Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 34

Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 ✝ Erlendur Guð-laugur Ey- steinsson, fyrrver- andi bóndi á Stóru-- Giljá, fæddist 10. janúar 1932 á Beinakeldu, Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands Blönduósi 1. októ- ber 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Guðlaugsdóttir, f. 1895, d. 1989, og Eysteinn Er- lendsson, f. 1889, d. 1968. Systir Erlendar er Ingibjörg, f. 1927. Eftirlifandi eiginkona Erlend- ar er Helga Búadóttir, fv. hús- freyja á Stóru-Giljá, f. 16.5. 1938. Börn þeirra eru: 1) Árdís Guð- ríður, f. 1958. Börn hennar eru Guðrún Elsa Giljan, Helga og Sólveig Harpa. 2) Ástríður Helga, f. 1959. Börn hennar eru Erla, Erlendur Guðlaugur og Gígja. 3) Eysteinn Búi, f. 1962, kvæntur Bahrotut Takiyah, f. 1974. Börn hans eru Hulda Dóra, Helga Þóra, Haukur Ingi, Brian Eysteinn, Brady Eysteinn, Al- fera Eysteinn og Alfero Ey- steinn. 4) Sigurður, f. 1966, kvæntur Þóru Sverrisdóttur, f. 1970. Börn þeirra eru Sigurveig, Jóhannes, Sverrir Helgi og Eydís Eva. Erlendur ólst upp hjá for- eldrum sínum á Beinakeldu. Hann gekk í barnaskóla í fjóra ustu sextán árin, sat í héraðs- nefnd Austur-Húnavatnssýslu í tólf ár, var oddviti hennar og héraðsráðs síðustu fjögur árin. Erlendur var virkur félagi í Lionsklúbbi Blönduóss, var ritari hans og síðar formaður, tilnefnd- ur svæðisstjóri Lions svæði 5 109 B, var þar varaumdæmisstjóri og síðan umdæmisstjóri og var kos- inn fjölumdæmisstjóri Lions 109 á Íslandi 1991-92. Erlendur var formaður fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Austur-Húnavatns- sýslu um langt árabil, sat í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár, var formaður Jör- undar, félags ungra sjálfstæð- ismanna, og Varðar, félags sjálf- stæðismanna í Austur-Húna- vatnssýslu, auk þess að sinna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í héraði og á landsvísu. Erlendur sat í sóknarnefnd Þingeyrasóknar í fjörutíu og níu ár, samhliða því að gegna starfi gjaldkera í fjöru- tíu ár og formennsku nefnd- arinnar í 27 ár var hann með- hjálpari í Þingeyrakirkju í 49 ár. Erlendur hafði forystu með að reisa þjónustuhúsið Klaust- urstofu sem vígt var árið 2006 og stendur við Þingeyraklaust- urskirkju og gegnir hlutverki tengdu kirkjunni. Útförin fer fram frá Þing- eyraklausturskirkju í dag, 17. október 2020, klukkan 14. Bein vefútsending er frá fa- cebooksíðunni: Útför Erlendar G. Eysteinssonar https://tinyurl.com/y25guptt Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Útvarpað verður frá athöfn við kirkju, bylgjulengd 106,5. vetur, var einn vet- ur í yngri deild Hólaskóla, einnig stundaði hann nám við Bréfaskóla SÍS. Erlendur vann sem ungur maður á búi foreldra sinna allt til ársins 1955 þeg- ar hann hóf störf sem vinnumaður hjá föðurbræðrum sínum, Sigurði og Jóhannesi, á Stóru-Giljá. Árið 1957 fluttist Erlendur aftur að Beinakeldu og hóf þar búskap á hálfri jörðinni ásamt eiginkonu sinni, bjuggu þau þar til ársins 1972. Þá keyptu þau jörðina Stóru-Giljá þar sem þau bjuggu allt til ársins 2008 þegar þau fluttu í hús sitt á Blönduósi. Erlendur tók virkan þátt í stjórnmála- og félagsstarfi. Hann var einn af stofnendum ungmennafélagsins Húna í Torfalækjarhreppi, sat í stjórn og var formaður þess um skeið. Var formaður skólanefndar Húnavallaskóla frá 1972-1982, sat í stjórn Byggðasamlags Húnavallaskóla, sat í stjórn Sauðfjárræktarfélags Sveins- staðahrepps um langt árabil, var í stjórn Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu, í stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár og for- maður Búnaðarfélags Torfa- lækjarhrepps. Erlendur var hreppsnefndarmaður í rúm fjörutíu og sex ár og oddviti síð- Það er með söknuði sem mað- ur kveður í hinsta sinn. Söknuður að geta ekki heyrt röddina, að geta ekki spurt eða sagt frá því sem verið er að gera. Svo eru það minningarnar sem maður á; minning frá því maður var lítill gutti að fylgjast með þér, og ánægjan að hafa átt svo langan tíma saman þar til leiðir skildi. Allt í einu er til fjöldi minninga um það sem þú varst að brasa í. Byggja upp og sjá um stórt sauð- fjárbú, vera í félagsmálum af ýmsum toga. Ferðalög innan- lands sem erlendis og heyra sög- ur af þeim þegar heim var komið. Og allar sögurnar sem þú hafð- ir svo gaman af að segja, Frá- sagnir sem var svo gaman að hlusta á og komið hafa upp í hug- ann eftir að þú kvaddir, minning- in er eins og fræ sem vex og dafn- ar. Þær samverustundir sem þið mamma áttuð með okkur Þóru og krökkum eru svo ánægjulegar og þakkarverðar er litið er um öxl. Það eru einmitt minningarnar, sögurnar og ferðalagið með þér sem maður hefur í farteskinu sem eru svo dýrmæt. Takk fyrir mig pabbi. Sigurður Erlendsson. Fallinn er frá nágranni okkar og heimilisvinur Erlendur á Giljá (Elli). Elli hefur alltaf verið til í lífi okkar systkinanna á Akri enda voru þau hjón nánustu vinir foreldra okkar. Faðir okkar og Elli ólust upp hvor á sínum bæn- um. Þegar þeir fullorðnuðust, tóku við búum foreldra sinna, að- stoðuðu þeir alltaf hvor annan í fjárragi og bar þar aldrei á milli. Þeir voru mjög vel inni í ræktun á fé hvor annars, voru oft miklar og heitar umræður um kindurnar, smalamennskur og ævintýri þessu tengt. Helgurnar þeirra voru einnig nánar vinkonur alla tíð en nú er hún Helga okkar á Giljá ein eftir af þessu heiðurs- fólki. Elli var hamhleypa til vinnu, hugmyndaríkur, sá aldrei vandamál í hugmyndum sínum, alltaf lausnir, og sjaldan voru hugmyndirnar smáar enda var hann kjarkmaður mikill. Hann var mikið snyrtimenni og ein- hverju sinni þegar þetta kom til tals sagðist hann oft leggja á sig marga króka til að ganga frá verkfærum til að geta gengið að þeim að morgni. Við vitum að það var rétt. Mesta afrek hans í búskap hans var án efa bygging hans á fjárhúsum sem þá voru stærstu fjárhús landsins, þvert á móti öll- um reglum og leyfum frá Teikni- stofu landbúnaðarins. Þeir höfðu bara aldrei heyrt um svona stór fjárhús og sögðust ekki lána fyrir þeim. Hann ákvað samt að byggja og leitaði annarra leiða, sem vegna trausts sem hann naut gengu eftir. Þegar fjárhúsin voru fullbyggð leitaði teiknistofan eft- ir að fá teikningarnar (sem voru riss á blaði) og hafði hann gaman af því að gefa þeim þær. Þau hjón voru samhent og hugmyndarík í búskapartíð sinni, t.d. ráku þau sjoppu, sumarbústaði og hesta- leigu langt á undan sinni samtíð svo eitthvað sé nefnt. Elli var glaðsinna og hljómar hlátur hans í eyrum okkar þegar hans er minnst með hlýju í hjarta. Hann var alltaf til staðar og reyndist Jóhönnu og Gunnari óskaplega vel þegar þau tóku við búi á Akri. Þar bilaði hann aldrei frekar en fyrr. Elli var mikill félagsmálamað- ur og starfaði lengi í hrepps- nefnd, lengst af sem oddviti. Jó- hanna sat lengi í hreppsnefnd með honum og minnist þess hversu vel undirbúinn hann ávallt var, fljótur að setja sig inn í málefnin, kunni lagabálka og reglugerðir utan að, opinn fyrir skoðunum annarra í hrepps- nefndinni en fylginn sér þegar á þurfti að halda. Elli starfaði af miklum áhuga í Lionshreyfing- unni og komst til æðstu metorða þar þegar hann varð fjölumdæm- isstjóri Lions á Íslandi. Þá fóru þau hjón m.a. til Ástralíu og varð sú ferð honum oft umtalsefni. Elli þurfti ekki vín né annað til að halda kætinni og á tímabili átti hann það til að standa á haus ef honum fannst samkvæmið ekki nógu líflegt. Það var alltaf gaman að vera með Ella og Helgu enda einstaklega lífsglöð, hlý og trygg hjón. Elsku Helga mín, börnin þín og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við systkinin fyrir hönd okkar fjöl- skyldna til ykkar með innilegri þökk fyrir tryggðina og traust nábýli. Við minnumst höfðingj- ans með hlýju. Jón, Jóhanna, Nína Margrét og fjölskyldur. Elskulegur tengdafaðir minn er nú fallinn frá eftir langa og góða ævi. Þegar ég kom fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna árið 1987, 17 ára gömul, fannst mér húsið á Giljá svo stórt að mér leið eins og ég væri komin inn á gistihús. Margt var nýtt fyrir mér þar sem ég hafði aldrei verið í sveit sem barn en Elli og Helga tóku mér vel frá fyrsta degi. Á þessum tíma ráku tengdaforeldr- ar mínir Esso-bensínsjoppu upp við þjóðveginn og Ferðaþjónustu bænda í kjallaranum ásamt því að reka stórt fjárbú og Helga starfaði við kennslu í Húnavalla- skóla. Þau hjónin voru samhent og alla tíð höfðingjar heim að sækja. Árið 1991 hófum við Sig- urður búskap á Stóru-Giljá en fram að þeim tíma hafði Sigurður alla tíð unnið að búi foreldra sinna. Tengdafaðir minn var farsæll maður sem bjó yfir miklum mannkostum og langar mig að minnast hans með nokkrum orð- um. Elli var atorkusamur, fram- sýnn, ósérhlífinn, viljasterkur, kátur, traustur, hreinskiptinn, réttsýnn og góður við bæði menn og dýr. Hann var hlýr og góður félagi og hafði gaman af að segja sögur sem oftar en ekki skemmtu þeim sem á hlustuðu. Elli var góður afi og reyndist börnunum okkar Sigurðar afar vel, kenndi þeim margt og var þeim ávallt góður. Allt sem Elli tók að sér leysti hann af mikilli trúmennsku og samviskusemi svo sem á sviði félagsmála, stjórnmála og kirkju- mála. Elli var heimakær og mikið náttúrubarn og undi sér hvergi betur en heima í sveitinni við bú- störfin og að sýsla við skepnurn- ar. Eftir að hann og Helga tengdamóðir mín fluttu til Blönduóss árið 2008 gerðist hann umboðsmaður Morgunblaðsins og dreifðu þau hjónin blöðum til íbúa bæjarins um langt árabil. Einnig ráku þau Ferðaþjónustu bænda í sumarhúsum sínum á Stóru-Giljá eins lengi og heilsan leyfði. Ósjaldan færði Elli okkur höldupoka fullan af krækiberjum síðsumars sem var vel þegið. Jafnframt var Elli alltaf boðinn og búinn að koma í sveitina til að hjálpa til við búskapinn hjá okkur á meðan hann hafði heilsu til. Þar var hugur hans fram á síðustu stundu enda gladdist hann alltaf þegar við færðum honum fréttir úr sveitinni. Það var mér mikils virði að geta sem sjúkraliði á HSN hlúð að Ella síðustu vikurn- ar sem hann lifði. Einnig erum við fjölskyldan afar þakklát fyrir að hafa getað kvatt hann og verið hjá honum síðustu stundirnar á þessum óvenjulegu tímum. Hér koma hinstu kveðjuorð frá okkur fjölskyldunni: Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Þóra Sverrisdóttir. Elsku afi Elli, við hugsum til þín og varðveitum með virðingu og gleði. Afinn með stóru hend- urnar, þéttingsfasta og hlýja faðmlagið, smitandi dillandi hlát- urinn. Þessar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til þín og segjum börnunum okk- ar sögur af þér. Þú varst einn sá skemmtilegasti þegar kom að því að segja sögur. Skreyttir þær svo vel með orðum og hlátri að sög- urnar urðu ljóslifandi í huga lít- illa systra sem sátu í gulköflótt- um sófa í stofunni á Stóru-Giljá. Og við trúðum þeim öllum og vel það. Takk fyrir síðasta faðmlagið okkar elsku afi sem við áttum í vor, hvíslið í eyrað og tárin … hinstu kveðjuna okkar. Við syst- ur erum ótrúlega þakklátar, heppnar og stoltar að hafa fengið þig og ömmu Helgu fyrir ömmu og afa. Alltaf gott að koma til ykkar og þökkum við þér fyrir samfylgdina elsku merkilegi afi okkar. Elsku amma Helga guð geymi þig og verndi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínar Hulda Dóra og Helga Þóra. Elsku afi, þú farinn ert okkur frá, skemmtilegar sögur um menn og verur þú sagðir okkur þá. Gleðin, brosið og hláturinn svo kátur ómaði frá þér, ótal góðar minningar þú gefið hefur mér. Það yljar mér þegar ég segi börnum mínum sögur af þér. (Sólveig Harpa Kristjánsdóttir) Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, -láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, -segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Sólveig Harpa Kristjáns- dóttir og fjölskylda. Erlendur Guðlaug- ur Eysteinsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS HAFLIÐA EINARSSONAR, Lyngholti, Hofsósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum 3 og 5 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Elsa Hlíðar Jónsdóttir Guðbjörg Særún Björnsd. Jón Gísli Jóhannesson Bára Björnsdóttir Hendrik Berndsen Einar Guðmundur Björnsson Sævar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR KRISTJÁNSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Dalvík. Ragnheiður Sigvaldadóttir Sigvaldi, Kristján Þór, Ásgeir Páll og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar heittelskuðu dóttur, systur og barnabarns, ALDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Dvergagili 40, Akureyri. Sérstakar þakkir til barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahjúkrunar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þórður Vilhelm Steindórsson Rakel Hermannsdóttir Indriði Atli Þórðarson Jón Vilberg Böðvarsson Steindór Ólafur Kárason Jóna Þórðardóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HARÐAR REYNIS HJARTARSONAR, húsasmiðs og þúsundþjalasmiðs, Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Ási fyrir góða umönnun og hlýju. Helgi Harðarson Hjörtur Lárus Harðarson G. Svava Guðmundsdóttir Ingibjörg Pála Harðardóttir Þórður Rúnar Þórmundsson Lilja Hafdís Harðardóttir Frank Þór Franksson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR GEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grenihlíðar á Hlíð, Akureyri, fyrir yndislega alúð og umönnun. Margrét Ó. Jónsdóttir Sævar Óskarsson Bryndís Jónsdóttir Egill Geirsson Soffía Jónsdóttir Árni Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.