Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Formaður Viðreisnar leitar sí-fellt nýrra leiða til að draga flokkinn niður í ómerkilegan popúl- isma og virðist telja að nú þegar inn- an við ár er í kosningar þurfi smá- flokkurinn með slæma málstaðinn að herða þennan róður.    Þetta er líklegaskýringin á ómerkilegri fyrir- spurn Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur til Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðis- flokksins, um fóstur- eyðingar í Póllandi. Þorgerður stillti spurningunni þannig upp að hún hefði áhyggjur af konum í Póllandi vegna lagasetningar þar í landi um fóstur- eyðingar, en tilgangur fyrirspurn- arinnar var svo gagnsæ, augljós og misheppnuð árás á Sjálfstæðisflokk- inn að annað eins hefur ekki sést í þinginu lengi. Er þó ýmsum brögð- um beitt þar af hálfu þingmanna popúlistaflokkanna, Viðreisnar og systurflokkanna.    Það er ömurlegt að Viðreisn skulinota deilur um viðkvæmt mál- efni í Póllandi til að reyna að slá pólitískar keilur hér á landi.    Hvers vegna beinir Viðreisn ekkifrekar sjónum að því málefni sem flokkurinn var stofnaður um? Getur verið að formaður flokksins telji að ef hún minnir of rækilega á að flokkurinn er stofnaður og starf- ar til þess að reyna að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið þá fækki mögulegum kjósendum mjög?    Getur verið að Viðreisn hafiákveðið að reyna að sigla inn á þing undir fölsku flaggi á næsta kjörtímabili? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ómerkilegur popúlismi STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Landsréttur ómerkti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þar sem Isavia var sýknað af skaðabótakröfu Drífu ehf. en Drífa rekur meðal annars Icewear-versl- anirnar. Drífa krafðist þess að við- urkennd yrði skaðabótaábyrgð Isavia vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna hagn- aðarmissis sem leiddi af ákvörðun Isavia um að semja ekki við Drífu um verslunarrými í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar í kjölfar útboðs árið 2015. Fram kom í ársreikningi Isavia árið 2018 að dómnefnd forvals taldi tilboð annars bjóðanda hagstæðara en tilboð Drífu ehf. Isavia taldi enn fremur að rétt hefði verið staðið að forvalinu. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að sýkna skyldi Isavia af kröfum Drífu og fyrirtækið þyrfti enn fremur að greiða Isavia 5,5 millj- ónir í málskostnað. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að í málinu reyndi meðal annars á það hvort matsnefnd hefði með málefnalegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að tilboð Drífu hefði verið óraunhæft. Var talið að héraðsdóm- ari hefði átt að kveðja til meðdóms- mann með sérkunnáttu til að fjalla um smásöluverslun og gerð fjár- hagsáætlunar. Ómerkti dóm vegna útboðs Isavia  Héraðsdómur hefði átt að kveðja til meðdómsmann með sérkunnáttu Morgunblaðið/RAX Landsréttur Dómur héraðsdóms féll í marsmánuði á síðasta ári. Grundvöllur Kopenhagen Fur upp- boðshússins í Danmörku er brostinn og eigendur þess, danskir minka- bændur, hafa ákveðið að slíta félag- inu og leggja niður starfsemina á næstu tveimur til þremur árum. Þó verða flokkuð skinn í vetur og seld á fjórum uppboðum á komandi sölu- tímabili. Umdeild ákvörðun og tilmæli dönsku ríkisstjórnarinnar um nið- urskurð allra minka í Danmörku vegna þess sem þau töldu hættulegt stökkbreytt afbrigði kórónuveir- unnar hefur mikil áhrif á greinina enda Danir stórir í minkarækt og sölu minkaskinna. Kopenhagen Fur er stærsta uppboðshús heims í skinnavörum. Þar eru um 300 starfs- menn. Íslenskir minkabændur hafa selt framleiðslu sína þar í mörg ár og fengið góða þjónustu. Eigendur og stjórnendur fyrir- tækisins telja að grundvöllur fyrir- tækisins sé brostinn með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fjármunirnir sem safnast hafa þar upp renna til eigendanna, danskra minkabænda, sem eru í erfiðri stöðu. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að næsta söluár verði með hefðbundnum hætti. Reiknað er með að 5-6 milljónir danskra skinna ber- ist, frá búum utan sýktu svæðanna. Þau bætast við sex milljónir skinna sem til eru í birgðum frá síðasta sölutímabili. Þá er reiknað með skinnum frá öðrum Evrópuríkjum. Uppboðshúsið reiknar með að halda uppboð 2022 og hugsanlega eitt eða tvö árið 2023. helgi@mbl.is Bændur ákveða að loka uppboðshúsinu  Næsta sölutímabil verður þó með hefð- bundnum hætti Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppboðshús Kaupandi skoðar skinn fyrir uppboð í Glostrup. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 159.000,- Leður púði verð 15.900,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.