Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 ✝ Haukur Þor-steinn Pálsson fæddist í Sauðanesi í Austur-Húna- vatnssýslu 29. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þann 9. nóv- ember 2020 eftir skammvinn veik- indi. Haukur var næstyngstur af 12 systkinum. Faðir Hauks var Páll Jónsson frá Flatatungu í Skaga- firði, fæddur 15. mars 1875, hann lést 24. október 1932. Móð- ir Hauks var Sesselja Þórð- ardóttir, fædd 29. ágúst að Steindyrum í Svarfaðardal, en hún lést 10. september 1942. Systkini Hauks eru Jón, Páll, Sigrún, Þórður, Gísli, Hermann, Helga, Þórunn, Ólafur, Anna og Ríkarður, sem öll eru látin. Haukur kvæntist 7. júní 1952 Önnu Guðnýju Andrésdóttur ljósmóður, en hún var fædd á bænum Jórvík í Breiðdal 7. júní 1927, dáin 4. september 1998. Foreldrar hennar voru Lilja Guðlaugu M. Jónsdóttur og áttu þau gott samband í mörg ár. Haukur ólst upp í Sauðanesi hjá móður sinni og systkinum. Hann byrjaði snemma að vinna hin ýmsu landbúnaðarstörf þess tíma auk vegagerðar. Haukur útskrifaðist úr Hólaskóla árið 1949. Eftir útskrift vann hann á Hólabúinu. Í framhaldinu vann hann á jarðýtu í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Árið 1952 stofna Anna og Haukur nýbýlið Röðul út úr Sauðanesi og hefur hann búið þar alla tíð síðan. Fyrst með blandaðan búskap en seinni ár átti hrossabúskapurinn hug hans allan. Samhliða bú- skapnum tók Haukur að sér ým- is störf svo sem girðingavinnu til fjalla, ökukennslu, gröfu- og vörubílaútgerð. Hauki var margt til lista lagt. Hann var mikill sögumaður og liðtækur skemmtikraftur. Hann sat í hin- um ýmsu nefndum, t.d. samráðs- nefnd Blönduvirkjunar og af- mælisnefnd Hólaskóla. Útför Hauks Pálssonar fer fram í Blönduóskirkju í dag, 14. nóvember 2020, kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandur viðstaddir en athöfninni verður streymt á https://tinyurl.com/y24bacpo Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Kristbjörg Jó- hannsdóttir, fædd 19. október 1896, látin 10. júlí 1977, og Bjarni Andrés Þórðarson, fæddur 17. febrúar 1896, látinn 3. febrúar 1980. Haukur og Anna eignuðust tvær dætur, Lilju, fædda 2. maí 1955. Fyrrverandi eigin- maður hennar er Garðar Skaptason og eignuðust þau þrjú börn, 1) Hauk, fyrrverandi eig- inkona er Sonja Suska, 2) Valdísi Önnu, gifta Geir Arnari Marels- syni og 3) Heimi Hrafn, í sambúð með Marit van Schravendijk. Yngri dóttir Hauks og Önnu er Sesselja, fædd 15. apríl 1961. Eiginmaður hennar er Víkingur Viggósson. Þau eiga þrjá syni, 1) Víking Ara, í sambúð með Elvu Dögg Pálsdóttur, 2) Hákon Andra og 3) Hlyn Loga, í sambúð með Dagnýju Rós Elíasdóttur. Barnabarnabörn Hauks og Önnu eru 13 talsins. Árið 2002 kynntist Haukur Haukur Pálsson á Röðli var einstakur maður, í smitandi létt- leika sínum. Alltaf sjálfum sér nógur og átti nóg af ástúð, gleði og greiðvikni fyrir sína nánustu og náungann, hvert sem hann fór. Þessi uppátækjasami frum- kvöðull náði að snerta líf margra á langri æfi. Þá var hann skemmtikraftur, eftirherma og sögumaður, en hlustaði líka vel á það sem aðrir sögðu og var fróð- leiksfús og forvitinn. Við börn Páls S., bróður Hauks, kynnt- umst honum og Önnu á sumrin á Röðli og annar okkar var þar langdvölum í sveit eins og þá tíðk- aðist. Þar réð mannmergðin og athafnagleðin ríkjum. Langi bekkurinn í eldhúsinu var oft þéttsetinn og spennandi umræð- urnar sem Haukur stýrði og jafn- an stutt í grínið. Annars var Haukur alltaf á ferðinni á einhverju ökutækinu eða græjunni, að redda hinu og þessu, grafa skurð, kenna á bíl, ná í hross, girða uppi á heiði eða hitta mann og annan út af ein- hverju. Kyrrstaða var aldrei á dagskrá, enda hreyfði Haukur sig svo mikið að hann var með maga- vöðva upp úr áttræðu eins og þvottabretti og skorti ekki styrk- inn lengst af. Fyrst og fremst var Haukur skemmtilegur maður og fjölhæfur. Hann var alveg laus við sýndarmennsku eða hégóma og gat gert grín að sjálfum sér ef því var að skipta, rétt eins og tíðkast meðal uppistandara. Það er ekki hægt annað en að þykja vænt um þennan góða frænda, sjálfstæðan bónda úr stórum systkinahópi, þar sem hvert og eitt lét til sín taka á ein- hvern hátt. Kvikmyndir Guðrún- ar Stephensen, móður okkar sýna Hauk röggsaman árin 1958 til 1964 að rýja kindur og heyja af festu. Sömu ákveðnu tökin sýnir Haukur á myndbandi okkar við flutning á stóðhesti árið 2017, þegar við gistum hjá honum að Röðli. Þar náðum við að njóta gestrisni Hauks í sólarhring, þar sem sögurnar flugu út úr þessum leiftrandi kolli. Sú minning mun sannarlega lifa áfram. Blessun fylgi dætrum hans og öllum þeirra niðjum. Páll Arnór og Ívar Pálssynir. Fyrir rúmum sextíu árum var ég í sveit hjá Önnu Andrésdóttur og Hauki Pálssyni á Röðli á Ás- um. Röðull var nýbýli og þau hjónin tæplega þrítug. Byggðu upp hús og bústofn úr engu, lögðu hart að sér, en voru bjartsýn og glöð. Haukur söng á traktornum í flaginu þótt nýræktin væri lítið annað en grjótnáma með smá moldardufti á milli steina. Árin liðu og reglulega hitti ég Hauk og komst ávallt í dillandi gott skap við að hlusta á gamansögur hans. Hann var ótrúlega ern og þótt hann hefði fengið sinn skammt af erfiðleikum og mótlæti í lífinu þá hengdi hann það ekki utan á sig eins og fálkaorður heldur geislaði af lífi og gríni. Gott dæmi um kímni hans má sjá í bókinni „Haukur á Röðli. Í fúlustu al- vöru“, sem kom út 2009. Þar rifj- ar Haukur þetta upp, sem hann segist þó ekki gullöruggur á: Það kom hingað Bandaríkjamaður, sem var að veiða. Ég var eitthvað að sýna honum og leiðbeina sem var hið besta mál. Svo þar sem við erum og ég horfi yfir landið mitt þá segi ég við hann: Þetta land sem þú sérð er allt mitt. Útlend- ingurinn brosti til mín drjúgur og sagði: Landið mitt er svo stórt að það tekur mig allan daginn að aka í kringum það á jeppanum mín- um. Mér fannst ekkert mikið til um þetta, leit á hann og sagði: Ég átti líka svona jeppa, en ég er löngu búinn að losa mig við hann. Haukur var föðurbróðir minn, næstyngstur 12 systkina sem fæddust í Sauðanesi á Ásum í byrjun síðustu aldar á árunum 1914-1932. Nú eru þau öll fallin frá en skilja eftir sig fjölda niðja og góða arfleifð. Faðir þeirra féll frá 1932, er Haukur var þriggja ára ára og móðir þeirra dó 1942 er Haukur var þrettán ára. Þetta var harður skóli, en öll komust systkinin til mennta og unnu hörðum höndum margvísleg störf. Ég hef lært margt af Hauki og á honum gott að þakka. Dætr- um hans, Lilju og Sesselju, börn- um þeirra, mökum, barnabörnum ásamt lífsförunauti og samstarfs- manni Hauks í hrossaræktinni síðustu árin, Guðlaugu Margréti Jónsdóttur, sendum við Guðrún samúðarkveðjur. Stefán Pálsson. Mjög líklega verður slegið upp veislu í sumarlandinu þegar Sauðanessystkinin ellefu og margir fleiri fagna komu Hauks Pálssonar sem kvaddi þessa jarð- vist umvafinn sínum nánustu 9. nóvember síðastliðinn. Eftir sitj- um við hnípin og full eftirsjár og undrumst þetta útspil örlaga- nornanna þegar við horfum á eft- ir elskulegum frænda og vini. Haukur var afskaplega geð- góður og ljúfur og tók vel á móti stelpuskotti sem langaði svo mik- ið að koma til hans og Önnu í sveitina. Sumrin í sveitinni urðu mörg og skemmtileg. Yndislegt var að finna hversu velkomin ég var og ekki var verra að hitta Lilju og Sesselju og njóta tilver- unnar við leik og störf. Allt frá unga aldri var Haukur hrókur alls fagnaðar og naut hann þess að segja alls kyns sögur sem skemmtu samferðamönnum hans. Mikið var gaman að koma í níræðisafmæli hans í fyrra og sjá hvað hann naut sín sem gestgjafi umkringdur ættingjum og vinum. Á flækingi um landið er ég oft spurð hvar mínar rætur liggja, þá nefni ég Sauðanes og Röðul og þá kemur í ljós hversu ótrúlega margir kannast við frænda, orðs- tír hans mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Hermann, stóri bróðir Hauks, skrifaði bók um Hávamál og skrifar í skýring- um við 76. erindi: Fénaður deyr, frændur deyja, maður sjálfur deyr einnig. En aldrei deyr frægð þess manns sem hefur unnið sér góðan orðstír. Nú er skarð fyrir skildi, síðasti tengiliður okkar við Sauðanes- systkinin horfinn og tómlegt um að litast á Röðli. Sveitungar Hauks syrgja góðan mann, dug- legan bónda og kraftmikinn sem var allt í öllu í sveitinni og hjálp- samur með afbrigðum. Mikið óskaplega sakna ég Hauks og vildi óska þess að ég hefði verið duglegri að heimsækja hann að Röðli. En mestur er missir dætra og afkomenda. Elsku Lilja, Sesselja, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Megi algóður Guð hugga ykkur og hughreysta. Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi minning um elskulegan mann lifa með ykkur um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Brynja Baldursdóttir. Það er eins og gerst hafi í gær þótt árin séu orðin rúm 18, fyrst þegar við hittum Hauk sem varð okkur afar kær vinur í sveitinni þegar við eignuðumst Björnólfs- staðina okkar. Ómetanlegt að við gátum líka rætt það við hann hversu mikið tilvera hans og Björnólfsstaða hafði gert fyrir okkur og fjölskylduna. Haukur var eins og hestarnir hans, uppi um fjöll og firnindi á sexhjólinu sínu og alltaf að. Það var dýrmæt venja hjá honum að kíkja í kaffi þegar hann var í fjallinu eða átti leið hjá og alltaf eins og við hefð- um hist í gær. Margt var brasað og stússað saman í gegnum árin og ómetanlegt að hafa átt góða stund með honum í haust þegar hann stoppaði í kaffi og hrært var m.a. í túnfisksalatið sem var ómissandi þegar hann bar að garði. Hann vissi að olíverkið í gamla Ford-traktornum var bilað og hélt það nú að hann og Bjarni ættu að drífa sig út að gera við það sem varð úr og samveran náði því vel yfir daginn sem er ómetanlegt. Við leyfðum okkur að heilsast og kveðja með knúsi þrátt fyrir ástandið, litlir hlutir en dýrmætt í dag. Við nefndum það oft við hann að hann væri eins og geymdur í formalíni því okkur fannst hann alltaf jafn reffilegur og sléttur. Hann bjó yfir ein- stakri, sterkri og fallegri nær- veru sem heillaði langar leiðir, deildi skemmtilegum sögum með sínum frábæra frásagnastíl og mundi nánast allt milli himins og jarðar. Þegar við horfum til baka og rifjum upp þá er þakklæti efst í huga og forréttindi að hafa feng- ið að kynnast Hauki. Hann sagði eitt sinn að hann væri kannski lít- ill en hann væri ekki ómerkilegur og það er svo mikið rétt – hann var stór falleg persóna, höfðingi mikill og gaf mikið af sér. Minn- ingarnar um einstakan vin og mannauð Hauks munu líka halda áfram að gefa af sér og ylja í hjartanu. Elsku Sesselja, Lilja og fjöl- skyldur við sendum innilegar samúðar- og kærleikskveðjur til ykkar allra. Ingibjörg, Bjarni og börn að Björnólfsstöðum. Haukur Þorsteinn Pálsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 árHJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Oddfellowregluna eða Heimahlynningu á Akureyri. Sérstakar þakkir til þeirra sem hafa annast hana í veikindum hennar síðastliðið ár. Halldór Karl Karlsson Guðmundur K. Halldórsson Þórdís Þórisdóttir Karl Á. Halldórsson Þórunn Jónsdóttir Þórhalla Halldórsdóttir Svavar Tulinius Kristín G. Halldórsdóttir Magnus Rönnlund ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, besta amma og sambýliskona GEIRÞRÚÐUR GEIRSDÓTTIR hestakona lést þriðjudaginn 10. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. nóvember. Silja Unnarsdóttir Valdimar Ómarsson Margrét Ingunn Jónasdóttir Michel Hinders Davíð Geir Jónasson Ann Peters Jón Halldór Unnarsson Ólafía Sigurðardóttir Halldór Sævar Guðbergsson og ömmustrákar Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, UNNUR HJARTARDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi mánudaginn 9. nóvember. Dídí Jóhannsdóttir Ólöf Jóhannsdóttir Hjörtur Jóhannsson Matthildur Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON tannlæknir, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 3. nóvember. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 16. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en athöfninni verður streymt á slóðinni https://m.facebook.com/groups/3440139652735070/. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á Mörk fyrir ómetanlega alúð og stuðning. Sigurbjörg Jónsdóttir Ólafur Ágúst Guðmundsson Nína K. Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson Pétur Ingi Guðmundsson Guðbjörg Gunnarsdóttir Bryndís Guðmundsdóttir Gunnar Bachmann og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLÖF SVEINJÓNSDÓTTIR, Lilla, Tjarnarflöt 9, Garðabæ, lést mánudaginn 9. nóvember. Jóhannes Árnason Sveinjón Jóhannesson Árni Jóhannesson Kristín A. Jóhannesdóttir Sigurður Straumfjörð Pálsson ömmu- og langömmubörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.