Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is 50 ára Magnús ólst upp í Garðabæ en býr á Akureyri. Hann er íþróttakennari að mennt frá ÍKÍ og við- skiptafræðingur frá STU í Óðinsvéum. Hann er viðskipta- stjóri hjá A4. Magnús er formaður handknattleiksdeildar Þórs á Ak- ureyri. Börn: Hugrún Líf, f. 2001, Aron Ingi, f. 2004, og Júlía Karen, f, 2009. Foreldrar: Eggert Magnússon, f. 1947, fv. formaður KSÍ, og Guðlaug Ólafsdóttir, f. 1948, húsmóðir. Þau eru búsett í Valencia á Spáni. Magnús Ingi Eggertsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Búðu þig undir hvoru- tveggja svo þú getir sinnt því sem máli skiptir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. Hálfn- að er verk þá hafið er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu viðbúinn því að þurfa að verja mál þitt fyrir háttsettum aðilum. Passaðu að hafa nóg svigrúm í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert á endasprettinum með viðamikið verkefni. Gerðu þín mál upp hið fyrsta. Auðgaðu því anda þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að gera lítið úr sjálfum sér, jafnvel í gríni, er glæpur núna. Spjall um gömlu góðu dagana og örlæti veita þér vellíðan. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér líður vel með sjálfa/n þig í dag, og þú ert til í hvað sem er. Allir þurfa endr- um og eins að fá að vera óþekkir, og nú er þinn tími kominn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu augun opin fyrir þeim mögu- leikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu. Ef þú gengur fram af fólki mun það svara þér fullum hálsi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður uppiskroppa með hugmyndir af því að vinna einn. Reyndu að vera í þægilegu umhverfi því það mun létta lund þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er alltaf best að horfast í augu við raunveruleikann og haga orðum og gerðum í samræmi við hann. Vertu skýr í framsetningu og haltu þig við stað- reyndir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ættir að endurskoða líferni þitt og taka meira mið af því sem er hollt og heilsusamlegt. Sýndu nú dirfsku. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert sjálfsöruggur og til í hvaða áskorun sem er – sérstaklega ef ástin kemur til sögu. Hann/hún mun ann- aðhvort deila leyndarmáli með þér eða þú með honum/henni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Endurskoðaðu áætlun þína og breyttu henni. og var um tíma í sveitarstjórn fyrir flokkinn en einnig með H-lista, fyrst með Arnþóri Þórólfssyni sem hafði verið lengi í sveitarstjórn og síðar Sigurbirni Marinóssyni og fleira frá- Þorvaldur var í sveitarstjórn Reyðarfjarðar 1978-1998. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á pólitík og fylgdist ungur vel með lands- málum, gekk í Sjálfstæðisflokkinn Þ orvaldur Aðalsteinsson er fæddur 20. ágúst 1950 í Reykjavík, en fjölskyldan fluttist til Reyðarfjarðar þegar hann var á fjórða ári. Þá hafði faðir hans ásamt öðrum keypt þar bíla- verkstæði. Reyðarfjörður var síðan starfsstaður fjölskyldunnar. „Þarna var á margan hátt mjög gott að vera, mikið frelsi fyrir börn til að leika sér og næg vinna t.d. á síldarárunum frá um 1963 til 1967. Snemma kom mikill áhugi fyrir ís- lenskri glímu, þar sem faðir minn hafði æft og stundað glímu með KR í Reykjavík á sínum yngri árum og fram undir það að fjölskyldan flutti austur. Hann tók til við að kenna glímu á Reyðarfirði um 1960 og vildu flestir krakkar og unglingar vera með og hefur glíma verið stunduð á Reyðarfirði frá um 1960 til dagsins í dag og hafa Reyðfirð- ingar náð langt á landsvísu.“ Þor- valdur varð fjórum sinnum glímu- kóngur Austurlands. Eftir unglingaskóla á Reyðarfirði fór Þorvaldur í gagnfræðabekk í Reykholti í Borgarfirði og síðan einn vetur í 3. bekk Verslunarskóla Íslands. Hann stundaði síðan nám í Iðnskóla Austurlands, sem þá var á Egilsstöðum, 1970-1974 og lærði bif- vélavirkjun og fékk meistarabréf í þeirri grein. Hann var síðan í verð- bréfanámi hjá HÍ veturinn 2000- 2001. Starfsvettvangur Þorvaldar hefur verið á Reyðarfirði og lengst af sem framkvæmdastjóri hjá fjölskyldu- fyrirtækinu Lykli ehf. „Það hafði starfað frá 1954 sem bílaverkstæði, en breyst talsvert í tímans rás og um 1980 orðin fjölbreytt starfsemi í bílaviðgerðum, verslun og ýmiss konar þjónustu, m.a. í samstarfi við Eimskip, Skeljung og Sjóvá. Á árinu 2000 var hins vegar orðinn svo mik- ill samdráttur almennt á Austur- landi sem hafði veruleg áhrif á starf- semi fyrirtækisins, þannig að ákveðið var að hætta öllum form- legum rekstri.“ Síðan þá hefur Þor- valdur að mestu verið að umsýsla með fasteignir sem verið höfðu í eigu fyrirtækisins. bæru fólki.“ Síðustu fjögur árin sem Þorvaldur var í sveitarstjórninni í meirihluta D-lista og H-lista var hann oddviti. „Á þeim tíma var gerð- ur sögulegur samningur um samein- ingu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, síðar hafa fleiri bæst í hópinn. Á þessum 20 árum sem ég sat í sveitarstjórn fór mikill tími í að halda vakandi möguleikanum á stór- iðju og stórvirkjun fyrir austan, sem að lokum varð að veruleika fyrir til- stuðlan ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar.“ Helsta áhugamál Þorvaldar er miðaldaættfræði. „Ég hef lengi haft áhuga á ættfræði og búinn að fara í gegnum nærættfræðina, getum við sagt. En svo lengi sem ég man eftir mér hef ég verið að lesa bæði Ís- lendingasögur og Sturlungu og allt sem ég hef komist yfir frá fyrri tíma. Ég fór að rannsaka ættfræð- ina frá þessum tíma mjög vel og það er margt sem er óskráð, finnst mér. Ég er alveg sannfærður um hafa fundið miðaldaættir sem eru ekki skráðar í Íslendingabók. Ég hef ekki komið þessu á framfæri enn þá en á þetta hjá mér. Næst á dag- skránni hjá mér er að komast í handrit Steingríms Jónssonar bisk- ups.“ Fjölskylda Eiginkona Þorvaldar er Birna Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1952, ráð- gjafi einstaklinga. Foreldrar hennar eru Guðmundur V. Björgvinsson, f. 1.5. 1925, d. 9.4. 2015, vélstjóri og Svanhvít Hannesdóttir, f. 17.1. 1928, húsmóðir. Börn Þorvaldar og Birnu eru 1) Aðalsteinn Vigfús Þorvaldsson, f. 19.12. 1970, sambýliskona hans er Linda Rós Andrésdóttir og dóttir þeirra er Andrea Birna Aðalsteins- dóttir, f. 16.8. 1995, sambýlismaður hennar er Björgvin Jónsson. 2) Daði Páll Þorvaldsson, f. 4.10. 1977, eig- inkona hans er Lupe Luzuriaga Calle. Dóttir Daða frá fyrra sam- bandi með Margréti Helgadóttur er Helga Guðrún Daðadóttir, f. 14.3. 1998. Systkini Þorvaldar eru Sigurður Eiríkur, f. 19.5. 1953, verkstjóri á Þorvaldur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri – 70 ára Hjónin Birna og Þorvaldur á leiðinni til Tenerife árið 2012. Rannsakar miðaldaættir Barnabörnin Helga Guðrún og Andrea Birna ásamt Birnu, ömmu sinni, og ömmu Birnu, Árnýju Þórðardóttur 103 ára, árið 2010. 30 ára Sigurður ólst upp í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hann lærði kvikmyndaleikstjórn í Sarajevó í Bosníu og er kvikmyndagerð- armaður og trommu- leikari Grísalappalísu. Maki: Kolfinna Nikulásdóttir, f. 1990, menntuð í leikstjórn frá Listaháskóla Ís- lands. Börn: Unnur, f. 2016, og Eysteinn, f. 2019. Foreldrar: Víglundur Möller Sívertsen, f. 1961, húsasmíðameistari, og Halldóra Karlsdóttir, f. 1963, bókari. Þau eru bú- sett í Hafnarfirði. Sigurður Möller Sívertsen Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.