Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi hefurleikiðgrunur á að breska utan- ríkisráðuneytið hafi iðulega farið sínu fram eða að minnsta kosti gert eigin ríkisstjórnum, sem „sáu ekki þróun mála í réttu ljósi“ erfitt fyrir um slíkan fram- gang. Morgunblaðið hefur ný- lega fjallað um sögulegan samning Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna og Ísr- aels um að koma sam- skiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Fram til þessa hafa að- eins tvö önnur ríki á svæðinu komið málum í þetta já- kvæða horf, Egyptaland og Jórdanía. Þær ákvarðanir hafa haldið þó að nýir vald- hafar hafi komið til í Egyptalandi og kynslóða- skipti orðið í konungsríkinu Jórdan. Hinn þekkti ritstjóri og blaðamaður Charles Moore gerir þennan samning að umtalsefni og telur hann mikilvægan og bendir á að gjaldið sem Netanyahu for- sætisráðherra hafi þurft að greiða hafi verið að hverfa frá fyrirhugaðri innlimun byggða á Vesturbakkanum. Í gær tilkynntu ráðamenn í Sádi-Arabíu að þeir myndu ekki að svo stöddu fullgilda slíkan samning og sögðu að þeirra forsenda væri enn sú að friðarsamningur Ísraels og Palestínu lægi fyrir áður. Moore bendir einmitt á að nú sé svo komið að mörg ríki araba líti ekki endilega leng- ur þannig á að slík krafa þurfi að vera í forgrunni af pólitískum eða siðferðileg- um ástæðum. Þeir telji brýnt að ná fram friði og hæsta þröskuld á þeirri leið sé að finna hjá stjórnvöldum í Íran. Tilfinningar af því tagi hafi verið áberandi síð- ustu daga á strætum Beirut eftir ógnarsprengjuna þar. Mótmælendur þar kenndu eigin stjórnvöldum, en þó ekki síst Hezbollah-hreyf- ingunni, strengjabrúðu klerkanna í Teheran, um að Líbanon væri komið að fót- um fram. Boris Johnsons forsætis- ráðherra hafi fagnað hinum nýja samningi mjög þótt vit- að sé að utanríkisráðuneytið í London eigi létt með að stilla sínum fögnuði í hóf. Bandaríkin leituðust í vik- unni við að fá endurnýjað viðskiptabann á Íran (frá 2007) en Öryggisráð SÞ hafnaði því. Eitt ríki greiddi at- kvæði með tillögu Bandaríkjanna, en Kína og Rússland beittu neitunarvaldi. Önnur ríki, og þar á meðal Bretland, sátu hjá. Talið er að breska utan- ríkisráðuneytið sé að veðja á að Biden fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember. Fróðlegt er fyrir áhuga- sama að lesa stuttan pistil Charles Moore um þetta efni, en ýmsir þekkja snjöll tök hans á stórvirkjum á borð við hina miklu ævisögu um frú Thatcher, en frúin hafði valið hann til þess verks. En Moore lýkur hugleið- ingu sinni nú með því sem hann segir vera stóru spurn- inguna: Vilja þeir sem ráða fyrir stefnu okkar í Mið-Austur- löndum tryggja að við hlunkumst niður vitlausu megin við hina sögulegu þró- un? „Við lifum í þeim ljúfa draumi að okkar gamla ut- anríkisráðuneyti muni með sínum færleik í alþjóða- stjórnmálum ná að lokka til sín ríkisstjórnir sem sitja á hinni alþjóðlegu girðingu og geti þannig komið í veg fyrir að Íran falli í fang Kína. Það eru ekki nokkur handföst sannindamerki um slíka þró- un. Íranska byltingin 1979, rétt eins og sú rússneska ár- ið 1917, gerði okkur aldrei neitt nema bölvun. Og almennt má segja að seinni byltingin og undir- róður íslamista, sem hún hefur síðan staðið fyrir, hafi náð að ýta undir ógnarverk og eyðileggingu á öllu svæð- inu og langt út fyrir það í fjóra áratugi. Því ættum við að skjóta skildi okkar yfir það?“ Og Charles Moore gefur sér í framhaldinu að af- staðan til Írans nú muni sennilega þróast með áþekk- um hætti og afstaðan til Huawei. Fyrst verði paufast með gagnslaust andóf gegn ítrekuðum óskum Banda- ríkjanna. Því næst falli menn fyrir bláköldum stað- reyndunum og ákveði skömmustulegir að bregðast við samkvæmt því, með hætti sem þeir hefðu skammlaust getað gert svo miklu fyrr. Hin nýja stjórn í Bretlandi á enn erf- itt með að fóta sig á svelli alþjóðamála} Sótt í sömu mistök Þ egar önnur bylgja Covid-19 skall á ströndum Íslands fannst glöggt hversu stuttur þráður var hjá þjóð- inni fyrir afleiðingum hennar. Aftur og nýbúin urðum við öll almanna- varnir. Sóttvarnarreglur voru hertar að nýju og við minnt á að öll skyldum við byrja heima, þvo, spritta og sleppa því að kjassa og hittast í hóp- um. Hópíþróttir lögðust af, mannfagnaður sömuleiðis og listviðburðum aflýst. Sem betur fer megum við fara í sund og göngutúra en verð- um að gæta að tveggja metra reglunni og að nota andlitsgrímur sé ekki hægt að tryggja fjar- lægðarmörk. Sé ekki farið eftir þessu má búast við sektarálagningu. Þetta er hvorki einfalt verk né sjálfsagt. Þess- ar hertu reglur kalla á mikið skipulag í starfi um allt land. Skólafólk hamast við að skipuleggja haustið samkvæmt hertum reglum, ferðaþjónustuaðilar taka á móti afbókunum og endurskipuleggja starfið vegna nýrra reglna varðandi ferðamenn. Veitingafólk skutlar helmingi borða í geymslu, eykur bilið og fjölgar spritt- brúsum og þá er undirmönnuðu lögregluliði falið að fylgjast með að reglum sé fylgt. Reglum sem hafa því miður á undanförnum dögum orðið æ óskýrari af hálfu stjórnvalda, reglum sem taka breytingum eftir því hver skýrir frá og þol íbúa minnkar í samræmi við óskýrleika. Á tyllidögum afhendir forseti Íslands þeim fálkaorðu sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Þetta árið er ljóst að landsmenn hafa skarað fram úr á sínu sviði. Borgari lands- ins, sem á augabragði brást við ákalli stjórn- valda og gjörbreytti sínum lifnaðarháttum í vor þegar veiran barst til landsins. Landsmenn drógu sig í hlé, tóku tillit, virtu nálægðarmörk, skemmtanabann og sýndu í raun fádæma tillits- semi í samskiptum sín á milli. Öll vorum við jú almannavarnir. Þegar almenningur mátti svo fara að tínast út á götu og ferðast um landið hvöttu stjórnvöld landsmenn til að styðja við innlenda ferðaþjón- ustu og var því svarað með hraði. Gististaðir fylltust, veitingastaðir um allt land voru bókað- ir, zip-line á Vík, Stuðlagil, Vök böðin og Tjöru- húsið, allt var bókað vikum saman og fylgdumst við með ferðalögum landsmanna í gegnum fjöl- miðla og samfélagsmiðla. Nú þegar almenn- ingur þarf aftur að draga sig í skel og gæta strangari sóttvarna verða stjórnvöld að bera virðingu fyrir þeim fórnum sem landsmenn eru að færa. Það þarf að koma fram af virðingu þegar skyldur eru settar á herðar borgara um skerðingu á lífsgæðum. Það er ekki hægt að krefjast þess að almenningur gegni hlutverki al- mannavarna ef reglur eru óskýrar eða fálmkenndar. Stjórnvöld skulda almenningi afsökunarbeiðni á óskýrleika en ekki síður skal þakka almenningi fyrir vel unnin störf á síðustu vikum og mánuðum. Samstaða landsmanna er ekki sjálfsögð en mjög virðingarverð. Helga Vala Helgadóttir Pistill Fálkaorðuna fá íbúar landsins Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen voru undirritaðir í maí. Um er að ræða 1,2 milljarða króna lán Arion banka til Icelandair hótela. Þann 5. ágúst voru 3.140 ein- staklingar með lán í greiðsluhléi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, en heildarskuldir námu um 84 milljörðum króna samkvæmt upp- lýsingum fjármála- og efnahags- ráðuneytisins. Meðalskuld hvers einstaklings var 26 milljónir króna, en þegar mest lét í lok maímánuðar nýttu rúmlega 4.100 einstaklingar sér greiðsluhlé lána. Færri sækja um lokunarstyrki Alls hafa borist 170 umsóknir um lokunarstyrki, með reiknuðum styrk upp á 196,5 milljónir króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að um 2.000 fyrirtæki gætu fallið und- ir úrræðið. Alls hafa 125 umsóknir um lokunarstyrki verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 millj- ónum króna. Þá hafa alls 14,5 millj- arðar króna verið greiddir út til tæp- lega 7 þúsund einstaklinga sem sótt hafa um útgreiðslu séreignarsparn- aðar. Til samanburðar nýttu 40.744 einstaklingar heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar árið 2009 í kjöl- far efnahagshrunsins 2008, en fjár- hæðin sem tekin var út á árinu 2009 nam 21,7 milljörðum króna. Þá hafa 43,5 milljarðar króna verið greiddir í atvinnuleysisbætur það sem af er ári, en áætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir alls 56 milljörðum í greislu at- vinnuleysisbóta. 18 milljarðar króna hafa verið greiddir í hlutabætur á árinu, en gert er ráð fyrir 20 millj- örðum í greiðslu hlutabóta. Í júlí voru rúmlega 17 þúsund manns á at- vinnuleysisbótum og 3.800 manns á hlutabótaleið. Staða helstu efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins Skráð atvinnuleysi og hlutaatvinnuleysi Fjöldi atvinnu lausra frá júlí 2019 til júlí 2020 ma.kr. ma.kr. Frestun skattgreiðslna Ferðagjöf Notkun ferðagjafar Greiðsluhlé einstaklinga og fyrirtækja Hlutaatvinnuleysi eftir kynjum Kostnaður vegna atvinnuleysisbóta og hlutabóta 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 400 300 200 100 0 Almennt atvinnuleysi Hlutaatvinnuleysi (vegna skerts starfshlutfalls) Áætlun ársins 2020 Þar af greitt á árinu Karlar Konur Veitingar Gisting Samgöngur Afþreying Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Hlutaat- vinnuleysi Almennt atvinnuleysi 61 fyrirtæki hyggst endurgreiða hlutabætur og af þeim hafa 44 nú þegar endurgreitt 210 m.kr. Útgreiðsla séreignarsparnaðar 14,5 ma.kr. höfðu verið greiddir út þann 10. ágúst sl. til tæplega 7.000 einstak- linga en á þessu ári eru áætlaðar greiðslur um 18 ma.kr. 22 18 56 43,5 Í júlí frestuðu launagreiðendur 2% af allri staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, eða um 708 m.kr. 137.000 manns hafa sótt ferðagjöfi na hjá 759 fyrir- tækjum 380 m.kr. hafa verið nýttar af 1,5 mö.kr. sem varið var til verkefnisins en um 2.000 ferðagjafi r hafa verið nýttar daglega jú lí ág ús t se pt . ok t. nó v. de s. ja n. fe b. m ar s ap ríl m aí jú ní jú lí mars-júlí 2020 25% 20% 15% 10% 5% 0% mars apríl maí júní júlí Hluffall frestana af höfuðstól 22% 9% 5% 6% 2% 59% 25%31% 11% 33% 41% 49.245 alls 13. maí 5. ágúst 2020 Fyrirtæki Einstaklingar 1.763 fyrirtæki og 3.140 einstaklingar voru með lán í greiðsluhléi 5. ágúst sl. Yfir 1.700 fyrirtæki eru með lán í greiðsluhléi SVIÐSLJÓS Lilja Hrund Ava Lúðvíksd. liljahrund@mbl.is Alls voru 1.763 fyrirtækimeð lán í svonefndugreiðsluhléi 5. ágúst sl. ognámu skuldir þeirra um 275 milljörðum króna. Þetta kemur fram á yfirliti sem fjármála- og efna- hagsráðuneytið hefur birt um stöðu efnahagsaðgerða vegna veirufarald- ursins. Þá hafa alls 567 umsóknir um stuðningslán borist og er heildar- fjárhæð umsókna um 5,1 milljarður króna. Alls hafa 237 umsóknir verið afgreiddar og er fjárhæð útgreiddra stuðningslána 1,9 milljarðar króna. Fjármálaráðuneytinu er kunnungt um að aðeins eitt viðbótarlán hafi verið veitt, en samningar Seðlabank- ans við lánastofnanir um brúarlán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.