Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 41

Morgunblaðið - 17.10.2020, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020 Það er stór ákvörðun fram undan hjá KSÍ um næstu skref Íslandsmótsins eftir að íslensk yfirvöld tilkynntu að íþrótta- iðkun yrði áfram bönnuð hér landi, næstu tvær til þrjár vik- urnar í það minnsta. KSÍ gaf sér út nóvember til þess að klára tímabilið, þegar leikir hófust í vor, en fari svo að blátt bann verði lagt við íþrótt- um hérlendis næstu þrjár vik- urnar gæti reynst erfitt að klára Íslandsmótið á tveimur vikum, í öllum deildum í það minnsta. Það virðast allir hafa skoð- un á þessu máli og skoðanirnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Það virðist hins vegar vera þannig að ef lítið er undir hjá eigin liði virðist það vera hin almenna skoðun að það eigi að slaufa Íslandsmótinu. Ef hins vegar mikið er undir vilja allir halda leik áfram. Sé allra sanngirnissjón- armiða gætt þá á að sjálfsögðu að gera allt til þess að klára Ís- landsmótið. Þau félög sem hafa farið offari í erlendum leik- mannaviðskiptum hljóta að geta spilað á ungum og efnilegum leikmönnum í lokaleikjum sum- arsins, líkt og mörg lið hafa gert í allt sumar. Ef ákveðið verður að slaufa Íslandsmótinu má alveg skoða þá hugmynd að fjölga liðum í efstu deildunum. Neðsta lið úr- valsdeildar karla hefur ekki unnið leik í sumar og á skilið að fara niður. Efstu þrjú liðin í 1. deildinni gætu því öll farið upp. Kvennamegin á ekkert lið að fara niður eins og sakir standa og væri því hægt að fjölga þeim í tólf kvennamegin. Það væri sanngjörn lausn að mínu mati. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is vann Búlgara 3:1 og Serba 1:0, og gerði síðan 0:0-jafntefli við Rússa í þremur útileikjum í vikunni. Útfæra 4-4-2 mjög vel Spurður hvort hægt væri að bera Íslendinga saman við þessa þrjá and- stæðinga sagði Rossi að það væri ekki einfalt. „Ef þú átt við leikstílinn þá er svar- ið neikvætt. Ísland beitir dæmigerðri 4-4-2-leikaðferð og útfærir hana mjög vel. Þeir þekkja þetta leikkerfi inn og út og beita því á árangursríkan hátt. Þeir eru með hávaxna leikmenn frammi og líka í hjarta varnarinnar, eiga hættulegar fyrirgjafir af könt- unum, rétt eins og aukaspyrnurnar og hornspyrnurnar þeirra. Þetta lið er ólíkt hinum, við mætum öðruvísi leikstíl, en gerum eins vel og við getum. Við höfum grandskoðað Íslendingana undanfarna átta til níu mánuði þar sem við vissum að við gætum mögulega mætt þeim. Nú höf- um við tæpan mánuð til undirbún- ings. Ísland betra en Búlgaría Ég tel að Ísland sé með betra lið en Búlgaría en ekki sterkara en Serbía eða Rússland. Þetta verður hörku- leikur en við höfum trú á að við get- um unnið,“ sagði Rossi sem er 56 ára gamall Ítali og lék lengst með Brescia en einnig m.a. með Sampdoria, Am- érica í Mexíkó og Eintracht Frank- furt í Þýskalandi. Hann tók við ung- verska landsliðinu í júní 2018 en þjálfaði áður Honvéd í Búdapest í fimm ár og síðan Dunajská Streda í Slóvakíu í eitt ár. Höfum grandskoðað Íslendinga  Þjálfari Ungverja segir Ísland sigur- stranglegra liðið í Búdapest 12. nóv- ember  Leikaðferðin sé árangursrík AFP Moskva Ítalinn Marco Rossi, sem þjálfar lið Ungverja, gefur sínum mönn- um fyrirskipanir í markalausa jafnteflinu við Rússa í Moskvu á miðvikudag. UNGVERJAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Marco Rossi, þjálfari ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í úrslitaleik þjóðanna um sæti á EM sem fer fram í Búdapest 12. nóv- ember. Hann hafi hinsvegar grand- skoðað íslenska liðið ásamt aðstoð- armönnum sínum undanfarna átta til níu mánuði. Rossi var í viðtali við ungverska íþróttavefinn Nemzeti Sport í gær og var spurður hvort hann og hans menn væru klárir í slaginn gegn Ís- landi. „Þetta verður öðruvísi leikur en þeir þrír sem nú eru að baki en við hlökkum til hans. Sem stendur er mikilvægast að halda okkur með báða fætur á jörðinni. Ég hef þó ekki áhyggjur af því að menn fari fram úr sér því liðið okkar er með hárrétta hugarfarið. Ísland er samkvæmt styrkleikalistum með betra lið en við þannig að við erum ekki sigurstrang- legra liðið. En við munum sjá eftir nokkrar vikur hve mikið er að marka þessa lista,“ sagði Rossi en lið hans Óvíst er með þátttöku Dagnýjar Brynjarsdóttur í leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í knatt- spyrnu þann 27. október næstkom- andi vegna meiðsla. Sigurvegarinn í leiknum fer afar langt með að tryggja sér toppsæti F-riðilsins og sæti á lokamóti Evrópumótsins á Englandi 2022. Dagný meiddist í leik með Selfossi gegn Val og sagði hún í viðtali við Vísi í gær að hún biði fyrirmæla frá bæklunarsér- fræðingi með framhaldið. Lék hún meidd gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppninni í síðasta mánuði. Dagný tæp fyrir stórleikinn Morgunblaðið/Eggert Tæp Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu gegn Lettlandi í september. Alfreð Finnbogason missir af leik Augsburg gegn RB Leipzig í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag vegna meiðslanna sem hann varð fyrir snemma leiks gegn Dönum síðasta sunnudagskvöld. „Þetta er synd, hann var kominn á mjög gott skrið. Þetta er að sjálf- sögðu bakslag fyrir hann,“ sagði Heiko Herrlich, knattspyrnustjóri Augsburg, á fréttamannafundi liðsins í gær. Alfreð missti mikið úr vegna meiðsla á síðasta tímabili en hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum Augsburg í haust. Meiðslin bakslag hjá Alfreð Morgunblaðið/Eggert Meiðsli Alfreð Finnbogason meidd- ist gegn Dönum á Laugardalsvelli. TAKMARKANIR Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Ólík staða er uppi hjá fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum í landinu eftir að ljóst varð í gær að bann við íþróttaiðkun á höfuðborg- arsvæðinu yrði framlengt um minnst tvær vikur frá næsta mánu- degi. KSÍ stendur frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort hætta eigi keppni á Íslandsmótinu, sem úr þessu getur ekki haldið áfram fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóvember, eða freista þess að bíða og ljúka mótinu. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, á ekki von á svörum frá KSÍ um helgina varðandi framhald Íslandsmótsins, en ljóst er að miklir hagsmunir eru undir hjá mörgum félögum. „Það þarf að skoða þetta vel og þá möguleika sem verða í stöðunni og hvernig spilin leggjast út. Við vitum að það eru mörg sjón- armið og skoðanir í gangi um fram- haldið og það er eðlilegt, þetta er stórt mál sem snertir marga. Það er ekki óeðlilegt að fólk og félög hafa mismunandi skoðanir á málunum,“ sagði Klara við Morgunblaðið. Vont fyrir körfuboltann Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, sagði við Morgunblaðið að tveggja vikna stopp í viðbót hefði alvarleg áhrif á körfuboltann og biðin eftir upplýsingum frá stjórnvöldum væri heldur ekki ásættanleg. „Menn þurfa að æfa áður en þeir byrja að spila og við sjáum því fram á að byrja ekki að spila á ný fyrr en í fyrsta lagi um miðjan nóvember. Það er líka vont því það er landsliðs- gluggi hjá FIBA í nóvember, bæði hjá strákunum og stelpunum, og vegna ástandsins í heiminum í dag þurfum við að fara erlendis til að spila,“ sagði Hannes en tók fram að KKÍ tæki þátt í öllum sótt- varnaaðgerðum og stæði með yf- irvöldum í baráttunni. Höfum enn átta mánuði Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði við Morg- unblaðið að tíðindin kæmu ekki á óvart og myndu ekki hafa alvarleg áhrif á handboltann í landinu. „Við erum nú þegar búin að fresta tveimur umferðum hjá okkur og ef við erum að tala um tvær vikur enn, þá verða þetta tvær umferðir til viðbótar og síðan tekur við lands- liðshlé. Við eigum að geta unnið upp þessar fjórar umferðir fyrir áramót ef ekki þarf að fresta mótahaldinu frekar. Síðan erum við tilbúin til að spila út júní á næsta ári og það eru því átta mánuðir eftir af tímabilinu eins og staðan er í dag,“ sagði Ró- bert. Morgunblaðið/Íris Óvissa Mikil óvissa ríkir um framhald Íslandsmótsins í fótbolta. Stórt mál sem snertir marga  Ekki von á niðurstöðu hjá KSÍ um helgina  Formaður KKÍ óhress en framkvæmdastjóri HSÍ rólegur Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen í Nor- egi, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Guðmundur Þ. Guðmundsson til- kynnti í gær sautján manna hóp fyrir leikina gegn Litháen og Ísrael í undan- keppni EM sem fram fara í Laug- ardalshöllinni 4. og 7. nóvember. Óskar hefur leikið með Drammen undanfarin ár og er alinn upp í Nor- egi. Hann hefur verið lykilmaður í varnarleik liðsins en látið meira að sér kveða í sóknarleiknum en áður á þessu keppnistímabili. Þá kemur Gísli Þorgeir Kristjáns- son leikmaður Magdeburg aftur inn í hópinn eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla. Aðrir í hópnum eru Björgvin Páll Gústafsson, Viktor Gísli Hallgríms- son, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Ólafur Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Daníel Ingason, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson, Arnór Þór Gunnarsson, Sigvaldi Björn Guð- jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason. Óskar er nýliði í landsliðinu Óskar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.