Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Arnar Pétursson maraþonhlaupari 15% AFSLÁTTUR AF OAKLEY-VÖRUM Í VERSLUNUM OKKAR TIL 5. SEPTEMBER SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með því að herða sóttvarnir á landa- mærunum er verið að verja meiri hagsmuni en sem nemur hugsanleg- um ávinningi af komum erlendra ferðamanna til landsins. Þetta er mat Gylfa Zoëga, prófess- ors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem bendir á að þetta komi einnig fram í minnisblaði sem birt var á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 14. ágúst; Efnahagsleg sjónarmið við ákvörðun um umfang sóttvarna- aðgerða á landamærum. Gylfi var meðal sérfræðinga sem ráðuneytið hafði þá rætt við. Eftir að minnisblaðið birtist létu fulltrúar ferðaþjónustunnar þá skoðun í ljós í samtölum við Morgunblaðið að efna- hagslegar afleiðingar hertra aðgerða hefðu ekki verið metnar til fulls í um- ræddu minnisblaði. 100-120 þúsund á mann Gylfi segir aðspurður að komið hafi fram að „ávinningurinn af þeim tak- markaða fjölda ferðamanna sem var að koma inn í landið í sumar og í haust væri takmarkaður fyrir hag- kerfið sem heild“. Hver ferðamaður skili 100-120 þús- und krónum eftir að kostnaður við innflutt aðföng hefur verið dreginn frá. Síðan bætist við afleidd eftir- spurn þegar innlendir aðilar sem fá þessar tekjur auka kaup sín á vörum og þjónustu. „Um 70 þúsund erlendir ferðamenn komu inn í landið frá 15. júní og 45 þúsund Íslendingar. Það má reikna út að þessi fjöldi erlendra ferðamanna hafi skilað um sjö millj- örðum í virðisauka sem skiptir auð- vitað miklu fyrir einstök fyrirtæki en minna fyrir þjóðarbúið sem heild. Svo hafa utanlandsferðir Íslendinga dregið úr innlendri eftirspurn en hver Íslendingur eyðir mun meiru á ári hverju erlendis en erlendur ferða- maður eyðir að meðaltali hér. Talið var að ef reglunum [um sótt- varnir á landamærum] hefði ekki verið breytt hefðu 200 þúsund manns getað komið til landsins til áramóta. Þess vegna nefnir fjármálaráðherra 20 milljarða í þessu samhengi, þ.e. 200 þúsund [ferðamenn] sinnum 100 þúsund [krónur]. Þetta er þá áætl- aður kostnaður við hertar aðgerðir en á móti kemur væntanlegur ábati í formi minni hættu á farsóttum í vetur og þá minni kostnaður fyrir aðrar at- vinnugreinar og almenning vegna hertra sóttvarna innanlands. Jólaverslun væri í uppnámi Það er fjárhagslegur skaði af innanlandssóttvörnum og bylgjum farsóttar. Það má ímynda sér að upp kæmi faraldur sem myndi koma í veg fyrir jólaverslun, koma í veg fyrir að fólk geti mætt í vinnu og keypt sér ýmiss konar þjónustu. Það kom fram í minnisblaðinu að þegar faraldurinn stóð sem hæst í vor hefði innlend kortavelta minnkað um 10 milljarða frá fyrra ári en verið 13 milljörðum króna meiri í júní, þegar faraldurinn var að baki, en í júní í fyrra,“ segir Gylfi. Erlendis hafi verið áætlað að framleiðsla dragist saman um 10% þegar farsótt geisar en þessi tala fari eftir því hversu róttækum aðgerðum er beitt til þess að hefta útbreiðslu. „Þær hertu sóttvarnareglur sem nú taka gildi munu vonandi fækka bylgjum farsóttar á komandi vetri. Ábatinn af þeim er sá að annað at- vinnulíf en ferðaþjónusta verður þá fyrir minni skaða af farsótt innan- lands,“ segir Gylfi. „Einnig eru meiri líkur á því að skólahald ungviðis 16 ára og eldri geti orðið með eðlilegum hætti þegar líður á vetur, eldri kyn- slóðin þarf síður að einangra sig frá samfélaginu og, eins og við höfum séð í sumar, getur innlent efnahagslíf notið þess að fólk getur mætt á vinnu- stað, verslað og átt í viðskiptum án þess að óttast veikina. Verði bætt upp tjónið Kostnaður vegna hertra aðgerða, sem metinn hefur verið á 20 milljarða það sem eftir lifir árs [í minnisblaði fjármálaráðuneytis], lendir á eigend- um fyrirtækja í þjónustu við erlenda ferðamenn og starfsfólk þeirra. Starfsfólk í greininni nýtur þess auð- vitað líka að búa í samfélagi þar sem bylgjur farsóttar eru færri og vægari en peningalegur kostnaður við öfl- ugri varnir við landamæri lendir á þeim. Það má því færa sterk rök fyrir því að greininni verði bætt tjónið sem orsakast af hertum reglum við landa- mæri, að hún beri ekki ein kostnaðinn af því að reynt sé að stöðva farsóttina við landamæri,“ segir Gylfi. Almenningur fái styrk Hvað með atvinnuleysisbætur? „Eins og Ragnar Árnason bendir á í ViðskiptaMogganum þá verður að gæta þess að fólk sé ekki latt til starfa með bótum. Vísbendingar eru um að skortur hafi verið á vinnuafli í ýmsum landshlutum í sumar þótt þúsundir væru á bótum. Ein leið sem unnt væri að fara er að útvíkka velheppnaða hugmynd ferðamálaráðherra frá því í sumar og láta almenning fá styrk til ferðalaga og jafnvel heimsókna á veitingastaði nú síðsumars og í haust sem væri þá veglegri en sumarstyrk- urinn. Einnig væri hægt að niður- greiða laun starfsfólks í þeim fyrir- tækjum ferðaþjónustu sem starfrækt verða áfram í haust. Tímabundin hækkun atvinnuleysisbóta gæti falið í sér að fólk geti notað hluta bótanna til þess að niðurgreiða störf sem bjóð- ast – fá hluta af bótunum fyrstu mán- uði í nýju starfi,“ segir Gylfi Zoëga. Hugsanlegt væri að slíkar aðgerðir væru fjármagnaðar með tímabundn- um skatti á vinnandi fólk, þá sem ekki hafa orðið fyrir tjóni af völdum far- sóttarinnar, fremur en með auknum hallarekstri ríkissjóðs. „Aðgerðirnar myndu dreifa tekjum innanlands til þeirra einstak- linga og landshluta sem hafa verst orðið fyrir efnahagslegum afleiðing- um farsóttarinnar,“ segir Gylfi. Hærri bætur niðurgreiði störf  Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, leggur til aukinn stuðning til handa fyrirtækjum í ferðaþjónustu  Ávinningurinn af komum erlendra ferðamanna réttlæti ekki áhættuna vegna smithættu í landinu Morgunblaðið/Eggert Hvalaskoðun á Húsavík Miklar sviptingar hafa verið í ferðaþjónustunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.