Morgunblaðið - 10.09.2020, Síða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ E 350E AVANTGARDE
nýskráður 05/2018, ekinn 21 Þ.km, bensín, 9 gíra
sjálfskiptur. 18“ álfelgur, stafrænt mælaborð,
leiðsögukerfi, bakkmyndavél o.fl.
Verð 6.490.000 kr. Raðnúmer 251514
VW PASSAT GTE COMFORTLINE
Nýskráning 9/2018, bensín/rafmagn, ek. 18 þkm.
Sjálfskipting. Stafræntmælaborð. Dráttarkrókur,
18“ álfelgur o.fl. Verð 4.550.000 kr.
Raðnúmer 251481
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
AUDI A3 E-tron Panorama Nýskráður
05/2018 ek. 36þkm. bensín og rafmagn, sjálfskiptur.
Hlaðinn aukabúnaði s.s. Stafræntmæla-borð, glerþak,
leður og alcantara sportsæti, Bang & Olufsen hljóm-
kerfi, Matrix LED, leiðsögukerfi, flatbotna leðurstýri, 17“
álfelgur o.m.fl. Verð 4.550.000 kr. Raðnúmer 251482
M.BENZ E 350E AVANTGARDE
nýskráður 03/2018, ekinn 29 Þ.km, bensín og
rafmagn (plug in hybrid), 9 gíra sjálfskiptur,
18“ álfelgur, dráttarkrókur, stafrænt mælaborð,
leiðsögukerfi o.fl. Verð 6.590.000 kr.
Raðnúmer 251299
M.BENZ C 300E 4MATIC AMG
nýskráður 01/2020, ekinn 14 Þ.km, bensín og raf-
magn (plug in hybrid), 9 gíra sjálfskipting. Stafrænt
mælaborð, leiðsögukerfi og hellingur af flottum
aukahlutum. Síðast en ekki síst er hann með AMG
útlitspakka! Verð 8.490.000 kr. Raðnúmer 251520
Það voru mikil von-
brigði að þurfa að tak-
marka heimsóknir á ný
á hjúkrunarheimilin
eftir dásamlegt hlé fyr-
ir daglega lífið frá lok-
um fyrstu bylgju. Opn-
un landamæra og
fjölgun smita sem
þannig bárust inn í
landið höfðu þau áhrif
að annað var ekki hægt. Starfsfólk og
ættingjar voru í æfingu og settu sig
strax í stellingar og í sameiningu
unnu allir aðilar eins og vel smurð
vél.
Lagðist misvel í okkar fólk
Flestir íbúar tóku þessu með ró,
þótt sumir yrðu auðvitað hundfúlir og
örfá dæmi komu upp þar sem fjöl-
skyldur fóru ekki eftir leiðbeiningum
og reglum. Starfsfólk fór að vinna í
sóttvarnahólfum og takmarkanir á
heimsóknum voru miðaðar við hættu-
stig, en ekki neyðarstig. Það þýddi að
makar eða nánasti ættingi geta kom-
ið daglega og íbúar geta farið út í
garð og í bíltúra. Rökin fyrir því að
takmarka umferð inn á heimilin voru
og eru að draga úr líkum á smiti.
Erfiðastar voru veislurnar
Fermingar voru loksins haldnar og
þá vill hin íslenska stórfjölskylda
koma saman og umvefja ferming-
arbarnið og ömmur, afar, langömmur
og langafar vilja vera með. Í stórum
veislum eru miklar líkur á að einhver
sé lasinn og því alls ekki hægt að
mæla með því að farið yrði í stórar
veislur og takmarkanir voru því við
10 eða færri. Með góðu samstarfi við
fjölskyldur íbúa var reynt að finna
aðrar lausnir, t.d. að fermingarbarnið
hitti þann sem telst til viðkvæms
hóps og býr á hjúkrunarheimili á
undan veislunni eða sérstaklega. Í
flestum dæmum leystist þetta.
Haustið – breytingar
Miklar breytingar eru í þjóðfélag-
inu á þessum tíma árs og hjúkrunar-
heimilin fara ekki varhluta af því.
Núna eru fardagar og þá verða
breytingar í starfsmannahópnum.
Flottur hópur starfsmanna sem hafa
leyst okkar starfsfólk af í sumar er að
fara í skólann og einnig eru börn
starfsmanna að hefja aftur skóla-
göngu.
Fjarvera starfsfólks frá vinnu
vegna Covid eykst
Vegna Covid sjáum við að starfs-
fólk er mögulega ekki að skila sér inn
eftir sumarfrí eða hefur seinna störf
þar sem skólar hófu ekki eðlilegt
starf á áætluðum tíma. Margir Ís-
lendingar hafa einnig farið í sóttkví
og margt starfsfólk er reglulega í
verndarsóttkví, á meðan beðið er
skimunar og niðurstöðu rannsóknar,
til að tryggja að ekki berist smit inn á
heimilin/vinnustaðinn til verndar
okkar viðkvæma hópi. Þetta ástand
hefur í för með sér verulegan kostn-
að, bæði launa- og rekstrarkostnað
og ekki er í augsýn hvernig verður
bættur.
Hrós til starfsfólks
hjúkrunarheimila
Starfsfólk hjúkrunarheimilanna á
mikið hrós skilið fyrir hversu faglega
tekist er á við COVID-19-veiruna og
ber að þakka íbúum og ættingjum
sem hafa unnið og vinna vel saman í
takt við leiðbeiningar. Gaman er að
segja frá því að Belgía hefur óskað
eftir þýddum leiðbeiningum um við-
brögð hjúkrunarheimila á Íslandi við
Covid frá samráðshópi um starfsemi
hjúkrunarheimila og dagdvala í CO-
VID-19-faraldri hjá sóttvarnalækni.
Þar hafa hjúkrunarheimilin gegnt
lykilhlutverki í að smíða og deila leið-
beiningum í sameiningu.
Saman komumst við í gegnum
þetta.
Hjúkrunarheimilin og seinni COVID-19- bylgjan
Eftir Önnu Birnu
Jensdóttur og
Maríu Fjólu
Harðardóttur
» Þetta ástand hefur í
för með sér veru-
legan kostnað, bæði
launa- og rekstrar-
kostnað og ekki er í aug-
sýn hvernig hann verð-
ur bættur.
María Fjóla
Harðardóttir
Anna Birna er framkvæmdastjóri
Sóltúns. María Fjóla Harðardóttir er
forstjóri Hrafnistuheimilanna. Báðar
eru í stjórn Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu og í samstarfshópi um
starfsemi hjúkrunarheimila og dag-
dvala í COVID-19-faraldri.
annabirna@soltun.is
maria.hardardottir@hrafnista.is
Anna Birna
Jensdóttir
Hinn stórkostlegi
Demantshringur, 250
kílómetra langur
hringvegur á Norður-
landi, var loks opnaður
um síðustu helgi.
Íslendingar og
ferðamenn sem heim-
sótt hafa landið eru
vanir hinum Gullna
hring en nærri því
hvern einasta dag sl.
áratug hafa rútur safn-
að fólki saman á hótelum í Reykja-
vík og ekið sem leið liggur hinn róm-
aða Gullna hring; að Gullfossi,
Geysi, Þingvöllum, Skálholti, Kerinu
og aftur til baka. Þessi víðfarna
ferðamannaleið hefur gert ferða-
þjónustunni kleift að vaxa og dafna.
Það er því mikil innviðabót sem nýr
Dettifossvegur og bundið slitlag
hefur fært Norðlendingum og norð-
lenskri ferðaþjónustu en Norðlend-
ingar hafa í áraraðir kallað eftir
þessari samgöngubót.
Á Demantshringnum eru fimm
lykiláfangastaðir; hinn sögufrægi
Goðafoss þar sem þjóðsagan segir
að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi
varpað goðalíkneskjum sínum þegar
hann sneri heim frá Lögbergi, til
staðfestingar á því að hann hefði
tekið nýjan kristinn sið; nátt-
úruperlan Mývatn, Dettifoss sem er
aflmesti foss í Evrópu, nátt-
úruundrið Ásbyrgi sem lætur hvern
þann snortinn sem þangað kemur,
og Húsavík sem er hvalaskoð-
unarhöfuðborg landsins en hefur nú
hlotið náð fyrir augum heimsins á
nýjan og annan
skemmtilegri hátt – í
gegnum streymisveit-
una Netflix.
Íslendingar leggja
sitt af mörkum
Samkvæmt umfjöll-
un á ferðavefnum Túr-
isti.is stóðu Íslend-
ingar undir um sjö af
hverjum tíu gistinótt-
um á íslenskum gisti-
stöðum í júlí. Til sam-
anburðar í fyrra var
vægi þetta innan við
fimmtungur af heildinni. Vissulega
skrifast skýringin á heimsfaraldur
kórónuveiru, samdrátt í utanlands-
ferðum landsmanna vegna veir-
unnar og ferðatakmarkanir. En
sumarið endurspeglaði jafnframt
vilja hjá landsmönnum til að kynn-
ast landinu sínu upp á nýtt og
ferðast innanlands. Ísland, landið
okkar hefur eins og margir hafa
kynnst á ferðalögum sínum í sumar,
upp á svo margt að bjóða – ótal
afþreyingarmöguleika og fallega
náttúru. Hér er líka allt til staðar,
fjölbreytt gistiþjónusta, nóg af bíla-
leigubílum og flugvélar til að komast
landshluta á milli á skömmum tíma.
En þrátt fyrir mikinn samdrátt í
alþjóðafluginu er mikið minni sam-
dráttur í innanlandsfluginu, en rétt
um fjörutíu þúsund farþegar fóru
um innanlandsflugvelli landsins í
júlí. Hlutfallega fækkaði farþegum
minnst á Egilsstöðum en mest í
Reykjavík og á Akureyri og er það
vissulega umhugsunarefni. Hátt
verðlag í innanlandsflugi er fyrir
löngu farið að bitna á lífsgæðum
þeirra sem búa úti á landi. Þetta
þekkjum við. Það er dýrt að fljúga
og íbúar landsins verða að geta sótt
sér nauðsynlega miðlæga þjónustu á
vegum ríkisins með greiðari sam-
göngum. Nauðsynlegt er því að
koma til móts við hátt verðlag á inn-
anlandsflugi og hef ég lengi, bæði
sem þingmaður og formaður starfs-
hóps um uppbyggingu flugvallakerf-
isins og eflingu innlandsflugsins, tal-
að fyrir innleiðingu á skosku leiðinni
svokölluðu sem veitir íbúum með
lögheimili á ákveðnum lands-
svæðum rétt til afsláttar á flugfar-
gjöldum.
Skoska leiðin tekur flugið
Hin skoska leið felur í sér heimild
fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða far-
gjöld íbúa og nemenda af lands-
byggðinni til að jafna aðgengi þeirra
að þjónustu sem ekki er í boði í
heimabyggð. Niðurgreiðslan sam-
kvæmt skosku leiðinni nær aðeins
til einstaklinga sem búa á viðkom-
andi svæði, ekki til fyrirtækja eða
einstaklinga sem vilja sækja svæðið
heim sem ferðamenn.
Samkvæmt nýrri flugstefnu fyrir
Ísland er niðurgreiðsla á flugi íbúa á
landsbyggðinni til höfuðborgarinnar
orðin að veruleika og hóf skoska
leiðin formlega göngu sína í þessari
viku en síðustu mánuði þessa árs
munu íbúar landsbyggðarinnar, sem
búa í meira en 275 kílómetra fjar-
lægð frá höfuðborginni, fá end-
urgreiddan hluta fargjalds af ferð til
og frá Reykjavík eða af tveimur
flugleggjum á þessu ári en af sex
flugleggjum á því næsta. Verkefnið
er hluti af stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar um að gera innan-
landsflugið að hagkvæmari kosti
fyrir íbúa landsbyggðanna og að
áfram þurfi að byggja upp
almenningssamgöngur um land allt.
Flug til Eyja hefur hingað til verið
rekið á markaðsforsendum og fór
Flugfélagið Ernir sína síðustu áætl-
unarferð, í bili að minnsta kosti, til
Vestmannaeyja þann 4. september
sl. Nú gæti hins vegar orðið breyt-
ing á þegar niðurgreiðslur ríkisins í
innanlandsflugi komast í gagnið en
200 milljónir króna eru eyrnamerkt-
ar í verkefnið á þessu ári og um 600
milljónir króna eru áætlaðar á því
næsta.
Meginmarkmiðið er ljóst
Meginmarkmiðið er ljóst að mínu
mati, þ.e. að jafna tækifæri allra
landsmanna til atvinnu og þjónustu,
jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri
þróun byggðarlaga um land allt. Ís-
land er og verður í fararbroddi með
lausnir fyrir nútímainnviði, verð-
mætasköpun, jöfn lífsgæði og bætt
lífskjör landsmanna. Þessu megum
við ekki gleyma þrátt fyrir að efna-
hagur okkar og atvinnulíf standi
frammi fyrir erfiðum tímum, því
verður að hafa hugfast að þeir eru
tímabundnir, ekki varanlegir.
Demantshringurinn og skoska leiðin
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson »Meginmarkmiðið er
ljóst að jafna tæki-
færi allra landsmanna
til atvinnu og þjónustu
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Norðausturkjördæmi og
nefndarmaður í atvinnuveganefnd og
fjárlaganefnd Alþingis.
ntf@althingi.is
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.