sóttvarnaað-
gerða verða fjöldatakmarkanir i
gildi en athöfninni verður
streymt á http://bit.ly/3iEExta.
Inga, f. 22. janúar
2019. 2) Örn Ýmir,
f. 29. maí 1988,
unnusta hans er
Þórunn Ylfa
Brynjólfsdóttir,
dóttir þeirra er
Vaka Steinunn, f.
27. september
2019. 3) Sólveig
Anna, f. 17. janúar
1991, sambýlis-
maður hennar er
Andrés Lárusson. 4) Andri Þór,
f. 27. október 1994.
Ari fæddist í heimahúsi á
Kársnesinu í Kópavogi og ólst
þar upp til fullorðinsára. Hann
lauk verslunarprófi árið 1975 úr
Verslunarskóla Íslands og út-
skrifaðist sem stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
árið 1979. Hann lauk BS-námi í
stjórnun frá Bentley University
í Massachusetts 1993 og BA-
námi í skapandi skrifum, undir
leiðsögn Dereks Walcotts frá
Boston University, sama ár.
Ari starfaði við ýmis störf
tengd ritsmíðum, tæknilausnum
og prentun og sagðist sjálfur
Elsku pabbi.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig allt of snemma. Þú
barðist af svo miklu æðruleysi i
gegnum hverja krabbameinsmeð-
ferðina á fætur annarri og hafðir
svo mikið líf í þér alveg fram á
seinustu stundu að maður trúir
varla að þessu stríði sé lokið.
Í söknuðinum finnum við þó
huggun í að þú hafir fengið frið og
sért nú laus frá öllum meinum.
Við náðum ekki að sigla á skút-
unni sem þú varst að smíða, heim-
sækja fjölskylduna í Indónesíu
eða einni lokaferð í Kolonihaven
en við erum þó svo þakklát fyrir
allan þann tíma og góðu minning-
ar sem við eigum með þér, elsku
pabbi.
Þú kenndir okkur krökkunum
með fordæmi, ekki orðum og
studdir okkur í öllu því sem við
höfðum áhuga á að gera. Þú gafst
þér alltaf tíma og varst alltaf tilbú-
inn að stökkva til ef maður bað um
hjálp.
Mikið munum við sakna þess að
hafa þig hjá okkur, sakna enda-
lausu hugmyndanna, ferðalag-
anna, sósunnar og ekki minnst
pabbagrínsins.
Elsku pabbi.
Takk fyrir hugrekkið, æðru-
leysið, gleðina og kærleikann sem
þú bjóst yfir og gafst af þér.
Við kveðjum hlýjan faðm þinn,
fallega brosið og einstaka nær-
veru, en minningar okkar munu
lifa næst hjartanu um ókomna tíð.
halla augunum aftur og hvíldu hjá mér
ég vaki yfir þér
hvíldu á dúnmjúkum skýjum sem hugga
þig ljúft
hvíldu í ást minni djúpt
halla augunum aftur og hvíldu hjá mér
ég vaki yfir þér
hreinsa hugann af því sem að myrkt er í
nótt
í fangi mér hlýtt er og rótt
halla augunum aftur og hvíldu hjá mér
ég vaki yfir þér
dreymdu drauma sem sakleysið eitt
getur dreymt
þar allt illt í heimi er gleymt
halla augunum aftur og hvíldu hjá mér
ég vaki yfir þér
hvíldu á dúnmjúkum skýjum sem hugga
þig ljúft
hvíldu í ást minni djúpt
(Ari Harðarson)
Steinunn Aradóttir.
Elskulegur yngri bróðir minn
Ari Harðarson kvaddi allt of fljótt.
Ari var með höfuðið fullt af
hugmyndum alla ævina og það er
undarlegt og sárt að sjá að baki
yngri bróður sínum sem enn átti
svo marga drauma sem hann ætl-
aði sér að koma í framkvæmd áð-
ur en hann færi.
Í bernsku okkar á Kársnesinu í
Kópavogi lékum við Ari okkur oft-
ast saman sem börn. Sá vinskapur
slitnaði aldrei gegnum lífið, þótt
vitanlega losnaði um sterkustu
böndin þegar við vorum bæði
komin með heimili og fjölskyldur,
ólík áhugamál og nýja vinahópa.
Þrátt fyrir það áttum við alltaf
samleið, því áhugi okkar beggja á
skrifum og miðlun varð til þess að
við unnum oft saman, rákum sam-
an eigið fyrirtæki um tíma og
ræddum gjarna um sameiginleg
hugðarefni.
Ari var mikið náttúrubarn og
hann minnti mig alltaf á eldinn;
svo fasmikill, duglegur og sterkur
með eldrautt hárið sem lét illa að
stjórn. Honum fylgdi líka þessi
notalega hlýja sem vermir sálina.
Það var gaman að púla með
Ara, hann lét sig ekki muna um að
berja niður girðingarstaura á við
þrjá í skógræktarstörfunum og
enginn var eins öflugur á sleggj-
unni og Ari þegar við þurftum að
mylja milliveggi. Hann var mikill
íþróttamaður og mörgum tímun-
um eyddi hann í að kenna systur
sinni sjálfsvarnartækni og ýmis
brögð sem áttu eftir að koma að
gagni.
En það var jafn gott að sitja
með Ara í rólegheitum og spjalla
og alltaf þegar við unnum saman
einhvers konar líkamlega vinnu
voru umræðuefnin á allt öðrum
nótum; náttúran sjálf, veiði, ferða-
lög og útilegur, í bland við ljóð,
leiklist og skrif sem voru sameig-
inleg áhugamál okkar.
Ari var alltaf glaður og fyndinn
á sinn hófsama og kurteisa hátt og
broshrukkurnar í kringum augun
voru hans einkennistákn og þeim
vann hann svo sannarlega fyrir
með skemmtisögunum sínum sem
léttu líf allra sem nutu.
Ari bróðir er maður sem aldrei
deyr. Hann er svo ljóslifandi fyrir
augum okkar sem elskuðum hann;
brosið í augunum, hláturinn og
brennandi andinn sem áfram
tendrar hugmyndir og mun alltaf
vekja bjartar minningar og halda
mynd hans skýrri.
Ég kasta því kveðju á elskaðan
bróður minn eins og við gerðum
alltaf í lífnu: „Sjáumst næst.“
Jóhanna Guðný Harðardóttir
(Hanna systir).
Í dag kveð ég Ara, ástkæran
bróður. Hann var hæfileikaríkur
bæði til munns og handa og ljúf-
lingur sem aldrei lagði illt orð að
nokkrum manni. Strax sem
kornabarn hafði hann sterkan
karakter. Hann grét ekki eins og
önnur börn. Hann lærði fljótt að
hávaði skilar engu en að með brosi
fær maður allt það besta sem lífið
gefur. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og vinmargur enda skap-
góður, fyndinn, skemmtilegur,
alltaf brosandi og tilbúinn ef ein-
hvern vantaði hjálparhönd.
Ég átti við hann gott spjall
nokkrum dögum áður en hann
kvaddi. Hann var fullur af hug-
myndum og lífsvilja og greinilega
ekki tilbúinn að kveðja. Við spjöll-
uðum um liðna tíma og svo talaði
hann um allt sem hann ætlaði að
gera. Hann var að markaðssetja
og undirbúa útflutning. Hann
hafði skipulagt Kaupmannahafn-
arferð til dætra sinna og þeirra
fjölskyldna, þar átti að gista í litlu
húsi í fallegum garði og njóta lífs-
ins í nokkra daga. Hann ætlaði
með mér á sjóinn og veiða í soðið.
Hann ætlaði að sigla á sinni eigin
skútu, síðast en ekki síst fylgjast
með barnabörnunum vaxa úr
grasi. Hann setti hljóðan um
stund. Við fundum bæði góða
nærveru. Síðan kom sjúkraþjálf-
arinn inn og þegar hann fór sagði
Ari: Þetta er besti vinur minn á
sjúkrahúsinu, svo hallaði hann sér
að mér og sagði: Það er ekkert
gaman að vera að deyja á þessu
covid-tímum. Ég samsinnti því, þá
kom Arabrosið, það síðasta sem
ég sá og hann sagði: Það er ekki
einu sinni hægt að hafa almenni-
lega jarðarför. Hann barðist eins
og ljón til síðasta dags. Ég mun
sakna hans og sérstaklega að geta
ekki hringt og spjallað um allt og
ekkert.
Ég sendi Fríðu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
samúðarkveðjur. Knúsið kemur
sennilega á næsta ári.
Halla systir.
Fallinn er frá einn besti vinur
minn, svili eða, eins og við kusum
að segja það, lögbróðir (brother-
in-law), fannst okkur það lýsa bet-
ur því nána sambandi sem við og
okkar fjölskyldur áttum.
Við Ari áttum svo margt
sameiginlegt. Fyrir utan frábæra
og skemmtilega stórfjölskyldu
áttu flest áhugamál okkar sam-
leið. Við deildum áhuga á ferða-
lögum heima fyrir sem og sögu og
menningu fjarlægra þjóða, við
deildum tónlistar- og ritlistars-
mekk og bragðlaukarnir voru
sömuleiðis samstilltir.
Já, það eru sennilega engar
ýkjur að segja að ég hafi deilt
kvöldmat með Ara, og oftar en
ekki sjálfri eldamennskunni, hátt
til jafns við þær kvöldmáltíðir sem
ég hef átt án hans um ævina. Börn
okkar Sigfúsar og þeirra Ara og
Fríðu voru að miklu leyti alin upp
saman.
Ari var óendanlega gjafmildur
á alla sína vinnu, orku og hjarta-
hlýju. Hann var alltaf tilbúinn að
hjálpa fólki, gaf sér tíma til að að-
stoða við hvers lags verkefni. Ein-
hvern veginn lét hann það aldrei
koma niður á fjölskyldunni. Í hans
sólarhring voru einfaldlega fleiri
klukkutímar en hjá flestu fólki.
Ég hef t.d. ekki tölu á þeim dögum
og stundum sem Ari eyddi með
pabba mínum eftir að hann ákvað
að tölvuvæðast, ég veit að þær
stundir verða seint fullþakkaðar,
en oft enduðu þessar stundir í
rauðvínsglasi og samræðum
ásamt bröndurum og hlátri. Þegar
það síðar kom í minn hlut að byrja
að ganga frá heimili foreldra
minna og eignum var það Ari sem
kom og hjálpaði mér og var ómet-
anlegur stuðningur hans í því erf-
iða verkefni. Ekki síst það að geta
hlegið saman að skondnum minn-
ingum.
Brandararnir fuku. Ari var orð-
heppinn og fyndinn. Ljóðin hans
og textarnir eru hnyttin, oftar en
ekki sér maður bros færast yfir
andlit þess sem les eða hlustar.
Orðaleikir, grín, tilfinningar og
trú voru yrkisefni Ara. Fallega
Brúðkaupsbænin hans með lagi
Heimis Sindrasonar er löngu orð-
in „klassík“.
Ari skrifaði líka sögur, handrit,
plötutexta, auglýsingatexta og
texta í efnisskrár. Ari var senni-
lega sískrifandi, ef ekki á blað þá í
huganum. Það voru verulega góð-
ir dagar þegar birtust í tölvupóst-
inum mínum nýbökuð ljóð eða
hugrenningar frá Ara.
Flestir sem þekktu Ara töluðu
um Ara og Fríðu hans í einni
andrá. Milli þeirra ríkti gagn-
kvæm virðing, ást og samheldni.
Hennar, barna-, tengda- og
barnabarnanna er missirinn óend-
anlegur. Þau stóðu þétt með hon-
um í hetjulegri baráttunni. Það er
erfitt að trúa því að hann sé farinn.
Ég trúi ekki að við eigum ekki
eftir að prufa nýja uppskrift, baka
pönnukökur, smakka nýtt vín,
undirbúa veislur …
Hann verður alltaf nálægur,
tilbúinn með fyndin tilsvör, góð
ráð og huggandi orð.
Hvíl í friði, minn kæri vinur.
Mist Þorkelsdóttir.
Kynni okkar Ara hófust þegar
ég flutti ungur maður til Íslands.
Hann var í vinahópi konu minnar
og jafnframt vorum við vinnu-
félagar um hríð. Við náðum strax
vel saman og áttum við margt
sameiginlegt.
Gott og gaman var að spjalla
við Ara um áhugamálin. Hans lífs-
gleði og húmor litaði öll okkar
samskipti. Hann reyndist mér
góður vinur sem hægt var að leita
til með bón um aðstoð á hinum
ýmsu sviðum.
Hann var úrræðagóður með
eindæmum og kom mér oft til
hjálpar við ýmis praktísk verkefni
sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Fyrir rúmum þremur árum
hófumst við handa við að smíða
bát. Verkefnið var nákvæmlega
það fyrir mér, þ.e. að smíða. Fyrir
Ara var það kannski eitthvað
miklu stærra, hugmyndin um að
smíða skip og vonin um að sigla úr
höfn …
Við unnum saman hlið við hlið
næstu mánuði og verkefnið tók á
sig mynd. Svo fóru kraftar Ara að
dvína en alls ekki áhugi hans.
Hann var ávallt að leggja plön
að næsta áfanga og sætti sig ekki
við að lífið væri brátt á enda, hélt í
vonina um að hittast aftur og
halda áfram með bátinn okkar.
Verkið er enn óklárað, en Ari er
lagður af stað í siglingu þar sem
skips er ekki þörf.
Hans verður sárt saknað.
Hægt skaltu ekki ganga í þá góðu
nótt.
Elli á að brenna og æða er kvölda fer.
Leiftraðu af ofsa mót ljósi sem slokknar
fljótt.
Góðir menn sem gráta sinn nauma
þrótt
til verka er syngju og léku um land og
ver
leiftra af ofsa mót ljósi sem slokknar
fljótt.
(Dylan Thomas/ Þorsteinn Gylfason)
Þinn vinur,
Bernt.
Það væri mikil gjöf
ef marrið sem nú heyrist
í hjarnfönn utan við dyr
væri skóhljóð
skóhljóð gamalla vina
sem birtust enn himinglaðir
með hlátrum og snjallyrðum.
(Hannes Pétursson)
Í dag kveðjum við kæran vin,
sem við höfum verið svo gæfu-
söm að fá að fylgja allt frá lokum
skólaáranna í Menntaskólanum
við Hamrahlíð þar sem vinahóp-
urinn, „klíkan“, varð fyrst til.
Með eldrauða hárið og skeggið
var erfitt að taka ekki eftir Ara á
göngum skólans.
Síðan þá höfum við verið vott-
ar að lífi hver annars. Við höfum
verið við brúðkaup, skírnir,
fylgst með börnum okkar vaxa
úr grasi, átt yndislegar samveru-
stundir og verið til staðar í bæði
sorg og í gleði. Og alltaf lét hjart-
ans vinur okkar Ari um sig
muna.
Ari og Fríða voru einstaklega
samhent hjón, frábærir gestgjaf-
ar og höfum við átt svo margar
gleðistundir á heimili þeirra. Ari
hafði unun af matseld og reiddi
fram ótrúlegustu rétti af gjaf-
mildi og gleði.
Aðalsmerki Ara var einstakur
húmor sem oft gat verið súrreal-
ískur. Hann var ótrúlega fyndinn
á sinn rólega máta. Ari var svo
margt, hann var reddAri, söngv-
Ari, grallAri … en þó aðallega
Ari og alltaf var stutt í hláturinn.
Ari var listamaður. Það var al-
veg sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, skapandi hugsun hans
var endalaus uppspretta frjórra
hugmynda.
Hann var maður orðanna og
var alltaf að leika sér með tungu-
málið, hvort sem það var í sam-
tali, SMS-skilaboðum eða tölvu-
póstum.
Hann skrifaði sögur, sálma,
ljóð og söngtexta. Þessir hæfi-
leikar hans hefðu mátt fá að
blómstra enn frekar og fleiri
mátt fá að njóta þeirra.
Ari var líka maður tónlistar-
innar og skipaði hún stóran sess
á heimili þeirra Fríðu og í upp-
eldi barnanna.
Ari safnaði mörgum skrítnum
og skemmtilegum hljóðfærum
sem settu svip sinn á heimilið.
Sumir okkar eru enn með sigg í
lófum eftir að hafa borið flygilinn
við búferlaflutninga fjölskyld-
unnar.
Ari var einstaklega ljúfur
maður, sást sjaldan skipta skapi
og talaði ekki illa um nokkurn
mann. Hann var fremur dulur og
bar tilfinningar sínar ekki á torg.
Í veikindum sínum talaði hann
um stöðu mála og staðreyndir,
en kannski ekki svo gjarnan um
það hvernig honum leið. Hann
var baráttumaður og hélt allt til
loka í vonina um bata.
Okkur vinum Ara í „klíkunni“
er þakklæti efst í huga nú þegar
samfylgd okkar hér er lokið.
Þakklæti fyrir góðan, tryggan og
skemmtilegan vin, sem alltaf
rétti hjálparhönd ef þess þurfti
og var til staðar, með útúrsnún-
ing og brandara, tilbúinn í spjall
jafnt í gríni sem alvöru.
Við minnumst samverustund-
anna í gegnum árin og nú síðast
ferðar okkar til Kaupmanna-
hafnar í febrúar sl. Skarðið sem
hann skilur eftir sig í vinahópn-
um verður aldrei fyllt og munum
við sakna hans sárt.
Við kveðjum góðan vin og
biðjum Guð að gefa Fríðu og fjöl-
skyldu styrk í sorginni.
Í myrkri ljósið lifir,
lagður lífsins grunnur.
Nú vakir öllu yfir
alheims gæsku brunnur.
Þorpum, bæjum, þjóðum
þetta ljós mun lýsa.
Í tónum, leikjum, ljóðum
lausnarinn mun rísa.
(Ari Harðarson)
Anders, Andy, Ágúst,
Bernt, Dagný, Hanna Val-
dís, Hróbjartur, Ragnheið-
ur, Sigrún, Sveinbjörg.
Mig langar að skrifa um Ara.
Um dýrmæta vináttu hans. Um
logarauða hármakkann. Grínið og
glensið. Hjálpsemi hans. Styrk og
tilfinninganæmi. Sköpunargáf-
una. Um hörpuna sem hann fann
fyrir mig. Um Ara og Fríðu. Börn-
in fjögur. Um hvernig Ari hlust-
aði. Milda röddina. Brosið í aug-
unum. Hlýja nærveru hans.
En ég get bara tjáð innilega
væntumþykju, þakklæti fyrir
samleiðina og sáran söknuð.
Blessun fylgi Fríðu og fjölskyld-
unni allri.
Elísabet.
Það glampaði á rauðgylltan
hármakkann og glettnin skein úr
augunum á Ara. Maður hafði lengi
tekið eftir þessum fjaðurmagnaða
strák á röltinu um Kársnesið en
ég kynntist honum fyrst sem
ábyrgum föður í barnakórunum í
Kársnesskóla.
Gegnum þau kynni varð hann
náinn vinur minn. Sagt er að það
þurfi heilt þorp til að ala upp barn
og á sú staðreynd vel við Ara sem
tók svo sannarlega ríkan þátt í lífi
margra barna. Hann var löngum
heimavinnandi húsfaðir og löngu
fyrir þann lúxus að grunnskólar
skörtuðu mötuneyti mátti sjá
heilu strolluna af bekkjarsyskin-
um barna hans skjótast yfir í Mel-
gerðið í grjónagraut eða ristað
brauð í hádeginu. Hann og Fríða
konan hans, Sigfús mágur hans og
Mist svilkona komu með í ótelj-
andi kórferðir innan lands og utan
og voru okkur öllum sá styrkur
sem þurfti til að stýra og halda ut-
an um stóra hópa barna og ung-
linga í ævintýraferðum fjarri
heimili sínu.
Jafnaðargeð og alúð Ara var
ómetanleg og aldrei hækkaði
hann róminn eða skammaði nokk-
urt barn. Ara-nafnið fékk víðtæk-
ari merkingu við nánari kynni.
Hann var grallari, grúskari,
spaugari, huggari, heimsins besti
reddari en auk þess var hann
fyndnari en gengur og gerist.
Hann sagði sögur og tilsvör hans
voru svo hnyttin að hann gat feng-
ið alla til að kútveltast um af
hlátri.
Og alltaf var hann græskulaus
og jákvæður og aldrei nokkurn
tíma heyrði ég hann hallmæla
nokkurri manneskju. Hann var
sannkallaður draumóramaður og
sjarmerandi bóhem sem naut sín
best í faðmi fjölskyldu og vina. Því
fleiri því betra. Honum varð ekki
að ósk sinni að verða auðugur að
veraldlegum gæðum en ríkidæm-
ið átti hann í fjölskyldunni og taldi
sig lukkunnar pamfíl að hafa náð í
hana Fríðu sína. „Trúi því varla
enn,“ hvíslaði hann eitt sinn að
mér eftir áratuga hjónaband
þeirra.
Börnin þeirra Ara og Fríðu
áttu það öll fjögur sammerkt að
vera burðarásar í kórunum alla
grunnskólagönguna. Heima fyrir
nutu þau þess ástríkis og uppörv-
unar sem þarf til að ýta undir list-
ræna hæfileika, og námsval þeirra
allra endurspeglar áherslurnar í
uppeldinu.
Steina er arkitekt og Addi út-
skrifaður úr tónsmíðum frá
Listaháskólanum. Sóla var svo að
ljúka prófi í orgelleik í Kaup-
mannahöfn í vor eftir langt og
strangt nám og á sama tíma út-
skrifaðist Diddi sem myndlistar-
maður frá Listaháskólanum. Á
sýningu útskriftarnema á Kjar-
valsstöðum átti hann svo falleg
verk að ég varð yfir mig stolt.
Það var ómetanlegt að Ara lán-
aðist að fá að fylgjast með útskrift
yngri barnanna sinna núna í vor
og skipuleggja gleði og hátíðar-
höld til að fagna því. Hann vissi
hvert stefndi.
Þótt hann berðist af æðruleysi
við krabbameinið, vissi hann að
griðin voru tímabundin.
Ég þakka að leiðarlokum ára-
langa vináttu og ógleymanlegar
samverustundir. Samúð mín er öll
hjá Fríðu, börnunum og fjölskyld-
um þeirra.
Guð blessi minningu Ara.
Þórunn Björnsdóttir.
Ari Harðarson