Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Amma hafði afskaplega rólega nærveru sem ég leitaði í þegar ég var lítill og kunni virkilega mikið að meta, hún kenndi mér mikið um að beisla sköpunargáf- una og leyfa höndunum að njóta sín. Ég gleymi aldrei minni fyrstu baráttu við þolinmæði sem ég háði hetjulega ungur að árum við stofuborðið á Laugarveginum með dyggri leiðsögn frá henni ömmu þegar hún lagði á borðið blað og blýant og lét mig teikna mynd af leikfangabátnum mín- um, frá fyrsta striki til þess síð- asta. Frá því ég man eftir mér hafði hún alveg einstakt lag á því að fá mann til að slaka á, hætta að flýta sér og sjá fegurðina í því sem var í kringum mann, enda var ég einstaklega glysgjarn og kunni mikið að meta fallega hluti, sem gerði henni afskap- lega auðvelt um vik að ná til mín. Rólega fasið hennar einkenndi hana í öllu sem hún gerði. Enda fór það svo að í hvert einasta skipti sem ég kom á Sigló þá var eins og heimurinn væri bara í pásu, engin vandamál eða æsing- ur … bara hlaða batteríin á Laugarveginum hjá ömmu og afa. Í dag sem fullorðinn maður get ég ekki enn lýst því í orðum hversu þakklátur og glaður ég er að hafa átt hana að í minni barn- æsku, einnig hversu þakklátur ég er að fjölskyldan mín hafi fengið að kynnast henni. Strákarnir mínir hafi fengið að sjá hverskonar hugljúfi hún var og svo auðvitað öll þessi endalausu blóm, fræ og jurtir sem hún og Sigga gátu talað um klukkutímum saman. Það eru blendnar tilfinningar sem brjótast um í mér í dag, að kveðja hana ömmu með sorg í hjarta en jafnframt að gleðjast yfir því að loksins eru amma og afi sameinuð á ný. Takk fyrir allt, amma Ásdís. Þórður Matthías Þórðarson. Hvílík gæfa í lífsins happ- drætti að hafa fengið hana Ásdísi sem ömmu. Ég á erfitt með að finna lýsingarorð yfir þessa konu sem hefur reynst mér og mínum ómetanleg stoð og stytta í gegn- um lífið. Ég ætla samt að reyna. Ég man fyrst eftir mér hjá ömmu og afa á Siglufirði mjög ungur og dvaldist þar mjög oft og lengi. Laugarvegurinn var mitt annað heimili og ég á gíf- urlegt magn af yndislegum minningum frá Siglufirði. Skíða- ferðirnar í skarðinu, fyrsti bekk- ur í grunnskóla, allar flugferð- irnar á Sigló, sex tíma rútuferð í gegnum snjóþyngsli aldarinnar af Króknum inn á Sigló í kenn- araverkfallinu ’94, úr bústaðnum í Fljótum með afa við veiðar eða tína ber í skriðunum með ömmu. Hún vissi um alla bestu staðina og svo var farið heim að búa til sultu. Hún amma mín var nefnilega listamaður í eldhúsinu og það er enginn sem getur eldað gæs eins og amma gerði hana. Enda fékk hún víst nóg af gæs úr að moða og gæsaveislurnar urðu ófáar á L15. Hún tók öllu fólkinu sínu fagnandi og skilyrðislaust, hvort sem það var henni blóðskylt eður ei. Hún var alltaf amma. Ég vandi komur mínar á L15 mjög reglulega með hækkandi aldri því það var mitt skjól. Ég veit ekki töluna á því hversu oft ég settist upp í bíl sem ungur maður og keyrði norður á Siglu- fjörð og kom mér fyrir á Laug- arveginum því þar var bara svo ofboðslega gott að vera. Oft kom ég einn og seinna tók ég strákana mína með mér í þessi Siglóskrepp. Nærvera ömmu og þessi skilyrðislausa væntumþykja sem hún hafði fyr- ir öllum sínum er eitthvað sem við barnabörnin og seinna barnabarnabörnin fengum að njóta. Hún amma mín var hand- verkskona og listamaður af guðs náð og ótrúlegt magn af fallegu ámáluðu postulíni, sængurfötum og öðrum dýrgripum liggur eftir þessa kjarnakonu. Hún var ótrú- lega glögg á margt og hún þurfti ekkert endilega alltaf að segja með orðum það sem henni fannst um hlutina. Maður bara vissi. Tengingin var slík. Halla hafði oft haft orð á því hversu vænt henni þótti um þig og hve þakklát hún var alltaf yfir því hve vel þú hefðir tekið henni og Engli frá degi eitt. Það er sárt og erfitt að vita til þess að þessi klettur sem alltaf hefur staðið keikur við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt er ekki lengur til staðar. Ekki leng- ur einu símtali eða facetime- samtali frá, en á móti er maður þakklátur fyrir að hafa haft hana í sínu liði öll þessi ár. Hún var nefnilega miklu meira en amma. Hún var vinur, félagi, stoð og stytta. Nú kveðjum við þessa fallegu konu í hinsta sinn og megi guðs englar vaka yfir heiðurshjónun- um Budda Jó og Ásdísi Gull, sem nú eru sameinuð á ný. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Takk fyrir allt. Sigurjón Veigar Þórðarson, Halla Guðbjörg Þórð- ardóttir og börn. Elsku amma, við vissum að það færi að styttast í lokin hjá þér en þetta kom mér samt svo í opna skjöldu þegar ég fékk sím- talið frá mömmu, bjóst ekki við þessu á þessum tímapunkti. Kannski var ég að vona að þú myndir aldrei deyja. Eftir símtalið helltust yfir mig minningar um allar mínar ynd- islegu stundir sem ég átti með þér og afa í gegnum árin á Sigló. Fótboltinn, veiðin í Fljótunum og svo öll litlu hárgreiðslumó- mentin okkar á baðinu, sem þú hafðir einstaklega gaman af eins og við ræddum reglulega um og brostum svo að. Ekki má gleyma veiðiskólan- um hennar ömmu á pallinum við bústaðinn. Þegar þú lést okkur fá litlu stangirnar og kenndir okkur að veiða plastfiskana á grasinu áður en það var farið í alvörugræjurnar. Þetta var upp- hafið að mínum veiðiferli sem hefur fylgt mér eins og skuggi síðan. Ég man að þú varst ansi hissa þegar ég kom óvænt norður ásamt fjölskyldunni minni og honum Golíat eftir að ég hafði farið í fljótið og sett í maríulax- inn minn í fyrsta kasti. Það var gjörsamlega magnað en það hefði verið ennþá betra ef Golíat hefði ekki laumað sér í burtu og étið hinar þrjár sjóbleikjurnar sem ég ætlaði að sjóða fyrir okk- ur að hætti afa. En þú gast nú ekki annað en hlegið að þessu enda hefur þú örugglega skilið hundaeðlið, enda hef ég aldrei þekkt eins mikinn dýravin og þig. Elsku amma, þú mikla kjarna- kona, fyrirmyndin mín og trún- aðarvinur. Við Sara og strák- arnir eigum eftir að sakna þín. Ég veit að afi tekur á móti þér með opnum faðmi og þið hjónin hvílið loks saman og vakið yfir okkur. Ragnar Freyr Þórðarson. Hún amma á Sigló er einn bjartasti karakter sem ég hef kynnst. Þegar ég hugsa um hana sé ég bara þetta fallega bros sem gerði allt betra. Hún var góð við alla og sýndi mér og mínum skil- yrðislausa ást bæði í orðum og verki. Það jafnast ekkert á við að mæta til ömmu á Sigló eftir langa keyrslu úr bænum og finna út á götu lyktina af grjóna- grautnum, sem var sá allra besti í öllum heiminum. Við systkinin erfðum öll hennar listrænu hæfi- leika á einhvern hátt og gerði hún allt sem hún gat til að miðla sinni reynslu í bakstri, mat- reiðslu, saumaskap og korta- gerð. Hún sagði mér alls konar skemmtilegar sögur í gegnum tíðina. Ein góð var þegar hún ætlaði að gerast áskrifandi hjá Wilton, kökugerðartímaritinu. Hún sendi skriflega beiðni og pening í umslagi til Bandaríkj- anna og beið eftir svari. Nokkru seinna fékk hún peninginn send- an til baka þar sem fyrirtækið hafði lítið við íslenskan pening að gera, hún fékk þó send nokkur tímarit fyrir bréfið. Við vorum oft í bústaðnum hjá ömmu og afa í Fljótunum í berjamó og að veiða. Það mátti þó enginn fara að veiða með afa fyrr en að hafa útskrifast úr veiðiskóla ömmu. Skólahald fór fram á pallinum fyrir framan bú- staðinn þar sem handtökin voru æfð. Amma komst þó ekki slysa- laust í gegnum kennsluna þar sem hún lenti oftar en einu sinni í því að fá öngul annaðhvort í kinnina eða öxlina. Eins sárt og það er að kveðja þessa yndislegu konu þá munu þessar skondnu og hlýju minn- ingar ávallt fylgja mér. Amma mín, ég mun ávallt bera nafn þitt með stolti og elska þig af öllu hjarta. Ásdís Magnea Erlendsdóttir. Ásdís Magnea Gunnlaugsdótt- ir, betur þekkt sem amma á Sigló, var góðhjartaðasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Ég á einungis minningar af henni brosandi, hún veitti manni ótak- markaða ást, hún var manns besti vinur og alltaf var stutt í grínið. Þegar maður kom á Sigló var alltaf grjónagrautur tilbúinn á hellunni og oftar en ekki kaka í eftirrétt. Sama hversu margar kökur maður smakkar, þá jafn- ast ekkert á við kökurnar hennar ömmu. Amma var ótrúleg manneskja þegar kom að svefni. Hún var nánast alltaf seinust að fara að sofa en síðan var hún alltaf inni í eldhúsi með morgunbollann þeg- ar maður vaknaði, hún tók þó oft smá kríu þegar hún horfði á sjónvarpið. Ég get ekki annað en minnst á þá skemmtilegu tíma eftir að amma fékk sér facebook. Hún hlýtur að eiga heimsmet í að deila myndum og myndböndum. Það var oft hápunktur dagsins að kíkja á facebook og sjá að amma væri búin að deila krútt- legu myndbandi af dýrum eða mynd af blómaskreytingu. Sú minning sem ég held mest upp á er þegar sagði ömmu að ég hefði áhuga á því að sauma, hún varð virkilega glöð að við ættum það sameiginlegt. Hún kenndi mér mikið og leyfði mér að nota saumavélarnar sínar. Það mun ekkert jafnast á við það að sýna ömmu eitthvað sem ég hafði saumað og sjá hversu stolt hún var af mér. Amma varð ótrúlega glöð þeg- ar ég sagði henni frá því að Gígja kærasta mín væri frá Hrísey eins og Gunnlaugur pabbi henn- ar ömmu. Í sumar fór ég í heim- sókn á Ystabæ, þar sem langafi ólst upp, og fékk að skoða gömul myndaalbúm. Ég tók myndir fyrir ömmu og sýndi henni þegar ég kíkti í heimsókn, þar sem hún sagði mér gamlar sögur af lang- afa og æskuárum sínum. Eins ótrúlega vont og það er að missa hana ömmu á Sigló, þá er ég heppinn að eiga þessar góðu minningar sem ég mun varðveita alla tíð og minnast með bros á vör í anda ömmu. Sturla Sær Erlendsson. Ásdís Magnea Gunnlaugsdótt- ir, góð vinkona og fermingar- systir, er látin. Ásdís ólst upp á Siglufirði innan fagurra fjalla ásamt Páli bróður sínum sem var henni mjög kær. Ásdís var einlæg, hress og kát og bjartsýn á lífið og tilveruna, það sýndi hún best síðustu mánuði sem hún lifði. Ásdís var stálminnug, fróð, skemmtileg og góð heim að sækja. Aldrei skorti okkur umræðu- efni, alltaf nóg að tala um. Við minntumst samverustundanna frá því í gamla daga, óteljandi margra. Við ræddum um sauma- klúbbana, hve margt var þá brallað, hlegið og spjallað. Núna í seinni tíð var vinátta okkar ekki minni, vorum jafnvel enn nánari en oft áður og símtölin milli okk- ar voru mörg. Við minntumst einnig verslunarmannahelgar- innar 1989 er við hittumst ár- gangur 1939 á Siglufirði og skemmtum okkur saman. Þar voru Ásdís og Sigurjón eigin- maður hennar hrókar alls fagn- aðar. Við gleymum aldrei þegar Sigurjón maður Ásdísar kom með eina stærstu hákarlsbeitu sem ég hef séð og gerði hákarl- inn mikla lukku hjá hópnum. Sigurjón var farsæll skipstjóri og vinmargur og voru Kjartan maðurinn minn heitinn og hann miklir mátar. Síðustu æviár þeirra beggja áttu þeir við mikil veikindi að stríða og dóu með nokkurra daga millibili. Hvíla þeir nú saman hlið við hlið í nýja kirkjugarðinum á Siglufirði. Ásdís var mikil blómakona og bar mikla umhyggju fyrir blóm- um og garðinum sínum. Bar garðurinn þess glöggt merki hve miklum tíma hún eyddi þar. Minningar um Ásdísi eru margar og góðar og verða ekki frá okkur teknar. Þrátt fyrir heilsuleysi síðustu ár heyrði ég hana aldrei kvarta og stutt var í brosið, einkum ef börnin hennar og barnabörn bar á góma. Með hryggð í huga kveð ég kæra vinkonu mína með þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar. Börnum hennar og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku Ásdís. Brynja Stefánsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA FANNEY SIGURBERGSDÓTTIR, Hringbraut 48, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 8. október. Útförin fer fram frá Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, þriðjudaginn 27. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Oddný Indíana Jónsdóttir Bryndís Jónsdóttir Hilmir Snær Guðnason Brynjar Steinn Jónsson Bylgja Dís Erlingsdóttir Inger Linda Jónsdóttir Davíð Baldursson og barnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES STEFÁNSSON frá Grund í Svarfaðardal, til heimilis á Þjóðbraut 1, Akranesi, lést mánudaginn 12. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 22. október klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is Erla Björk Karlsdóttir Stefán Jóhannesson Júlía Linda Ómarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Edda, Þóroddsstöðum, Ölfusi, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Ölfusi fimmtudaginn 22. október. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Guðmundur Antonsson Ragnheiður Jónsdóttir María Antonsdóttir Rúnar Óskarsson Sigurður Jón Antonsson Geirlaug Nada Róbertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ OLSEN, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. október. Útförin fer fram í kyrrþey mánudaginn 19. október, að ósk hinnar látnu. Valgerður Anna Guðmundsd. Steinþór Óskarsson Marta Elísabet Guðmundsd. Þórður Vilberg Oddsson Jarþrúður Hallsson Gróa S.Æ. Sigurbjörnsdóttir Alexander Polson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR HOLM, Helgadal, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 13. október. Útförin fer fram í Mosfellskirkju föstudaginn 23. október klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd útförina. Streymi frá útförinni verður tilkynnt síðar. Hreinn Ólafsson Gunnlaugur Jón Hreinsson Lára Marelsdóttir Svanhvít Hreinsdóttir Ingólfur Þór Baldvinsson Garðar Hreinsson Hulda Jónasdóttir Jóhanna Hreinsdóttir Guðmundur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.