Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt til- lögu samgöngustjóra og borgar- hönnunar um að átak verði gert í úrbótum á strætóstoppistöðvum í borginni. Ítarleg úttekt á ástandi og að- gengi fyrir alla á stoppistöðvum Strætó í Reykjavík, unnin af um- hverfis-og skipulagssviði í samráði við ÖBÍ sumarið 2020, liggur nú fyrir. Sýnir hún að í langflestum til- vikum er ástandið ekki gott. Í úttektinni voru skoðaðar 556 stoppistöðvar strætisvagna. Tvennt var metið, aðgengi og yfirborð stoppistöðvanna. Aðgengi var metið mjög gott og gott í einungis fjórum tilvikum og yfirborð mjög gott og gott í 11 tilvikum. Aðgengi var met- ið slæmt og mjög slæmt í í 514 til- vikum og yfirborð slæmt og mjög slæmt í 525 tilvikum. Í skýrslunni eru birt dæmi með ljósmyndum um góðar og slæmar stoppistöðvar. Í einu dæmanna um mjög slæmt aðgengi eru helstu at- hugasemdir úttektaraðila: Biðpall- ur ekki tengdur gangstétt. Kantur lágur og hátt uppstig í vagn. Eina gönguþverunin nálægt er án nið- urtektar og endar í girðingu. Tíma- töflustandur hallur frá lesanda. Í tillögunni er lagt til að um- hverfis- og skipulagssviði, í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík og hagsmunaaðila, verði falið að vinna aðgerðaáætlun á grundvelli úttektarinnar. sisi@mbl.is Úrbætur á stoppistöðvum  Úrbóta er þörf á meira en 500 stoppi- stöðvum í Reykjavík  Ráðist í átak Ljósmynd/Reykjavíkurborg Úrbóta þörf Dæmi úr skýrslunni þar sem aðgengi farþega er mjög slæmt. áhrif á skólastarfið eins og flest ann- að. Ólafur sagði að það gæti flækt málin ef vantaði fólk. „Bæði for- eldrar og starfsfólk hafa verið tilbú- in að leggja ýmislegt á sig til að láta þetta ganga upp,“ sagði Ólafur. „Við höfum verið heppin og ekki komið upp smit hér innanhúss.“ Hann sagði dæmi þess að einhverjir í fjölskyldum nemenda hefðu þurft að fara í sóttkví og börnin þar með. Enginn nemandi hefur þó smitast enn sem komið er. „Við höfum verið mjög heppin að hafa hér góðan kjarna af starfs- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leikskólinn Hagaborg við Forn- haga í Reykjavík er 60 ára í dag. Haldið var upp á afmælið í gær með samsöng og öðrum skemmtilegheit- um. „Við ætlum að gera okkar besta til að halda upp á afmælið, skipta öllum hópnum í þrennt og syngja hér úti í garði,“ sagði Ólafur Bjarkason, leikskólastjóri í Haga- borg. Heimsfaraldurinn hefur haft fólki,“ sagði Ólafur. Sá starfsmaður Hagaborgar sem á lengstan starfs- aldur hefur unnið þar í rúm 29 ár. Um helmingur starfsmanna á orðið nokkuð langan starfsaldur í Haga- borg. Svo hafa aðrir stoppað styttra við. Leikskóli frá upphafi Ólafur sagði að Barnavinafélagið Sumargjöf hafi byggt húsið og opn- að þar fjögurra deilda dagheimili sem tók til starfa 14. nóvember 1960. Dagheimilið var á neðri hæð hússins en á efri hæðinni var Sum- argjöf með skrifstofu og fundarsal lengi vel. Einnig var þar ljósastofa Hvítabandsins og íbúð forstöðukonu dagheimilisins. Síðar fékk Dagvist barna inni fyrir skrifstofur sínar á efri hæðinni þar til þær voru fluttar í Hafnarhúsið. Svo var þar skóla- dagheimilið Hagakot þar til Mela- skóli fékk húsnæðið og var þar með skólasel eða lengda viðveru yngri barna. Reykjavíkurborg keypti hús- ið 1987 og eftir það fékk Hagaborg allt húsið til afnota. Gerðar voru miklar endurbætur á húsnæðinu og lauk þeim árið 2000. Í dag eru fimm deildir á leikskól- anum Hagaborg og 94 nemendur á aldrinum eins til sex ára þegar nem- endur fara í grunnskóla. Nemendur á fyrsta aldursári eru börn sem njóta forgangs af einhverjum ástæð- um en algengast er að nemendur hefji skólagönguna við tveggja ára aldur eða þar um bil. Deild elstu nemendanna er á efri hæðinni auk skrifstofa o.fl. Á hverjum skóladegi eru því um 120 nemendur, kennarar og annað starfsfólk í Hagaborg og læra saman í gegnum leik og góð samskipti, að sögn Ólafs. Afmælisgleði og söngur í Hagaborg  Leikskólinn við Fornhaga í Reykjavík 60 ára í dag  Þar eru nú 94 nemendur í fimm deildum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikskólinn Hagaborg Skólalóðin var skreytt í gærmorgun með íslenskum fánum og börnin sungu hástöfum við gítarundirleik, að viðstöddum foreldrum barnanna og starfsfólki skólans. Allt um sjávarútveg Fylgdu okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR ÍTALSKAR HÁGÆÐA ULLARKÁPUR Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjatei i 5 // 581 2 4 // hjahr f hildi.is SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is LEÐURFATNAÐUR Í ÚRVALI Kjólar, pils, skyrtur, buxur og jakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.