Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Einn ágætasti maður sem nokkurt ríki hefur sent til að vera sendiherra sinn hér á landi er án efa Janus A.W. Paludan, sendiherra Dana á Íslandi árin 1977 til 1985, gáfað- ur, hæfileikaríkur og sterkur persónu- leiki. Vert er því að minnast hans nokkrum orðum nú 20. ágúst 2020 þegar rétt öld er frá fæðingu hans. Paludan var lögfræðingur að mennt og gekk í dönsku utanrík- isþjónustuna 1944, árið sem Ís- lendingar rufu konungstengslin við Danmörku og stofnuðu lýð- veldi. Það varð reyndar upphaf sambands hans við Ísland, því hann var ritari nefndar sem kom hingað 1946 til að semja um ýmis mál varðandi aðskilnað landanna. Einmitt í þeirri ferð, að sögn Pa- ludans í blaðaviðtali löngu síðar, gerðu Danir sér fyrst ljóst mikil- vægi þess fyrir Íslendinga að fá til sín íslensku miðaldahandritin sem verið höfðu í vörslu Dana. Um þau áttu eftir að standa mikil átök uns farsæl lausn fékkst ára- tugum síðar. Paludan hafði farið víða þegar hann að eigin ósk varð sendiherra Janus A.W. Paludan á Íslandi, landi sem honum hafði frá fyrstu kynnum verið hlýtt til. Hann var á merkum ferli m.a. sendiherra Dana í Kongó, Brasilíu, Egyptalandi og í Kína; einnig hafði hann starfað í sendi- nefnd Dana hjá Sameinuðu þjóðun- um og heima fyrir gegnt þungavigtarstöðu yfir- manns stjórnmáladeildar danska utanríkisráðuneytisins í ráð- herratíð Hans Tabor, er frægur varð sem formaður Öryggisráðs SÞ í sex daga stríði Arabaríkja gegn Ísrael 1967. Paludan bjó þannig yfir einstaklega glöggri sýn og djúpum skilningi á málum hinna ýmsu heimshluta, flóknum og ólíkum aðstæðum í Mið-Aust- urlöndum, Afríku, Suður-Amer- íku og Asíu, auk okkar eigin álfu. Varð þessi víðtæka reynsla hans m.a. til þess að hann var á árum sínum hér fenginn í ráðgjafahóp aðalframkvæmdastjóra SÞ um tengsl afvopnunar og alþjóðaör- yggis. Um leið og Paludan gætti vel hagsmuna lands síns, sem honum hafði verið trúað fyrir, var hann ætíð velviljaður og sanngjarn í garð Íslendinga. Þá var hann lag- inn við rækt þess sem styrkt gat vináttubönd þjóðanna. Gott dæmi um það er forganga hans um að halda á lofti hvernig myndhöggv- arinn mikli Albert Thorvaldsen (1770-1844), sem fremstur var talinn í Evrópu um skeið á 19. öld, tengir löndin tvö í gegnum ís- lenskt faðerni sitt og danskt móð- erni. Var það fyrir hans atbeina sem Thorvaldsenssafnið í Kaup- mannahöfn og Listasafn Reykja- víkur efndu til mikillar og ein- staklega vandaðrar sýningar á verkum myndhöggvarans á Kjar- valsstöðum árið 1982, hinnar fyrstu utan Danmerkur í þá 134 ára sögu danska safnsins. Einnig tryggði Paludan stuðning við dönskukennslu, því hann áleit nauðsyn fyrir norrænu tengslin að Íslendingar lærðu dönsku, norsku eða sænsku. Eiginkona Paludan, Ann, var af breskum ættum, ekki síður menningarlega sinnuð en maður hennar, hæfileikum gædd og al- úðleg í framgöngu. Var mikið jafnræði með þeim hjónum. Hún var vandaður fræðimaður og rit- aði m.a. nokkrar bækur og grein- ar um kínverska menningarsögu. Þau hjón blönduðu geði við Ís- lendinga vítt um þjóðfélagið og voru einstaklega vel látin. Frægir urðu fjölmennir kvöldverðir þeirra á bóndadaginn ár hvert, þar sem þau söfnuðu saman vin- um sínum. Var þá sendiherrabú- staðurinn við Hverfisgötu 29 undirlagður, veitt af rausn og dansað fram á nótt, m.a. hinn formfasti dans lancier sem jafnan vakti kátínu. Það var á einu þess- ara kvölda sem dr. Kristján Eld- járn forseti rifjaði upp í þakkar- ræðu af hálfu gestanna þegar hann á námsárum sínum í Dan- mörku hafði lagt sig eftir að þekkja muninn á tveimur tiltekn- um fuglategundum en var þá svarað af dönskum kunningja: „Er það ekki bara spurning um sósuna?“ Fuglar voru reyndar mikið áhugamál þeirra Paludan-hjóna, lifandi á flugi um loftin blá. Vörðu þau löngum stundum úti í nátt- úrunni til að skoða lífshætti þeirra, bæði tvö útivistarfólk af besta tagi. Létu þau rysjótt veð- urfar ekki á sig fá heldur kunnu vel að klæða það af sér og gistu óhikað í tjaldi. Þegar ljúf kynni af þeim eru rifjuð upp nú birtast þau fyrir hugskotssjónum ekki síður úlpuklædd en í þeim skart- klæðum sem starfið stundum út- heimti. Þau voru gædd þeim eðl- iskosti sem Kipling nefnir í frægu kvæði að njóta sín jafnt meðal al- mennings og í konungsfylgd. Eftir árin hér settust þau hjón- in að á ættarslóðum Ann í Cumbria-héraði á Norður-Eng- landi, sem Paludan fannst sann- gjarnt eftir að hún hafði dyggi- lega fylgt honum land úr landi. Þarna undu þau sér vel. Löngu fyrr hafði Paludan gert sér lítið fyrir og keypt forna steinkirkju skammt frá húsi þeirra sem hann ól önn fyrir og sýndi stoltur gest- komandi. Hann lést 2004 og Ann áratug síðar. Blessuð sé minning þessara mætu og eftirminnilegu hjóna. Ólafur Egilsson. ✝ Þorlákur Ant-on fæddist 17. febrúar 1982 á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Hann lést 30. júlí 2020. Sonur Unnar Þorláksdóttur, f. 1962, og Jóns Ant- ons Holm, f. 1963, sem er í sambúð með Hönnu Vil- hjálmsdóttur. Systkini Þorláks eru Kristín Marín, f. 1983, gift Enoki Holm. Þau eiga Unnar Erni, f. 2001, Jóhönnu Báru, f. 2007, Sóldísi Hörpu, f. 2009, og Kristínu Júlíu, f. 2011. Sindri Freyr, f. 1995, í sambúð með Ljupku Tepeva og eiga þau von á sínu fyrsta barni í október nk. haldsleikmaður. Körfuboltinn var lagður á hilluna þegar veikindin lögðust á hann. Þorlákur átti mjög auðvelt með að læra áður en hann veiktist og þurfti lítið að hafa fyrir náminu. Hann hafði mik- inn metnað, vildi ljúka námi sem gæfi honum góða atvinnu- möguleika. Hann lærði forritun í Iðnskólanum en lauk ekki síð- ustu önninni því sjúkdómurinn dró frá honum einbeitingu og vilja. Árið 2010 skráði hann sig í kvikmyndaskóla í London ásamt Steinari Þór vini sínum. Námið átti að taka tvö ár en eftir fyrra árið varð sjúkdóm- urinn honum ofviða og hann flutti heim. Þorlákur gerði fleiri tilraunir til að mennta sig en hafði ekki burði til þess fyrr en hann tók próf sem gaf hon- um rétt sem löggiltur bílasali. Hann vann í nokkur ár á bíla- sölu mágs síns. Þorlákur var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 13. ágúst. Hann verður jarðsettur 20. ágúst 2020 í Fossvogs- kirkjugarði. Þorlákur Anton ólst upp í Keflavík og hóf grunnskóla- gönguna í Myllu- bakkaskóla 1988 og fór síðan í Holtaskóla 1994 og útskrifaðist 1998. Á lokaári grunn- skólagöngunnar greindist hannmeð meltingarsjúkdóm- inn chrons á 16 ára afmælisdegi sínum. Sá sjúkdómur gerði Þorláki lífið oft mjög erfitt nær alla hans ævi eftir að veikindin hófust. Þorlákur hafði mikinn áhuga á körfubolta frá 10 ára aldri. Æfði með Keflavík í nokkur ár. Einnig safnaði hann myndum í safn sem enn er til. Hann hélt alla tíð með Chicago Bulls og var Michael Jordan hans uppá- Ég var 19 að verða 20 þegar ég fékk þig í fangið í fyrsta sinn. Mik- ið var ég hamingjusöm og stolt yf- ir að eiga þig, svo fallegur og stór, 16 marka strákur. Fyrst bjuggum við í Garði, hjá ömmu þinni og afa sem sáu varla sólina fyrir nýjasta barnabarninu sem fékk fallega nafnið hans afa. Þú elskaðir nafnið þitt og varst stoltur yfir hversu sjaldgæft það nafn var. Þú varst fjörugur strákur og mikill könnuður, varst duglegur og fróðleiksfús. Kannski pínu handóður stundum. Varst rétt far- inn að skríða þegar þú uppgötv- aðir góða aðferð við að ná athygli ömmu þinnar. Þú skreiðst inn í stofu, að skáp sem hún geymdi sparistellið í, opnaðir skápinn og lést aðeins klingja í stellinu. Þá kom amma alltaf strax og gaf þér þá athygli sem þú vildir. Þetta gerðir þú oft og amma þín hafði gaman af enda fékk hún alltaf þitt fallega bros að launum. Þú varst ekki nema eins árs þegar ég komst að því að þú værir að verða stóri bróðir, ekki alveg planað en gaman fyrir þig að fá litla systur til að knúsa og hrekkja. Það var sjaldan eitthvað leiðinlegt hjá ykkur eða einhver lognmolla nema þegar þið voruð að gera einhver prakkarastrik. Þú varst orðinn 13 ára þegar litli bróðir þinn kom í heiminn og betri gjöf hefði varla fengist fyrir ykkur systkinin. Hann Sindri Freyr var heppinn að fá þig og Kristínu fyrir systkin, þið voruð mjög góð við hann og við foreldrarnir áttum aldrei í vanda með pössun fyrir hann, þið voruð ávallt tilbúin til þess að vera með hann þegar þið voruð beðin. Þú áttir marga góða vini sem voru þér kærir alla tíð. Það var mikið hlegið og gantast þegar þið hittust. Þeir áttu mjög bágt þegar þeir komu og kvöddu þig í útför- inni þinni og greinilega erfitt fyrir þá að tapa hlekk úr vinakeðjunni sem var svo dýrmæt. Þeir höfðu staðið að söfnun frá árganginum ykkar og færðu okkur fjölskyld- unni veglega gjöf fyrir útför þinni. Sannkallaðir höfðingjar, þínir kæru vinir. Þökk sé þeim og ár- gangi ykkar. Frændsystkin mín lögðu einnig fé af hendi til útfarar þinnar og þakka ég þeim innilega. Vinum og vandmönnum okkar foreldra þinna sem veittu okkur ómetanlega hjálp og öllum þeim sem hafa gefið okkur samúð, styrk og hlýju, vil ég þakka af öllu hjarta. Ég hef alltaf elskað þig minn kæri sonur og óska þess að nú sértu á góðum stað, laus við alla þjáninguna sem þú þurftir að þola. Megi algóður Guð gæta þín og umvefja þig öllum þeim kær- leika og vellíðan sem þú átt skilið. Þakka þér góðar stundir, þín mamma. Það er ótrúlega óraunverulegt að standa frammi fyrir því að ást- kær bróðir minn sé búinn að yf- irgefa þessa jörð. Mikið sem það verður erfitt að læra að lifa án hans. Eftir situr stórt sár í hjarta mínu en einnig er það uppfullt af þakklæti og gleði yfir þeim minn- ingum sem ég hef af honum, okk- ur tveim systkinum sem alltaf voru að prakkarast saman. Við hötuðum að elska hvort annað og elskuðum að hata hvort annað. Þorlákur elskaði að stríða mér og það besta sem hann vissi var að láta mig öskra. Inn á milli vorum við bestu vinir og áttum góða tíma saman. Þegar á reyndi stóð hann ávallt við hlið mér eins og klettur og gerði alla tíð. Þorlákur veiktist ungur og ég var of ung til þess að átta mig á hversu alvarleg veikindi hans voru, enda vorum við ekki nema 14 og 15 ára gömul. Ég þekkti ekki orðið neitt annað en bardaga hans við sjúkdóminn. Þegar við urðum eldri var ég reið yfir því að framtíð hans hafði verið tekin frá honum. Ég hélt lífinu áfram, eign- aðist mann og börn, var í vinnu og stundaði nám, allt sem hann dreymdi um að gera en hafði ekki þrek til því hann var í stöðugu stríði við sjúkdóm sinn sem á end- anum vann eftir 23 ára baráttu. Þorlákur var eldklár og átti mjög auðvelt með að læra. Hann eyddi ófáum tímunum í að hjálpa mér með nám mitt, þá bæði í ensku og stærðfræði en þar stóð færni hans hæst, án hans hefði ég ekki komist jafn langt og ég gerði því ég hef ákveðna námsörðug- leika. Hann var þolinmóður og góður í að útskýra. Hann var ávallt boðinn og búinn að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á. Þorlákur tók stóran þátt í lífi barnanna minna og fékk nasasjón af for- eldrahlutverki í gegnum þau, hlut- verk sem hann þráði svo mikið. Ég trúi ekki að nú þurfi ég að kveðja og fái ekki að hitta þig fyrr en minn tími kemur. Elsku bróðir minn, besti vinur minn, þú munt ávallt lifa í hjarta mér. Þín systir, Kristín Marín Holm. Ég man þegar þú komst til Spánar til okkar síðast, það var mjög skemmtilegt að sjá þig og þú varst hjá okkur í heila tvo mánuði, það var mjög gott að hafa þig. Ég var ákaflega glöð að hafa þig með okkur og þakklát fyrir tölvuleik- inn sem þú gafst mér, og um jólin gafstu mér mjög flotta peysu, ég man líka þegar við fórum á mynd- ina Avengers: Endgame, hún var virkilega skemmtileg. Þú varst alltaf svo fyndinn og þú varst mjög hrifinn af tölvuleikjum og tækjum. Þegar ég frétti að þú værir dáinn leið mér mjög illa og grét mikið, það var svo sárt að missa þig. Þú varst besti frændi í heimi og ég vildi að þú gætir alltaf verið hjá mér. Ég elska þig mjög mikið. Þín frænka Jóhanna Bára Holm. Þorlákur Anton Holm Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÚNAR MATTHÍAS MÖLK, lést á heimili okkar í Þýskalandi mánudaginn 10. ágúst. Margrét Garðars Mölk Daníel Garðars Mölk Isabell Mölk Úlfar Örn Mölk Alexa Mölk Monika Guðrún Mölk Matthías Rúnarsson barnabörn. Útför DÓRU S. BJARNASON, prófessors emeritus við Háskóla Íslands, fer fram 21. ágúst klukkan 13 í Neskirkju. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er athöfnin fyrir nánustu aðstandendur eingöngu, en verður streymt á slóðinni https://youtu.be/ybVU8Oa5Loo og deilt á Facebook-síðu Dóru. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á bankareikning Benna nr. 311-26-9991, kt. 221280-5399. Benedikt H. Bjarnason Inga Bjarnason Ingi Þ. Bjarnason Theodór Karlsson og Helle Kristensen Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS M. MAGNÚSDÓTTIR kennari, andaðist fimmtudaginn 13. ágúst. Útför mun fara fram frá Lindakirkju föstudaginn 28. ágúst klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana er athöfn einungis fyrir ættingja og vini. Hálfdán Helgason Kristín Anna Einarsdóttir Páll Árnason Guðmundur Einarsson Súsanna Schmidt Helga Einarsdóttir Sigurjón Eiríksson Áslaug Helga Hálfdánard. Matthías V. Baldursson barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN RAGNA SKÚLADÓTTIR hárgreiðslumeistari, Arnarsmára 2, Kópavogi, lést á heimili sínu 10. ágúst sl. Útför hennar fer fram 24. ágúst nk. Vegna aðstæðna er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Jónas Þór Kristinsson Birna Dís Birgisdóttir Andri Janusson Kristinn Viktor Jónasson Fanney Rós Magnúsdóttir Heiðar Snær Jónasson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA VORDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR húsfreyja, Syðri-Bægisá, Hörgársveit, lést 11. ágúst. Útför verður mánudaginn 24. ágúst frá Glerárkirkju klukkan 13.30. Vegna fjöldatakmarkana verður eingöngu nánustu ættingjum og vinum boðið í kirkjuna, jarðsett verður á Bægisá. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en bent er á Sjúkrahúsið á Akureyri. Katrín Steinsdóttir Jóhannes Sigfússon Helgi Bjarni Steinsson Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.