Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1 Kolibri trnur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavrum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil spurn er um allan heim eftir starfskröftum Rauða krossins vegna kórónuveikifaraldursins og aðgerða sem tengjast honum, að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Landsfélög Rauða krossins hafa stutt við heil- brigðiskerfi heima fyrir og alls stað- ar er mikið álag á starfsemi Rauða kross-félaga. Að auki er víða þörf á aðgerðum sem meðal annars tengj- ast vopnuðum átökum, fellibyljum og stórviðrum, að sögn Atla. Á þessu ári hafa níu sendifulltrúar RKÍ verið að störfum erlendis, sem er heldur færra en undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að í fyrra voru fimm sendifulltrúar um tíma í Sýr- landi og þar áður um 15 í Bangla- dess. Ekki hefur verið um sambæri- leg stórverkefni að ræða í ár enda erfitt að koma þeim við vegna ferða- takmarkana í faraldrinum. Verkefni tengd faraldrinum Um verkefni ársins sem tengjast kórónuveikinni nefnir Atli Viðar að einn heilbrigðismenntaður sendi- fulltrúi er nú í Jemen á sérhæfðri Co- vid-19 heilbrigðiseiningu Rauða krossins. Það verkefni kom ofan á önnur lífsnauðsynleg verkefni í land- inu, sem tengjast vopnuðum áötkum, fæðuskorti og fátækt. Fyrr á árinu sinnti annar sendi- fulltrúi hjá RKÍ verkefni í Asíu sem laut að sálrænum stuðningi í tengslum við kórónuveikina. Það verkefni var unnið frá Íslandi. Annar sendifulltrúi kemur að verkefnum tengdum faraldrinum í Evrópu, og mun vinna fyrst um sinn frá Íslandi en flytur sig væntanlega til Búdapest þegar ferðatakmörkunum léttir. Á aðalskrifstofu Alþjóða Rauða kross- ins í Sviss hefur annar sendifulltrúi frá RKÍ starfað og m.a. unnið að leið- beiningum og forvörnum til starfs- manna Rauða krossins gagnvart far- aldrinum svo halda megi starf- seminni órofinni. Atli Viðar segir að starfsemin í ár tengist mjög heimsfaraldrinum, en verkefnin séu þó af ýmsum toga. Sendifulltrúi hafi verið í Genf og ver- ið hluti af teymi sem berst gegn kyn- ferðislegri misnotkun á átakasvæð- um sem er sameiginlegt verkefni RKÍ og íslenskra stjórnvalda. Fyrr í ár var sendifulltrúi að störfum í Sýr- landi og tveir komu að aðstoð í kjöl- far hamfara á Bahama-eyjum í fyrra- haust. Krefjandi ár og sérstakt Stórar landsskrifstofur Rauða krossins eins og í Kanada og Noregi hafa, auk erlendra verkefna, sinnt verkefnum heima fyrir. Það sama er að segja um RKÍ, sem m.a. hefur komið að starfi í farsóttarhúsum. Atli Viðar segir að árið hafi verið mjög krefjandi og sérstakt, en útlit sé fyrir að RKÍ takist að halda í horfinu. Fjármagn til erlendrar starfsemi RKÍ kemur meðal annars í gegnum rammasamning við utanríkisráðu- neytið og framlög frá Mannvinum RKÍ. Þá segir Atli Viðar að stuðn- ingur fyrirtækja hafi aukist sem sé gríðarlega jákvætt. Almennt starf Rauða kross-félaga er að mestu unn- ið af sjálfboðaliðum. AFP Hörmungar Sjaldan er ein báran stök í Jemen þar sem glímt er við vopnuð átök, fæðuskort, fátækt og kórónuveiru. Myndin að ofan er tekin á sjúkrahúsi í landinu í síðustu viku. Heilbrigðis- kerfið er sagt í molum, en Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn opnuðu þar meðferðardeild í september fyrir einstaklinga sem veikjast af kór- ónuveirunni. Þar er Kolbrún Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi (myndin til hliðar), að störfum og verður fram í janúar Áður hefur hún starfað sem sendifulltrúi í Bangladess. Álag á félögum Rauða krossins um allan heim  Verkefni hafa breyst með heimsfaraldrinum Elliðaárdalur og framtíð mannvirkja Elliðaárstöðvar og Árbæjarlóns voru rædd á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag. Borgarstjóri lagði fram tillögu á fundinum um drög að erindisbréfi stýrihóps um Elliðaárdal. Hlutverk hópsins verður að gera tillögu í sam- ráði við helstu hagsmunaaðila um mótvægisaðgerðir í kjölfar tæm- ingar Árbæjarlóns sem horfi m.a. til fuglalífs, annarrar náttúru og mann- lífsins í dalnum. Einnig um framtíð- arumhverfi svæðisins í kringum stífluna og stöðu Elliðaárdals sem verndaðs svæðis, borgargarðs. Í stýrihópnum sitja m.a. tveir for- menn íbúaráða, formaður skipulags- og samgönguráðs, tveir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks og stjórnarformaður OR. „Leiðarljós hópsins er að hafa hagsmuni lífrík- isins og útivistar að leiðarljósi enda Elliðaár og dalurinn allur einstök náttúru- og útivistarperla.“ Tillagan var samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokks höfðu áður lagt fram bókun á fundinum og furðað sig á vinnu- brögðum við tæmingu Árbæjarlóns sem var ekki lögð fyrir stjórn Orku- veitu Reykjavíkur áður en það var tæmt. „Nauðsynlegt er að kanna til hlítar hvernig best er að skila Elliða- árdalnum áður en farið er í að breyta Árbæjarlóni til frambúðar,“ sagði m.a. í bókuninni. Þá var bent á að ekki hafi verið leitað álits m.a. um- hverfis- og heilbrigðisráðs, íbúaráða, íbúasamtaka eða Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins sem hefði verið rétt að gera þegar um slíka ákvörðun var að ræða. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði einnig fram bókun og sagði allt við ákvarðanatöku um tæmingu lónsins ámælisvert. gudni@mbl.is Stýrihópur um Elliðaárdalinn  Aðgerðir í kjölfar tæmingar lónsins Morgunblaðið/Eggert Elliðaár Búið er að tæma lónið ofan við Árbæjarstífluna til frambúðar. Reynt hefur verið að halda fullri þjónustu sendiskrifstofa Íslands erlendis þrátt fyrir kórónuveiki- faraldurinn. Allar sendiskrifstofur Íslands eru opnar, þótt afgreiðsla og afgreiðslutími taki mið af sótt- varnaaðstæðum í hverju gistiríki, samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu. Starfsfólk vinnur ýmist á staðn- um eða í fjarvinnu í viðkomandi landi, en á flestum stöðum er því skipt í teymi þannig að ávallt geti einhver haldið starfsemi gangandi ef smit kemur upp á starfsstöð. Starfið er í raun í fullum gangi svo langt sem það nær og áhersla er lögð á að halda því þannig. Sendiskrifstofum Íslands í Úg- anda og Malaví var lokað um tíma í fyrstu bylgju faraldursins og út- sent starfsfólk kallað til Íslands í öryggisskyni. Skrifstofan í Kamp- ala var opnuð á ný í júlí og sú í Lilongwe í október þegar mögu- legt var að komast þangað aftur með flugi og aðstæður vegna far- aldursins leyfðu. Fjarfundabúnaður notaður Starfsemi fastanefnda gagnvart alþjóðastofnunum hefur tekið mið af starfseminni á hverjum stað. Þannig fara flestir fundir á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna fram með fjarfundabúnaði, bæði í New York og Genf. Fulltrúar mæta þegar kosið er til embætta eða í aðrar atkvæðagreiðslur sem þarf að taka þátt í á vettvangi. Hjá Atl- antshafsbandalaginu hafa reglu- legir fundir farið fram í höf- uðstöðvum allan tímann, en ráð- herrar taka þátt í fjarfundum. Borgaralegir sérfræðingar sem starfa á vegum Íslensku frið- argæslunnar á sviði öryggis- og varnarmála voru ekki sérstaklega kallaðir heim. Hvað útsenda sér- fræðinga á sviði mannúðar- aðstoðar varðar voru þeir almennt kallaðir heim af áhættusvæðum í fyrstu bylgju faraldursins. Minna álag á borgaraþjónustu Eftir það mikla álag sem var á borgaraþjónustu og aðstoð ráðu- neytisins í fyrstu bylgju faraldurs- ins, m.a. vegna aðstoðar við inn- lyksa Íslendinga víða um heim, hafa borgaraþjónustuverkefni færst í hefðbundnara horf. Staða mála vegna heimsfaraldurs gerir íslenskum borgurum þó áfram erf- itt fyrir með ýmis praktísk mál og töluvert er um að leitað sé ráða og aðstoðar, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins. Neyðar- símavakt er sem fyrr í gangi allan sólarhringinn. aij@mbl.is Reynt að halda fullri þjónustu í sendiskrifstofum  Lokað um tíma í Úganda og Malaví AFP Holland Vel klæddir nemendur fylgjast með kennslu við opnar dyr og glugga til að bæta loftræstingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.