Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 september, en Hlynur Páll bendir á að vegna samkomutakmarkana verði sýninga- og miðafjöldi tak- markaður. Í ljósi þess að aðeins sé hægt að nýta rúmlega 30% af saln- um ef virða á tveggja metra regluna liggur beint við að spyrja Hlyn Pál hvort sýningin muni standa undir sér kostnaðarlega. „Sólóverk á borð við Ævi stendur hiklaust undir sér þótt aðeins sé 30% sætanýting í saln- um,“ segir Hlynur Páll og tekur fram að gróðasjónarmið ein geti ekki ráðið för í núverandi ástandi. „Auð- vitað verður sýningarkvöldið að standa undir sér fjárhagslega, en í núverandi ástandi er kannski ekki hægt að gera kröfu um mikið meira en það,“ segir Hlynur Páll og bendir á að hjá Íd hafi tekjur af miðasölu yfirleitt staðið undir 15-20% af rekstri flokksins sem sé lægra en margra annarra sviðslistastofnana, en sem dæmi má nefna að hjá Borg- arleikhúsinu standa miðasölutekjur og annað sjálfsaflafé undir 60% af rekstri leikhússins. Búast við langtímaáhrifum Það er ekkert launungarmál að vinsælar sýningar standa undir til- raunastarfsemi og minni sýningum sem oft þarf að borga með. Ef tak- mörkun á sætaframboði leiðir til þess að sýningar koma aðeins út á núlli er þá ástæða til að óttast að minna fari fyrir hvers kyns tilrauna- starfsemi innan sviðslistastofnana? „Ég er sannfærður um að sviðs- listastofnanir muni leita allra leiða til að láta það ekki gerast,“ segir Hlyn- ur Páll sem einnig er formaður Sam- taka atvinnuveitenda í sviðslistum (SAVÍST), en aðilar að samtökunum eru Borgarleikhúsið, Íslenski dans- flokkurinn, Íslenska óperan, Menn- ingarfélag Akureyrar, RÚV, Sinfón- íuljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið. „Víða erlendis er rekstrarmódelið annars eðlis þar sem sviðslistastofn- anir þurfa ekki að afla jafnhás hlut- falls af rekstrinum í formi miða- sölutekna og sjálfsaflafjár.“ Sérðu fyrir þér að yfirstandandi kóf geti breytt rekstrarlandslagi sviðslistastofnana hérlendis? „Kófið er auðvitað áfall fyrir okk- ur öll. Það liggur fyrir að flestar sviðslistastofnanir hafa orðið fyrir algeru tekjufalli og einnig kostn- aðarauka vegna samkomutakmark- ana og í raun algerrar stöðvunar starfseminnar. Þessi stöðvun er auð- vitað til komin vegna þvingaðra nauðsynlegra aðgerða stjórnvalda. Við finnum hins vegar fyrir skiln- ingi, stuðningi og hvatningu frá gest- um okkar og stjórnvöldum. Við trú- um því þar af leiðandi að tryggt verði að þessum stofnunum verði bætt áfallið, þannig að þær geti svo, þegar rofar til, haldið áfram hefð- bundinni starfsemi. Við höfum jafn- framt fulla trú á því að gestir okkar og stjórnvöld kjósi ekki að til við- bótar við algert stopp nú á þessu ári, þá verði starfsemi menningarstofn- ana sköðuð og löskuð til lengri tíma. Því er unnið út frá því að lausn verði fundin með stjórnvöldum og að stofnanirnar fái fjárhagslegt áfall bætt,“ segir Hlynur Páll og bendir á sú seinkun sem þegar hefur orðið á yfirstandandi sýningarári hafi þegar haft áhrif á skipulag sviðslista- stofnana. „Sú frestun á frumsýn- ingum sem þegar hefur orðið mun hafa ruðningsáhrif á allt sýningar- árið. Það eru allir í því núna að end- urskipuleggja sig og bíða spenntir eftir að geta hafið starfsemi á ný.“ Fólk þyrstir í menningu SAVÍST sendi í síðustu viku frá sér ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött „til að leita leiða til að starf- semi lista- og menningarstofnana geti farið af stað á nýjan leik í þrep- um á næstu vikum.“ Hlynur Páll segist skynja það sterklega hjá al- menningi að fólk sé þyrst í að geta notið menningar og lista að því til- skildu að hægt sé að tryggja sótt- varnir. „Við hjá Íslenska dans- flokknum héldum lítinn viðburð í Gamla bíói í byrjun júní þegar byrj- að var að slaka á samkomutakmörk- unum þar sem við kynntum þrjú verk í vinnslu og þar var stappfullt. Ég er handviss um að fólk þyrstir í að fara að lifa lífinu eðlilega og fá að njóta menningar,“ segir Hlynur Páll og tekur fram að í framhaldi af ályktun síðustu viku sé SAVÍST í góðu samtali við bæði sóttvarna- yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld. „Við erum, í samráði við yfirvöld, að vinna tillögur að því hvernig út- færa megi það að hefja starfsemi sviðslistastofnana á ný, í þrepum að sjálfsögðu. Það er mjög mikilvægt að við fáum að minnsta kosti leyfi til að byrja að æfa, því eins og staðan er núna er mjög erfitt að æfa verk nema flytjendur séu í mesta lagi tveir sem setur þröngar skorður. Með því móti gætu sviðslistastofn- anir verið tilbúnar til sýningarhalds þegar byrjað verður að slaka á sam- komuhöftum í þrepum og við von- umst til að takmarkanirnar muni minnka eða hverfa sem fyrst í sept- ember,“ segir Hlynur Páll og áréttar að yfirstandandi viðræður séu í mjög góðu ferli og samráðið gott. „Von- andi verða nánari upplýsingar um hvernig starfsemi sviðslistastofnana geti farið fram þegar næsta auglýs- ing yfirvalda verður kynnt eftir helgi.“ Leikhús í Danmörku sem byrjuð eru að sýna hafa tekið upp grímu- skyldu áhorfenda. Sérðu fyrir þér að íslenskrar sviðslistastofnanir fari svipaða leið? „Þetta er eitt af því sem verið hef- ur til umræðu. Hugmyndin um grímunotkun er ekki mjög aðlaðandi og ýmsir óttast að það geti haft nei- kvæð áhrif á upplifun áhorfenda. Engu að síður hefur reynslan sýnt að grímur hafa áhrif í sóttvörnum og geti því verið mikilvægt tæki. Það gæti því komið til þess á einhverjum fyrstu stigum tilslakana að áhorf- endur verði hvattir til að bera grímu.“ Sviðsmyndir vetrarins nefnast logn, þoka og stormur Hlynur Páll bendir á að gott sé að nýta kófið til að tileinka sér æðru- leysi. „Maður þarf, sem stjórnandi sviðslistastofnunar, að sætta sig við að það er mjög margt sem maður hefur ekki stjórn á og maður þarf að gera ráð fyrir ýmsum sviðsmyndum. Við hjá Íslenska dansflokknum átt- um góðan vinnufund með okkar dönsurum þar sem við kynntum ólík- ar sviðsmyndir, því það getur greini- lega allt gerst. Við ákváðum að fara ekki í litagreiningu og tala um grænt, gult og rautt plan. Við nefn- um sviðsmyndirnar okkar „logn“ – þar sem allt er í góðu, engin smit í samfélaginu eða samkomubann, „þoka“ – þar sem við erum stödd núna þar sem ríkja 100 til 500 manna samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan er virk þar sem það eru smit í samfélaginu og „stormur“ – sem á við ástandið eins og það var í vor. Hjá Íslenska dansflokknum erum við því búin að stilla upp næstu mánuðum með öllum þessum mögu- leikum og skoða hvernig við getum unnið í mismunandi aðstæðum hvort sem hér ríkir logn, þoka eða storm- ur. Þrátt fyrir hömlur og erfiðar að- stæður er alltaf hægt að skapa og vera skapandi þótt útfærslan sé ólík,“ segir Hlynur Páll að lokum. „Gleðiefni að geta frumsýnt“  Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Ævi í næsta mánuði  Formaður Samtaka atvinnuveitenda í sviðslistum vonar að hægt verði að draga úr samkomutakmörkunum sem fyrst í september Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er okkur mikið gleðiefni að geta frumsýnt dansverkið Ævi eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur þrátt fyr- ir þær samkomutakmarkanir sem nú gilda,“ segir Hlynur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins (Íd), en verkið verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik- hússins laugardaginn 5. september. „Inga Maren, sem er fastráðinn dansari hjá Íslenska dans- flokknum og ný- komin úr fæðing- arorlofi, fékk listamannalaun og styrk frá sviðslistaráði til að vinna verkið og í framhaldinu af því óskaði hún eftir samstarfi við okkur. Verkið var upphaflega á dagskrá hjá okkur í vor, en þá þurfti að fresta því vegna samkomubannsins sem sett var á vegna kórónuveirufaraldursins. Svo þegar önnur bylgja faraldursins fór af stað fyrir skömmu með tilheyr- andi takmörkunum aftur ákváðum við með Ingu Maren að láta samt slag standa og frumsýna þrátt fyrir nýjustu samkomutakmarkanir,“ segir Hlynur Páll og tekur fram að auðvitað verði í öllu farið eftir fyrir- mælum stjórnvalda til að tryggja sóttvarnir. Gróðasjónarmið ráða ekki för „Nýja sviðið tekur venjulega um 240 manns í sæti, en aðeins verða í boði allt að 80 sæti á hverri sýningu þannig að við getum tryggt tveggja metra bil milli ótengdra aðila. Gert er að ráð fyrir að setið verði á öllum bekkjum salarins. Seld verða tvö og tvö sæti saman og gert ráð fyrir fjór- um auðum sætum á milli ótengdra aðila og síðan raðað í sikksakk milli bekkja,“ segir Hlynur Páll og tekur fram að verk Ingu Marenar sé full- komið verk til að sýna á tímum sam- komutakmarkana þar sem virða þarf tveggja metra regluna þar sem um sólóverk sé að ræða. „Óhjákvæmi- lega náum við að virða tveggja metra regluna á sviðinu þar sem danshöf- undurinn dansar eigið verk og nær ein að túlka æviskeiðin,“ segir Hlyn- ur Páll. Bendir hann á að Júlíanna Lára Steingrímsdóttir hanni bún- inga og sviðsmynd, en sjónræn ánægja mun vera höfð í fyrirrúmi. Tónlistin er eftir Ólaf Arnalds þar sem hann fléttar saman þekktum og óþekktum lögum úr eigin smiðju. Næstu sýningar verða 11. og 13. Hlynur Páll Pálsson Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Sólóverk Inga Maren Rúnarsdóttir í sólóverkinu sínu Ævi sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir senn. Fram- kvæmdastjóri Íd segir að sólóverk standi undir sér í sýningu þótt aðeins verði hægt að vera með 30% sætanýtingu. Stjórnendur Mariinsky-ballettflokksins heimsfræga í Rússlandi hafa þurft að fella niður allar sýningar á næst- unni vegna kórónuveirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Sankti Pétursborg veiktust 30 starfsmenn, að stærstum hluta dansarar flokksins, af kórónuveirunni og voru þrír lagðir inn á spítala til að- hlynningar. Nærri 300 öðrum dönsurum var fyrirskipað að fara í heimasóttkví í varúðarskyni. AFP Fella niður sýningar vegna sýkingar Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.