Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Sjálfvirk pottastýring með snertiskjá og vefviðmóti POTTASTÝRING VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Undanfarið hefur borið á því að sumir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum hafi ráð- ist á stjórnvöld í Kína með órökstuddum róg- burði og hafi málað kín- verska komm- únistaflokkinn upp sem ógn við heimsfriðinn, og að sú stefna að reyna að hafa vin- samleg samskipti við Kína hafi mis- tekist hrapallega. Þessi málflutn- ingur er vatn á myllu þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði kalda stríðsins, og krafist er sameiginlegs átaks vestrænna ríkja gegn „kínversku ógninni“. Þessi málflutningur er ekki einungis í mótsögn við sögulegar staðreyndir og endurspeglar van- þekkingu um Kína, heldur eitrar einnig alþjóðasamskipti og skaðar hagsmuni allra aðila. Síðan hið nýja Kína var stofnað fyrir meira en 70 árum, hefur Kína, þrátt fyrir breytilegt landslag á al- þjóðavettvangi, alltaf haldið sig við sína eigin sjálfstæðu utanríkisstefnu sem gengur út á friðsamleg og ófrá- víkjanlega vinsamleg samskipti við önnur ríki sem byggja á hinum fimm grunnsetningum friðsamlegra sam- skipta. Kína hefur einsett sér að stuðla að friðsælli þróun. Við viðurkennum rétt fólks í öllum ríkjum heims til að velja sér sjálft sínar eigin leiðir til framþróunar. Við höfum engan áhuga á því að hlutast til um innanríkismál annarra þjóða, né flytja út okkar hugmyndafræði. Kína hefur aldrei hafið stríð, né hertekið örðu af landi sem tilheyrir öðr- um. Kína vill stuðla að framþróun, til hagsbóta fyrir eigin þjóð, en ekki berjast við Bandaríkin um einhver yfirráð. Kína tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, ekki til að ryðja ein- hverjum úr vegi, heldur til að standa við skyldur sínar á alþjóðvettvangi sem stórveldi. Sama hvað framtíðin ber í skauti sínu mun Kína aldrei standa fyrir yfirráða- eða útþenslu- stefnu. Kína öðlaðist frelsi frá heimsvalda- og nýlendustefnu. Það var val sög- unnar og þjóðarinnar að fylgja stefnu sósíalisma undir stjórn kínverska kommúnistaflokksins. En virkar kín- verska kerfið og stefna kínverska kommúnistaflokksins fyrir fólkið? Íbúar Kína vita svarið betur en aðrir. Staðreyndir sýna fram á að stjórn kínverska kommúnistaflokksins nýt- ur stuðnings allra 1,4 milljarða íbúa landsins. Margar alþjóðlegar kann- anir, þar á meðal könnun á vegum Harvard-Kennedy-háskólans sýna að meira en 90% íbúa Kína treysta ríkis- stjórninni sem er leidd af kínverska kommúnistaflokknum. Þetta mikla traust er hvorki tilviljun, né kemur á óvart. Það er kínverski komm- únistaflokkurinn sem hefur leitt íbúa Kína áfram í átt að sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar og lýst upp leiðina sem hefur verið nefnd sósíalismi með kínverskum hætti, sem hefur snúið þjóðinni frá því að vera örsnautt ríki yfir í að vera það land í heiminum sem hefur næststærsta hagkerfið, mestu iðnaðarframleiðsluna, hefur langmestu vöruviðskiptin og er í fyrsta sæti þegar kemur að gjaldeyrisforða. Það er undir stjórn kínverska kommúnistaflokksins að verg landsframleiðsla á mann hefur risið frá því að vera undir 200 Banda- ríkjadollurum fyrir 40 árum og upp í 10.000 Bandaríkjadali, og meira en 800 milljónum manna hefur verið lyft úr sárri fátækt. Kínverska þjóðin hefur góðan skilning á umheiminum og er fullfær um að velja sér sína eigin leið. Allar tilraunir til að reyna að rægja og rangtúlka kínverska stjórnkerfið, og að reyna að reka fleyg milli kín- verska kommúnistaflokksins og kín- verskrar alþýðu, eru dæmdar til að mistakast. Kína hafnar öllum hugmyndum um hið svokallaða „nýja kalda stríð“, vegna þess að það er í andstöðu við hina alþjóðlegu þróun í átt að framþróun og velmegun. Sum- ar alþjóðlegar kenningar, eins og kaldastríðshugsunarhátturinn sem birtist í kenningunum um „jafnvirð- isleikinn“ og „gildru Þúkýdídesar“ og sá hugsunarháttur að sterkt ríki leiti alltaf að heimsyfirráðum eru orðnar úreltar. Mismunur í hugmyndafræði ætti ekki að vera hindrun í frið- samlegri sambúð og sameiginlegri þróun meðal þjóða. Samtal er hinn eini vitræni kostur þegar menn eru ekki sammála, og samvinna er besta leiðin öllum til hagsbóta. Hin hraða þróun sem hefur orðið í Kína á undanförnum áratugum, sem hefur notið samskipta og samvinnu við ríki heimsins, hefur einnig leitt til viðvarandi hvata og tækifæra fyrir önnur ríki heimsins. Kína er ávallt reiðubúið til að deila sínum árangri og tækifærum með umheiminum. Kína er orðið leiðandi á sviði efna- hagsvaxtar og með framlag sem nemur um 30% af efnahagsvexti heimsins á undanförnum árum, sem er meira en framlag allra þróaðra ríkja samanlagt, og þar með talið Bandaríkjanna, Evrópu og Japans. Kína er stærsti viðskiptaaðili meira en 120 landa og svæða, með innflutn- ingi sem nemur um 11% af heildar innflutningi heimsins. Vandaðar og ódýrar vörur sem eru framleiddar í Kína eru orðnar hagkvæmur val- kostur fyrir neytendur heimsins. Hinn stóri markaður og hið trausta viðskiptaumhverfi sem Kína býður upp á eru orðin uppspretta gríðar- legs hagnaðar fyrir fyrirtæki á heimsvísu. Nú um stundir skapar COVID-19- faraldurinn áskoranir fyrir öryggi og framþróun í öllum ríkjum. Óstöðug- leiki og óvissa í alþjóðlegum sam- skiptum eykst sífellt. Það mikilvæg- asta sem við gætum lært af COVID-19 er að líf, heilsa og tæki- færi almennings í mismunandi lönd- um eru nátengd; mannkynið allt er samfélag með sameiginlega framtíð. Kína mun áfram einbeita sér að frið- samlegum samskiptum, alþjóðlegri framþróun, alþjóðlegu regluverki og er tilbúið til að vinna með öðrum þjóðum að samfélagi með sameig- inlegri framtíð. Kína er tilbúið til að vinna að því að styrkja alþjóðlega samvinnu með Íslandi og öðrum ríkj- um með fyrirbyggjandi aðgerðum og stjórnun þar til náðst hefur stjórn á faraldrinum á heimsvísu. Við skulum vinna saman að því að byggja upp nýja veröld að faraldrinum loknum sem einkennist af friði, stöðugleika, hreinskilni, fjölbreytni og sameig- inlegum hagsmunum. Framþróun í Kína: tækifæri fremur en ógn við heimsbyggðina Eftir Jin Zhijian » Við viðurkennum rétt fólks í öllum ríkjum heims til að velja sér sjálft sínar eigin leiðir til framþróunar. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Fyrirsögnin á grein í Morgunblaðinu 17. ágúst og orð í fleiri fjölmiðlum, í þá veru að rýrnun Grænlands- jökuls sé óafturkræf, benda til misskilnings. Túlka mætti ýmis þau orð undanfarið í þá veru að jökullinn sé á hraðleið til algjörrar eyðingar, jafnvel þótt tækist að snúa við hlýnun jarðar af mannavöldum. Vissulega getur jökullinn horfið en þá yrði meðalhitastig jarðar að hafa hækkað um mörg stig í afar langan tíma. Elsti ís jökulsins, sem náðst hefur með borunum, er milli 200 og 300 þúsund ára. Á svo löngu tíma- bili hefur hressilega kólnað og hlýn- að á víxl, en þá af náttúrunnar völd- um. Í greininni sem vitnað er til (eftir Ian Howat og fleiri við Rík- isháskóla Ohio í tímaritinu Nature Communcations Earth and Envi- ronment Journal) skrifa vís- indamennirnir þetta í lok útdráttar síns: „Við berum saman breytingar á fram- skriði og uppbroti jök- uljaðra (á jöklum sem fljóta upp og kelfa í sjó fram – aths. ATG) á áratugabili. Komumst að því að aukin eyðing jökulíssins stafar að langmestu leyti af uppbroti skriðjökult- ungnanna en miklu síður af ferlum sem eiga sér stað inni á meginjöklinum. Eyðingin herðir merkilega jafnt og þétt á sér; sem svarar 4-5% aukningu fyrir hvern kílómetra sem hver skriðjökull hop- ar. Við sýnum fram á að víðáttu- mikil hörfun skriðjökla á árunum 2000 til 2005 olli snöggri viðbót- areyðingu og umskiptum til nýrrar, hvikullar stöðu hvað massatap varðar sem héldi áfram jafnvel þótt yfirborðsbráðnun minnkaði.“ Með þessu er átt við að ísmassi Grænlandsjökuls getur rýrnað áfram þrátt fyrir viðbót vegna auk- innar ákomu/minni bráðnunar í kólnandi veðurfari, fari svo að nú- verandi þróun snúist við. Það eru vissulega alvarlegar rannsókn- arniðurstöður, m.a. vegna hækk- unar sjávarborðs. Hvergi er þó full- yrt í grein vísindamannanna að heildarmassatapið héldi áfram þar til jökullinn hyrfi. Grænlandsjökull er seigur, sýnir jarðsagan, gæti leitað jafnvægis á ný og jafnvel stækkað aftur. Vonandi gerist það sem fyrst. Vandinn vegna loftslags- breytinga er mikill og hann vex á meðan ríki heims hika, það skortir á stamstöðu þeirra og mótvæg- isaðgerðir eru of linar, einkum ríkjanna sem mest áhrif hafa á loftslagsbreytingarnar. Framtíð Grænlandsjökuls Eftir Ara Trausta Guðmundsson »Hvergi er þó fullyrt í grein vísindamann- anna að heildarmassa- tapið héldi áfram þar til jökullinn hyrfi. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður. Geirfuglinum var ekki út- rýmt við strendur Íslands. Geirfuglinn var farfugl og þegar hann hélt suður á bóg- inn á haustin beið hans stór floti fiskiskipa við austur- strönd Ameríku, og þar var hann drepinn í þúsunda tali, eða þar til hann kom ekki meir. Stór, glæsilegur og gat ekki flogið frá kjötætum á bátum. Kristján Hall vega@vortex.is Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Geirfuglinn og útrýming hans Ljósmynd/HAK Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.