Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Andrés Magnússon
andresmbl.is
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi og fyrrverandi sam-
gönguráðherra, telur að ráðagerðir
um ljósastýrð gatnamót Arnar-
nesvegar og
Breiðholts-
brautar séu ekki
í neinu samræmi
við samgöngu-
sáttmála höfuð-
borgarsvæðisins.
Hann telur að
hin nýja stjórn
Betri sam-
gangna, hluta-
félags sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu og
ríkisins um uppbyggingu sam-
gönguinnviða þar næstu 15 árin,
þurfi að taka það samkomulag upp,
allar framkvæmdir samkvæmt sátt-
málanum þurfi að vera í samræmi
við heildarhagsmuni.
„Það eru fjögur markmið sem
liggja til grundvallar samgöngu-
sáttmála höfuðborgarsvæðins: greið
umferð með jafnri uppbyggingu
allra samgöngumáta, í samræmi við
loftslagsmarkmið, umferðaröryggi
og loks samvinna og skilvirkar
framkvæmdir,“ segir Jón í samtali
við Morgunblaðið: „Ég fæ ekki séð
að sú leið sem Reykjavíkurborg
valdi og fékk Kópavogsbæ til að
fallast á uppfylli nokkurt af þessum
meginmarkmiðum. Það er verið að
hafna bestu lausninni.“
Þar vísar hann til þess að ljósa-
stýrð gatnamót hafi orðið fyrir val-
inu, þrátt fyrir að frá upphafi hafi
verið gert ráð fyrir mislægum
gatnamótum og umhverfismat mið-
ist við þau. „Það skiptir auðvitað
miklu máli að mislægu gatnamótin
eru mun afkastameiri og tryggja
greiðari umferð, en hitt finnst mér
ríða baggamuninn að umferðarör-
yggi yrði miklu, miklu meira.“ Hann
bætir við að gatnaljósin auki elds-
neytisbruna bíla, svo það falli ekki
að loftslagsmarkmiðum, en loks sé
þetta byggt á samkomulagi tveggja
sveitarfélaga, þegar samgöngu-
sáttmálinn eigi einmitt að taka til
allra þátta og sameiginlegra hags-
muna allra samningsaðila.
„Nú er komið félag sem á að sjá
um þessa uppbyggingu, með öfluga
stjórn undir formennsku Árna M.
Mathiesen. Hún hlýtur að taka þetta
til umfjöllunar. Samræmd uppbygg-
ing samgangna höfuðborgarsvæð-
isins má ekki fara eftir hentisemi
eða gæluverkefnum einstakra sveit-
arfélaga.“
Eigum að velja bestu lausnina
Jón minnir á að þetta sé ekki
fyrsta verkefnið innan samgöngu-
sáttmálans, þar sem Reykjavíkur-
borg fer sínar eigin leiðir og lætur
samgöngusáttmálann liggja milli
hluta. „En þá er sáttmálanum sjálf-
hætt, hann verður að vera í sam-
ræmi við sameiginlega hagsmuni og
öll þau markmið sem samið var um.
Menn geta ekki bara valið þá kon-
fektmola sem þá langar mest í. Þá
eiga menn ekki að velja ásættanlega
lausn, heldur þá bestu.“
Jón fellst á að sú lausn sem
Reykjavíkurborg valdi kunni að vera
ásættanleg eins og staðan er. „En
hún er ekki sú besta miðað við um-
ferðaröryggi og hún er aðeins við-
unandi miðað við umferðarþungann í
dag. Með samgöngusáttmálanum er
markmiðið hins vegar að byggja til
framtíðar.“ Þar hafi fyrsta val Vega-
gerðarinnar verið mislæg gatnamót.
„Þarna var alltaf reiknað með mis-
lægum gatnamótum.“
Samgöngu-
sáttmálinn
í uppnámi
Jón Gunnarsson gagnrýnir val borg-
arinnar á gatnamótum á Arnarnesvegi
Telur besta kostinn ekki valinn og
umferðaröryggi sett í annað sæti
Afstöðuteikningar: Efla
Lausn 2: Ljósastýrð gatnamót með brú.
Fellahverfi
Hvörf
Orkuhúsið
Va
tn
se
nd
ah
va
rf
Ar
na
rn
es
ve
gu
r
Lausn 1: Ljósastýrð gatnamót
Lausn 3: Mislæg gatnamót.
Fellahverfi
Hvörf
Orkuhúsið
Va
tn
se
nd
ah
va
rf
Ar
na
rn
es
ve
gu
r
Lausn 3: Mislæg gatnamót
Lausn 1: Ljósastýrð gatnamót.
Fellahverfi
Hvörf
Orkuhúsið
Va
tn
se
nd
ah
va
rf
Ar
na
rn
es
ve
gu
r
Lausn 2: Ljósastýrð gatnamót á brú
Morgunblaðið/Eggert
Arnarnesvegur Hefur verið í mótun í 15 ár.
Jón Gunnarsson
Morgunblaðið/Hanna
Vatnsendahæð Vegurinn á að liggja yfir hæðina frá Breiðholtsbraut.