Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 47
sambands Borgarfjarðar um tíma og var fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Borgfirðinga í nokkur ár. Ég starfaði með Kvennalistanum öll árin sem hann var starfræktur og sat m.a. á Al- þingi í tvær vikur eitt árið sem vara- maður Danfríðar Skarphéðinsdóttur.“ Snjólaug hlaut heiðursviðurkenn- ingu Menningarsjóðs Borgarbyggðar árið 2007 fyrir framlag hennar til menningarmála í Borgarbyggð. Fjölskylda Eiginmaður Snjólaugar er Guð- brandur Brynjúlfsson, f. 30.4. 1948, bóndi. Foreldrar hans eru Brynjúlfur Eiríksson, f. 21.12. 1910, d. 12.1. 1976, bóndi og bílstjóri, og Halldóra Guð- brandsdóttir, f. 15.5. 1911, húsfreyja á Brúarlandi á Mýrum. Systkini Snjó- laugar eru Hólmfríður, f. 25.8. 1944, fv. kennari og skólastjóri, búsett á Ak- ureyri og Bárður Guðmundsson, f. 27.10. 1950, skipulags- og bygginga- fulltrúi á Selfossi. Börn Snjólaugar og Guðbrands eru Brynjúlfur Steinar, f. 27.2. 1973, bóndi á Brúarlandi, kvænt- ur Theresu Vilstrup Olesen garðyrkju- fræðingi og húsmóður, f. 28.11. 1974, og Guðmundur Ingi, f. 28.3. 1977, líf- fræðingur og umhverfisfræðingur og umhverfis- og auðlindaráðherra og býr í Reykjavík. Snjólaug á barnabarnið Dóru Karólínu Brynjúlfsdóttur, f. 23.5. 2007. Foreldrar Snjólaugar eru hjónin Guðmundur Bárðarson vélstjóri, f. 9.2. 1918, d. 27.6. 1977, og Margrét Ingi- björg Bjarnadóttir, f. 8.8. 1915, d. 3.3.1963. Þau bjuggu á Ísafirði. Snjólaug Guðmundsdóttir Guðmundur Jóhannesson bóndi á Kirkjubóli, Nauteyrarhreppi, Ísafirði Kirstín Bárðardóttir húsfreyja, Kirkjubóli, Nauteyrarhreppi, Ísafirði Bárður Guðmundsson bókbindari á Ísafirði Emelía Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja, Ísafirði Guðmundur Bárðarson vélstjóri og ökukennari á Ísafirði Guðmundur Guðmundsson bóndi í Bæ, Víkursveit, Strandasýslu. Björg Þorkelsdóttir húsfreyja í Bæ, Víkursveit, Strandasýslu Óttar Guðjónsson fram kvæmda- stjóri Lánasjóðs sveitar- félaga Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi á Selfossi Hólmfríður Guðmunds­ dóttir kennari og skólastjóri á Akureyri Kristján Benedikt Bjarnason bóndi Leifsstöðum, Eyjafirði Borghildur Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja Leifsstöðum Bjarni Benediktsson bóndi og kennari á Leifsstöðum, Eyjafirði Snjólaug Eyjólfsdóttir húsfreyja, Leifsstöðum, Eyjafirði, síðar á Akureyri Eyjólfur Brandsson bóndi Stóru-Reykjum, S-Þing. Guðrún Árnadóttir húsfr. Stóru-Reykjum, S-Þing. Úr frændgarði Snjólaugar Guðmundsdóttur Margrét Ingibjörg Bjarnadóttir vefnaðarkennari á Ísafirði DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „DÓTTIR MÍN SEGIR AÐ ÞÚ VONIST TIL AÐ STARFA VIÐ SIGLINGAR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja gera hvað sem er fyrir hana. ÆTLARÐU AÐ LIGGJA HÉR Í ALLAN DAG? ÞÚ GETUR KALLAÐ ÞAÐ AÐ LIGGJA… ÉG KÝS AÐ KALLA ÞETTA AÐ STANDA LÁRÉTT LÁTTU MIG FÁ SOKKANA FYRIR ÞVOTTINN! VÁ ,HVAÐ MÁNUÐIRNIR FLJÚGA HJÁ! „HUGSARÐU EINHVERN TÍMANN UM AÐ SKAÐA SJÁLFAN ÞIG EÐA AÐRA?” Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Daufur hann í dálkinn er. Dugar vel til styrktar þér. Felling er á segli sá. Síðan mishæð landi á. Guðrún B. leysir gátuna þann- ig: Grillaði Ýr gráðost hrygg. Hún gat stutt hrygg við bekk. Frá hrygg á segli sagði, trygg, en svo upp hrygginn gekk. Eysteinn Pétursson svarar: Hryggur daufur í dálkinn er. Dável hryggurinn nýtist mér. Hrygg má ætíð á segli sjá. Svo er hann mishæð landi á. Helgi Þorláksson á þessa lausn: Hryggir ekki teljast teitir, tilstyrk mikinn hryggur veitir, felling í segli hryggur heitir, um hryggi fara menn í leitir. Helgi R. Einarsson svarar: Veiran hryggir víst hann. Hryggur styrkir hvern mann. Hrygg má á seglinu sjá, sem og landinu á. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hryggur þessi halur er. Hryggurinn þig uppi ber. Hrygg á segli síðan finn. Svo er hryggur fjallsásinn. Þá er limra: Veru bað Vermundur sveri, en Vera þá upp á sig sneri og hryggbraut þann heiðursmann, og hryggurinn illa greri. Og síðan ný gáta eftir Guð- mund: Rokið úti rýkur hátt, rignir nú um hverja gátt. Inni sérhver una má, eflaust margir gátu þrá: Í stiga honum stend ég á. Stykki á rokk nú finna má. Bera dót í búð ég sá. Baðstofuloftið nefni þá. Helgi R. Einarsson lét þessa limru fylgja sinni lausn: Það gerðist er gamli Jótinn gaf henni undir fótinn. Það gerði’ ann svo fast að grindin hún brast og gáfu sig liðamótin. Halldór Blöndal halldorblondal@siment.is Vísnahorn Hryggur hlær en glaður grætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.