Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Regluverk á Ís-landi er sér-lega íþyngj-
andi. Það er gömul
saga og ný. Oft virð-
ist sem það sé sér-
stakt keppikefli að
flækja málin og gera
erfitt fyrir. Í vikunni voru kynntar
niðurstöður samkeppnismats
OECD á íslenskri ferðaþjónustu
og byggingariðnaði. Í skýrslunni,
sem unnin var að beiðni Þórdísar
Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra, segir að áhrif af íþyngj-
andi regluverki séu umtalsverð og
eru í henni á fimmta hundrað til-
lögur, sem gætu numið um einum
hundraðasta af landsframleiðslu
eða um 30 milljörðum.
Þórdís Kolbrún kallar þessar
niðurstöður sláandi í grein í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
nú um helgina. Í skýrslunni komi
fram að Ísland sé þegar á heildina
sé litið eftirbátur annarra á Norð-
urlöndum þegar kemur að sam-
keppnishæfni og rétt við meðaltal
allra ríkja OECD. Þetta sé óvið-
unandi og skerði lífskjör og helsta
ástæðan sé sú að Ísland sé með
„þyngstu reglubyrði allra landa
OECD þegar kemur að veitingu
þeirrar þjónustu sem skoðuð var í
skýrslunni. Við skorum þar ekki
bara undir meðaltali heldur lægst
af öllum löndum OECD.“
Vitaskuld á ekki að gleypa allt
hrátt, sem frá OECD kemur, en
sumt í skýrslunni gæti hæglega
verið tekið úr gömlum leiðara úr
Morgunblaðinu. Á
einum stað er til
dæmis sagt að kröfur
um hönnun bygginga
til að tryggja að-
gengi allra og lífs-
gæði séu mjög ná-
kvæm forskrift og
taki „ekki alltaf tillit til ólíkra nota
bygginganna og annarra mögu-
legra lausna á vandamálunum,
sem eigi að leysa. Fyrir vikið eru
þær líklegar til að auka kostnað og
draga úr vali neytandans í bygg-
ingargeiranum.“
Það er hægt að einfalda flókin
kerfi. Til marks um það er grund-
vallarbreyting á skattskýrslugerð.
Á árum áður kostaði hún almenn-
ing höfuðverk og drjúgan tíma. Nú
er fyrirhöfnin nánast engin fyrir
þorra framteljenda.
Þann vanda, sem lýst er í
skýrslu OECD, má yfirfæra á
margt í hinu opinbera kerfi og oft-
ar en ekki mæta tilraunir til úr-
bóta úrtölum og tregðu. Við setn-
ingu regluverks gleymist allt of
oft að hlutverk þess er að þjóna.
Regluverkið á að vera einfalt, rök-
rétt og straumlínulagað. Það á
ekki að vera svo flókið að það sé
eins og að ráfa um völundarhús að
komast í gegnum það. Það á ekki
að vera svo flókið að utan um það
myndist kerfisbákn, sem bólgnar
út jafnt og þétt.
Ísland er of fámennt land til að
manna utanumhald með allt of
flóknum og íþyngjandi reglum.
Það er kominn tími til að virkja
mátt einfaldleikans.
Regluverk á Íslandi
er allt of íþyngjandi
og einföldun þess er
tímabær}
Máttur einfaldleikans
Íslenska karla-landsliðið var
grátlega nærri því að
tryggja sér réttinn
til þátttöku í úrslita-
keppni Evrópumóts-
ins í knattspyrnu á fimmtudags-
kvöld. Liðið var yfir gegn Ung-
verjalandi þegar fimm mínútur
voru eftir af leiknum, en fékk á sig
tvö mörk á lokamínútunum og
missti þar með af farseðlinum á
EM.
Eftir svona úrslit hefst ávallt
áköf umræða um hvað fór úrskeið-
is og hvað hefði mátt gera betur. Í
því sambandi verður að hafa í
huga að þátttaka í stórmótum er
ekki sjálfsögð. Til marks um það
er að í fyrrakvöld grétu Skotar af
gleði yfir því að hafa tryggt sér
þátttöku á EM í vítaspyrnu-
keppni. Ástæðan fyrir gleðinni var
ekki síst sú að Skotar komust síð-
ast á stórmót árið 1998 og eru þeir
engir byrjendur í fótbolta.
Til marks um hversu nærri liðið
var að komast áfram er frammi-
staðan í riðlakeppninni. Ísland var
í einum af fimm sex liða riðlum og
fékk 19 stig. Í tveimur þeirra
dugði það til að komast beint
áfram. Ekkert lið í þriðja sæti
hafði jafn mörg stig og Ísland.
Íslendingar eru fljótir að verða
góðu vanir. Hefði liðið unnið leik-
inn í Búdapest hefði það komist á
þriðja stórmótið í röð. Eins og á
var bent á íþróttasíðum Morgun-
blaðsins í gær hafa
Íslendingar nokkr-
um sinnum unnið sig-
ur á lokamínútum
leiks. Nú voru það
ekki örlög okkar.
Vel má vera að nú sé tími til að
endurskoða ýmislegt í sambandi
við landsliðið. Hollenska knatt-
spyrnugoðsögnin Johan Neeskens
sagði í viðtali í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins í fyrra að ís-
lenska landsliðið hefði á undan-
förnum árum unnið fáheyrt afrek,
„við erum að tala um 350 þúsund
manna þjóð“. Svo bætti hann við:
„Nú er þessi gullkynslóð ykkar að
eldast og fyrir vikið eru úrslitin
ekki alveg eins góð núna og fyrir
tveimur til þremur árum. Þetta er
alveg það sama og gerðist hjá hol-
lenska landsliðinu, þegar síðasta
gullkynslóð, Robben, van Persie
og þeir, fór yfir hæðina. Nú er
næsta kynslóð hins vegar að hasla
sér völl og eins og við þá þurfið þið
Íslendingar að bíða þolinmóðir. Í
knattspyrnunni gengur þetta allt í
bylgjum; oft þarf að fara niður á
við til að komast upp aftur.“
Það er mikið hæft í þessu.
Landsliðið hefur á undaförnum ár-
um veitt landsmönnum mikla gleði
og innblástur og rifið þjóðina með
sér. Það átti líka við í undan-
keppninni nú þótt súrt hefði verið í
broti að tapa. Tapið í Búdapest á
ekki að skyggja á frábæran árang-
ur liðsins.
Tapið í Búdapest á
ekki að skyggja á
frábæran árangur}
Súrt í broti
R
íkisstjórn Katrínar (VG), Bjarna
(D) og Sigurðar Inga (B) hefur
nú í þrjú ár unnið ötullega að því
að auka fátækt fatlaðs og lang-
veiks fólks í stað þess að bæta
kjör þess.
Það er sorgleg staðreynd að stór hópur ör-
yrkja býr við sárafátækt. Þetta fólk býr við
fjárhagslega undirokun sem kristallast með
skýrum hætti í því að um áramótin verður
munurinn á örorkulífeyri og lágmarkslaunum
orðinn 86 þúsund krónur á mánuði.
Þetta bil hefur breikkað stöðugt allar götur
frá árinu 2007, og kallast kjaragliðlun. Það á að
heita að sitjandi stjórn sigli undir forystu svo-
kallaðs vinstri flokks (VG) sem kennir sig í
kosningaáróðri sínum við jöfnuð, mannréttindi
og baráttu fyrir hag fátækra. Samt hefur ekk-
ert verið gert til að bregðast við þessari kjara-
gliðnun launa og lífeyris fátækra á kjörtímabilinu sem
brátt er á enda. Forystufólk stjórnarflokkanna lofar öllu
fögru í þessum málum fyrir kosningar. Síðan er allt svikið
þegar ráðherrarnir eru sloppnir inn í hlý ráðuneytin.
Enga breytingu er að sjá nú þegar Bjarni Benedikts-
son, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur lagt fram sitt síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtíma-
bilinu. Frekar þvert á móti. Það er stefnt á aukna fátækt
lægstu lífeyrisþega. Harðari sveltistefnu gegn fólki sem
getur illa borið hönd fyrir höfuð sér og á svo alltof fáa mál-
svara í opinberri umræðu hér á landi.
Fjármálaráðherra sagði nú vikunni í svörum
við fyrirspurn minni í þinginu um kjör fátækra
að hann teldi að hægt væri að leysa úr vanda
þeirra sem eru á því sem hann kallaði „ber-
strípaðar bætur“. Sá hópur væri svo fámenn-
ur. Þá spyr ég hvers vegna hann og ríkis-
stjórnin séu ekki búin að gera það nú þegar?
Hvers vegna hækka lífeyrislaun bara um
3,6% um næstu áramót, en nú þegar hafa mat-
vörur hækkað yfir 10% og þá hafa einnig
hækkuð húsleiga og kostnaður vegna geng-
issigs krónunnar haft áhrif á fjárhagsstöðu líf-
eyrislaunaþega, ásamt aukinni verðbólgu?
Nei, allt er hér á sama veginn. Reka skal
sveltistefnu gegn veiku fólki, eldri borgurum
og börnum. Þetta á ekki að líðast á Íslandi þeg-
ar komið er fram á 21. öld. Því miður eru alvar-
legir gallar á velferðarkerfi okkar. Öryggis-
netið er alltof víða bæði rifið og götótt. Við í
Flokki fólksins erum í stjórnmálum vegna þess að viljum
bæta þetta net. Við þekkjum götin af eigin reynslu. Við
vitum að staðan í dag er ekki sæmandi fyrir okkur öll sem
þjóð. Skömmin vegna þessa hvílir alfarið á herðum núver-
andi ríkisstjórnar og fjórflokkanna; Sjálfstæðisflokks,
Framsóknar, Vinstri grænna og Samfylkingar. Þeir hafa
skipt bróðurlega með sér völdum í þessu landi allt frá
aldamótum og jafnvel lengur.
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Kjaragliðnun í boði fjórflokksins
Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvinnuleysið fer stigvax-andi frá mánuði til mán-aðar og jókst alls staðar álandinu í seinasta mánuði.
Almennt atvinnuleysi fór í 9,9% í
október og verulega hefur fjölgað í
hópi þeirra sem eru í minnkuðu
starfshlutfalli og fóru á hlutabætur
en atvinnuleysi tengt því fór í 1,2%.
Heildaratvinnuleysi á landinu var
því 11,1% í október og er að lítið eitt
meira en Vinnumálastofnun (VMST)
hafði reiknað með að sögn Unnar
Sverrisdóttur, forstjóra stofnunar-
innar. Hún segir greinilegt að áhrif
hertra sóttvarnaráðstafana í þriðju
bylgju veirufaraldursins komi fram í
þessum atvinnuleysistölum og fjölg-
un á hlutabótaleiðinni, ekki síst
vegna lokana í veitingaþjónustu.
Allt bendir til að atvinnuleysið
muni halda áfram að vaxa á næstu
vikum. VMST spáir því núna að
heildaratvinnuleysið verði 11,9% í
yfirstandandi mánuði og geti farið í
12,2% í desember.
Viðlíka tölur um fjölda atvinnu-
lausra í almenna bótakerfinu hafa
ekki áður sést að sögn Unnar. Þegar
það reis hæst í apríl sl. var almennt
atvinnuleysi 7,5%.
Alls voru 20.252 einstaklingar
atvinnulausir í almenna bótakerfinu
í lok októbermánaðar og 4.759 í
minnkaða starfshlutfallinu, eða sam-
tals 25.011 manns. Fjölgað hefur um
1.440 manns sem nýta sér hlutabóta-
leiðina í októbermánuði.
Heildaratvinnuleysi á Suður-
nesjum komið í 21,1%
Suðurnesin skera sig algerlega
úr meðal landshlutanna í skýrslu
Vinnumálastofnunar, sem birt var í
gær. Þar mældist heildaratvinnu-
leysi 21,2% í október og var almenna
atvinnuleysið 20,1% en atvinnuleysi
tengt minnkuðu starfshlutfalli var
1,1%. „Hin erfiða staða flugrekstrar
og ferðaþjónustu bitnar hart á at-
vinnulífi Suðurnesja,“ segir í um-
fjöllun VMST. Atvinnuleysið jókst
um 1,6 prósentustig á Suðurnesjum
milli mánaða. Þar er heildar-
atvinnuleysið mun meira meðal
kvenna en karla, eða 24,0% alls hjá
konum en 19,3% hjá körlum.
Víðar má sjá verulega aukningu
atvinnuleysis. Á höfuðborgarsvæð-
inu var aukningin 1,2 prósentustig en
atvinnuleysið þar fór úr 10,1% í sept-
ember og í 11,3% í október. Á Suður-
landi jókst það úr 8,4% í september
og í 10,0% í október og á Austurlandi
fór það úr 5,2% í september og í
7,0% í október. Minnsta aukningin
varð á Vesturlandi, Vestfjörðum og á
Norðurlandi vestra eða á bilinu 0,5
prósentustig og 0,8 prósentustig.
„Atvinnuleysi er hærra meðal
kvenna en karla alls staðar á landinu
nema á höfuðborgarsvæðinu og
Vestfjörðum.
Heildaratvinnuleysið er nú
10,8% (9,7% í almenna kerfinu) með-
al karla, en 11,4% (10,2% í almenna)
meðal kvenna á landinu öllu,“ segir í
samantekt VMST.
Erfitt er að spá um hvað tekur
við eftir áramótin. Þá má reikna með
að uppsagnarfrestir margra sem
sagt var upp störfum á haustmán-
uðum fari að renna út, og gætu þeir
þá bæst við á atvinnuleysisskrána.
Ekki er þó heldur útilokað að birti til
með endurráðningum fyrirtækja
sem nái viðspyrnu í vetur ef farald-
urinn verður í rénun og ekki síst ef
bóluefni við veirunni er í augsýn.
Spá 12,2% heildarat-
vinnuleysi í desember
20%
15%
10%
5%
0%
Þróun atvinnuleysis og spá til áramóta
Atvinnuleysi í október eftir landshlutum
Atvinnuleysi í janúar-október 2020 og spá fyrir nóvember og desember
20%
15%
10%
5%
0%
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
4,8% 5,0%
9,2%
17,8%
13,0%
9,5% 8,8% 9,4%
9,8%
11,1% 11,9%
12,2%
11,3%
21,2%
7,0%
4,5% 4,3%
7,7% 7,0%
10,0%
Höfuð-
borgarsv.
Suðurnes Vesturland Vestfi rðir Norðurl.
vestra
Norðurl.
eystra
Austur-
land
Suður-
land
4,8 5,0
3,5
5,7
10,3
7,5
5,6
7,4
2,1
7,5 7,9 8,5 9,0
9,9 10,8 11,3
10,1
20,1
6,1
4,0 3,4
6,8 5,8
8,6
Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls
Spá
VMST
Heimild: Vinnu-
málastofnun
Allt landið 11,1%
Fjölgað hefur mikið í hópi þeirra
sem hafa verið atvinnulausir í
langan tíma. Alls höfðu 3.614
einstaklingar sem voru í at-
vinnuleit í október verið án at-
vinnu í meira en 12 mánuði og
hefur þeim fjölgað um 2.148 á
milli ára. Þeim sem verið hafa
atvinnulausir í 6-12 mánuði fer
einnig fjölgandi, voru 5.491 í lok
október en 2.063 fyrir ári.
Atvinnuleysið kemur sér-
staklega hart niður á erlendum
ríkisborgurum og var atvinnu-
leysi meðal þeirra 22% í októ-
ber. 8.204 erlendir ríkisborg-
arar voru án atvinnu í almenna
bótakerfinu í lok október. 1.409
erlendir ríkisborgarar voru þá
skráðir á hlutabótum.
Í atvinnuleit í
meira en ár
LANGTÍMAATVINNULEYSI