Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík ger-
ir ekki athugasemd við það að efstu
hæðum hins sögufræga húss Rúg-
brauðsgerðarinnar í Borgartúni 6
verði breytt úr skrifstofum í íbúðir.
Það var Richard Ólafur Briem hjá
VA arkitektum sem lagði fram fyr-
irspurnina fyrir hönd eiganda.
Einnig voru í fyrirspurninni lagðar
fram tillögur að annars vegar fjór-
um íbúðum á efstu hæð og hins veg-
ar sex íbúðum.
Fyrirspurninni var vísað til um-
sagnar verkefnisstjóra og var svo
lögð fram að nýju ásamt umsögn
skipulagsfulltrúa. Var sú umsögn
samþykkt.
Í henni kemur fram að sam-
kvæmt gildandi aðalskipulagi
Reykjavíkur sé Borgartún 6 á mið-
borgarsvæði M1b. Samkvæmt
skipulaginu eru íbúðir heimilar,
einkum á efri hæðum húsnæðis.
Skipulagsfulltrúinn bendir enn
fremur á að til að íbúðir verði sam-
þykktar á hæðinni þurfi þó að upp-
fylla allar kröfur til íbúðarhúsnæðis.
Telur hann upp nokkur atriði og
áskilur sér rétt til frekari at-
hugasemda ef umsókn berst.
Í bók Páls Líndal um Reykjavík
kemur fram að árið 1944 hafi verið
stofnað hlutafélagið Rúgbrauðs-
gerðin og stóð það fyrir byggingu
húss á lóðinni Borgartún 6 árið
1947. Framleiðsla brauða hófst
1948. Reksturinn gekk illa og var
honum hætt upp úr 1970 en húsið
skemmdist mikið af eldi í apríl það
sama ár.
Veislusalir ríkisins
Ríkissjóður eignaðist húsið og á
efri hæðum voru innréttuð húsa-
kynni til fundahalda og gesta-
móttöku. Starfsemin hófst 1979 og
tók við hlutverki Ráðherrabústað-
arins að nokkru leyti sem móttöku-
hús fyrir ríkisstjórnina
Lyfjaverslun ríkisins starfaði
lengi í húsinu. Sömuleiðis ríkis-
sáttasemjari og voru margar vinnu-
deilur leystar þar við samninga-
borðið. Þá hafa ýmis félagasamtök
haft aðsetur í húsinu.
Einkarekin veisluþjónusta var
rekin þarna hin seinni ár.
Morgunblaðið/sisi
Borgartún 6 Rúgbrauðsgerðin er reisulegt hús og setur mikinn svip á um-
hverfið með sínum turnum. Áform eru um að innrétta íbúðir á efri hæðum.
Íbúðir innréttaðar í
Rúgbrauðsgerðinni
Brauðgerð var upphaflega í húsinu
Kröftugur og sjálfbær vöxtur
til lengri framtíðar
Kynning á breytingum á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010–2030
Streymisfundur miðvikudaginn 18. nóvember, kl. 17
á reykjavik.is/adalskipulag-2040 og á facebook.com/Reykjavik
Drög að umfangsmiklum breytingum
á Aðalskipulagi Reykjavíkur hafa verið
lögð fram til kynningar. Hægt er að gera
athugasemdir við tillögurnar fram til
27. nóvember nk.
Í tillögunum felst heildaruppfærsla á
stefnu aðalskipulagsins um íbúðarbyggð.
Auk þess eru boðaðar stöku breytingar
á völdum atvinnusvæðum og samgöngu-
innviðum. Gert er ráð fyrir því að tímabil
aðalskipulagsins verði framlengt til ársins
2040 og sett eru fram ný meginmarkmið
í nokkrum málaflokkum.
Leiðarljós við mótun tillagna er að tvinna
betur saman áætlanir um uppbyggingu
húsnæðis, við áform um byggingu og
styrkingu vistvænna samgöngukerfa;
Borgarlínu, stofnleiða Strætó bs,
hjólastígakerfis og gönguleiða.
Það er í takti við Loftslagsstefnu
borgarinnar til ársins 2040, leiðarljós
svæðisskipulags til ársins 2040,
meginmarkmið gildandi aðalskipulags,
húsnæðisáætlun og Græna planið.
Ætlunin er að skapa forsendur fyrir
kröftugri vöxt borgarinnar samhliða
því að styðja markmið um sjálfbæra
borgarþróun, kolefnishlutleysi árið 2040,
vernd náttúrusvæða, líffræðilega fjöl-
breytni og samkeppnishæft, lífvænlegt,
réttlátt og fjölbreytt borgarsamfélag.
Breytingartillögur verða kynntar ásamt
umhverfismati á fundinum og verður hægt
að senda fyrirspurnir fyrirfram á netfangið
skipulag@reykjavik.is.
Frekari upplýsingar um drögin má finna
á adalskipulag.is og um dagskrá fundar
á reykjavik.is/adalskipulag-2040
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sveiflan á hæð Skorradalsvatns er
slík að landspjöll hljótast af. Frá
hausti til vors getur þetta munað ein-
um og hálfum metra. Á veturna þeg-
ar íshrannir rekur á land hér við
norðurbakka vatnsins eru þær beitt-
ar eins og rakvélarblöð og brjóta
landið,“ segir Pétur Davíðsson, bóndi
á Grund í Skorradal. Bændur þar í
sveit fara þess nú á leit við Orku nátt-
úrunnar að fyrirtækið gæti hófs við
miðlun til Andakílsárvirkjunar úr
Skorradalsvatni. Fundir eru haldnir
og lausna er leitað.
Heimild til hækkunar
einhliða ákvörðun
Mál þetta á sér langa sögu, eða allt
aftur til þess tíma að Andakílsár-
virkjun var reist á árunum 1946-47.
Þá var útbúin stífla við ós vatnsins,
allt að 80 sentimetra há, án samráðs
við landeigendur og gerður afrennsl-
isskurður með lokunarbúnaði. Árið
1955 kom svo beiðni til atvinnu-
málaráðuneytisins um að fá að
hækka vatnsborð um 1,5-2 metra til
viðbótar. Hreppsnefnd valdi árið eft-
ir í nefnd til viðræðna við ráðuneytið.
Aldrei var þó haft samband við
nefndina frá ráðuneytinu sem ákvað
einhliða að heimila stjórn Andakíls-
árvirkjunar að hækka vatnsborð um
50 cm frá 15. september að hausti og
15. maí að vori. Sá fyrirvari var gerð-
ur að ef í ljós kæmi að hækkunin ylli
verulegum landspjöllum, að dómi
ráðuneytisins, yrði heimildin felld
niður.
Kvörðum var raskað
Í framhaldi af þessari ákvörðun
ráðuneytisins var hafður til viðmið-
unar punktur sem Sigurjón Rist
vatnamælingamaður setti út, mæli-
stika sem seinna var fjarlægð, sem
raskað hefur kvörðum. Þannig var ný
stífla við ósinn gerð árið 1994 og er
hún 10-12 sm hærri en heimilt var, að
sögn Skorradalsbænda.
„Eftir þessa framkvæmd fóru
landskemmdir að aukast mjög, eftir
að hafa staðið í stað í nokkuð langan
tíma áður. Það segir sig líka sjálft að
10-12 sentimetra hækkun vatnsborðs
til viðbótar við eins metra ölduhæð,
eins og oft verður í suðaustanátt,
brýtur land og veldur verulegum
skaða,“ segir Pétur. „Fyrir utan
landspjöllin þá raskar vatnsmiðlunin
sömuleiðis lífríki vatnsins. Hrygning-
arstöðvar bleikju eru á grynningum
sem eðlilega skaðast við mikla sveiflu
á vatnsmagni. Mikið var á sínum
tíma af murtu, smáu afbrigði bleikj-
unnar, í vatninu. Þegar Jón Krist-
jánsson fiskifræðingur rannsakaði
Skorradalsvatn á sínum tíma var ráð-
legging hans sú að best færi á því að
grisja murtuna með urriða, sem
dafnar þar ágætlega í dag. Þannig
hefur náðst ákveðið jafnvægi í fisk-
gengd, enda þótt 80% af fæðufram-
leiðslu í vatninu hafi, að mati Jóns,
verið eyðilögð með sveiflunni á vatns-
borðinu.“
Sviðsmyndir í skoðun
Pétur á Grund segir bændur í
Skorradal gjarnan óska þess í rign-
ingatíð að opnað sé betur fyrir stíflu-
lokur sem stýra rennsli til Andakíls-
árvirkjunar. Allur gangur sé á því að
óskum þar um sé sinnt. Sé ekki
hreyft við lokunum hækki oft um tugi
sentimetra í vatninu á skömmum
tíma og við þær aðstæður byrji land-
brotið. Eftir að Orka náttúrunnar
losaði leir og set úr lóni virkjunar
með stórskaða í Andakílsá sumarið
2017 hafi þó verið samtal á milli
heimamanna og ON.
„Fulltrúar heimamanna eru boð-
aðir á fundi nokkrum sinnum á ári og
síðan haldnir fundir með öllum land-
eigendum. Núna er verið greina
nokkrar sviðsmyndir um framtíð
miðlunar sem hefur ekkert virkj-
unarleyfi. Vinna þessi hefur tafist
vegna þeirra aðstæðna í samfélaginu
sem nú ríkja,“ segir Pétur Davíðsson.
Rokkandi vatnshæð veldur skaða
Sveifla í Skorradalsvatni Miðlað í Andakílsárvirkjun Misjöfn hæð og háar öldurnar brjóta
bakkana Skaði í lífríkinu á löngum tíma Lausna er leitað í samvinnu við Orku náttúrunnar
Ljósmynd/Aðsend
Stífla Hér er veitt úr Skorradalsvatni til Andakílsárvirkjunar, en ekki er sátt um hvort rétt sé staðið að málum.