Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, tekur við starfi sérfræðings í málefnum landa- mæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Eins og fram hef- ur komið í fréttum hefur ólga verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarið og kvartanir borist dómsmálaráðuneytinu frá starfs- mönnum embættisins. Í frétt dómsmálaráðuneytisins í gær segir að flutningurinn gefi ráðu- neytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu Ólafs Helga og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen-samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen- ríkjanna á sviði landamæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex-landamærastofnunarinnar. ,,Þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suð- urlandi, verði tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suður- nesjum, frá 1. september til 1. nóv- ember nk. Margrét Kristín Páls- dóttir, lögfræðingur í dómsmála- ráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embætt- inu á sama tímabili. Embættið verður auglýst laust til umsóknar við fyrstu hentugleika.“ Færður til dómsmála- ráðuneytis  Grímur settur í starf lögreglustjóra Tímamót Ólafur Helgi hefur verið lögreglustjóri á Suðurnesjum í sex ár. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Salan í netverslun Nettó hefur margfaldast undanfarnar vikur. Veltan er nú um þrisvar til fjórum sinnum meiri en í sumar. Þetta segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Segir hann netverslun hafa dregist saman í sumar eftir mik- inn sölukipp við upphaf faraldurs kórónuveiru. „Þegar við fórum inn í sumarið og létt hafði verið á takmörkunum þá fór netið í eðli- legri farveg. Það er mjög eðlilegt og í raun eitthvað sem við áttum von á,“ segir Gunnar og bætir við að netsalan hafi tekið við sér að nýju strax eftir verslunarmanna- helgi. Svipar þróuninni eftir þann tíma til söluaukningarinnar sem raungerðist eftir fyrri bylgju far- aldursins. „Fólk fór aftur í rútínu eftir verslunarmannahelgi og net- ið fór á flug um svipað leyti. Þeg- ar hert var á takmörkunum fund- um við strax daginn eftir að umferðin rétt um tvöfaldaðist. Frá þeim tíma hefur salan verið nokkuð stöðug,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann að mörg hundruð manns nýti netverslun fyrirtækisins á degi hverjum. Seg- ir Gunnar það benda til þess að kauphegðun einstaklinga sé breytt. „Það er búin að eiga sér stað breyting í kauphegðun til framtíðar. Það er kominn góður kúnnahópur sem heldur áfram að vaxa.“ Netverslun margfaldast Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nettó Fyrirtækið hefur náð mjög góðum árangri í netsölu hér á landi.  Sala í netverslun Nettó hefur aukist mikið síðustu vikur Heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu í dag um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið. Samráðsfundur fer fram á Hótel Hilton Nordica frá kl. 9 til 13. „Streymt verður beint frá fund- inum sem markar upphaf samráðs- ins en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að stilla saman strengi og móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun að- gerða vegna Covid-19 á næstu miss- erum,“ segir í tilkynningu. Streymt verður frá fundinum m.a. á mbl.is og á vef stjórnarráðsins. Samráðsfund- ur um líf með veirunni í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.