Morgunblaðið - 20.08.2020, Side 42

Morgunblaðið - 20.08.2020, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 ✝ Gísli RúnarJónsson, leik- ari, rithöfundur og þýðandi, fæddist í Reykjavík 20. mars 1953. Hann lést 28. júlí 2020, 67 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Valgerðar Gísla- dóttur skáldkonu og Jóns Konráðs Björnssonar kaupmanns. Bræður hans eru Baldur, kvæntur Ragnheiði Brynjólfs- dóttur, og Björn, kvæntur Guð- nýju Gunnarsdóttur. Hálfsystir þeirra var Kolbrún Jónsdóttir. Hann stundaði leiklistarnám við Leiklistarskóla Ævars Kvar- an 1969-70, var í námi og leik- hústengdum störfum hjá LA 1970-71, í undirbúningsnámi við Leiklistarskóla leikhúsanna 1974 og leiklistarnámi þar 1974- 75, stundaði framhaldsnám í leiklist við The Drama Studio í o.fl. Einnig var hann flytjandi efnis á hljómplötum og mynd- diskum af margvíslegu tagi og lék í kvikmyndum. Bækur eftir Gísla eru m.a. Bo & Co - með íslenskum texta, Ég drepst þar sem mér sýnist – Gísli Rúnar & Grínarar hring- sviðsins segja sögur úr sviðsljós- inu – & skugga þess og Laddi: Þróunarsaga mannsins sem kom okkur til að hlæja. Eiginkona og lífsförunautur Gísla var Guðbjörg Edda Björg- vinsdóttir leikkona. Synir þeirra eru Björgvin Franz og Róbert Óliver en Björgvin er giftur Berglindi Ólafsdóttur, börn: Edda Lovísa og Dóra. Róbert Oliver er í sambúð með Sigríði Gísladóttur. Stjúpdætur Gísla og dætur Eddu eru Eva Dögg, gift Bjarna Ákasyni, börn: Sara Ísabella og Fannar Daníel Guð- mundsbörn og Bjarni Gabríel og Viktor Áki Bjarnasynir, og Mar- grét Ýrr gift Sigurði Rúnari Sigurðarsyni, börn: Karen Eva, Rakel Ýrr og Björgvin Geir. Útför Gísla Rúnars fer fram 20. ágúst 2020 kl. 15. Hún er fyr- ir þá nánustu, en verður streymt á netinu og í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans. http://www.gislirunar.is London og braut- skráðist þaðan 1981. Gísli hóf feril sinn sem skemmti- kraftur í sjónvarpi með Júlíusi Brjáns- syni í Kaffibrúsa- körlunum, 1972-73, og lék síðan í, leik- stýrði og skrifaði fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta. Þá kom hann að tveimur tugum áramótaskaupa og gerði auglýs- ingar fyrir útvarp og sjónvarp. Hann stofnaði og rak Gríniðj- una hf. í félagi við Eddu Björg- vinsdóttur, Þórhall Sigurðsson (Ladda) og Júlíus Brjánsson á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann leikari, leik- stjóri, höfundur og þýðandi að leikritum, skemmtidagskrám, revíum og kabarettum fyrir Þjóðleikhúsið, LR, LÍ, LA, Al- þýðuleikhúsið, Hitt leikhúsið, Útvarpsleikhúsið, Listahátíð Eftir lát Gísla Rúnars grét ekki bara alþjóð heldur grétu himnarn- ir stanslaust í 16 daga. Gráir og blautir níðþungir dagar. Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa manni sem var stórveldi í líf- inu og listinni. Lífsförunautur minn, besti vin- ur, ástin í lífi mínu, sálufélagi og margverðlaunaður fjölskyldufað- ir. Við ólum upp 4 börn og eign- uðumst hrúgu af barnabörnum, sem syrgja nú einstakan gleði- gjafa og kærleiksbúnt. Mér er fyrirmunað að koma frá mér einhverju vitrænu um þenn- an einstaka mann, því þyngslin í hjartanu og þokan í höfðinu eru gjörsamlega lamandi. Enda hver á nú að lesa yfir þessi minningarorð og gefa mér góð ráð? Líðan okkar sem eftir sitjum með sorg í hjarta lýsir best sonn- ettan sem Gísli orti til mín á dimmum degi fyrir einhverjum árum síðan: Degi þeim sem áður lá svo á aftrað er nú för svo bifast vart. Hans morgunsár er myrkt af eftirsjá, hann megnar ekki að gera aftur bjart. En freisti hann þess að flýta sinni för, hann fer á svig við sína eigin rás; Í eigin vilja ýtir loks úr vör svo eirðarlaus hann snýst um eigin ás uns kominn er að kveldi um miðjan dag er koldimm skýin byrgja alla sýn; Í sólarstað á himni er sótsvart flag, í sinni dagsins vindur blæs og hvín. En deginum í dag er annar vís ef dagurinn á morgun aftur rís. Ég rígheld í þá hugsun að þú sért núna á bleiku skýi í alsælu og lítir til með okkur um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku Gísli þjóðarger- semi Edda Björgvinsdóttir. Ég var oft spurð að því sem barn hvort það væri ekki alltaf gaman heima hjá mér, stanslaus skemmtiatriði og stuð. Jú, mér fannst að minnsta kosti gaman en ég hef svo sem ekki mikinn sam- anburð. Það voru reglur og við lát- in taka til, borða hollt, fara snemma að sofa og allt það, en við vorum ekki vakin upp með skets úr áramótaskaupi og pabbi og mamma voru ekki með hárkollur og gervigóma yfir kvöldmatnum. En eitt er víst að við fengum kær- leika, ást og stuðning – og það í öll mál. Ég viðurkenni að það var vissulega ekkert venjulegt að alast upp á mínu heimili. Pabbi gat hellt sér í vinnu vikum saman og það 24/7, en mætt svo aftur og gert heiminn og lífið okkar krakk- anna svo dásamlega skemmtilegt. Allt sem hann gerði fyrir okkur var töfrandi; jólin, utanlandsferð- irnar, búsetan í Bretlandi, heim- sóknirnar til mín í Ameríku og seinna mínar heimsóknir til hans og mömmu í Kaliforníu. Það var allt gert alla leið og það fengu barnabörnin hans svo sannarlega líka að upplifa. Hann var líklega einn kærleiksríkasti maður sem ég hef hitt og þann kærleika hef ég tekið með mér út í lífið og kennt börnunum mínum. Pabba leið stundum illa en hann náði fram til síðasta dags að berjast gegn þeim sjúkdómi sem hrjáði hann, eða öllu heldur náði hann að lifa með honum í mörg ár og honum tókst það nokkuð vel. Síðustu tvö árin breyttist eitt- hvað, hann kom í veislur til mín og mat og var með gullkrullurnar mínar eins og áður og var alltaf hrókur alls fagnaðar, en ég fann samt að hann var að hverfa frá okkur. Ég get ekki útskýrt það, ég bara fann það. Ég hef velt því fyr- ir mér síðustu daga hvort ég hafi hlustað á hann síðustu mánuðina. Var ég bara of upptekin í daglega lífinu til að lesa skilaboðin á mes- senger opnum augum? Ef og hefði eru bara pínu óþolandi orð þessa dagana en þeim fer fækkandi. Hann var hjá okkur rétt fyrir andlátið með krullurnar sínar, Bjarna og Viktor, og ég er svo þakklát að þegar ég kvaddi hann um kvöldið, sagði ég og það alveg beint frá hjartanu; ég elska þig pabbi minn og takk fyrir að vera til, og ég fann hvað ég var raun- verulega þakklát fyrir að eiga hann að. En þetta var því miður í síðasta sinn sem ég hitti pabba. Það er pínu sérstakt að þótt pabbi væri ekki blóðfaðir minn þá vorum við mjög lík. Við vorum með nákvæmlega sama húmor og bæði með mikið skap og þegar ég losnaði við unglingaveikina þá urðum við perluvinir ef ekki bara bestu vinir. Pabbi var vinur sem hlustaði, sem náði alltaf að láta mann hlæja og hann tók þátt í lífi mínu án þess að reyna að stjórnast með það eða reyna að hafa áhrif á ákvarðanir mínar, honum tókst að gefa mér ákveðna handleiðslu og ómetan- legan stuðning og vinskap þegar á þurfti að halda og í raun ákveðið óútskýranlegt æðruleysi. Pabbi hringdi oft í mig og ég í hann og þá endaði oftast samtalið á því að hann sagði; elska þig ljúf- an mín, þið eruð öll í bænum mín- um … Pabbi missir af fimmtugsaf- mælinu mínu í ágústlok en ég ætla að halda upp á lífið þann dag og alla daga. Ég elska þig elsku pabbi minn og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba og sem afa barnanna minn, þú verður alltaf í bænum mínum elsku pops. Þín dóttir, Eva Dögg. Í dag kveðjum við ástkæran stjúpföður minn, hann afa Gísla sem var sko afi með stóru Ai. Kærleiksríkari, hjartahlýrri, gjaf- mildari og kátari mann er erfitt að finna. Hann sýndi okkur og börn- unum mínum alltaf einstaklega mikinn áhuga, hlýju og kærleika. Hann lét okkur líða eins og við værum einstök á allan hátt bæði þegar hann tók á móti okkur eða kom í heimsókn í sveitina og eins þegar hann kvaddi eða þakkaði fyrir sig þá hafði hann bara aldrei fengið aðrar eins kræsingar. Hann kunni sko sannarlega að hrósa, faðma, gleðja og knúsa. Börnin mín voru afabörnin hans og „eignaðist“ hann í gegnum þau tvö langafabörn en sú yngsta náði því miður ekki að hitta hann. Það er óbærilegt að þrauka þessa erfiðu daga og reyna að skilja og hvað þá útskýra. Það er líka óbærilegt að hugsa okkur lífið án hans en samheldni og kærleik- ur okkar systkinanna og mömmu hjálpar mikið. Í sorginni yljum okkur við dásamlegar minningar og munum gera það um ókomna tíð. Lýsingarorð frá börnunum mínum: kærleiksríkur, yndisleg- ur, húmoristi, jákvæður, glaðvær og hávær (á góðan hátt) fékk ég í veganesti við þessi skrif og þau eru svo sönn og aldrei gleymum við stóra faðmlaginu og afarak- spíranum. Ég og fjölskylda mín kveðjum einstakan mann með miklum söknuði en um leið þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur. Við mun- um gera allt til halda uppi minn- ingu Gísla Rúnars og höldum þétt utan um dásamlegu strákana hans og fjölskyldur þeirra. Margrét Ýrr og fjölskylda. Ég kynntist Gísla Rúnari ekki sem leikara eða leikstjóra heldur sem afa, þýðanda og handritshöf- undi. Öllum þessum hlutverkum sinnti hann 100% og rúmlega það, en allt sem hann tók sér fyrir hendur var þannig. Ef þú baðst hann um eina hug- mynd þá kom hann með 3 eða jafnvel 10. Gísli var með svipaða fullkomn- unaráráttu og Steve Jobs en allt sem svona menn gera verður að vera fullkomið og gengur á ýmsu í millitíðinni og mörgum sárnar, en út kemur fullkomið verk. Gísli var frekar einn í seinni tíð, en mikið var hann alltaf þakklátur þegar við buðum honum í mat eða báðum hann um að sitja hjá drengjunum okkar kvöldstund, þá fengu þeir sína meistaragráðu í kvikmyndum, þá voru valdar tvær myndir og farið vel í gegnum hvora fyrir sig. Eftir því sem árin liðu þá sá maður hversu risastór hann var í listinni en fæstir vita hvað mikið liggur eftir hann í gegnum tíðina. Ekki var leikhúsið alltaf gott við hann og man ég sérstaklega þegar ég þurfti ganga erinda fyrir hann vegna brota á höfundarrétti og sendi hann mig til að ræða við leikhússtjóra og leikstjórann sjálfan. Leikhússtjóri gat svo ekki mætt á síðustu stundu en leik- stjórinn mætti og talaði Gísla nið- ur og þetta var opinber stofnun, Gísli gaf eftir. Á endanum fékk Gísli ekki neitt en leikhúsið sitt, þetta var svolítið saga Gísla og leikhússins í hnotskurn. En ekki kvartaði hann mikið. Þrátt fyrir sína miklu hæfileika náði hann aldrei að njóta þess efn- islega og fékk kannski ekki mikið fyrir sinn snúð þegar upp er stað- ið. Fróðari og skemmtilegri mann er ekki hægt að finna, hann vissi allt milli himins og jarðar og mundi líka allt. Hann var í raun gangandi sprengihlægileg al- fræðiorðabók. En nú er Gísli kominn í „afsakið hlé“, eftir stendur þakkarskuld fyrir öll samtölin, ruglið og grínið. Takk fyrir mig. Bjarni Ákason. Skilaboð frá Gullkrullum – afa- strákunum: Afi var alltaf í stuði. Afi hlust- aði. Afi var skemmtilegur. Afi vildi vita að okkur liði vel. Afi elsk- aði okkur. Afi vildi gera allt með okkur. Afi hrósaði okkur. Afi horfði á skemmtilegar bíómyndir með okkur. Afi pantaði pizzur með okkur. Afi sendi okkur skemmti- leg skilaboð á Facebook. Afi pass- aði okkur. Afi var flottur. Afi var gæi. Afi var bestur. Afi elskaði okkur. Við erum mjög heppnir að hafa átt afa. Við munum alltaf elska þig. elsku afi okkar. og vonandi líður þér betur. Þínir afastrákar, Bjarni Gabríel og Viktor Áki. Elsku afi, ég trúi því varla að ég sitji hér að skrifa minningargrein um þig, það er svo stutt síðan að þú varst hjá okkur og við að hlæja og spjalla og þú að hrósa mér áður en ég fór út að hitta vinkonur mín- ar. Þótt ég sé sorgmædd að þú sért dáinn, þá er ég líka svo þakklát þér fyrir allar minningarnar sem þú gafst mér. Það sem er mér efst í huga eru jólin, alltaf þúsund pakkar öll jól alveg síðan ég man eftir mér, tala nú ekki um allar fal- legu jólaskreytingarnar og gleðina sem þú barst með þér og deildir með okkur. Ein skemmti- legasta jólaminningin mín er þeg- ar við vorum saman í Kringlunni að kaupa gjafir og ég valdi allt sem mér fannst flott og þú sagðir mér að kíkja annað á meðan þú keyptir nánast allt sem ég bað um. Svo eru það jólin þegar mamma var að eiga Viktor Áka, þá varst þú að passa mig og Bjarna Gabríel og við fórum auðvitað saman að kaupa jólagjafir, svo beint upp á spítala þegar við fengum símtalið að hann væri fæddur. Svo má ekki gleyma Ameríkuferðinni sem var bara jól út af fyrir sig. Ég man að við komum seint um kvöldið til ykkar til Kaliforníu og þú og amma voruð búin að fylla her- bergið mitt af gjafakörfum fullum af dóti, amerísku nammi og drykkjum sem ég hafði aldrei séð. Svo man ég svo vel eftir Disney- land-ferðinni sem gerir þessa ferð svo ógleymanlega, þú, ég, amma og Robbi öll saman og horfðum á flugeldana og það sem ég fékk mikið af Disney-dóti í þeirri ferð, held að það hafi endað með yfir- vigt. Að ógleymdum öllum bíó- kvöldunum okkar saman með Eddu Lovísu þar sem þú eldaðir snitsel og keyptir marga lítra af ís og fullt af nammi fyrir okkur. Við horfðum á þúsund myndir saman og nokkrar hrollvekjumyndir sem foreldrar okkar voru alveg búin að banna og vöktum langt fram eftir nóttu. Svo er það stærsta minn- ingin og sú besta en það er hvað þú varst kærleiksríkur, elskaðir svo innilega af öllu þínu hjarta, alltaf þegar ég hitti þig þá fékk ég svo innilegt knús og hreina ást og mikið hrós sem ég kann núna svo innilega að meta. Kærleikur gagnvart okkur barnabörnunum var svo sjálfsagður hluti fyrir þér. Þú varst líka svo hjálpsamur elsku afi og hafðir alltaf svo mikla trú á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Það er svo erfitt að kveðja þig elsku afi en ég reyni að hugga mig við það að þú vakir yfir mér. Takk fyrir allt afi, ég elska þig, þín Sara Ísabella. Elsku Gísli bróðir. Það er ótrú- legt að ég sé að kveðja þig hinstu kveðju og það mun vafalaust taka tíma að átta sig alveg á því að þú sért farinn frá okkur. Þú varst í sambandi við okkur daginn áður en þú yfirgafst þetta jarðlíf og allt virtist vera svo bjart, þú varst að klára bókina þína nýju og sendir okkur myndir af henni. Fregnin um andlát þitt var mikið áfall og er eins vondur draumur sem virð- ist engan enda ætla að taka. Allt okkar lífshlaup fer á augabragði í gegnum hugann og á einhvern óskiljanlegan hátt rifjast allt upp frá æskuárum til þess síðasta. Þú mikli snillingur, gleðigjafi, ger- semi fjölskyldu þinnar og þjóðar. Þú hjartahlýi bróðir, pabbi og afi. Þú elskaðir börn og varst elskað- ur af þeim og missir fjölskyldu þinnar, barnanna þinna og barna- barna er mikill og sorg þeirra að þurfa að sjá á eftir pabba sínum og afa þungbær og sár. Það hjálpar að hugsa til þess að gleðin og sorgin eru systur sem ferðast saman, þegar önnur er hjá þér er hin aldrei langt í burtu. Þegar þú ert sorgmæddur farðu þá yfir huga þinn og þá sérðu að þú grætur yfir því sem gladdi þig einu sinni og það gerðir þú svo sannanlega elsku Gísli minn. Minningin um þig er falleg, full af hlýju, gleði og miklu gríni. Minn- ingin um þinn stóra faðm og hvernig þú umvafðir okkur með kærleiksknúsi og kossum er eitt- hvað sem aldrei gleymist. Drengirnir mínir og við fjöl- skyldan eigum svo margar skemmtilegar og ánægjulegar minningar um þig. Öll jólin þegar þú komst í gervi jólasveins og skemmtir okkur fullorðna fólkinu og gladdir lítil hjörtu. Minningarnar af uppvaxt- arárunum á Selvogsgrunni ein- kenndust af endalausri gleði, gríni og hrekkjum. Þú varst einstakur maður, mikill meistari og efnismikill og minningargrein um þig er efni í heila bók, en það er engin kápa nógu stór fyrir þig elsku bróðir og því læt ég þessi fátæklegu orð duga. Það er gott að vita til þess elsku Gísli minn að þú verður jarðsettur í sama kirkjugarði og foreldrar okkar og þar getum við heimsótt ykkur öll. Ég er þess fullviss að pabbi og mamma væru glöð að vita til þess að þú fáir að hvíla í nágrenni þeirra. Mér finnst við hæfi að móðir okkar eigi síð- asta orðið, hún elskaði þig afskap- lega mikið eins og okkur alla drengina sína. Hún orti í einni ljóðabókinni sinni „Ég syng þér ljóð“ frá 1985: Ég man það, fyrir löngu – er lítill varstu drengur – þú labbaðir við hlið mér, við vorum glöð – og sátt. Nú finnst mér, – sem í hjarta mínu hljómi einhver – strengur – í huganum er spurning: „Hvort ferðu – í rétta átt?“ En stundum er það erfitt, að tjá sinn tón með orðum. Og trúlega eru gömul og – slitin – ráðin mín. En mér finnst – eins og villugjarn sé vegurinnn – sem forðum, ég vil ekki þú – hrasir – og brjótir gullin þín. (GVG) Blessuð sé minning þín elsku Gísli, takk fyrir allt. Þinn bróðir Björn (Bjössi) og Guðný, Helgi Rúnar, Jón Gunnar og Nína Björk. Með sorg og eftirsjá kveð ég uppáhaldsfrænda minn og kæran vin, Gísla Rúnar. Við vorum bræðrabörn og feður okkar ráku saman fyrirtæki, því voru sam- skiptin mikil í æsku. Margar góðar minningar koma upp í hugann, t.d. er við rannsök- uðum port og krákustíga mið- borgarinnar. Fórum í ferðalög að heimsækja ömmu og afa að Hnjúkum og þegar fjölskyldurnar vörðu saman dögum fyrir utan borgina, en þá kom fyrir að Gísli „týndist“ sem þýddi að hann hafði gleymt stund og stað. Að ógleymdum afmælisboðum þar sem hann var hrókur alls fagnað- ar og skipulagði leiksýningar sem fengu góðar viðtökur, en ekki vakti það þó ánægju þeirra full- orðnu þegar í ljós kom að farið hafði verið í alla skápa heimilisins til að finna búninga og leikmuni. Gísli bæði samdi leikritin, leik- stýrði og lék aðalhlutverkin með tilþrifum og stæl. Við hinir krakk- arnir voru hæstánægð með að vera bara statistar, því hann var svo hugmyndaríkur og skemmti- legur. Ekki kom því á óvart að hann valdi leikhúsið sem sinn starfsvettvang. Í dag er vel kunn- ugt hvað ofvirkni og tourette er, en svo var ekki er við vorum að alast upp og á því fékk hann að kenna. Ævintýrabragur var yfir Gísla Rúnari. Hann klæddist með meiri stæl en gengur og gerist og heim- ilið var sérstakt, m.a. safnaði hann fjölmörgu sem tengdist leikhúsi; sérstaklega því sem sýndi lífið á grátbroslegan eða spaugilegan hátt. Hann var smekkmaður á mat og kynnti mér ýmsa exótíska rétti er við hittumst í London fyrir margt löngu. Að hitta Gísla frænda var alltaf bæði gaman og eftirminnilegt, hlýjan, snilldin og skemmtilegheitin voru mikil og hann kunni þá list að láta hverjum og einum finnast hann vera sér- stakur. Gísli átti farsælan leikhús- feril og í sjónvarpi hafa lands- menn einnig fengið að njóta hæfileika hans. Ég varð þess að- njótandi að hanna búninga fyrir tvö stór verkefni sem hann samdi og leikstýrði; Heilsubælið og Gull- árin með KK. Það síðarnefnda, tveggja tíma söngleikur, spannaði tímabilið frá því fyrir stríð og fram á sjöunda áratuginn; allt í réttum períódum. Mikil sýning, með þátttöku fjölda dansara, leik- ara og söngvara, þar sem Ólafur Gaukur stjórnaði stórsveit. Allt var háklassa, t.d. voru á sviðinu Bessi Bjarnason, KK sjálfur, Ragnar Bjarnason og Ellý Vil- hjálms, sem þá var að koma fram í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár. Að sjálfsögðu átti Gísli Rúnar góðan þátt í að telja dívuna á að leyfa rödd sinn að hljóma á ný. Mikil var gæfa Gísla að eignast Eddu Björgvins sem félaga og samstarfskonu, því þótt þau hafi skilið var hún alla tíð hans besti vinur. Með Eddu fékk hann tvær stjúpdætur sem hann elskaði sem sínar eigin. Þau Edda eignuðust synina Björgvin Franz og Róbert Óliver og nutu þeir og barnabörn- in ómældrar umhyggju hans og og ástar. Missir þeirra sem stóðu Gísla næst er mikill. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðrún Erla. Elskulegi skemmtilegi stóri frændi minn er búinn að kveðja okkur, langt um aldur fram. Gísli Rúnar var sjö árum eldri en ég. Hann var alltaf svo hress og hjartahlýr og stóri faðmurinn Gísli Rúnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.