Morgunblaðið - 10.09.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Þetta segir í pistli Frjáls lands ívikunni:
Þær gleðifregnir berast frá Eng-landi að nýr útvarpsstjóri BBC
ætli að gæta hlutleysis (Mbl. 7.9.
2020). Þeir
sem hafa
fylgst með
umfjöllun
BBC um
BREXIT,
ESB, Trump,
loftslagsmál,
Pútín, Rússa eða Icesave vita að
mikið hefur vantað þar á. BBC hef-
ur útvarpað gagnrýnislaust lituðum
og jafnvel röngum upplýsingum og
ruslvísindum og ýtt undir óraunhæf
stefnumál og sleppt að gera öfga-
stefnum skil.
BBC hefur oft horft framhjá
hinni síversnandi siðmenningar-
upplausn og öryggisleysi í Bret-
landi og almennt á Vesturlöndum
sem fylgt hefur vaxandi stjórn-
málaskrumi, öfgahreyfingum,
framandi trúarbrögðum og mönn-
um frá framandi menningar-
svæðum.
BBC hefur mikil áhrif á skoð-anamyndun. Eins og hjá mörg-
um öðrum stórfjölmiðlum virðast
margir frétta- og dagskrármenn
þeirra aldir upp í vernduðu um-
hverfi háskóla og stofnana með tak-
mörkuð raunveruleikatengsl og
litla vísindaþekkingu. En þeim mun
meir af óraunsæjum hugsjónum og
rétthugsunarkreddum. BBC er í
eigu almennings og gæti því tekist
að verða hlutlaust.
Verra er með suma einkareknafjölmiðla á Vesturlöndum sem
auðmenn eða áróðursmenn ná að
nota til æsinga, óhróðurs, spillingar
eða skemmdarverka.“
Skipt hefur verið um stjóra á„RÚV“ oftar en einu sinni, en
aldrei kemur nýr.
Fordæmi BBC
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Verulega hefur hægt á íbúðafjárfest-
ingu hér á landi samkvæmt nýjum
tölum frá Hagstofu Íslands. Íbúða-
fjárfesting dróst saman um 21% milli
ára á öðrum fjórðungi þessa árs sem
er mesti samdráttur sem hefur
mælst síðan á öðrum fjórðungi árs-
ins 2010. Þetta kemur fram í Hagsjá
Landsbankans.
Þar kemur jafnframt fram að
þetta er annar ársfjórðungurinn í
röð sem samdráttur mælist, en á
fyrsta ársfjórðungi dróst íbúðafjár-
festing saman um 5%. Þrátt fyrir
þetta er uppbygging enn þá mikil og
má áfram gera ráð fyrir fjölgun
íbúða inn á markaðinn næstu misseri
þar sem tíma tekur að klára mörg
þeirra verkefna sem þegar voru haf-
in.
Alls var fjárfest fyrir ríflega 35
milljarða króna á öðrum fjórðungi
þessa árs. Ef frá er talið tímabilið frá
fyrsta ársfjórðungi 2019 til fyrsta
ársfjórðungs 2020 er þetta mesta
fjárfesting sem hefur átt sér stað á
stökum ársfjórðungi síðan 2008. „Við
sjáum því að þó svo að það hægi á
íbúðafjárfestingu er engu að síður
talsvert í byggingu. Það má því segja
að við séum að ganga í gegnum upp-
byggingarskeið sem er ekki ósvipað
því sem átti sér stað á árunum 2006-
2008 þegar að jafnaði var fjárfest
fyrir tæplega 40 ma.kr. á hverjum
ársfjórðungi, á verðlagi ársins 2019,“
segir í Hagsjánni. hdm@mbl.is
Hægir verulega á íbúðafjárfestingu
Fjárfesting dróst saman um 21%
Fjárfest fyrir ríflega 35 milljarða
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hús Talsvert af húsnæði er í bygg-
ingu þrátt fyrir hægari fjárfestingu.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 11–15
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Eldhúsinnréttingar
Árni Halldórsson skip-
stjóri og útgerðar-
maður á Eskifirði lést í
gær, 9. september, á
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað eftir skamm-
vinn veikindi. Árni
fæddist á Eskifirði 3.
október 1933 og ólst þar
upp í stórum systkina-
hópi, sonur hjónanna
Halldórs Árnasonar
útgerðarmanns og Sol-
veigar Þorleifsdóttur
frá Svínhólum í Lóni.
Árni hóf sjómanns-
ferilinn á unglingsárum en að loknu
skipstjórnarnámi 1956 var hann m.a.
skipstjóri á Austra SU, Hólmanesi
SU, Krossanesi SU og fleiri skipum
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem
hann sótti sum hver til skipa-
smíðastöðva í Noregi og Austur-
Þýskalandi.
Hann stofnaði síðar og rak fyrir-
tækið Friðþjóf hf. ásamt eiginkonu
sinni Ragnhildi Kristjánsdóttur og
nánum samstarfsmönnum og eig-
inkonum þeirra. Hann
var farsæll skipstjóri á
skipum félagsins um
áratugaskeið, allt fram
á tíunda áratuginn, en
þá fór hann til starfa í
landi. Félagið rak
botnfiskvinnslu á Eski-
firði um langt skeið og
var umsvifamikið í
vinnslu á síldaraf-
urðum.
Árni gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum í
þágu sjómanna og út-
gerðar og sat um skeið
i bæjarstjórn á Eskifirði fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Árni og Ragnhildur eignuðust sex
börn;, andvana son 1955, Kristínu
Aðalbjörgu, f. 1957, Halldór, f. 1958,
Björn, f. 1959, Sigrúnu, f. 1960, og
Guðmund, f. 1963, en að auki ólst
Auður, dótturdóttir þeirra, að miklu
leyti upp hjá afa sínum og ömmu.
Ragnhildur lést í desember 2018.
Afkomendur þeirra eru alls 30 tals-
ins.
Andlát
Árni Halldórsson
Allt um sjávarútveg