Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
HÖRKUSPENNANDI MYND
BYGGÐI Á SANNRI SÖGU.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
fremst af konum hér á landi, sjá t.d.
Hafdísi Bjarnadóttur, Þórönnu
Björnsdóttur, Bergrúnu Snæbjörns-
dóttur svo fáeinar séu nefndar. Plöt-
ur Báru eru krefjandi, sjá til dæmis
B R I M S L Ó Ð hvar verkin klórast
áfram löturhægt, sveiflast á köflum
út í hálfgerða hávaðalist, hljóðfæri
renna inn og út úr hljóðrásunum að
því er virðist tilviljanakennt. Tor-
rætt ferðalag og tilraunakennt
mjög, framsækni og frumleiki, fyrst
og fremst.
Það er heildarhugmynd á bak-
við HIBER. Rannsókn á áferð og
myrkri þar sem hugmyndin um
„kjarna“ er miðlæg. Orðið hibernus
er latneskt og þýðir vetur eða
vetrarlegt en vísar og í híði. Verkið
skiptist í átta hluta og eru kontra-
bassi og rafhljóð brúkuð til að kalla
þessi áhrif fram.
Það er alltaf gott merki fyrir
tónskáld þegar spurt er „á hvað ertu
að hlusta?“ eins og kona mín spurði
er HIBER lak um stofuna. Það er
eiginlega enn betra þegar sagt er
„gætir þú lækkað?“ Því að það var
nákvæmlega það sem gerðist þegar
nokkrar mínútur voru liðnar af
„SUI“. Þetta opnunarlag er óþægi-
legt og á líkast til að vera það. Sarg-
andi strengir bresta í hrein óhljóð og
skruðninga og laginu vindur áfram
á ógnvekjandi hátt. Hryllileg stemn-
ing í gangi. Ógnvekjandi upphaf og
þessum óþægilegheitum er haldið
áfram á „VEXÔ“. Þriðja lagið (ég er
poppfræðingur og tala um lög en
ekki verk. Svona oftast) kallast „no
afterlife thanks“ og lágstafirnir gefa
til kynna meiri værð. Og er það svo.
Skruðningarnir halda áfram en
fuglasöngur er að baki. „her palms
faced down forever after“ er í svip-
uðum gír, áleitið en að sama skapi
naumhyggjulegt. Áhlýðilegt eigin-
lega. „tvíhirta“ felur í sér hjartaslag,
enda vísar „hirta“ í slíkt. Á „cusp
day“ erum við komin enn lengra frá
þeim verkum sem opnuðu plötuna.
Meira „ambient“, smíðin sú liggur
meira yfir okkur eða hangir fremur
en hún sé að krafsa í okkur. Nánast
„industrial“ niður á bak við og verk-
ið tekur sér tíma, tikkar höfuglega
áfram. Hástafasmíðin „GRAVIS“ er
grimmari, lætur þig ekki í friði, á
köflum eins og manneskja sé að
renna nöglum niður krítartöflu.
Plötunni er svo lokað með „fists
clenched“. Tilfinningin sem í titl-
inum er raungerist tónlistarlega,
það er magnþrungin spenna og inni-
lokun í gangi, þú ert kominn á brík-
ina. Þetta lokalag rammar HIBER
nokkuð vel inn. Mikil orka og brjál-
æði en óskiljanleg værð engu að síð-
ur. Heyrn er sögu ríkari.
Báru tekst nefnilega að sam-
þætta tvennt á þessari plötu. Tónlist-
in er stundum erfið og nánast óþol-
andi en stundum – og jafnvel inni í
þessum „óþægilegu“ lögum – er
stilla og rólegheit. Hugleiðandi stað-
ur. Það er ekki beint skemmtilegt að
vera fastur í híði. En, mikið sem það
er samt notalegt líka!
Trauðla svo tormelt
Fjórða plata Báru Gísla
kallast HIBER. Hægt
en bítandi hefur Bára
verið að afla sér virð-
ingar sem eitt helsta
nútímatónskáld lands-
ins, hvar tilraunastarf-
semi er legíó á meðan
ekki er gefinn þuml-
ungur eftir í grjóthörðu
og nánast miskunnar-
lausu tónmálinu.
» Þetta lokalagrammar HIBER
nokkuð vel inn. Mikil
orka og brjálæði en
óskiljanleg værð engu
að síður. Heyrn er sögu
ríkari.
Heilindi Bára Gísla
semur tónlist sem
storkar hlustendum.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Bára Gísladóttir á nú að bakifjórar plötur með þessarihér en fyrri plöturnar eru
Different Rooftops (2015), B R I M S
L Ó Ð (2016) og Mass for Some
(2017). Þá er hún að vinna að
fimmtu plötunni með Skúla Sverris-
syni sem hljóðblandaði HIBER.
Bára er búsett í Kaupmannahöfn og
er æði virk sem hljóðfæraleikari
(kontrabassi) og tónskáld og verk
hennar hafa verið flutt af hljóm-
sveitum víðs vegar um Norðurlönd-
in á hinum og
þessum hátíðum.
Hún hefur leikið
með Elju, Skark,
Ensemble Adapt-
er, Orphic Oxtra,
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og
S.L.Á.T.U.R. félagsskapnum
íslenska og verk hennar hafa verið
flutt út um allan heim, af hinum og
þessum hljómsveitum.
Plötur Báru hafa verið einkar
jaðarbundnar verður að segjast,
a.m.k. ef við berum hana saman við
önnur íslensk tónskáld. Ég hef haft
orð á því áður í pistli að þolmörk
tónlistarinnar eru reynd fyrst og
Bókin Töfra-
landið eftir
Bergrúnu Írisi
Sævarsdóttur
verður til um-
fjöllunar í dag í
viðburðaröðinni
Fjölskyldustund
menningarhús-
anna í Kópavogi
og mun Bergrún
lesa upp úr bók-
inni og ræða við Guðrúnu Láru
Pétursdóttur bókmenntafræðing.
Fjölskyldustundirnar verða sendar
út á Facebook-síðu Menningarhús-
anna í Kópavogi og Bókasafns
Kópavogs og verða einnig að-
gengilegir eftir að útsendingu lýk-
ur. „Töfralandið er lofsöngur
Bergrúnar um bækur, því hún veit
að bækurnar geyma það besta – og
þú sérð það líka um leið og þú lest
það!“ segir á Facebook um bók
Bergrúnar.
Bergrún hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2019 í flokki
barna- og ungmennabókmennta
fyrir bók sína Langelstur að eilífu.
Töfralandið í
Fjölskyldustund
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Hannesarholt býður söngstundir í
beinu streymi alla sunnudaga kl. 14
í kófinu og á morgun stjórna stund-
inni Margrét Pálsdóttir og Ársæll
Másson. Þau flytja gjarnan ýmis lög
sem fólk syngur þegar það kemur
saman og skemmtir sér en bæði
hafa fengist við tónlist frá unga
aldri og hafa brallað ýmislegt sam-
an tónlistarsviðinu, eins og segir í
tilkynningu.
Fylgjast má með streyminu á
facebook.com/Hannesarholt.
Samvinna Ársæll Másson og Margrét Páls-
dóttir sjá um söngstund á morgun.
Margrét og Ársæll
stjórna söngstund