Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Svava Rós Guð- mundsdóttir vill gera sig gildandi í ís- lenska kvennalandsliðinu á næstu ár- um en hún hefur slegið í gegn með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Svava Rós er 24 ára gömul en hún hefur skorað 5 mörk og gefið eina stoðsendingu í ellefu leikjum með Kristianstad á tímabilinu en hún er í sjötta sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar. Kristianstad, undir stjórn El- ísabetar Gunnarsdóttur, er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar með 8 stig- um minna en topplið Göteborg. „Ég myndi segja að við værum á pari miðað við þau markmið sem við settum okkur fyrir tímabilið,“ sagði Svava Rós í samtali við Morgun- blaðið. „Árið 2020 átti að vera árið þar sem við myndum gera eitthvað gott og við höfum lagt gríðarlega mikið á okkur í allan vetur. Undirbúningstímabilið hefur verið ansi langt vegna kórónuveirufarald- ursins og mér finnst við hafa nýtt þann tíma vel til þess að þjappa okk- ur ennþá betur saman sem lið. Það mætti því alveg segja að við séum á þeim stað sem við ætluðum okkur að vera á í byrjun tímabilsins. Við viljum berjast á toppi deild- arinnar og eins og staðan er í dag er- um við í þriðja sæti. Það er hins vegar stutt í liðin fyrir neðan okkur og það má því lítið út af bera. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við höf- um verið að gera í undanförnum leikjum og ef það tekst mun okkur ganga vel í sumar.“ Allt á réttri leið Kristianstad byrjaði mótið illa og tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum, 5:1-gegn Göteborg og 1:0-gegn Ro- sengård, en síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá liðinu. „Leikjadagskráin var erfið í upp- hafi móts og við vorum að mæta lið- unum sem flestir spá toppsætunum í fyrstu þremur umferðunum. Fyrsti leikur tímabilsins gegn Gautaborg var í raun bara hræðilegur af okkar hálfu og alls ekki eitthvað sem við ætluðum okkur. Gegn Rosengård töpuðum við svo naumlega 1:0 í ágæt- lega jöfnum leik þar sem mér fannst enginn svakalegur munur á liðunum. Við gerum svo 3:3-jafntefli gegn Vittsjö í hörkuleik þar sem við hefð- um hæglega getað unnið en brennum af vítaspyrnu undir lok leiksins og það kostaði okkur sigurinn. Það hefur aðeins loðað við okkur í sumar að við byrjum leikina ekki nægilega vel, hvað svo sem veldur því. Við höfum hins vegar verið að finna taktinn hægt og rólega í undanförnum leikj- um. Það er stutt á milli leikja og það gefst þess vegna ekki mikill tími í ein- hver ákveðin smáatriði á æfinga- svæðinu á milli leikja. Okkur hefur samt sem áður tekist að verjast mun betur í undanförnum leikjum og það sama má segja um færanýtinguna. Þetta er allt á réttri leið og við höfum fengið 21 stig úr síðustu níu leikjum okkar sem ég myndi segja að væri mjög jákvætt.“ Meiðsli settu strik í reikninginn Svava Rós skoraði 3 mörk í nítján leikjum í deildinni á síðustu leiktíð en hún hefur nú þegar toppað árangur sinn frá því í fyrra. „Ég átti ekki gott tímabil í fyrra ef við segjum það bara hreint út. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá mér og ég var að glíma við þau nánast allt sumarið. Ég var með bein- mar á ökkla og það hafði mun meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyr- ir á þeim tíma. Ég var mikið að reyna að spila í gegnum sársaukann og það gerði hvorki mér né liðinu gott þegar allt kemur til alls. Síðasta tímabil var þess vegna ekki gott fyrir mig per- sónulega og heldur ekki fyrir félagið ef við horfum á það hvar við enduðum í töflunni. Það má alveg segja að ég sé komin betur inn í hlutina núna enda gengur vel hjá mér en ég vil samt sem áður segja að meiðslin síðasta sumar hafi átt stóran þátt í því að ég hafi ekki skorað meira og spilað betur ef út í það er farið. Félagið samdi við þrjá öfluga leikmenn fyrir tímabilið og þær eru allar með gott auga fyrir spili og góðar að leggja upp mörk. Það vantaði aðeins hjá okkur síðasta sumar en liðið er að klikka mun betur saman núna og mér líður líka vel og þá fylgir því oft góð spilamennska inni á vellinum.“ Framherjastaðan hentar vel Svava Rós lék iðulega sem kant- maður hér á landi en eftir að hún hélt út í atvinnumennsku til Röa í Noregi árið 2018 hefur hún iðulega leikið sem framherji. „Þegar ég fór til Noregs þá fann ég strax mun á hraðanum í deildinni samanborið við deildina heima á Ís- landi og breiddin í liðunum þar er mun meiri en á Íslandi. Ég fer svo til Svíþjóðar árið 2019 og þar eru leik- mennirnir mun betri í öllum liðum, sérstaklega núna í ár, og það eru eng- in stig í deildinni hálfpartinn gefins ef svo má segja. Það geta allir unnið alla hérna og það er þess vegna enginn leikur auð- veldur. Þannig á það auðvitað alltaf að vera. Hraðinn er mjög mikill í Sví- þjóð og leikmennirnir líkamlega sterkir. Það má því alveg segja að sænska deildin sé langsterkust af þessum þremur deildum, norska deildin kemur þar á eftir og svo sú ís- lenska. Ég spilaði alltaf sem kantmaður á Íslandi en hef nær eingöngu spilað sem framherji í Noregi í Svíþjóð. Mér líður mjög vel fremst á vellinum og þar hef ég tækifæri til þess að hlaupa í mun meira svæði en t.d. á kantinum þar sem svæðið sem þú hefur til þess að vinna með er minna. Það hentar mér mjög vel að spila sem framherji og það hefur gengið mjög vel und- anfarin ár.“ Vill spila meira með landsliðinu Svava Rós á að baki 22 landsleiki þar sem hún hefur skorað 1 mark en hún viðurkennir að það sé ákveðið hark að vera atvinnumaður í kvenna- knattspyrnu. „Það hefur lengi verið markmið hjá mér að spila meira með landsliðinu en ég hef gert hingað til. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið en maður vill alltaf meira og ég vil gera mig meira gildandi í liðinu. Það skiptir mig engu hvar ég spila, á meðan ég er í liðinu, en það er ekkert leyndarmál að ég vilji vera mikil- vægur hlekkur í landsliðinu. Að vera í atvinnumennsku er klár- lega hark en á sama tíma nýt ég mín mjög vel. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að þora að taka skref- ið út en maður þarf líka að vera tilbú- inn að fórna ýmsum hlutum. Það er erfitt að vera atvinnumaður í dag sem dæmi þar sem þú ert ekkert að skjót- ast heim til þess að vera með fjöl- skyldu og vinum. Til lengri tíma er þetta klárlega þess virði og ég mæli þess vegna heilshugar með atvinnu- mennskunni,“ bætti Svava Rós við í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Svava Rós Guðmundsdóttir spilar í Svíþjóð og stefnir á stærra hlutverk með íslenska landsliðinu.  Svava Rós Guðmundsdóttir hefur byrjað tímabilið af krafti í Svíþjóð Snýst um að þora að taka stóra skrefið Þýska liðið Bayern München mætir PSG frá Frakklandi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í Lissabon í Portúgal á sunnudaginn. Þetta varð ljóst eftir að Bayern vann Lyon 3:0 í síðari undanúrslitaleiknum í gærkvöldi en áður hafði PSG lagt Leipzig að velli. Bæjarar hafa leikið á als oddi í undanförnum leikjum, unnu Chelsea samanlagt 7:1 í 16-liða úrslitum og niðurlægðu svo spænska stórliðið Barcelona í fjórðungsúrslitum, 8:2 í einum leik. Í gærkvöldi var sigurinn aftur sannfærandi, þótt mörkin hafi verið færri. Serge Gnabry skoraði fyrstu tvö í fyrri hálfleik, það fyrra algjört draumamark er hann þrumaði knettinum upp í samskeytin utan teigs eftir að hafa leikið á varn- armann. Pólverjinn Robert Lew- andowski bætti svo við marki undir lok leiks með skalla. Bayern og PSG spila til úrslita í Meistaradeild AFP Óstöðvandi Bæjarar leika til úrslita í Meistaradeildinni og hafa verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum, unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum.  Knattspyrnusamband Íslands hefurstaðfest að landslið karla og kvenna munu spila leiki sína í september án áhorfenda. Kom þetta fram á samráðs- fundi framkvæmdastjóra knattspyrnu- sambanda í Evrópu. Fjórir landsleikir eru á dagskrá í september en staðan verður endurskoðuð fyrir leikina sem eru á dagskrá í október. Karlalandsliðið mætir Englandi 5. september, kvenna- landsliðið mætir Lettlandi 17. og Sví- þjóð 22. september og þá spilar U21 árs lið karla við Svíþjóð 4. september.  Leiknir úr Reykjavík, sem er í topp- baráttu 1. deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, hefur samið við hol- lenska sóknarmanninn Dylan Chiazor um að spila með liðinu út tímabilið. Chiazor lék síðast með Da Graafschap í heimalandinu en hann er 22 ára og var um tíma á mála á stórliði Ajax sem ung- lingur. Hann var ekki löglegur með lið- inu í gær þegar Leiknismenn heimsóttu Vestra.  Fjölnir hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik næsta vetur. Fé- lagið tilkynnti í gær að írsk landsliðs- kona, Fiona O’Dwyer, muni leika með liðinu í vetur en hún spilaði síðast í efstu deild á Spáni. Þá er Stefanía Ósk Ólafsdóttir komin í Grafarvoginn frá Haukum en hún var lánsmaður hjá lið- inu í fyrstu deildinni í fyrra er það vann sér sæti í efstu deild.  Einn besti hjólreiðamaður heims, Chris Froome, mun ekki keppa í Frakk- landshjólreiðunum með liði sínu Ineos í ár en þær hefjast 29. ágúst. Bretinn vann þessa frægu keppni árin 2013, 2015, 2016 og 2017 en hann lenti í slæmu slysi á síðasta ári og er ekki í nægilega góðu standi til að taka þátt að þessu sinni.  Alejandro Munoz hefur fengið leik- heimild með Magna frá Grenivík sem leikur í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, en Munoz er frá Vene- súela. Hann er 23 ára gamall og spilar sem sóknarmaður. Munoz kemur til Magna frá Oyo-nesa á Spáni þar sem hann hefur leikið frá 2019. Hann var ekki löglegur með liðinu gær þegar Magni heimsótti Fram.  Knattspyrnulið Barcelona á Spáni gekk í gær frá ráðningu á nýjum knatt- spyrnustjóra. Ronald Koeman tekur við liðinu eins og við var búist en tilkynnt var um ráðninguna á samfélagsmiðlum í gær. Koeman gerir tveggja ára samn- ing við félagið sem gildir til sumarsins 2022. Koeman, sem er 57 ára gamall, tekur við liðinu af Quique Setién sem var rek- inn á dögunum en Hollendingurinn þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa spilað með Barcelona á árunum 1989 til ársins 1995. Þá var hann aðstoðarþjálf- ari Louis van Gaal hjá Barcelona á ár- unum 1998 til ársins 2000. Koeman er reyndur þjálfari sem hefur stýrt hollenska landsliðinu frá árinu 2018 en hann lætur nú af störfum hjá hollenska knattspyrnu- sambandinu. Þá hefur hann verið knattspyrnustjóri Southampton og Everton í ensku úrvalsdeild- inni, en einnig hjá stórliðum á borð við Ajax, Ben- fica og Valencia. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.