Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Vísindi og lög- bundnar vistfræði- legar rannsóknir hafa orðið að umræðuefni í greinaskrifum mín- um og fram- kvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga hér á síð- um Morgunblaðsins nýverið. Í grein, sem birtist þann 7. nóv- ember sl., telur fram- kvæmdastjórinn Elías Blöndal Guðjónsson ekki sjálfgefið að fara eigi eftir vísindalegum nið- urstöðum stjórnvalda bara af því að hún er vísindaleg, til að ákvarða hvort fiskeldisstarfsemi hafi neikvæð áhrif á umhverfið eða lífríki á ákveðnu svæði stafi hætta af starfseminni. Í niðurlagi greinar hans segir orðrétt að „Vís- indi mega ekki bera náttúruna of- urliði“. Þetta er merkileg afstaða. Vísindi efla alla dáð Vísindi eru leið mannsins til að skilja bæði mannshugann og náttúruna. Vísindaleg þekking og aðferðafræði gerir okkur kleift að spyrja gagnrýnna spurninga um hvað er skynsamlegt og rétt, efast um viðtekinn hugsunarhátt og leita leiða til að gera betur. Vísindin hafa því fært okkur þekkingu til að bæta okkur sjálf og umhverfi okkar. Með hugvitið að vopni hefur Íslendingum tek- ist að búa til verðmæti úr auð- lindum landsins og skapa skilyrði til að hér megi dafna blómlegt mannlíf. Andspænis vísindum standa svo kreddur, hindurvitni, trú og til- finningar. Jörðin er flöt og Mar- íubænir vinna best á draugum eru auðvitað kjánalegar staðhæfingar og ómarktækar í þekkingarsam- félagi. Einhverjir trúa því samt að jörðin sé flöt og draugar séu til. Það er meinlaust á meðan slíkt er ekki lagt til grundvallar þýðing- armiklum spurningum um hvernig samfélagi við viljum búa í, hvernig við bætum lífskjör og lifum saman í sátt og samlyndi í frjálslyndu lýðræðissamfélagi. Staðhæfing þess efnis að vísindi megi ekki bera náttúruna ofurliði er því furðu- leg. Það er vegna vís- inda sem við vitum hvað er náttúra og hvaða tjóni maðurinn getur valdið henni. Kannski er þetta til- finning fram- kvæmdastjórans um að ekkert megi gera við lax – nema veiða hann með flugustöng. En þessi skoðun að vísindi megi ekki bera náttúruna ofurliði er ómarktæk og getur ekki legið til grundvallar í löggjöf eða ákvörðunum stjórnvalda. Einfald- lega vegna þess að hún byggist á geðþótta en ekki vísindalegum rök- um sem leitt geta til málefnalegrar niðurstöðu. Náttúran skal njóta vafans er haldbært sjónarmið svo lengi sem náttúruandlagið og vafinn byggist á einhverjum hlutlægum mæli- kvörðum sem hægt er að rannsaka, rökræða og bregðast við á grund- velli vísindalegrar aðferðafræði og ráðgjafar. Vafinn getur ekki verið huglægur og meðhöndlaður sem al- gildur sannleikur af útvöldum verndarsinnum. Í stað rökræðu kæmi þá keppni í hávaða og upp- hrópunum. Auðlindanýting á grundvelli vísinda Eina leiðin í átt að vitrænni niðurstöðu um mörk auðlindanýt- ingar er leið vísindanna. Það er eina leiðin til að ákveða hvað má veiða mikið af þorski, hvernig við beislum orku fallvatnanna, hvar á reisa hús til að forðast tjón af völdum jarðskjálfta og hvar er hægt að starfrækja fiskeldi án þess að slík starfsemi hafi neikvæð áhrif á umhverfið eða lífríki á ákveðnu svæði stafi hætta af starf- seminni. Elías dylgjar um það í grein sinni að ég vilji setja laxeldi við ósa laxveiðiperlna en það hef ég aldrei lagt til. Reyndar er í gildi regla í 18. gr. reglugerðar nr. 540/ 2020 um fiskeldi sem segir að fjar- lægðarmörk laxeldis frá ósum áa með villta laxastofna skuli vera minnst 5 km. Ég leyfi mér hins vegar alveg að spyrja á hverju sú regla grundvallast. Er ástæða til að afla frekari gagna og gera ít- arlegri rannsóknir til að stað- reyna varnaðarorð veiðiréttarhafa um að fjarlægðin eigi að vera meiri, kannski 10 km, nú eða 100 km? Aðalatriðið er að vísindaleg ráðgjöf skeri úr um rétta fjar- lægð út frá hlutlægum for- sendum. Að sama skapi hef ég op- inberlega efast um gildi auglýs- ingar nr. 460/2004, þar sem laxeldi í sjókvíum var bannað á stórum hluta við strendur landsins, á þeirri forsendu að litlar sem engar rannsóknir eða gögn styddu við jafn umfangsmikið og íþyngjandi bann við löglegri starfsemi. Gild- andi og nýlega breytt fiskeldislög kveða ítarlega á um vistfræðilegar rannsóknir til að skera úr um hvar óhætt er að stunda fiskeldi. Lögin eru stjórnvaldsfyrirmælum rétthærri og því verður að ætla að bann við fiskeldi á stórum hluta við strendur landsins verði að styðjast við slíkar lögbundnar vistfræðilegar rannsóknir. Annars byggist auglýsingin meira á geð- þótta en vísindum og það stenst ekki lagalega. Farsældum vefja lýð og láð Í opinberri umræðu verður æ oftar vart við alls konar dylgjur um að vantreysta beri vísindum og fræðimönnum og jafnvel leggja rök og staðreyndir til hliðar svo hægt sé að ná í gegn einhverjum pólitískum baráttumálum. Popúl- istar hafa slíkir kyndilberar fá- fræði og upplýsingaóreiðu verið kallaðir beggja vegna Atlantsála. Þeir óttast allir mjög að vísindi og málefnaleg umræða beri málstað- inn ofurliði. Til varnar vísindum Eftir Teit Björn Einarsson »Eina leiðin í átt að vitrænni niðurstöðu um mörk auðlindanýt- ingar er leið vísindanna Teitur Björn Einarsson Höfundur er lögmaður og 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Blóðbankinn var stofnaður fyrir 67 ár- um, hinn 14. nóvember 1953, og væri um mann að ræða teldist viðkomandi ellilífeyr- isþegi. En þessi merka heilbrigðisstofnun er síung og mikilvægi hennar fer vaxandi ef eitthvað er. Covid-19- faraldurinn hefur sett strik í reikninginn. Blóðbankabíllinn er ekki lengur á ferðinni innan og utan Reykjavíkur og því eru allir blóðgjafar hvattir til þess að koma í Blóðbankann á Snorrabraut 60 í Reykjavík eða á Glerártorgi á Akureyri. Vegna þarfa íslenzks samfélags er Blóðbankanum nauðsynlegt að afla 16.000 blóðgjafa á ári. Til þess að svo geti orðið verða 70 manns að gefa blóð daglega. Um það bil 8-10.000 virkir blóðgjafar gefa sem svarar 15.000 blóðgjöfum ár hvert. Heil- brigðir blóðgjafar standa fyrir traustri og öruggri blóðgjöf. Þess vegna er mikilvægt að þeir viti hvaða reglur gilda um blóðgjafir. En mikil áherzla er lögð á það að tryggja að blóð til ráðstöfunar sé heilbrigt og uppfylli strangar kröfur þar að lútandi. Að gefa þessa dýr- mætu gjöf, blóð beint frá hjartanu, er vænleg leið til þess að láta gott af sér leiða með lítilli fyrirhöfn. Þannig er unnt að bjarga mannslífi á ein- faldan hátt. Blóðgjöf tekur vanalega með öllu tilheyrandi um 30 mínútur. Sjálf gjöfin er lítill hluti þess tíma. Það er verðugt að minnast 67 ára afmælis Blóðbankans um þessar mundir og verða við áskorun starfs- fólks hans og gefa blóð. Blóðbankinn hefur að sjálfsögðu þróast á þessum langa tíma sem þó er skammur hluti Íslandssögunnar en þess mikilvæg- ari. Að eiga aðgang að heilbrigðu blóði er heilbrigðiskerfinu mikilvæg- ara en margir halda. Blóðgjafir til sjúklinga, slasaðra og þeirra sem undirgangast aðgerðir eru alger nauðsyn. Krabbameinssjúkir þurfa blóðgjafir, en það vill oft gleymast í erli dagsins. Því miður eru allt of margir að fást við þann bitra kaleik. Löngu er tímabært að skrifa bók um Blóðbankann og mikilvægi hans í samfélaginu og fyrir aðrar heilbrigð- isstofnanir. Það væri verðugt verk- efni að gefa út slíkt rit eftir þrjú ár þegar þessi góði banki sem lifað hef- ur bankahrun og önnur hrun í sam- félaginu verður 70 ára. Tímabært er að huga að því að taka saman sögu hans og aðdraganda að stofnun. Í erli dagsins hugsa fæstir um mikilvægi blóðgjafa og þess sem að baki býr. Án viljugra og fórnfúsra blóðgjafa væri hlutverk Blóð- bankans rýrt. Það er þjóðinni einnig bæði mikils virði og nauðsyn- legt að vera sjálfbær um útvegun blóðs til innanlandsþarfa. Á það skal minnt að þau sem eru á aldrinum 18-65 ára, bæði konur og karlar, ná að minnsta kosti meira en 50 kílóa þyngd og eru heilsuhraust eiga þess kost að ger- ast blóðgjafar. Það er góður kostur og rétt er að hvetja alla til þess að hugleiða þetta val. Nú er málum svo komið vegna Covid-19-faraldursins að panta þarf tíma í blóðgjöf og eru allir virkir blóðgjafar hvattir til þess, annaðhvort á heimasíðu Blóðbank- ans http://blodbankinn.is/ eða í síma: 543 5500 í Reykjavík eða á Akureyri í síma 824 2423. Með þeim hætti er Blóðbankanum færð afmælisgjöf sem að sjálfsögðu má endurtaka svo oft sem vilji og reglur segja til um. Með stofnun Blóðbankans fyrir nærri sjö áratugum var stigið heilla- skref í þágu þjóðarinnar, sem er nú sjálfbær um heilbrigt og gott blóð þeim til gagns sem þurfa. En til þess að svo verði um ókomna tíð treyst- um við á stóran hóp sjálfboðaliða sem dagsdaglega fer lítið fyrir. Það eru þeir sem sjálfviljugir og án þess að ætlast til neins endurgjalds mæta og gefa hluta af sjálfum sér lausir við nokkra eigingirni. Að gefa blóð er gott, gagnlegt þeim er þiggja. Lítið mál, ljúft og flott, meðan gjafar liggja. Starfsfólkið hugsar vel um blóð- gjafana og þeir liggja á þægilegum bekk meðan blóð streymir og svo má ekki gleyma veitingum og góðu við- móti. Blóðgjöfum, starfsfólki og að sjálfsögðu Blóðbankanum er óskað til hamingju með daginn og framtíð- ina. Blóðbankinn á tímum Covid Eftir Ólaf Helga Kjartansson Ólafur Helgi Kjartansson » Blóðbankinn var stofnaður 14. nóv- ember 1953. Án hans gengur heilbrigðiskerfið ekki. Þrátt fyrir Covid þarfnast hann blóðgjafa sem aldrei fyrr. Blóðgjafi og stjórnsýslufræðingur og var formaður Blóðgjafafélags Íslands í mörg ár. rockgigger99@yahoo.com Á undanförnum misserum höfum við misst allt of marga í brunum á gömlum timburhúsum á Ís- landi. Á svæði Slökkviliðs Akureyrar hafa orðið fjórir slíkir brunar á rúmu ári og eitt andlát. Lukkan ein réð því að ekki varð enn frekari mannskaði. Þótt kviknað hafi í af misjöfnum ástæð- um virðast þessi atvik eiga það sammerkt að eldurinn átti greiða leið á milli rýma húsanna. Einnig er í öllum tilfellum hægt að fullyrða að þróun brunans hafi verið óvenju hröð miðað við bruna í nýrri húsum og því hafi fólk haft of lítinn tíma til að bregðast við. Eldvarnaeftirlit í íbúðarhúsum er eingöngu í formi öryggis- og loka- úttektar áður en húsnæðið er tekið í notkun. Síðan er það algerlega á ábyrgð eiganda og/eða forráða- manns að farið sé að reglum um eldvarnir, t.d. varðandi hólfun, flóttaleiðir, yfirferð raflagna, við- vörunarbúnað, val á byggingarefni og frágang á viðhaldi. Gömul hús sem hafa ekki verið gerð algjörlega upp sl. áratugi hafa því e.t.v. aldrei verið skoðuð eða tekin út af eld- varnaeftirliti. Þessi hús eru í sumum til- vikum ódýrari en gengur og gerist og er alls ekki öruggt að eigendur hafi fjárhags- legt bolmagn til að fara í dýrar end- urbætur, sérstaklega ef húsið er orðið 100 ára eða eldra og komið á friðunarlista. Þá er heldur ekki sama hvernig endurnýjun er háttað og miklar kröf- ur frá Minjastofnun um að vernda hverja spýtu og nagla í upprunalegri mynd. En hvað skal til bragðs taka? Ekki er til einfalt svar við því, en ég tel þó lífsnauðsynlegt að huga að þessum málum hið fyrsta og áð- ur en við missum fleira fólk í slík- um eldsvoðum. Hugsanlega ætti ríkið að koma að því að end- urbyggja hús sem krafa er að vernda vegna aldurs, en að mínu mati er oft og tíðum ekki tilefni til þess þar sem um er að ræða lélega kofa sem voru e.t.v. byggðir af litlum efnum í upphafi. Stundum snýst þetta um útlit og götumynd en þar langar mig að benda á að hægt er að rífa lélegt hús og byggja nýtt eftir nútímakröfum en halda í sama stíl og útlit. Einnig mætti huga að svipuðu kerfi og í Danmörku þar sem hús og íbúðir fá einkunn sem gefur til kynna ein- angrun hússins, ástand lagna, þaks og fleira. Verð eigna er síðan í samhengi við þessa einkunn. Þann- ig er kominn hvati fyrir eigandann að lagfæra húsnæðið þar sem hann gæti fengið kostnaðinn til baka þegar hann selur. Einhver gæti spurt sig: hvað kemur það eldvörnum við þótt gler- ið sé orðið tvöfalt og komin steinull í veggi og loft? Jú, það hefur nefni- lega bein áhrif. Við endurnýjun á gluggum er oftast sett björgunarop í leiðinni. Steinull og nútíma bygg- ingarefni auka eldvarnir og gefa íbúunum þann tíma sem þarf til að bjarga sér út og slökkviliðunum tíma til að bregðast við ef svo illa fer að eldur komi upp. Ég skora á stjórnvöld að skoða þessi mál sem fyrst þannig að ekki þurfi að koma til fleiri slys af þess- um völdum. Á að vernda gömul timburhús? Eftir Ólaf Stefánsson »Eldvarnaeftirlit í íbúðarhúsum er ein- göngu í formi öryggis- og lokaúttektar áður en húsnæðið er tekið í notkun. Ólafur Stefánsson Höfundur er slökkviliðsstjóri á Akureyri. Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - meira fyrir áskrifendur - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.