Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 46
sagnfræði og skíðum en vefnaði þegar
hún var ung.
„En ég hef þá trú að í lífinu komi
svona stundir þar sem manni er stýrt á
ákveðna braut og ég held að mér hafi
verið stýrt þarna og eins þegar ég fer á
Varmaland. Þetta púslaðist þannig
saman án þess að ég hafi endilega valið
það, en þó svo að mitt áhugasvið hafi
verið annað á þessum tíma, þá kom
áhuginn smám saman með ástundun
og auknum þroska.“ Hún segir Guð-
rúnu Vigfúsdóttur hafa verið áhrifa-
konu í sínu lífi því hún hafi aftur leitað
til hennar eftir námið og þá hafi Guð-
rún verið nýkomin af kennaraþingi á
Varmalandi, þar sem vantaði kennara,
og þar með small púslið saman.
Á Varmalandsárunum kynntist
Snjólaug eiginmanni sínum, Guð-
brandi Brynjúlfssyni, sem þá var nem-
andi í búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri. „Við hefjum búskap á Brú-
arlandi 1973 og ég flyt þangað alkomin
árið 1975. Ég tók ekki þátt í skepnu-
hirðingu á búinu enda lítt hrifin af
sem vefnaðarkennari og vann þar í níu
ár auk þess að kenna um hríð mynd-
og handmennt við útibú grunnskólans
á Varmalandi. Hún segir að í rauninni
hafi hún haft miklu meiri áhuga á
S
njólaug fæddist á Ísafirði
14. nóvember 1945 og ólst
þar upp til 18 ára aldurs.
„Ég passaði börn þegar ég
var ellefu ára og þegar ég
varð svo unglingur fékk ég vinnu í
fiski.“ Hún segir það hafa verið gaman
að fá að taka þátt í atvinnulífinu og að
stundum hafi krakkar fengið að pilla
rækju í 1-2 tíma í akkorði og fengu þá
borgað eftir vigt. „Það var yndislegt að
alast upp á Ísafirði. Maður var frjáls
eins og fuglinn og lék sér í fjörunni og í
fjallinu og á Hlíðaveginum voru mörg
börn svo það skorti aldrei félaga.“
Snjólaug var mikil skíðakona og
stundaði skíðaíþróttina af kappi á
barns- og unglingsárunum eins og
sannur Hlíðavegspúki. Hún fór í lands-
próf vorið 1961 frá Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar og fór í 1. bekk mennta-
skólans, sem þá var starfræktur við
skólann.
„Mamma var vefnaðarkennari. Hún
var fædd og uppalin í Eyjafirði en
lærði vefnað í Danmörku og þegar hún
kom til Ísafjarðar að kenna við hús-
mæðraskólann kynntist hún pabba.
Árið 1959 byrjar hún með vefstofu og
við systurnar unnum á sumrin á vef-
stofunni, en svo fær hún krabbamein
og deyr 1963.“ Snjólaug ræðir það ekki
frekar en segir að stuttu síðar hafi hún
fengið hugljómun. „Þegar mamma er
dáin, man ég eftir því að ég var að vefa
niður úr stól og þá slær þeirri hug-
mynd í kollinn á mér að ég ætti bara að
halda vefstofunni áfram, ráða sauma-
konur og hönnuði og byggja hús með
speglum og halda tískusýningar. Í
miklum spenningi yfir háleitri hug-
myndinni fór hún til Guðrúnar Vigfús-
dóttur, vefnaðarkennara í Húsmæðra-
skólanum, og spyr hana hvort hún
haldi að hún geti komist inn í nýja
vefnaðardeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, sem hafði verið aug-
lýst fyrr um haustið. „Daginn eftir
missti ég móðinn og fór til Guðrúnar
og vildi hætta við allt saman. En þá var
hún búin að hafa samband suður og ég
mátti koma í skólann um áramótin.“
Um vorið 1965 lauk Snjólaug vefn-
aðarkennaraprófi frá Handíða- og
myndlistaskóla Íslands. Hún réðst til
starfa við Hússtjórnarskólann á
Varmalandi í Mýrasýslu haustið 1966
skepnum, en það hefur nú elst af mér.
Hræðslan við dýrin kom mér í listina,“
segir hún og hlær. Flest sumur voru
hjónin með unglinga, sem ásamt son-
um þeirra tóku þátt í bústörfum. „Þá
var maðurinn minn oddviti sveit-
arinnar frá 1978 til 1990 og var skrif-
stofa hreppsins á heimilinu og fundir
hreppsnefndar haldnir þar. Það var
því nóg að gera við húsmóðurstörf og
barnauppeldi þessi ár, en þegar meiri
tími vannst frá heimilisstörfum fór ég
að vinna við handíðir og hönnun og
byggði vinnu mína á þeirri menntun
sem ég hafði.“
Smám saman fór Snjólaug að sinna
listinni af meiri alvöru. „Ég byggði litla
vinnustofu og gallerí á Brúarlandi og
það má segja að handíðir og hönnun sé
mitt aðalstarf núna, þótt ég hafi
minnkað við mig vinnu með hækkandi
aldri.“ Samhliða listsköpuninni var
hún virk í félagsmálum.
„Þegar ég hafði verið nokkur ár á
Brúarlandi gekk ég í kvenfélag
hreppsins, var í stjórn Kvenfélaga-
Snjólaug Guðmundsdóttir vefnaðarkennari og húsmóðir – 75 ára
Listakonan Snjólaug í vinnustofu sinni á Brúarlandi í Borgarfirðinum, en þar rekur hún einnig lítið gallerí.
Stýrt á ákveðna braut í lífinu
Skíðakonan Snjólaug stundaði
skíðaíþróttina af kappi á Ísafirði.
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 17. nóvember 2020BLAÐ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í
augu við staðreyndir. Hvernig væri að
setja eigin markmið? Í umsjón annarra
fara þau úr böndunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft á nánum samböndum að
halda og ættir því að leita leiða til að bæta
sambönd þín. Gengur þér allt í haginn, eða
þarftu að endurskoða einhverjar hug-
mynda þinna?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Talaðu svo skýrt að enginn þurfi
að velkjast í vafa um ásetning þinn. Haltu
þínu striki og láttu neikvæðar raddir ekki
hafa áhrif á þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það skiptir engu hversu vel þú tel-
ur þig þekkja einhvern, viðkomandi getur
samt komið þér á óvart. Sýndu göfuglyndi,
þú munt ekki iðrast þess síðar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Af hverju ættir þú að flýta þér þegar
þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu
á þér, slappaðu af eða stöðvaðu hreinlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er allt í lagi að hlusta á annarra
ráð en ástæðulaust að hlaupa eftir þeim ef
þín eigin dómgreind segir þér annað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er ekkert verri tími en hver ann-
ar til þess að brydda upp á nýjungum.
Haltu ró þinni hvað sem á dynur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gættu þess að leggja vel við
hlustir í öllum samskiptum þínum við aðra
í dag. Taktu þér því góðan tíma til þess að
hafa öll smáatriðin á hreinu áður en þú
hefst handa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt fólk hafi það á orði hversu
fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau
ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Farðu
ekki út fyrir þau mörk sem þú settir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hlustaðu! Fólk er að skipta um
skoðun og breyta um stefnu. Reyndu að
snúa erfiðri reynslu upp í jákvætt tækifæri
til þroska og lærdóms.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur yndi af skáldsögum
og lætur þig dreyma um að skrifa eina
sjálfur. Tjáðu þig um framtíðaráform þín.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er engin ástæða fyrir þig til
þess að bera ábyrgð á öllum sem í kring-
um þig eru. Og öllu gamni fylgir einhver al-
vara.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Móeiður Svala Guðlaugs-
dóttir fæddist 28. febrúar 2020 kl.
6.03. Hún vó 3.950 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar eru Guðlaugur
Þór Þorsteinsson og Tinna Brá Sig-
urðardóttir.
Nýr borgari
30 ára Salka Sól
fæddist í Los Angeles
en ólst upp í Reykjavík
og Hafnarfirði. Salka
Sól er lögfræðingur
hjá Landslögum lög-
fræðistofu, en er núna
í fæðingarorlofi. Hún
hefur mestan áhuga á samskiptum við
skemmtilegt fólk.
Maki: Daníel Þór Magnússon, f. 1991,
sjóðstjóri hjá Gamma.
Börn: Aría Björk, f. 2016, og Hólmar
Hrafn, f. 2020.
Foreldrar: Elín Þóra Friðfinnsdóttir, f.
1956, d. 2018, og Styrmir Sigurðsson, f.
1967, kvikmyndagerðarmaður og fóst-
urmóðir Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, f.
1970, grafískur hönnuður. Þau búa í
Bergen í Noregi.
Salka Sól
Styrmisdóttir
40 ára Júlíus Ingi
ólst upp í Hafnarfirði
og Ólafsvík og býr
núna í Hafnarfirði. Júl-
íus Ingi er hús-
gagnasmiður og er
núna að vinna hjá
fyrirtækinu Þúsund
fjalir. Helstu áhugamál Júlíusar Inga eru
hjólreiðar og almenn útivist og svo hef-
ur hann gaman af því að horfa á kvik-
myndir.
Maki: Katrín Knudsen, f. 1980, meist-
aranemi í félagsráðgjöf í Háskóla Ís-
lands.
Börn: Viktor Árni, f. 2004, og Kristófer
Logi, f. 2007.
Foreldrar: Þóra Viktoría Árnadóttir, f.
1945, og Júlíus Ingason, f. 1944, d.
2012. Hún býr í Hafnarfirði.
Júlíus Ingi
Júlíusson