Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Andrés Magnússon andresmbl.is Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi og fyrrverandi sam- gönguráðherra, telur að ráðagerðir um ljósastýrð gatnamót Arnar- nesvegar og Breiðholts- brautar séu ekki í neinu samræmi við samgöngu- sáttmála höfuð- borgarsvæðisins. Hann telur að hin nýja stjórn Betri sam- gangna, hluta- félags sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um uppbyggingu sam- gönguinnviða þar næstu 15 árin, þurfi að taka það samkomulag upp, allar framkvæmdir samkvæmt sátt- málanum þurfi að vera í samræmi við heildarhagsmuni. „Það eru fjögur markmið sem liggja til grundvallar samgöngu- sáttmála höfuðborgarsvæðins: greið umferð með jafnri uppbyggingu allra samgöngumáta, í samræmi við loftslagsmarkmið, umferðaröryggi og loks samvinna og skilvirkar framkvæmdir,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið: „Ég fæ ekki séð að sú leið sem Reykjavíkurborg valdi og fékk Kópavogsbæ til að fallast á uppfylli nokkurt af þessum meginmarkmiðum. Það er verið að hafna bestu lausninni.“ Þar vísar hann til þess að ljósa- stýrð gatnamót hafi orðið fyrir val- inu, þrátt fyrir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og umhverfismat mið- ist við þau. „Það skiptir auðvitað miklu máli að mislægu gatnamótin eru mun afkastameiri og tryggja greiðari umferð, en hitt finnst mér ríða baggamuninn að umferðarör- yggi yrði miklu, miklu meira.“ Hann bætir við að gatnaljósin auki elds- neytisbruna bíla, svo það falli ekki að loftslagsmarkmiðum, en loks sé þetta byggt á samkomulagi tveggja sveitarfélaga, þegar samgöngu- sáttmálinn eigi einmitt að taka til allra þátta og sameiginlegra hags- muna allra samningsaðila. „Nú er komið félag sem á að sjá um þessa uppbyggingu, með öfluga stjórn undir formennsku Árna M. Mathiesen. Hún hlýtur að taka þetta til umfjöllunar. Samræmd uppbygg- ing samgangna höfuðborgarsvæð- isins má ekki fara eftir hentisemi eða gæluverkefnum einstakra sveit- arfélaga.“ Eigum að velja bestu lausnina Jón minnir á að þetta sé ekki fyrsta verkefnið innan samgöngu- sáttmálans, þar sem Reykjavíkur- borg fer sínar eigin leiðir og lætur samgöngusáttmálann liggja milli hluta. „En þá er sáttmálanum sjálf- hætt, hann verður að vera í sam- ræmi við sameiginlega hagsmuni og öll þau markmið sem samið var um. Menn geta ekki bara valið þá kon- fektmola sem þá langar mest í. Þá eiga menn ekki að velja ásættanlega lausn, heldur þá bestu.“ Jón fellst á að sú lausn sem Reykjavíkurborg valdi kunni að vera ásættanleg eins og staðan er. „En hún er ekki sú besta miðað við um- ferðaröryggi og hún er aðeins við- unandi miðað við umferðarþungann í dag. Með samgöngusáttmálanum er markmiðið hins vegar að byggja til framtíðar.“ Þar hafi fyrsta val Vega- gerðarinnar verið mislæg gatnamót. „Þarna var alltaf reiknað með mis- lægum gatnamótum.“ Samgöngu- sáttmálinn í uppnámi  Jón Gunnarsson gagnrýnir val borg- arinnar á gatnamótum á Arnarnesvegi  Telur besta kostinn ekki valinn og umferðaröryggi sett í annað sæti Afstöðuteikningar: Efla Lausn 2: Ljósastýrð gatnamót með brú. Fellahverfi Hvörf Orkuhúsið Va tn se nd ah va rf Ar na rn es ve gu r Lausn 1: Ljósastýrð gatnamót Lausn 3: Mislæg gatnamót. Fellahverfi Hvörf Orkuhúsið Va tn se nd ah va rf Ar na rn es ve gu r Lausn 3: Mislæg gatnamót Lausn 1: Ljósastýrð gatnamót. Fellahverfi Hvörf Orkuhúsið Va tn se nd ah va rf Ar na rn es ve gu r Lausn 2: Ljósastýrð gatnamót á brú Morgunblaðið/Eggert Arnarnesvegur Hefur verið í mótun í 15 ár. Jón Gunnarsson Morgunblaðið/Hanna Vatnsendahæð Vegurinn á að liggja yfir hæðina frá Breiðholtsbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.