Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  213. tölublað  108. árgangur  BORGARA HEIMA BÚÐU TIL ÞINN NÝTT Í NETTÓ! -20 ÞÚ FÆRÐ ALLT TIL ALLS Í NETTÓ! Kölnarhryggur Með gljáa 1.799KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 10.—13. september -40% -50%VínberRauð 549KR/KG ÁÐUR: 1.098 KR/KG TALANDI PÁFA- GAUKUR TEKUR Á MÓTI GESTUM ALLIR LITIR LÍFSINS LEIKÁRIÐ KYNNT 22 HEILSUBLAÐ HAGKAUPS FYLGIR MEÐ Í DAG STANSLAUST RENNERÍ 14 Dánartíðni 70 ára og eldri var lægri fyrstu 33 vikur ársins en það tímabil árin 2017 til 2019. Þá létust færri að meðaltali í viku hverri í ár. Þetta kemur fram hjá Hagstof- unni. Að meðaltali dóu 43 í viku hverri en til samanburðar hafa tíu látist í kórónuveirufaraldrinum í ár. Haraldur Briem, fv. sóttvarna- læknir, segir þróunina innan vik- marka. Hins vegar kunni betri smit- varnir að hafa skilað árangri. Hann bendir á að inflúensan hafi verið væg síðasta vetur. „Það er allt- af pínulítill umframdauði þegar hún er að ganga,“ segir Haraldur. Felur mögulega í sér vanmat Brynjólfur Sigurjónsson, sérfræð- ingur hjá Hagstofunni, segir stofn- unina ekki hafa lagst í ítarlega grein- ingu á gögnunum. Þess í stað sé lögð áhersla á að gefa þau út sem fyrst. Gera verði ráð fyrir einhverju van- mati í tölunum, einkum vegna dán- arvottorða sem berast seint. „Við höfum ekki reiknað út hvort þetta eru marktækt færri dánir en í venjulegu ári,“ segir Brynjólfur og bendir á að fleiri hafi dáið í aldurs- hópnum 30-69 ára í ár en sömu vikur síðustu ára. Sú aukning sé þó ekki jafn afgerandi og lækkun dánartíðni hjá 70 ára og eldri. baldura@mbl.is Dánartíðnin lækkar  Læknir telur betri smitvarnir í ár mögulegan áhrifaþátt MDánartíðnin … »6 Hús við Skólavörðustíg 36 var rifið í gær. Niku- lás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavík- ur, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til þess að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Einungis hefði verið veitt leyfi til að bæta við einni hæð ofan á það en ekkert leyfi til niðurrifs hefði verið veitt. Sagði hann að fulltrúar færu á staðinn á fimmtudags- morgun til að kanna málið. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir hefðu legið öll tilskilin leyfi. Til hefði staðið að byggja hæð ofan á húsið en í ljós komið að burðarvirki þess þyldi það ekki vegna þess að einhverju áður hefðu gluggar verið skornir út á framhliðinni sem veiktu burðarvirkið. Því hefði húsið verið rifið og til stæði að byggja það aftur í uppruna- legri mynd. Fullt samráð hefði verið haft við eft- irlitsaðila. Þessu hafnar byggingarfulltrúi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rifu verndað hús við Skólavörðustíg Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Faraldur kórónuveirunnar hefur haft áhrif á skatteftirlit á árinu þar sem farnar hafa verið töluvert færri eftirlitsferðir á vinnustaði og í fyrir- tæki en áður. Vettvangseftirlit Skattsins hefur heimsótt 1.453 fyrirtæki það sem af er árinu. Í þessum heimsóknum hafa ekki verið gerðar athuga- semdir í 959 tilfellum. Í 130 heim- sóknum hafa verið gerðar munn- legar athugasemdir að því er segir í skriflegu svari Kristínar Gunn- arsdóttur sérfræðings hjá Skatt- inum. Veitt hafa verið 85 tilmæli um úr- bætur og hafa þau tilmæli verið ítrekuð í 34 skipti. Einu félagi hefur verið lokað en 14 félög hafa fengið viðvörun í þá veru. Gæta þarf að því að öllum reglum sé fylgt um sóttvarnir „Covid-faraldurinn hefur óneit- anlega haft áhrif á eftirlitið þar sem gæta þarf að því að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt í hvívetna í slíkum heimsóknum. Slíkt hefur m.a. haft þau áhrif að heimsóknum í fyrirtæki hefur fækkað en til sam- anburðar voru heimsóknir á sama tímapunkti í fyrra orðnar rúmlega 2.000,“ segir Kristín. Einu félagi lokað og 14 viðvaranir  Færri eftirlitsferðir vegna sóttvarna Ætla má að útflutningsverðmæti makríls sem veiðst hefur í ár verði hátt í 25 milljarðar króna. Síðustu vikur hefur fengist góður afli í Síld- arsmugunni austur af landinu, en langt hefur verið að sigla. Um miðja vikuna höfðu 2⁄3 hlutar makrílafla sumarsins fengist í Síldarsmugunni. Fram undan eru veiðar á norsk- íslenskri síld og eru fyrstu skipin byrjuð á síld. Fréttir af afla Færey- inga við Kolbeinsey lofa góðu, en auk þess var síld víða við landið í sumar. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni, skipstjóra á Berki, að mikið sé af síld austur af landinu. Hann veltir því fyrir sér hvort hún muni hafa vetursetu á Rauða torginu eins og í gamla daga. »26 Um 25 milljarðar fyrir makrílinn  Góður afli í Síldarsmugunni fyrir austan MEIRA FYRIR HEILSUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.