Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is
Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100
eða á heilbrigdi@rekstrarland.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
18
30
88
ABENA ÞVAGLEKAVÖRUR
FÁST Í REKSTRARLANDI
samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands og Ríkiskaupum
OPIÐ ALLA
VIRKA DAGA
KL. 8–17.
Abena hjálparvörurnar við þvagleka eru alhliða
lausnir fyrir alla þá sem glíma við þvagleka.
Sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val og veita
persónulega og faglega þjónustu. Skírteinishafar
geta leitað beint til Rekstrarlands.
Við komum vörunum heim til notenda.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Umferðin hingað til okkarhefur verið svo mikil ísumar að það mætti helstlíkja því við Laugaveg-
inn. Í júlí var stanslaust rennerí til
okkar frá hádegi og langt fram á
kvöld. Við þurftum að færa morg-
unmatinn fram og einfalda hádeg-
ismatseðilinn til að ná að sinna öllu
og öllum,“ segir Stella Guðmunds-
dóttir, sem á og rekur ferðaþjónustu
í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi
ásamt syni sínum Gísla Pálmasyni
og tengdadótturinni Lóu Hrönn
Harðardóttur. Í Heydal er hægt að
gista á sveitahóteli, í sumarbústöð-
um eða á tjaldsvæði og þar er veit-
ingastaður sem býður upp á mat úr
hráefni úr heimabyggð og bleikju úr
bleikjueldi Gísla. Einnig er í boði
heimaræktað grænmeti úr gróð-
urhúsi Gísla og fölbreytt afþreying
er í boði fyrir gesti, hestaleiga,
kajaksiglingar, gönguferðir, veiði,
mínígolf, heitir pottar og náttúru-
laug.
„Vegna covid fjölgaði Íslend-
ingum mjög meðal okkar gesta í
sumar og það var skemmtileg til-
breyting, því í venjulegu árferði eru
erlendir gestir í miklum meirihluta.
Íslendingar haga sér á annan hátt en
erlendu ferðamennirnir að því leyti
að þeir hringja beint í mig til að
panta gistingu eða mat með litlum
fyrirvara en útlendingar panta allt
með miklum fyrirvara,“ segir Stella
sem hefur staðið í brúnni í Heydal í
17 ár, eða frá því þau opnuðu árið
2003.
„Ég verð áttræð á næsta ári og
mun standa hér áfram eins lengi og
ég get, meðan aðrir þola mig og reka
mig ekki í burtu,“ segir Stella.
Tófan og hundarnir eru vinir
Stella er mjög áhugasöm um
náttúruna í öllum sínum myndum og
hún er mikill dýravinur. Í Heydal
eru ekki aðeins hross heldur vappa
líka þrír hundar um hlaðið og kött-
urinn Garpur heldur til í gróðurhús-
inu þar sem Gísli ræktar m.a. epli,
kirsuber og vínber. Gróðurhús þetta
er mikill sælureitur og þar er lítil
sundlaug sem gestum er velkomið
að dýfa sér ofan í, en vatn þeirrar
laugar hitar einnig upp gróðurhúsið.
Stóri talandi páfagaukurinn Kobbi
vekur mikla lukku hjá gestum sem
koma í Heydal, en hann tekur á móti
fólki fyrir utan hótelið þar sem hann
prílar um í stóra búrinu sínu og
mælir á íslensku.
„Við leyfum honum að vera þar
úti þegar vel viðrar en svo færum
við hann hingað inn í móttökuna
þegar degi hallar. Krakkar eru sér-
staklega spenntir fyrir Kobba og
hafa gaman af að láta hann herma
eftir sér. Yngri sonur minn átti
þennan páfagauk fyrst, fékk hann í
vinnuskiptum hjá manni sem átti
gæludýrabúð. Kobbi kom í okkar
fjölskyldu þegar hann var hálfs árs
og hefur verið með okkur síðan, eða
í tuttugu ár. Sonur minn kenndi
Kobba að tala íslensku þegar hann
var ungi, núna hermir hann eftir
öllu sem hann heyrir, símhring-
ingum og hvers konar hljóðum.
Hann býður góðan dag og góða nótt
og hann getur farið með heilu sím-
tölin.“ Hundarnir tveir sem fjöl-
skylda Stellu á heita Loki og
Bangsi, en sá þriðji heitir Þorri og
er yngstur, en hann tilheyrir starfs-
manni.
„Loki kom hingað á sínum tíma
sem hvolpur, en Bangsi var eldri
þegar við fengum hann. Þeir eru
góðir félagar hundarnir okkar og
miklir vinir tófunnar sem heldur til
hér fyrir ofan. Þetta er tæfa sem
heitir Zorra og er með yrðlinga, hún
hefur verið hér í fjögur ár með gren-
ið sitt. Hún er orðin mannvön og
kemur til okkar til að fá að éta. Við
fengum hana sem yrðling frá refa-
skyttu svo það voru hæg heimatökin
að hæna hana að okkur frá unga-
aldri. Hún er mjög góður vinur
hundanna, þau leika sér mikið
saman, tæfan og hundarnir.“
Hundur Loki kann vel að meta félagsskap gesta hótelsins. Vinir Hundurinn Bangsi leikur sér við yrðlinginn Zorru sem býr ofan við hótelið. Stór Garpur býr í gróðurhúsi Gísla.
Stella og fjörugt dýralífið í Heydal
Þótt Heydalur í Mjóafirði
sé úr alfaraleið hefur
verið mikið að gera þar
í sumar hjá Stellu sem
stendur vaktina allan
liðlangan daginn á sveita-
hótelinu sem hún rekur
ásamt syni sínum og
tengdadóttur. Friðsælt og
fallegt er í Heydal og þar
tekur stór talandi páfa-
gaukur á móti gestum.
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Kúnstugur Stella og tvítugi páfagaukurinn Kobbi sem talar mannamál og á það til að herma eftir heilu símtölunum.