Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 FÓTBOLTI Gunnar Egill Daníelsson Kristófer Kristjánsson Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Slóvakíu og Ung- verjalandi í undankeppni EM 2021 og var niðurstaðan tilkynnt í gær. Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópnum sem mætti Svíþjóð í lok október. Dagný Brynjarsdóttir og Rakel Hönnudóttir koma inn en þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru ekki í hópnum. Ísland mætir Slóvakíu 26. nóvember og svo Ungverjalandi 1. desember en báðir leikirnir verða spilaðir á útivelli. Jón Þór tjáði Morgunblaðinu í gær að Karólína væri á leið í aðgerð. „Kar- ólína Lea hefur komið frábærlega inn í okkar lið en hún er meidd, er á leið- inni í aðgerð á hné og getur því ekki verið með okkur í þessum tveimur leikjum. Það er auðvitað slæmt fyrir okkur og sömuleiðis getur Hólm- fríður ekki verið með eftir að hafa komið sterk inn í síðustu verkefni. Að sama skapi er frábært að fá Rakel og Dagnýju aftur inn í okkar hóp. Þetta eru tveir reynslumiklir leikmenn sem munu nýtast okkur frábærlega í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór. Möguleikarnir eru góðir Sandra Sigurðardóttir, markvörð- ur Vals og íslenska kvennalandsliðs- ins í knattspyrnu, telur íslenska liðið eiga góða möguleika á að komast á EM. „Mér líst bara vel á að vera að fara að spila þessa leiki. Við erum í góðum séns. Við þurfum náttúrlega að vinna okkar leiki.“ Sandra segir gott fyrir liðið að tveir leikreyndir leikmenn komi inn á ný. „Í svona leikjum skiptir það auð- vitað máli. Hins vegar hefur til dæmis Karólína, sem dettur út, staðið sig ótrúlega vel. Hún kom inn af miklum krafti og lék feikilega vel í þeim leikj- um sem hún spilaði. Hún er með mikil gæði. Það er slæmt að missa hana en maður verður náttúrlega að hugsa að það kemur maður í manns stað. Þarna eru heldur betur nöfn, reynsla og gæði að koma inn í hópinn á nýjan leik.“ Sandra hefur spilað alla sex leikina í undankeppninni og staðið sig vel; aðeins fengið á sig fjögur mörk. Hún segir landsliðið afar vel sett þegar kemur að markvörðum og fagnar samkeppninni. „Alveg sama hver samkeppnin er þá er hún bara af hinu góða, ekki spurning. Ég er þarna til að æfa sem best og spila sem best og ætla mér að halda þessu sæti. Sam- keppnin er af hinu góða fyrir mig og aðra leikmenn,“ segir hún og vonast að sjálfsögðu til þess að fá tækifæri til þess að halda stöðu sinni á EM þar- næsta sumar. Landsliðið nýtur góðs af Evrópuleikjum Vals Valur vann á dögunum góðan 3:0 sigur gegn HJK Helsinki í fyrstu um- ferð Meistaradeildar Evrópu. Mið- vikudaginn 18. nóvember mætir liðið Glasgow City í annarri umferð. „Við erum í forréttindastöðu að fá að spila og æfa á þessum tímum. Við erum byrjaðar í undirbúningi og erum að fara að skoða þær á morgun á æfingu, að fara yfir vídeó og kynna okkur þær nánar. Við vitum að þær eru sterkar en við erum það líka þannig að þetta er mjög spennandi, að fá alvöru leik. Við vitum ekki alveg fyllilega hverj- um við erum að fara að mæta en það er spennandi.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Sandra segir það ekki síst vera vegna þess að eftir sigurinn gegn HJK hafi Valur fengið undanþágu frá sóttvarnayfirvöldum til að æfa nokk- uð eðlilega. „Við fengum grænt ljós strax eftir þann leik og hófum æfing- ar á mánudaginn. Við fylgjum ákveðnum reglum um sóttvarnir hvað varðar mætingu og klefanotkun en fáum að spila eðlilegan fótbolta á æf- ingum. Við erum því búnar að æfa alla vikuna, sem er náttúrlega geggj- að, ekki síst miðað við undirbúning- inn sem við fengum fyrir seinasta leik. Þá er þetta talsvert betra. Þá var hópur sem var að æfa heima en mátti ekki vera á fótboltaæfingum, þær voru bara í prógrammi frá styrktarþjálfurum. Þær voru með bolta og þurftu að sinna sínum æfing- um sjálfar. En við vorum sjö sem vor- um í landsliðsverkefni þannig að við fengum bæði leik og æfingar á háu stigi. Það voru samt sem áður allir leikmenn klárir,“ útskýrir Sandra. Að þessu sinni eru aftur sjö leik- menn Vals í landsliðshópnum. Sandra telur landsliðið njóta góðs af því að liðsmenn Vals hafi fengið að æfa og spila undanfarið. „Ekki spurning, það hjálpar klárlega. Bæði fáum við að æfa og svo fáum við leiki til að halda okkur í spilformi.“ Að lokum bendir Sandra á að aðrir leikmenn sem spila á Íslandi hafi sömuleiðis fengið undanþágu. „Það var ákveðinn landsliðshópur sem fékk líka undanþágu til að æfa eðli- lega, það fá allir að halda sér á tán- um.“  Landsliðshópinn og viðtal við Jón Þór er að finna á mbl.is/sport/ fotbolti. Reynslan mun nýtast vel  Dagný og Rakel í landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi  Þátttaka Vals í Meistaradeild Evrópu kemur landsliðinu til góða Morgunblaðið/Eggert Reynd Sandra Sigurðardóttir kastar boltanum frá marki Íslands í leiknum gegn Svíum á Laugardalsvellinum. Valencia heimsótti þýska stórliðið Bayern München í Euroleague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik, í gærkvöldi. Bay- ern hafði betur, 90:79. Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Valencia. Gaf hann 2 stoð- sendingar á samherja sína og tók 3 fráköst. Valencia er í 6. sæti og hefur unnið fjóra leiki af sjö í keppninni en Bayern er í 2. sæti og hefur unn- ið sex af átta. Barcelona situr í toppsætinu og hefur liðið unnið sjö leiki af fyrstu átta. kris@mbl.is Valencia í 6. sæti í Euroleague Morgunblaðið/Hari Euroleague Martin Hermannsson skoraði 4 stig á móti Bayern. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi úr Keili, er úr leik eftir 36 holur á móti í Sádi- Arabíu en mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni. Guðrún Brá náði sér ekki á strik og lék á 80 og 77 högg- um. Guðrún er gjarnan stöðug í leik sínum og ólíkt henni að missa hring upp í 80 högg. Var hún á samtals tólf höggum yfir pari vallarins. Aðstæður virð- ast hafa verið erfiðar því það stefn- ir í að það dugi að vera á sex högg- um yfir pari til að komast í gegnum niðurskurðinn. sport@mbl.is Guðrún úr leik í Sádi-Arabíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úr leik Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik í vikunni. Undankeppni HM karla Argentína – Paragvæ............................... 1:1 Kólumbía – Úrúgvæ................................. 0:3 Spánn B-deild: Zaragoza – Real Oviedo.......................... 1:2  Diego Jóhannesson var á varamanna- bekk Oviedo. Frakkland Lyon – Soyaux.......................................... 5:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn fyrir Lyon. Holland B-deild: Helmond Sport – Excelsior .................... 2:1  Elías Már Ómarsson skoraði mark Ex- celsior.  Danmörk Ribe-Esbjerg – Skjern ........................ 36:23  Rúnar Kárason skoraði 11 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 4 og Daníel Þór Ingason 2.  Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern. Svíþjóð Lugi – Önnered.................................... 20:23  Hafdís Renötudóttir er markvörður hjá Lugi.   Evrópudeildin Bayern München – Valencia .............. 90:79  Martin Hermannsson skoraði 4 stig, gaf 2 stoðsendingar og tók 3 fráköst.    Marcus Rashford, ein af stjörnum enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en enska knatt- spyrnusambandið greindi frá þessu í gær. Hann mætir þá ekki Íslend- ingum í Þjóðadeildinni á miðvikudag- inn. Sóknarmaðurinn kom ekkert við sögu í 3:0-sigri á Írlandi í vináttu- landsleik og hefur nú verið sendur heim. Á morgun mætir Ísland Dan- mörku í Kaupmannahöfn í Þjóða- deildinni áður en haldið verður til Englands.  Elías Már Ómarsson skoraði mark Excelsior í 2:1 tapi liðsins gegn Hel- mond Sport í hollensku B-deildinni í gær. Elías hefur nú skorað 14 mörk í 12 leikjum í deildinni og er lang- markahæstur.  Líf var á vinnumarkaðnum í gær en þá fengu þrír íslenskir knatt- spyrnuþjálfarar starf. Þorvaldur Ör- lygsson hefur verið ráðinn í þjálf- arateymi Stjörnunnar. Hann verður því Rúnari Páli Sigmundssyni, aðal- þjálfara liðsins, til aðstoðar á næstu leiktíð. Ólafur Jóhannesson þjálfaði með Rúnari á síðasta tímabili en sagði starfi sínu lausu á dögunum. Þorvaldur hætti nýlega sem þjálfari U19-ára landsliðs karla. Orri Freyr Hjaltalín var ráðinn þjálf- ari meistaraflokks Þórs í knatt- spyrnu karla. Hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning og tekur við af Páli Viðari Gíslasyni sem lét af störfum á dögunum. Netmiðillinn Akureyri.net greindi frá þessu í gær. Þá var Guðlaugur Baldursson ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar og samdi við félagið til fjögurra ára en bæði Þór og Þróttur eru í næstefstu deild. Guðlaugur var síðast í þjálfarateymi FH. Eitt ogannað Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mætir því búlgarska á Krít í Grikklandi í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn klukkan 15:00. Íslenska liðið er í svokallaðri „búbblu“ á hóteli á Krít þar sem strangar sóttvarnareglur eru í gildi. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er staddur í Grikklandi og kveðst afar stoltur af liðsmönnum og fylgdarliði íslenska liðsins þar sem allir hafi fylgt öllum reglum til hins ýtrasta. Því hafi ekki greinst eitt einasta smit í her- búðum Íslands. „Það sýnir sig bara í því að við er- um bara neikvæð og aftur nei- kvæð, í jákvæðum skilningi!“ segir Hannes, en smit hafa komið upp í herbúðum allra þriggja andstæðinga Íslands þrátt fyrir að þeir séu sömu- leiðis í „búbblu“. Hannes segir KKÍ hafa gert allt sem í sínu valdi stæði til þess að fá Alþjóðakörfuknatt- leikssambandið til þess að fresta leikjunum vegna þeirra smita sem komu upp hjá andstæðingum Íslands en að á það sé ekki hlustað. Úr því að svo er stendur ekki á viðbrögðum ís- lensku landsliðskvennanna. „Stelpurnar eru það stoltar af því að fá að spila fyrir land og þjóð að þær ætla bara að fá að mæta á keppnisgólfið og taka þátt,“ segir Hannes. Hann segir stemninguna í hópnum enda frá- bæra þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður og mikla tilhlökkun fyrir leiknum í dag. gunnaregill@mbl.is Jákvætt að reynast neikvæð í Grikklandi Hannes Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.