Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 38
Ný sending af skóm Dömu ALPENROSE ULTRA MID GTX Kr. 29.990.- Dömu ALPENROSE ULTRA MID GTX Kr. 32.990.- Herra Herra Herra WILDFIRE EDGE MID GTX Kr. 32.990.- ULTRA FLEX MID GTX Kr. 29.990.- MS DROPLINE GTX Kr. 29.990.- Dömu MS DROPLINE GTX Kr. 29.990.- AGENT EVO GV GTX Kr. 25.990.- Herra Herra FALCON GV GTX Kr. 29.990.- FALCON GV GTX Kr. 29.990.- ANGLE GV GTX Kr. 25.990.- DömuDömu Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Blaðamaður K100 og morgunþátt- urinn Ísland vaknar ræddu við Ey- þór, vinningshafa „Söngs sumars- ins“, um lok ferðalagsins um landið sem hófst 8. ágúst en hann segir að fjögurra manna fjölskyldan og heim- ilishundurinn hafi öll komið endur- nærð úr ævintýrinu. Fjölskyldan samanstendur af Eyþóri og eig- inkonu hans, Ingibjörgu Björns- dóttur, og sonunum Daníel Erni, 17 ára, Eyjólfi Erni, 11 ára og hvolp- inum Lunu. Greint var frá byrjun ferðalagsins í síðustu viku á K100.is. Eftir að hafa ferðast til Vest- mannaeyja, í Reynisfjöru, Jökuls- árlón og um Austfirði lá leið fjöl- skyldunnar til Húsavíkur þar sem þau dvöldu í þrjár nætur og fóru þau meðal annars í hvalaskoðun með Gentle Giants á Rib-hraðbát. „Geggjuð“ ferð „Það var algjörlega frábært veður og hrikalega gaman að sigla langt út á haf. Við sáum bæði hvali og höfr- unga í ferðinni sem okkur fannst stórkostlegt,“ segir Eyþór. Segir hann að Eyjólfur, 11 ára, hafi sagt að ferðin hafi verið „geggjuð“ þrátt fyrir að hann hafi sjálfur orðið svolítið sjó- veikur á bátnum. „Húsavík er mjög fallegur bær og við nutum þess að vera þar í góðu veðri,“ sagði Eyþór. Fjölskyldan fór einnig í dagsferð til Akureyrar og hittu þau á leiðinni Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóra Vaðlaheiðarganga, sem fræddi þau um göngin, sem Eyþór segir að hafi verið afar áhugavert. Frábært veður var í bænum og fékk fjöl- skyldan ljúffengan hádegismat á Fa- brikkunni. „Við áttum dásamlegan dag þar sem við nutum góða veðurs- ins, kíktum í sund, röltum um og end- uðum frábæran dag á að borða á Múlabergi,“ sagði hann. Fjölskyldan varði því næst tveim- ur nóttum á Fosshóteli í Stykkis- hólmi, þau nutu þess að skoða bæinn og borðuðu meðal annars á veit- ingastaðnum Narfeyrarstofu sem Eyþór segir að hafi verið frábært. „Næstsíðasta daginn í ferðinni keyrðum við um Snæfellsnesið og skoðuðum áhugaverða staði eins og til dæmis Rauðfeldsgjá, Arnarstapa, Hellnar og Skarðsvík og svo fórum við í berjamó. Að sjálfsögðu urðum við að stoppa á veitingastaðnum Sker í Ólafsfirði og fá okkur kvöld- mat. Við mælum svo mikið með þeim stað,“ sagði hann. Fjölskyldan gisti síðustu nóttina í ferðalaginu á Stykkishólmi og lagði af stað heim að loknum morgunverði á hótelinu. Spurður út í það hvernig það er að ferðast um landið eftir að önnur bylgja kórónuveirufaraldurs skall á, sagði Eyþór að fjölskyldan hefði ver- ið dugleg að nota grímur og spritt og hefðu ekki látið faraldurinn hafa mikil áhrif á ferðalagið. „Við höfum getað gert allt sem okkur langaði þó svo COVID-19 sé að gera okkur erf- iðara fyrir í samfélaginu. Við höfum þurft að nota grímur og hanska á mörgum stöðum. Stemningin er góð og það virðast allir vera að gera sitt besta og fólk meðvitað um mikilvægi tveggja metra reglunnar. Við erum með lager af grímum og spritti í bíln- um þannig að við erum góð,“ sagði Eyþór. Eyþór segir að það hafi skipt miklu máli að vera á góðum bíl á ferðalaginu en fjölskyldan fékk afnot af glænýrri Toyota Land Cruiser- bifreið meðan á ferðalaginu stóð. „Það skiptir miklu máli að vera á góðum bíl í svona ferðalagi. Hann er rúmgóður og það fer vel um alla í bílnum. Það er þægilegt að ganga um bílinn og svo er líka stórt skott þann- ig að við gátum tekið allt það sem við þurftum með okkur,“ sagði Eyþór. Gott að koma heim endurnærður Þó svo að ferðalagið hafi verið æv- intýralegt þá segir Eyþór að það hafi verið gott að koma aftur heim. „Það var yndislegt að koma heim eftir þetta frábæra ferðalag. Við gerðum alls konar skemmtilegt, borðuðum góðan mat, skoðuðum landið okkar og nutum þess að vera í fríi öll saman, maður má nefnilega ekki gleyma því að staldra við og njóta en þannig kemur maður endur- nærður heim úr svona ferðalagi,“ sagði hann. Vinningshafar endurnærðir eftir ævintýralegt ferðalag Eyþór Örn Eyjólfsson, sigurvegarinn í sumar- leiknum „Söngur sum- arsins“ á K100, vann ferðalag um landið fyrir alla fjölskylduna ásamt fleiri glæsilegum vinn- ingum á dögunum en fjölskyldan lauk ævintýri sínu um landið um síð- ustu helgi, 15. ágúst. Heppin Eyþór Örn Eyjólfsson og fjölskylda hans eru endurnærð eftir ferða- lag í kringum landið sem Eyþór vann í leiknum Söngur sumarsins á K100. Luna Hundurinn Luna fékk að fara með á öll hótel en ferðalagið var skipulagt að hluta til út frá henni. Ævintýri Fjölskyldan naut þess að skoða landið á ferðalagi sínu. Upplifun Fjölskyldan sá bæði hvali og höfrunga á Rib-hraðbáti á Húsavík með Gentle Giants. Fararskjóti Land Crui- ser-bifreið sem fjöl- skyldan ferðaðist með á ferðalaginu kom sér mjög vel að sögn Eyþórs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.