Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkur hefur samþykkt til-
lögu samgöngustjóra og borgar-
hönnunar um að átak verði gert í
úrbótum á strætóstoppistöðvum í
borginni.
Ítarleg úttekt á ástandi og að-
gengi fyrir alla á stoppistöðvum
Strætó í Reykjavík, unnin af um-
hverfis-og skipulagssviði í samráði
við ÖBÍ sumarið 2020, liggur nú
fyrir. Sýnir hún að í langflestum til-
vikum er ástandið ekki gott.
Í úttektinni voru skoðaðar 556
stoppistöðvar strætisvagna. Tvennt
var metið, aðgengi og yfirborð
stoppistöðvanna. Aðgengi var metið
mjög gott og gott í einungis fjórum
tilvikum og yfirborð mjög gott og
gott í 11 tilvikum. Aðgengi var met-
ið slæmt og mjög slæmt í í 514 til-
vikum og yfirborð slæmt og mjög
slæmt í 525 tilvikum.
Í skýrslunni eru birt dæmi með
ljósmyndum um góðar og slæmar
stoppistöðvar. Í einu dæmanna um
mjög slæmt aðgengi eru helstu at-
hugasemdir úttektaraðila: Biðpall-
ur ekki tengdur gangstétt. Kantur
lágur og hátt uppstig í vagn. Eina
gönguþverunin nálægt er án nið-
urtektar og endar í girðingu. Tíma-
töflustandur hallur frá lesanda.
Í tillögunni er lagt til að um-
hverfis- og skipulagssviði, í samráði
við aðgengis- og samráðsnefnd í
málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík
og hagsmunaaðila, verði falið að
vinna aðgerðaáætlun á grundvelli
úttektarinnar. sisi@mbl.is
Úrbætur á
stoppistöðvum
Úrbóta er þörf á meira en 500 stoppi-
stöðvum í Reykjavík Ráðist í átak
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Úrbóta þörf Dæmi úr skýrslunni þar sem aðgengi farþega er mjög slæmt.
áhrif á skólastarfið eins og flest ann-
að. Ólafur sagði að það gæti flækt
málin ef vantaði fólk. „Bæði for-
eldrar og starfsfólk hafa verið tilbú-
in að leggja ýmislegt á sig til að láta
þetta ganga upp,“ sagði Ólafur.
„Við höfum verið heppin og ekki
komið upp smit hér innanhúss.“
Hann sagði dæmi þess að einhverjir
í fjölskyldum nemenda hefðu þurft
að fara í sóttkví og börnin þar með.
Enginn nemandi hefur þó smitast
enn sem komið er.
„Við höfum verið mjög heppin að
hafa hér góðan kjarna af starfs-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Leikskólinn Hagaborg við Forn-
haga í Reykjavík er 60 ára í dag.
Haldið var upp á afmælið í gær með
samsöng og öðrum skemmtilegheit-
um.
„Við ætlum að gera okkar besta
til að halda upp á afmælið, skipta
öllum hópnum í þrennt og syngja
hér úti í garði,“ sagði Ólafur
Bjarkason, leikskólastjóri í Haga-
borg.
Heimsfaraldurinn hefur haft
fólki,“ sagði Ólafur. Sá starfsmaður
Hagaborgar sem á lengstan starfs-
aldur hefur unnið þar í rúm 29 ár.
Um helmingur starfsmanna á orðið
nokkuð langan starfsaldur í Haga-
borg. Svo hafa aðrir stoppað styttra
við.
Leikskóli frá upphafi
Ólafur sagði að Barnavinafélagið
Sumargjöf hafi byggt húsið og opn-
að þar fjögurra deilda dagheimili
sem tók til starfa 14. nóvember
1960. Dagheimilið var á neðri hæð
hússins en á efri hæðinni var Sum-
argjöf með skrifstofu og fundarsal
lengi vel. Einnig var þar ljósastofa
Hvítabandsins og íbúð forstöðukonu
dagheimilisins. Síðar fékk Dagvist
barna inni fyrir skrifstofur sínar á
efri hæðinni þar til þær voru fluttar
í Hafnarhúsið. Svo var þar skóla-
dagheimilið Hagakot þar til Mela-
skóli fékk húsnæðið og var þar með
skólasel eða lengda viðveru yngri
barna. Reykjavíkurborg keypti hús-
ið 1987 og eftir það fékk Hagaborg
allt húsið til afnota. Gerðar voru
miklar endurbætur á húsnæðinu og
lauk þeim árið 2000.
Í dag eru fimm deildir á leikskól-
anum Hagaborg og 94 nemendur á
aldrinum eins til sex ára þegar nem-
endur fara í grunnskóla. Nemendur
á fyrsta aldursári eru börn sem
njóta forgangs af einhverjum ástæð-
um en algengast er að nemendur
hefji skólagönguna við tveggja ára
aldur eða þar um bil. Deild elstu
nemendanna er á efri hæðinni auk
skrifstofa o.fl. Á hverjum skóladegi
eru því um 120 nemendur, kennarar
og annað starfsfólk í Hagaborg og
læra saman í gegnum leik og góð
samskipti, að sögn Ólafs.
Afmælisgleði og söngur í Hagaborg
Leikskólinn við Fornhaga í Reykjavík 60 ára í dag Þar eru nú 94 nemendur í fimm deildum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikskólinn Hagaborg Skólalóðin var skreytt í gærmorgun með íslenskum fánum og börnin sungu hástöfum við gítarundirleik, að viðstöddum foreldrum barnanna og starfsfólki skólans.
Allt um
sjávarútveg
Fylgdu okkur á facebook
Skipholti 29b • S. 551 4422
TRAUST Í 80 ÁR
ÍTALSKAR HÁGÆÐA
ULLARKÁPUR
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjatei i 5 // 581 2 4 // hjahr f hildi.is
SKOÐIÐ
hjahrafnhildi.is
LEÐURFATNAÐUR
Í ÚRVALI
Kjólar, pils, skyrtur,
buxur og jakkar