Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 46

Morgunblaðið - 10.09.2020, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Á K100.is má nálgast fjölbreyttar og skemmtilegar fréttir sem hækka í gleðinni. Vefsíðan er í stöðugri sókn og nýverið bættist Aníta Est- íva Harðardóttir í hóp starfsmanna stöðvarinnar. Hún leysir Rósu Margréti Tryggvadóttur, sem farin er í barnsburðarleyfi, af hólmi og miðl- ar áhugaverðum viðtölum og frétt- um á K100.is. Aníta hefur starfað við fjölmiðla um árabil og sá hún meðal annars um umsjón vefjarins Bleikt.is. „K100.is hefur verið í stórsókn undanfarið enda ekki annað að sjá en að mikil spurn sé eftir jákvæð- um og skemmtilegum fréttum um þessar mundir,“ segir Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100. „Aníta Estíva hefur mikla reynslu og er mikill fengur í okkar öfluga hóp. Upptökur úr dagskrá stöðvarinnar eru alltaf aðgengilegar á K100.is þar sem dagskráin er reyndar send út í beinu streymi á netinu og í Sjónvarpi Símans. Á vefnum má einnig finna áhugaverð- ar fréttir úr mannlífinu eða skemmtileg brot úr viðtölum úr morgun- og síðdegisþáttum stöðv- arinnar.“ „Ég er virkilega ánægð að ganga til liðs við jafn hressan, skemmti- legan og öflugan hóp starfsfólks og er hér á K100. Það verður gaman að takast á við nýjar og spennandi áskoranir og ekkert nema aukin gleði og hamingja fram undan,“ segir Aníta Estíva, blaðamaður á K100.is. Vefur í sókn – Aníta Estíva nýr liðsmaður á K100.is Á K100.is má nálgast fjölbreyttar og skemmtilegar fréttir sem hækka í gleðinni. Vefsíðan er í stöðugri sókn og nýverið bættist Aníta Estíva Harðardóttir í hóp starfsmanna stöðvarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aníta Estíva Hún mun miðla áhugaverðum viðtölum og frétt- um til lesenda miðilsins. Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza geng- ur til liðs við K100 og mun halda úti daglegum pistlum um það sem er að frétta af fræga fólkinu. Hún hefur einstakan áhuga á þeim ríku, frægu, fínu og fallegu og heldur úti fréttasíðu á evaruza.is. Nú munu hlustendur K100 fá allt slúðrið beint í æð frá Evu en einnig munu birtast pistlar frá henni á vefnum K100.is. „Eva er algjörlega fædd fyrir út- varp, með svo mikla útgeislun og sjálfsöryggi sem eru kostir sem fjöl- miðlafólk þarf að hafa. Hún hefur verið að leysa af í síð- degisþættinum á K100 og staðið sig einstaklega vel þar svo þegar tæki- færið kom til þess að ráða hana inn í fast verkefni var ég ekki lengi að stökkva á það. Okkar einkennisorð eru að hækka í gleðinni og það gerum við svo sann- arlega með því að fá Evu til liðs við okkur,“ segir Sigurður Þorri Gunn- arsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100. „Hollywood hefur átt hjarta mitt síðan ég var unglingur og mætti í raun segja að ég sé talskona hinna ríku og frægu frá Hollywood. Kem því í loftið sem skiptir máli. Það er kominn tími á að þessar virðulegu fréttir heyrist á K100 dag- lega. Það hafa allir gott af því að gleyma amstri dagsins og fá dass af Hollywood beint í æð. Ég segi bara fulla ferð áfram beint til Holly!“ seg- ir Eva Ruza. Stjörnufréttir Evu Ruzu eru komnar í loftið á K100 Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza gengur til liðs við K100 og mun halda úti daglegum pistlum um það sem er að frétta af fræga fólkinu. Ljósmynd: Morgunblaðið Eva Ruza Segist hafa einstakan áhuga á þeim ríku, frægu, fínu og fallegu. Kardashian/Jenner-fjölskyldan hefur ákveðið að loka dyrunum að lífi sínu og hætta tökum á raunveru- leikaþáttunum Keeping up with the Kardashians. Eftir 14 ár, 20 þáttaraðir, hundruð þátta og fjöldann allan af spin off-þáttum er komið að leiðarlokum. Raunveruleikaþættirnir hafa gert Kardashian/ Jenner-mæðgurnar að því sem þær eru í dag og skapað veldi sem þær hafa byggt í kringum sig síðasta áratug- inn. Þær velta mörgum milljörðum, og tvær af þeim billj- ónum á ári hverju. Þetta er gríðarlegur skellur fyrir aðdáendur þeirra um allan heim. evaruza@evaruza.is Kardashian-fjölskyldan skellir í lás Kardashian/Jenner-fjölskyldan hefur ákveðið að loka dyrunum að lífi sínu og hætta tökum á raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians. 14 ár í loftinu Raunveruleikaþættirnir hafa gert Kar- dashian/Jenner-mæðgurnar að því sem þær eru í dag. Eva Ruza færir okkur stjörnufréttir: Mikil umræða hefur skapast á sam- félagsmiðlum undanfarna daga vegna óhuggulegs myndbands sem birst hefur á samfélagsmiðlinum TikTok. Umrætt myndband er af Ronnie McNutt sem framdi sjálfsvíg í lok ágúst á þessu ári í beinni út- sendingu á Facebook live. Ormur Guðjónsson er einn af þeim sem rákust á myndbandið og í samtali við K00.is segist hann hafa verið gráti næst og mælir hann ein- dregið með því að foreldrar fylgist vel með notkun barnanna sinna á þessum vinsæla miðli. „Ég var bara að skrolla og svo allt í einu kemur þetta myndband, það var minna en sekúnda áður en hann tók í gikkinn þannig að ég skildi ekki strax hvað var í gangi,“ sagði Orm- ur. Myndbandið hefur þegar birst á fleiri miðlum svo sem YouTube, Facebook og Instagram og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir miðlanna til þess að eyða myndböndunum virðist það ganga illa. Það er því mikilvægt fyrir for- eldra að hafa augun vel opin þessa dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að börnin horfi á þetta efni. anita@k100.is Mikilvægt að foreldrar fylgist með skjánotk- un barnanna sinna Mikil umræða hefur skapast á samfélags- miðlum undanfarna daga vegna óhuggulegs myndbands sem birst hefur á samfélagsmiðl- inum TikTok. Morgunblaðið/Rósa Braga Netið Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir miðlanna til þess að eyða mynd- böndunum virðist það ganga illa Vara við óhuggulegu myndbandi á samfélagsmiðlum R GUNA GÓÐAR I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.