Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Tveir félagar úr baráttunnifagna 60 ára afmæli áþessu ári. Margeir Pét-ursson náði áfanganum 15. febrúar sl. og í gær, 13. nóvember, varð Jón L. Árnason sextugur. Það liggur í augum uppi að á löngum tíma hafa þeir marga hildi háð en jafnframt átt góða samvinnu. Fram- an af var Margeir meira í sviðsljós- inu en haustið 1976 og allt árið 1977 geystist Jón L. fram, fyrst með því að sigra á Haustmóti TR, verða svo Íslandsmeistari 16 ára gamall, þá Norðurlandameistari unglinga og loks heimsmeistari pilta 16 ára og yngri. Það mót fór fram í franska bænum Cagnes sur Mer við Mið- jarðarhafið og meðal keppenda voru Garrí Kasparov og Nigel Short. Margeir var aðstoðarmaður hans. Við athugun á skákum Jóns frá mótinu sýnist mér að sú mikla vinna sem hann innti af hendi mánuðina fyrir keppni hafi skilað þessum ár- angri. Fyrir næstsíðustu umferð hafði hann ½ vinnings forskot á næstu menn og jók það með sann- færandi sigri í 10. umferð. Eftir það dugði stutt jafntefli í lokaumferðinni og Íslendingar eignuðust sinn fyrsta heimsmeistara: HM ungmenna 16 ára og yngri; 10. umferð Jón L. Árnason – Santo Roman (Frakklandi) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 Bg5 12. Rc2 Hb8 13. Be2 0-0 14. 0-0 Be6 15. Dd3 f5 16. Bf3 Dc8 17. Had1 f4? Jón L. tefldi afbrigði Svesnikovs sjálfur með svörtu. Hann vissi að þetta er alltaf hæpinn leikur. 18. De2 Bd8 19. h3 Hb7 20. Hd3 g5 21. Bg4! Þessi uppskipti treysta yfirburði hvíts. 21. … Bxg4 22. Dxg4 Dxg4 23. hxg4 Rb8 24. b4 Kf7 25. Hfd1 Kg6 26. c4 bxc4 27. Hc3 a5 28. a3 axb4 29. axb4 h5 30. gxh5+ Kxh5 - Sjá stöðumynd 1 - 31. Ra3! Snyrtilega teflt. Svartur ræður ekkert við riddarana. 31. … Bb6 32. Rxc4 Bd4 33. Hh3+ Kg6 34. Rxd6 Ha7 35. Rf5 g4 36. Rde7+ Kg5 37. Hhd3 Hf7 38. Rc8 Ha1 39. Hxd4! exd4 40. Hxa1 – og svartur gafst upp. Þremur árum eftir Frakklands- ævintýrið sátu þeir Jón L. og Mar- geir hlið við hlið í viðureign Íslands við stórlið Hollendinga á Ólympíu- mótinu á Möltu. Þrátt fyrir u.þ.b. 100 elo-stiga mun unnu Íslendingar 2½:1½. Meðalaldur þeirra liðsmanna Íslands, sem tefldu nær allar skák- irnar undir liðsstjórn Inga R. Jó- hannssonar, var 20 ár og þetta var fyrsti sigur þessa hóps yfir stórþjóð í skákinni. Margeir lagði sitt lóð á vogarskálarnar: Ólympíumótið í Valetta 1980; 13 umferð: Hans Ree – Margeir Pétursson Tarrasch-vörn 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 Rc6 5. Bg2 Be7 6. 0-0 0-0 7. e4 d5 8. cxd5 exd5 9. e5 Re4 10. He1 Bf5 11. d3 Rxc3 12. bxc3 d4 13. c4 Dd7 14. Db3 Hab8 15. Bf4 Be6 16. Db5 Dd8! Einfalt og snjallt. Hvíta drottn- ingin hrekst til baka því að 17. Hab1 má svara með 17. … Rb4! sem hótar 18. … a6. 17. Db1 a6 18. h4 b5 19. Rg5 Bxg5 20. Bxg5 Dc7 21. Dc1 Rxe5 22. Bf4 f6 23. Bxe5 fxe5 24. f4 bxc4 25. Hxe5 Bf7 26. dxc4 Hb4 27. Bf1 Dc6 28. Dd1 Bxc4 29. Bg2 Dd6 30. Hc1 d3! Í fljótu bragði virðist þessi leikur ekki ganga upp en annað kemur á daginn. 31. Hxc4 Hxc4 32. Bd5+ Kh8 33. Bxc4 Dd4+ 34. Kg2 Dxc4 35. Db3 Dxb3 36. axb3 Hd8 37. He1 d2 38. Hd1 a5 39. Kf2 a4! 40. bxa4 c4 – og Ree gafst upp. Hann ræður ekki við frípeðin. Samvinna frá unga aldri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sextugir Jón L. Árnason og Margeir Pétursson á góðri stund. Á Íslandi er rekin af- skaplega léleg efna- hagsstefna. Í kreppu- árum eins og árið 2020 ætlar sér að verða er notuð sú aðferð á Ís- landi að láta gengi ís- lensku krónunnar sökkva hægt og rólega svo að hægt sé að auka hagnað nokkurra fyr- irtækja á Íslandi í ís- lenskum krónum talið. Það er staðreynd að með því að láta gengi íslensku krónunnar lækka eins og gert hefur verið fær almenn- ingur á Íslandi á sig kjaraskerðingu og launin eru sjálfkrafa lækkuð hjá öllum almenningi með þessari að- ferð. Þessi aðferð kemur einnig af stað verðbólgu í íslenska hagkerfinu þar sem kostnaður almennings hækkar í samræmi við lækkun ís- lensku krónunnar og kjörin rýrna á sama tíma. Þetta er slæm stefna efnahags- lega og kemur alltaf til með að lengja í íslensku kreppunni, valda fjöldagjaldþrotum hjá þeim sem eru með verðtryggð lán og skapa fram- tíðarefnahagsvanda á Íslandi næstu áratugina og það er farið að safnast hressilega í þann haug eftir hags- tjórnarmistök síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins með Framsókn- arflokknum og síðan með Fram- sóknarflokknum og Vinstri grænum. Það er alveg ljóst fyrir hvern þann sem nennir að skoða málin að það er ekki fært fyr- ir íslenskt samfélag að reka íslenska krónu án þess að setja almenn- ing á hausinn að lág- marki einu sinni á rúm- lega tíu ára fresti eins og hefur verið reynslan núna árið 2008 og síðan 2020. Þetta verður að hætta og kemur þar inn að hags- munir almennings vega þyngra heldur en hagsmunir nokkurra smá- fyrirtækja á Íslandi sem geta verið stór á Íslandi vegna þess að Ísland er pínulítið í Evrópu og ennþá minna þegar kemur að heiminum. Það á ekki að fórna hagsmunum almennings á borði örfárra smáfyr- irtækja á Íslandi. Það á einfaldlega ekki að vera í boði. Léleg efnahags- stjórnun kemur af stað verðbólgu Eftir Jón Frímann Jónsson » Það er léleg efna- hagsstjórnun á Ís- landi og það er að koma af stað verðbólgu og kjaraskerðingum hjá al- menningi. Jón Frímann Jónsson Höfundur er rithöfundur. jonfr500@gmail.com Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1933, dóttir Jóns Sveinssonar útgerð- armanns og Magneu Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR vorið 1953.Um haustið, sama ár, giftist hún samstúdent sínum, Ingva Matt- híasi Árnasyni, og þau áttu sex börn. Ingibjörg vann við þýð- ingar og blaðamennsku auk þess að sinna börnum og búi. Ingibjörg byrjaði að skrifa ástarsögur og síðan mynd- skreyttar barnabækur. Saga hennar, Músabörn í geimflugi, var sett á svið í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Ferðin til Limbó. Þetta var í fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið setti upp leikrit eftir íslenska konu, og eins var bókin ein af fyrstu vísindaskáld- sögunum hérlendis. Ingibjörg var einnig mikilvirkur þýðandi og þýddi ástar- og spennusögur, m.a. fyrstu þrjátíu bækurnar um Ísfólkið eftir Margit Sand- emo, sem voru mjög vinsælar á þeim tíma. Einnig þýddi hún bókina Farmer Giles of Ham eftir J.R.R. Tolkien sem kom út árið 1979 undir nafninu Gvend- ur bóndi á Svínafelli. Ingibjörg lést 25. desember 1986. Merkir Íslendingar Ingibjörg Jónsdóttir Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Glæsileg 190,4 fm þakíbúð á 10. hæð með stórkostlegu útsýni af tvennum svölum til suðurs og vesturs, svalirnar eru hellulagðar og eru 33,4 fm og 24,2 fm. Lofthæð íbúðar um 295 cm. Íbúðin er á 10. hæð í lyftuhúsnæði. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara. Innan íbúðar eru tvö svefnherbergi, auk 15 fm sjónvarpsstofu (möguleiki að stúka af sem þriðja svefnherbergið) auk þess er möguleiki á að bæta fjórða svefnherberginu í alrýmið. Hjónaherberginu fylgir sér baðherbergi með sturtu og fataherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Aðalbaðherbergi með sturtu. Alrými samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu um 70 fm. Gert er ráð fyrir að hægt sé að setja upp heitan pott á vestursvölum. Í kjallara er sérgeymsla og stæði í bílskýli. Glæsileg íbúð í algjörum sérflokki með útsýni eins og það gerist einna best á Akranesi. Seljandi er tilbúinn að skoða skipti á minni eign. Til afhendingar strax. Verð 87,5 millj. Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.