Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 140 íbúðir hafa selst á nýjum þéttingarreitum í miðborginni síðan í febrúar og eru nú óseldar innan við 100 íbúðir af um 620. Við þá tölu bætast þrettán leiguíbúðir. Hafa því selst ríflega 500 íbúðir síðan fyrstu íbúðirnar komu á mark- að haustið 2017 á Frakkastígsreit en sá reitur seldist upp í júlí sl. Má áætla að söluverðið sé saman- lagt ekki undir 25 milljörðum. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu er slíkt framboð nýrra íbúða á svo skömmum tíma í mið- borginni án fordæma. Fjöldinn er á við tvö Skuggahverfi og vel ríflega það. Eru þá ótaldar 70 lúxusíbúðir við Austurhöfn en svar við fyrir- spurn um sölu þeirra hafði ekki bor- ist í gær. Fjárfestar hafa keypt margar íbúðir á þessum reitum með útleigu í huga, ekki síst á Brynjureit. Frá því verkefnin voru kynnt hafa reglur um útleigu til ferðamanna verið hertar, WOW air farið í þrot og kórónuveiran lamað heimsbyggðina. Forsendur geta því hafa breyst. Hafa selt 96 íbúðir Á Kirkjusandi er búið að selja meirihluta íbúða í tveimur fjölbýlis- húsum. Annars vegar 55 af 77 íbúð- um í fjölbýlishúsinu Stuðlaborg og hins vegar 41 af 52 íbúðum í fjölbýlis- húsinu Sólborg. Félagið 105 Miðborg byggir á fjór- um af níu reitum á Kirkjusandi. Félagið er fagfjárfestasjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir útlit fyrir að íbúðirnar verði uppseldar upp úr áramótum. Það sé í takt við áætlanir um að hafa selt íbúðirnar um það leyti sem framkvæmdunum lyki. „Salan er stöðug og það er mikið skoðað á heimasíðunni okkar. Ástæðurnar eru margþættar. Í fyrsta lagi er þetta mjög vinsælt svæði og lítið framboð hefur verið af nýjum íbúðum í Laugarneshverfinu síðustu ár. Því var uppsöfnuð eftir- spurn meðal fólks úr hverfinu sem vildi minnka við sig eða fara í nýtt húsnæði. Svo er þetta frábær stað- setning við strandlengjuna í Reykja- vík og verðin eru töluvert hagstæð- ari en í nýbyggingum nær miðbænum. Svo má ekki gleyma því að lægri vextir á húsnæðislánum hafa stækk- að hópinn sem ræður við að kaupa sér nýtt íbúðarhúsnæði. Nýjar íbúðir eru að jafnaði dýrari en gamlar og við áttum því ekki von á að það yrði töluvert um fyrstu kaupendur sem hefur svo reynst raunin. Þá má heldur ekki gleyma því að þeim verkefnum sem eru í byggingu og sölu fer fækkandi. Það hefur gengið vel á lagerinn,“ segir Kjartan Smári um stöðuna. Tugmilljarða sala á árinu 4 5 6 7 9 11 13 14 12 1 10 2 3 Nýjar íbúðir til sölu í miðborg Reykjavíkur Salan til og með 11.11. 2020 og hlutfall seldra íbúða* 8 Ko rt ag ru nn ur : S ta m en *Samkvæmt söluvefjum 11.11.2020. **1 íbúð óseld á Hverfi sgötu 40-44 af 49. 9 íbúðir óseldar á Laugavegi 27 a og b af 23. Fjöldi leiguíbúða er á Brynjureit. ***Að auki er búið að selja bæði atvinnurýmin á jarðhæð. Seldar íbúðir Frá síðustu talningu Íbúðir í leigu 11.11. '20 Óseldar íbúðir Hlutfall seldra íbúðaÍbúðir í söluferli Fjöldi 26.6. '19 4.9. '19 28.11. '19 20.2. '20 11.11. '20 1 Höfðatorg 94 64 67 77 79 88 9 6 94% 2 Stuðlaborg* 77 6 11 12 16 55 39 22 71% 3 Sólborg 52 7 18 41 23 11 79% 4 Frakkastígsreitur 68 37 52 59 59 68 9 0 100% 5 Hverfi sgata 85-93 70 10 17 24 27 63 36 7 90% 6 Hverfi sgata 84 3 3 2 -1 1 67% 7 Hverfi sgata 86 3 3 3 0 0 100% 8 Hverfi sgata 94-96 38 16 19 24 33 37 4 1 97% 9 Hafnartorg 70 22 31 35 37 40 3 5 25 57% 10 Brynjureitur** 72 0 0 37 50 60 10 2 10 83% 11 Klapparstígur 30 11 8 11 10 11 11 0 0 100% 12 Borgartún 28A*** 21 3 9 6 12 43% 13 Klapparstígur 28 4 1 1 3 3 0 1 0 75% 14 Tryggvagata 13 38 25 27 27 30 32 2 5 1 84% Samtals 621 188 236 313 372 512 140 13 96  Um 140 íbúðir hafa selst á þéttingarreitum í miðborginni frá 20. febrúar sl.  Framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir vaxtalækkanir eiga þátt í mikilli sölu blaðsins hefur íslenska fjármálafyr- irtækið Arctica Finance haft hönd í bagga við skipulag kynningar- fundanna en félagið var auk þess ráð- gjafi Fredensborg við kaup á Heima- völlum. Vilja stækka á komandi árum Samkvæmt kynningu Heimstaden hefur félagið að markmiði að fjölga íbúðum í eigu Heimstaden Iceland um að minnsta kosti 100% á komandi árum. Í dag eru eignir í útleigu um 1.581 talsins en áætlanir séu uppi um að fjölga þeim í 3-4 þúsund. Þá sé horft til þess að vöxturinn verði bæði knúinn áfram með kaupum á eignum sem nú þegar eru á markaðnum og kaupum á þróunarverkefnum sem eru í pípunum. Félagið hyggst einkum horfa til smærri og hagkvæmari íbúða sem séu á verði sem stærstur hluti sam- félagins ráði við. Þá verði horft til höf- uðborgarsvæðisins og þéttbýlissvæða innan 45 mínútna akstursfjarlægðar frá Reykjavík. Segir auk þess í kynn- ingunni að húsaleigumarkaðurinn á Íslandi fari vaxandi en sé þó enn óþroskaður. Þá fari hlutfall þeirra sem eigi fasteign lækkandi og fjöl- skyldustærðir séu enn stórar en fari minnkandi. Þá séu efnahagshorfur góðar fyrir landið, efnahagsstjórnin sé í góðu horfi og að þau gildi sem séu við lýði í samfélaginu falli vel að markmiðum Heimstaden. Stækkar en samt smátt Samkvæmt mati Heimstaden eru leigueignir Heimavalla nú metnar á u.þ.b. 48,1 milljarð króna. Gróft álitið virðast áætlanir félagsins því vera þær að stækka eignasafnið þannig að verðmæti þess muni nema a.m.k. 100 milljörðum króna. Í heildarsamhengi starfseminnar hjá Heimstaden verður íslenska fé- lagið ekki stórt í sniðum. Minnsta rekstrareiningin er nú í Þýskalandi og þar eru íbúðirnar tæplega 1.300 og eignasafnið metið á 46,6 milljarða króna. Í Tékklandi er félagið með flestar íbúðir eða ríflega 42 þúsund. Eignaverð þar í landi er hins vegar mjög lágt og því er fjárfestingin í eignunum aðeins metin á 208 millj- arða. Mest er fjárfestingin í ríflega 30 þúsund íbúðum í Svíþjóð og er hún metin á tæpa 700 milljarða króna. Í Danmörku er eignaverðið mjög hátt og eru 9.728 íbúðir metnar á 570 milljarða. Koma svo Noregur og Hol- land þar mitt á milli. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Norska fasteignafélagið Fredens- borg AS, sem keypti Heimavelli hf. að fullu í kjölfar yfirtökutilboðs í sumar, hyggst breyta nafni Heimavalla í Heimstaden Iceland á nýju ári. Verð- ur það gert í tengslum við breytingar á stöðu fyrirtækisins þar sem það mun færast úr beinu eignarhaldi Fredensborgar og undir félagið Heimstaden sem er einnig í eigu Fredensborg. Heimstaden fer einnig með meirihlutastjórn á Heimstaden Bostad sem á leigufélög í sex öðrum ríkjum, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Hollandi, Tékklandi og Þýskalandi. Aðrir fjárfestar sem koma að eign- arhaldinu á Heimstaden Bostad, með 49% atkvæðisrétt á hluthafafundum eru félögin Alecta (41%), sem er einn stærsti lífeyrissjóður Svíþjóðar, Folksam (6%), Ericsson (2%) og Sandvik (1%). Í kynningu sem fulltrú- ar fyrirtækisins hafa birt á fundum með íslenskum lífeyrissjóðum og öðr- um sjóðastýringarfyrirtækjum á und- anförnum vikum kemur fram að markmið fyrirtækisins sé að innleiða stefnu Heimstaden í starfsemi ís- lenska félagsins en að það byggi m.a. á sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- Heimavellir verða Heimstaden  Stefna á mikinn vöxt  Fjárfestir á húsnæðismarkaði í sjö ríkjum Evrópu Eignasafn Heimstaden í Evrópu Heimild: Kynning Heimstaden Íbúðir Heildarvirði eigna, ma.kr. Ísland 1.581 48,1 Svíþjóð 30.076 699 Danmörk 9.728 570 Holland 12.635 358 Noregur 4.589 254 Tékkland 42.544 208 Þýskaland 1.298 46,6 14. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.46 Sterlingspund 180.57 Kanadadalur 104.96 Dönsk króna 21.771 Norsk króna 15.059 Sænsk króna 15.92 Svissn. franki 150.01 Japanskt jen 1.3045 SDR 194.92 Evra 162.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.9458 Hrávöruverð Gull 1868.0 ($/únsa) Ál 1905.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.73 ($/fatið) Brent ● Launagreiðendum hérlendis í við- skiptahagkerfinu fækkaði um 3,8% á milli ágústmánaðar síðasta árs og ágústmánaðar þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Ástæðuna má að öllum líkindum rekja til kórónuveirufaraldursins, en fjöldi fyrirtækja, einkum í ferðaþjón- ustu, hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna veirunnar. 14.467 launagreiðendur Í ágúst síðastliðnum voru 14.467 launagreiðendur í viðskiptahagkerfinu sem er fækkun um 575 eða 3,8% frá ágúst 2019. Eins og áður hefur komið fram hefur atvinnuleysi aukist verulega hérlendis og var um 10% í október. Þá voru tæp- lega 20 þúsund einstaklingar án vinnu og um þrjú þúsund í minnkuðu starfs- hlutfalli. Launagreiðendum fækkaði um 3,8% STUTT ● Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu mest allra í Kauphöll Íslands í gær, eða um 3,17% í 479 milljóna króna við- skiptum. Gengi félagsins á markaðnum er nú 1,3 krónur á hvern hlut. Mesta lækkun í gær varð á bréfum Arion banka, eða 1,41% í 373 milljóna króna viðskiptum, en lokagengi bankans var 83,8 krónur í lok gærdagsins. Icelandair hækkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.