Morgunblaðið - 17.10.2020, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Stefnan í málefnum hælisleit-
enda hér á landi einkennist af
örri fjölgun hælisleitenda og
samsvarandi aukningu útgjalda
hins opinbera til málaflokksins.
Stjórnsýslan ræður ekki við
verkefnið. Útgjöldin fara síhækk-
andi og er þó stór hluti þeirra
ógagnsær í meira lagi. Þessi
málefni ber hátt meðal nágranna
okkar á Norðurlöndum. Við
hljótum að fylgjast með þróun-
inni þar og læra af reynslu
þeirra.
Krafa um aðlögun að samfélaginu
Forsætisráðherra Dana, Mette Fredriksen,
formaður sósíaldemókrataflokksins, systur-
flokks Samfylkingar, sagði á síðasta þingdegi
fyrir sumarleyfi, 22. júní sl., að ekki ætti að
taka við fleiri flóttamönnum en unnt væri að
aðlaga þjóðfélaginu. Hún bætti við að gera
skyldi kröfur til þeirra sem kæmu til Dan-
merkur, enda fylgdust að réttindi og skyldur.
Hún sagði við þetta tækifæri að hvort sem
fólk ætti rætur í Danmörku eða utan hennar
væri það jafnrétti karla og kvenna, stuðn-
ingur við lýðræðisleg gildi og danskt sam-
félag, sem byndi fólk saman þar í landi.
Þessi gildi eiga við á Íslandi. Þá kröfu
verður að gera til þeirra sem veitt er al-
þjóðleg vernd hér á landi að þeir styðji þessi
sjónarmið í orði og verki.
Mistök fortíðar
Í stefnuræðu sinni við setningu danska
þjóðþingsins 6. október sl. kom forsætisráð-
herrann víða við. Ummæli hennar um mál-
efni hælisleitenda hljóta að vekja mikla at-
hygli hér á landi.
Hún sagði útlendingastefnu fortíðar mis-
tök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram
strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til.
Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun
hrunið. Verum hreinskilin, sagði hún, mögu-
leikinn á hæli er oft kominn undir því að
flóttamaður greiði fólkssmyglara og vilji
hætta lífinu í yfirfylltum gúmmíbát. Miðjarð-
arhafið er orðið kirkjugarður.
Enn fremur sagði danski forsætisráð-
herrann: Enginn flýr að gamni sínu. Eins og
komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja
með milligöngu smyglara og þeim sem eftir
sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð
Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum
meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur –
í þriðju löndum, sem veitt geta
öryggi þeim sem þurfa á vernd
að halda. Hún bætti við, að frá
sínum bæjardyrum væri þetta
eina raunhæfa framtíð-
arlausnin.
Forsætisráðherra lauk þess-
um kafla ræðu sinnar með því
að segja: Látum verkin tala.
Ríkisstjórnin mun á hinu nýja
þingi leggja fram laga-
frumvarp, sem geri kleift að
flytja hælisleitendur til landa
utan Evrópu og búa Danmörku
undir nýtt hælisleitendakerfi. Þetta er er
verkefni sem ég vona að við getum sameinast
um, sagði forsætisráðherra.
Umræðan hér í ólíkum farvegi
Ræða danska forsætisráðherrans ber því
glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa
ratað í málefnum hælisleitenda. Umræður
hér á landi falla í ólíkan farveg og er stýrt af
aðilum, sem virðast leggja í vana sinn að
kasta misjöfnum orðum að fólki, sem ekki er
sama sinnis.
Hvaða orð verða danska forsætisráð-
herranum valin fyrir skoðanir sínar? Hvað
segja skoðanasystkin hennar á vinstri væng
íslenskra stjórnmála? Hvað segja þeir hinir
sömu um ummæli sænska forsætisráðherrans
Stefáns Löfvéns fyrr á þessu ári um að
aukna glæpatíðni í Svíþjóð mætti rekja til
mistaka hinnar pólitísku stefnu í útlendinga-
málum?
Hinn íslenski systurflokkur sósíaldemó-
krata virðist hafa glatað tengslum við upp-
runa sinn. Hann skilur ekki eins og gömlu
kratarnir að velferðarkerfið brotnar niður, ef
það er ekki reist á borgaralegum gildum.
Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig undir stefnu
samstarfsflokka í málefnum hælisleitenda, í
stað þess að tryggja örugg landamæri með
markvissri löggæslu.
Við verðum að hlusta og læra af reynslu
nágrannaþjóða og afstýra miklum fyrirsjáan-
legum vanda.
Eftir Ólaf Ísleifsson
» Við verðum að hlusta og
læra af reynslu nágranna-
þjóða og afstýra miklum
fyrirsjáanlegum vanda.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hlustum og lærum
Það er sláandi alvarleg staða
á vinnumarkaði á Suðurnesjum
og atvinnuleysið að fara yfir öll
mörk. Þessi staða er fyrst og
fremst verkefni til að takast á
við og verður leyst með sam-
eiginlegu átaki. En erum við að
gera allt sem þarf til þess að
skapa hér ný störf? Atvinnulíf
verður ekki til með einni hend-
ingu og það þarf að skapa að-
stæður og tryggja sterka inn-
viði til þess að hingað komi
atvinnutækifæri sem skapa fleiri fjölbreytt
og vel launuð störf.
Hvernig hafa opinberir aðilar á Suð-
urnesjum tekið þeirri hugmynd að sam-
starfsaðilar okkar í varnarsambandi vest-
rænna ríkja, NATO, ýti á framkvæmdir á
Keflavíkurflugvelli og Helguvík sem frek-
ast má vera til að mæta þeirri stöðu sem er
hér á vinnumarkaði? Það ætti að vera hag-
ur allra að framkvæmdir sem þegar eru í
sjónmáli komi til framkvæmda nú þegar í
þeirri ógnarstöðu sem er á vinnumarkaði á
Suðurnesjum.
Við gerum líka kröfu til ríkisvaldsins um
aðkomu að uppbyggingu hafnargarðs og
hafnaraðstöðu í Njarðvíkurhöfn, sem er
forsenda uppbyggingar skipaþjónustuklasa
sem er í burðarliðnum. Í heild er fram-
kvæmdakostnaður við garðinn og hafn-
araðstöðuna um 1,2 milljarðar króna og
gæti skapað hér á bilinu 230 störf. Ríkið á
að koma myndarlega að þeirri uppbyggingu
og tryggja með því ný störf og mikil umsvif.
Leitað er leiða til að finna nýjan við-
legustað fyrir varðskipin og horft til Njarð-
víkurhafnar í því sambandi. Góð lausn fyrir
alla.
Meðan óveðursskýin hrannast upp í at-
vinnulífinu berast góðar fréttir um að Sam-
herji hugi að fiskeldi í húsum Norðuráls í
Helguvík. Ekki liggur fyrir hvaða stærð af
eldi eða fjöldi starfa fylgja þessum góðu
tíðindum. Ef að líkum lætur er hér á ferð-
inni stórhuga hugmynd með stórfelldu
landeldi sem kallar á fjölda starfa. Nálægð
við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, öryggi í
afhendingu og nálægð við góð-
ar samgöngur er hluti af gæð-
um fyrirtækis sem flytur
ferska vöru á erlendan markað
víða um heim. Fiskeldis-
fyrirtæki í fremstu röð er frá-
bær viðbót við hugmynd um
Flugvallarborg sem KADECO
vinnur að í samstarfi við sveit-
arfélögin.
Kraftmikið eldi í Helguvík er
orkufrek matvælaframleiðsla
sem kallar á öryggi í raf-
orkuflutningum og næga orku.
Nú er ég að geta mér til en líklegt er að fyr-
ir hvert megavatt af orku væri hægt að
framleiða 1.000 tonn af eldisfiski. Dælu-
kostnaður fer eftir því hvort um ræðir
gegnumstreymiseldi eða að fyrirtækið end-
urnýti vatn og sjó og hreinsi í gegnum líf-
hreinsa, sem er lífræn hreinsun og klárlega
hluti af nútímalegri ábyrgri matvælafram-
leiðslu sem fyrirtæki eins og Samherji vill
örugglega standa fyrir. Suðurnesin verða
að standast álagskröfur sem tryggja hingað
framsækið atvinnulíf með sterkum inn-
viðum.
Á Suðurnesjum eru góðar samgöngur í
allar áttir, nægt landrými, nóg af hreinu
vatni og sjó, öflugt atvinnulíf og þjón-
ustuaðilar, nóg af vinnufúsum höndum sem
vilja fjölbreyttara atvinnulíf. Ný og áður
óþekkt stærð á landeldi gæti verið að ræt-
ast í Helguvík. Tökum tækifærunum opnum
örmum en þá verðum við líka að láta af
hreppapólitík um Suðurnesjalínu 2, sem er
ein forsenda nýsköpunar og nýrra tækifæra
í fjölbreyttara atvinnulífi á Suðurnesjum.
Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Eftir Ásmund Friðriksson
»Meðan óveðursskýin hrann-
ast upp í atvinnulífinu ber-
ast góðar fréttir um að Sam-
herji hugi að fiskeldi í húsum
Norðuráls í Helguvík.
Ásmundur Friðriksson
Höfundur er alþingismaður.
asmundurf@althingi.is
Sterkir innviðir for-
senda atvinnuuppbygg-
ingar á Suðurnesjum
Þessa dagana er þjóð-
in eðlilega upptekin af
veirunni sem öllu ræð-
ur. Reglulega birtast
fyrirmæli eða tilmæli yf-
irvalda um háttsemi
fólks. Þá er frekar rugl-
ingslegt að ætla að átta
sig á því hvaða fyr-
irmælum yfirvöldin telja
mönnum skylt að fylgja
og hver séu tilmæli sem
menn ráða sjálfir hvort
þeir fylgi.
Núna síðast var golf-
völlum lokað, þó að
menn geti stundað golf-
ið með svipuðum teng-
ingum við annað fólk og
gildir í gönguferðum. Þá
virðist stefna í að Ís-
landsmótinu í knattspyrnu verði lokið
án fleiri kappleikja en þeirra sem þeg-
ar hafa farið fram. Þetta gerist þó að
ekki sé vitað annað en að knatt-
spyrnuvellirnir séu flestir í ágætu
ástandi og unnt sé að leika á þeim án
áhorfenda. Til dæmis varð ekki betur
séð en landsleikur í knattspyrnu sem
fram fór á Laugardalsvelli fyrir fáum
dögum tækist bara vel. Á ferðinni eru
ríkir hagsmunir margra knattspyrnu-
félaga, sem ýmist eiga von um að kom-
ast á milli deilda eða jafnvel til að öðl-
ast rétt til þátttöku í alþjóðlegum
keppnum, þar sem háar tekjur eru í
húfi. Fleiri dæmi mætti
nefna af svipuðum toga.
Ástæða er til að vekja
athygli manna á að yf-
irvöld í landinu hafa afar
takmarkaðar heimildir
til að stjórna háttsemi
manna í veirufárinu með
valdboði. Í sóttvarnar-
lögum er ekki að finna
víðtækar heimildir til
slíks. Reyndar er í ýms-
um tilvikum vafasamt að
stjórnvöld gætu skert
stjórnarskrárvarin rétt-
indi manna með bind-
andi fyrirmælum til al-
mennings, þó að
styddust við sett lög. Til
slíkra fyrirmæla þarf
heimildir í stjórn-
arskránni sjálfri.
Það er auðvitað sjálf-
sagt að yfirvöld heil-
brigðismála beini tilmælum til borg-
aranna um æskilega hegðun þeirra við
þessar aðstæður. Það er líka sjálfsagt
fyrir almenning að fara að þessum til-
mælum í flestum tilvikum, því að öll
viljum við takmarka úrbreiðslu þessa
vágests sem veiran er. Við ættum
samt að hafa í huga að ábyrgðin er
okkar sjálfra. Ef til dæmis stjórn-
arráðið gæfi mér fyrirmæli um að
halda mig í tveggja metra fjarlægð frá
eiginkonunni myndi ég ekki hlíta því.
Skítt með veiruna.
Fyrirmæli
eða tilmæli
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Við ættum
samt að hafa
í huga að
ábyrgðin er
okkar sjálfra.
Höfundur er lögmaður.
Heimsbyggðin hef-
ur ekki tekist á við
sambærilegan far-
aldur og kór-
ónuveirufaraldurinn í
heila öld. Viðbrögð
til þess að hefta út-
breiðslu faraldursins
eiga sér ekki sam-
svörun og efnahags-
legar afleiðingar eru
taldar verða meiri en
sést hafa frá krepp-
unni miklu sem hófst árið 1929.
Faraldurinn hefur mismunandi
áhrif á þjóðfélagshópa og ljóst er
að menning og listir munu koma
sérstaklega illa undan þessum
óvissutímum. Samkomubönn og
takmarkanir setja þessum grein-
um miklar skorður og því eru
tekjumöguleikar nær engir.
Samkvæmt gögnum Bandalags
háskólamanna frá því í júlí hefur
atvinnuleysi aukist mikið innan
aðildarfélaga bandalagsins í list-
og menningargreinum. Sé horft
til hlutfalls bótaþega af heild-
arfjölda félagsmanna má sjá að
umsóknir hafa áttfaldast innan
Félags íslenskra hljómlist-
armanna, þrefaldast innan Félags
íslenskra leikstjóra og ferfaldast í
Leikarafélagi Íslands. Þá sýna
gögn BHM og Vinnu-
málastofnunar að
fjöldi atvinnulausra
einstaklinga með list-
menntun á há-
skólastigi hafi aukist
um 164% milli ára,
og sé því um 30%
meira en á atvinnu-
markaðnum í heild.
Niðurstöður úr
könnuninni benda til
þess að einungis einn
af hverjum fjórum
hafi fengið úrræði
sinna mála þrátt fyr-
ir mikinn tekjusamdrátt. Ástæður
þessa eru margvíslegar, en helst
má nefna miklar tekjusveiflur
hópsins í hefðbundnu árferði og
hindranir sem hópurinn hefur
mætt sökum samsetts rekstr-
arforms.
Stærstur hluti menningar- og
listgreina á Íslandi samanstendur
af minni fyrirtækjum og sjálf-
stætt starfandi listamönnum. Því
þurfti að finna leiðir til að mæta
þessum hópi. Ákveðið var að fara
í tíu aðgerðir, sem eru bæði um-
fangsmiklar og fjölþættar. Það
sem vegur þyngst í þeim aðgerð-
um eru tekjufallsstyrkir sem ein-
yrkjar og smærri rekstraraðilar
munu geta sótt um. Ráðgert er að
heildarfjármunir sem varið verð-
ur til almenns tekjufallsstuðnings
stjórnvalda geti numið rúmum 14
milljörðum kr.
Aðgerðirnar tíu sem voru
kynntar í gær eru afrakstur
vinnu samráðshóps sem settur
var á laggirnar í ágúst. Ég vil
þakka BHM, Bandalagi íslenskra
listamanna, ÚTÓN, félagsmála-
ráðuneytinu og Vinnumálastofnun
fyrir þeirra framlag.
Öflugt menningarlíf hefur ein-
kennt íslenska þjóð frá upphafi.
Við erum söngva-, sagna- og
bókaþjóð. Listsköpun Íslendinga
hefur ítrekað vakið athygli á al-
þjóðlegum vettvangi. Ég tel að
við getum öll verið stolt af að-
gerðum okkar í þágu menningar
og lista, enda vitum við að efna-
hagsleg og félagsleg áhrif af löm-
uðu menningarlífi mun kosta
samfélagið margfalt meira, til
framtíðar litið.
Verðmæti menningar
og lista er mikið
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur »Heildarfjármunir
sem varið verður til
almenns tekjufalls-
stuðnings stjórnvalda
geta numið rúmum 14
milljörðum kr.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.