Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Í fjöllum Kákasus er lítið landsvæði er hefur verið byggt Ar- menum árþúsundum saman en sem al- þjóðasamfélagið segir að sé hluti af Aserba- ídsjan. Þetta svæði þekkjum við undir nafninu Nagornó- Karabak en íbúarnir kalla það Artsakh. Fyrsta manntal svæð- isins var tekið 1823 og þá voru 90,8% þorpanna skráð armensk en 9,2% svæðisins byggðu þá tatarar og Kúrdar. Íbúar Artsakh eru að- eins um 140-150.000, langflestir kristnir enda var Armenía fyrsta þjóðin til að taka upp kristni sem ríkistrú. Aserar eru hins vegar múslimar og hafa svipaða tungu og menningu og Tyrkir, nema hvað þeir eru sjítar. Á þessu svæði eru engar minjar um Asera en krafa þeirra um yf- irráð svæðisins grundvallast á þeirri ákvörðun Stalíns 1921 að láta Nagornó-Karabakh fylgja Aserbaídsjan. Tveimur árum síðar gerði hann svæðið að sjálfstjórn- arsvæði. Á tíma Sovétríkjanna ríkti að mestu friður á svæðinu en er þau tóku að liðast í sundur fóru íbúarnir að kalla eftir sjálfstæði, enda höfðu þeir ekki góða reynslu af nýlendustjórn Ottómana. 1988 samþykktu íbúar Artsakh að sam- einast Armeníu en fyrr það ár frömdu Aserar fjöldamorð í bæn- um Sumgait og minnast Armenar þess 27. febrúar ár hvert. Fleiri „pogrom“ fylgdu, m.a. í Baku, höf- uðborg Aserbaídsjan, í janúar 1990. Í skýrslu stjórnvalda til SÞ um stöðu kvenna 1997 er því lýst hvernig Armenar voru ofsóttir sakir trúar sinnar, krossar brenndir á bökum þeirra, þeir drepnir, pyntaðir, rændir og nið- urlægðir og jafnvel stúlkubörnum nauðgað að foreldrum ásjáandi. 1991 braust út stríð milli Arme- níu og Aserbaídsjan. Er samið var um vopnahlé 1994 höfðu meira en 30.000 manns látið lífið og Ar- menía náð undir sig stórum svæð- um í Aserbaídsjan. OSCE var falið að finna lausn en hvor- ugur deiluaðila hefur viljað semja. Artsakh vill halda þeim svæð- um sem það náði en Aserbaídsjan vill ná öllu svæðinu undir sig. Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, sagði í viðtali við France 24 að þessi nýjustu átök væru til komin vegna löngunar Erdogans til að end- urreisa Ottómanaveldið. Assad Sýrlandsforseti er honum sam- mála og hefur sagt rússneskum fréttastöðvum að Erdogan sé á bak við þetta, hann fylgi stefnu Bræðralags múslima og hafi sent fjölda sýrlenskra jíhadista til að berjast gegn Armenum, líkt og hann hafi áður sent málaliða ásamt vopnum til Líbíu til að ná áhrifum þar. Syrian Observatory for Human Rights staðfestir að Tyrkir hafi sent a.m.k. 2.350 Sýr- lendinga, 217 hafi verið drepnir og a.m.k. 320 snúið heim þegar þeir komust að því að þeir ættu að hætta lífinu fyrir sjíta. Færi svo að Aserbaídsjan, með stuðningi Tyrkja, næði völdum í Artsakh myndi hið sama gerast og þegar Tyrkir lögðu Afrin undir sig. Þeir flæmdu Kúrdana á brott með ofbeldi og eyðilögðu margar menningarminjar þeirra. Samt var landsvæðið skráð kúrdískt í skjöl- um Ottómananna. Hið sama gerðu Tyrkir á 8. áratugnum er þeir lögðu norðurhluta Kýpur undir sig. Þeir ráku Grikki burt, rústuðu flestum kirkjum þeirra og hirtu helgigripina. Tyrkir fara ekki leynt með útþenslustefnu sína. Stjórn- málamenn þeirra lofa kjósendum sínum því að leggja grískar eyjar undir Tyrkland og fylgjendur Er- dogans kalla opinskátt eftir heims- yfirráðum. Sjá t.d. gazeteduv- ar.com.tr/gundem/2019/03/15/ tugva-yoneticisi-ezan-yarim-kalan- viyana-fethine-niyet-tazelemektir þar sem Seher Senyuz úr æsku- lýðsdeild TUGVA talar um end- urnýjun ásetningsins um landvinn- inga Rómar, New York, Peking, Tókíó, Moskvu, Berlínar, Parísar og Vínarborgar. Armeníumenn líta svo á sem þjóðarmorði þeirra hafi aldrei lok- ið. Þegar í lok 19. aldar voru þeir farnir að flýja ríki Ottómana, sum- ir til Bandaríkjanna en margir til Rússlands. Töluverður hópur er einnig í Frakklandi, Georgíu, Líb- anon, Íran og víðar. Eftir nokkur „pogrom“ kom að þjóðarmorði Ar- mena 1915, er um 1,5 milljónir Ar- mena voru drepnar. Á svipuðum tíma voru einnig pogrom í Baku (1905 og 1918). Tyrkir og Armen- ar hafa verið mjög samstiga í að berja niður allar hugmyndir þjóð- arbrota um sjálfstæði og flýðu t.d. Yasídar undan Tyrkjum (m.a. til Armeníu) á tíma Ottómananna. Stuðningsmenn Erdogans eru svo sem ekki að leyna andúð sinni á þeim sem ekki játa íslam. Fyrir ári mátti líta auglýsingaskilti á strætóskýlum í Konya þar sem við blasti blóðugur kross og gyðinga- stjarna ásamt texta úr Kóraninum (vers 5:51). Alþjóðasamfélagið lít- ur svo á að íbúar Artsakh séu í órétti í þessari deilu – allt út af Stalín – en hvað með sáttmálann um rétt frumbyggja sem SÞ sam- þykktu 2007? Það er örugglega ekkert í alþjóðalögum um rétt þjóða til útrýmingar annarra þjóða. Við vorum fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði Litháens. Jón Baldvin hafði hugrekki til þess. Við ættum einnig að vera fyrst til að taka undir ákall íbúa Artsakh um sjálf- stætt ríki og bjóða þá velkomna í hóp smáþjóða. Stalín ætti ekki að stjórna neinu lengur í þessum heimi. Viðurkennum Artsakh Eftir Ingibjörgu Gísladóttur »Duttlungar Stalíns 1921 ættu ekki að standa í vegi fyrir kröfu íbúa Artsakh um sjálf- stæði í nútímanum. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Í Silfrinu fyrir skemmstu var einn viðmælandinn Brynj- ar Níelsson. Hann sagðist vera efins um að allar lokanirnar í tengslum við Covid væru réttlætanlegar, hvort ekki væri verið að fórna meiri hags- munum fyrir minni þegar litið væri til efnahagslegu áhrifanna. Sín skoð- un væri sú að þetta þyrfti að skoða mun betur áður en ákvarð- anir væru teknar sem ekki væru bara efnahagslegar, þær skertu persónufrelsi sem ekki hefði alltaf verið þrautalaust að eignast. Hann sagðist líta svo á að þingmönnum bæri að hafa skoðanir á málum af þessu tagi þó ekki væri nema til þess að fá fram almenna umræðu um málið í samfélaginu en því fylgdi sá böggull að sumir í lækna- stétt teldu að enginn mæti hafa skoðun á þessu máli nema vera með læknismenntun sem að hans mati væri fráleitt. Mikið er ég sammála Brynjari hvað þetta varðar, benda má á að við lifum í æ fjölbreyttara sér- fræðingasamfélagi. Ef fylgja ætti þeirri reglu að enginn mætti tjá sig um mál nema vera þar sér- fræðingur er hætt við að lítið færi fyrir lýðræðinu, þ.e. að allir megi tjá sig um allt milli himins og jarðar, sem er ríkulega stjórnar- skrárvarið. Samfélagið verður sífellt flóknara Við búum í sífellt flóknara sam- félagi sem hefur mótast af hinum fjölmörgu reglum sem settar hafa verið til þess tryggja rétt þegn- anna og hindra árekstra en reyn- ast síðan í framkvæmdinni um of íþyngjandi og ná til viðbótar ekki þeim árangri sem til var ætlast í upphafi. Alltaf verið að þétta netið umhverfis þá sem talið er að lendi í mótlæti í lífinu af einhverju tagi, mótbyr sem bara fylgir því að vera til og er í raun bara hluti af uppeldinu. Nefna má áfallahjálpina sem sett var á fót fyrir þá sem lent höfðu í meiriháttar áföllum eins og t.d. slysum þar sem björg- un stóð tæpt. Nú virðist mér að áfallahjálpin sé orðin almenn regla, svo almenn að við liggur að ef stelpa segir upp strák eða öfugt þá leiti viðkomandi þessa úrræðis sem opinberar að atvik hins daglega lífs séu að verða nútímamanninum óyfirstíg- anleg, hann þurfi aðstoð af ein- hverju tagi til þess að komast klakklaust í gegnum daginn. Atvik sem fyrir nokkrum árum voru hluti af daglega lífinu, lífi sem hver og einn tókst á við án atbeina sérfræðinga. Við búum í harðbýlu landi, landi sem hefur gert okkur að því sem við erum; hraustum, duglegum og kjarkmiklum ein- staklingum. Okkar rætur koma frá þeim sem börðust nánast daglega fyrir lífi sínu. Sjómennirnir sem reru til fiskjar gátu allt eins búist við því að þeir næðu ekki heim að kvöldi, þess vegna var aldrei farið í róður án þess að farið væri með sjóferðabæn áður en ýtt var úr vör. Dæmi eru um að heilu áhafn- irnar hafi farist í lendingu skip- anna ef veðrið breyttist skyndilega sem skildi eftir ekkjur án fyrir- vinnu með barnahóp sem þurfti að sjá fyrir. Sama gilti um fjölmargt annað en sjósóknina þótt þar væru slysin trúlega skæðust. Ferðalög á milli staða og lands- hluta að vetri reynd- ust mörgum fjörtjón, menn villtust og urðu hreinlega úti, frusu í hel í aftakaveðrum þess tíma. Skýrt dæmi þar um er þegar Reynistaðarbræður urðu úti á Kili á leið sinni norður við fimmta mann með um 200 kinda fjárrekstur, um mán- aðamótin október-nóvember 1780. Hvað hélt lífi í þjóðinni á þessum tímum? Ég spyr mig stundum: Hvað hélt lífinu í þjóðinni? Hvernig gat hún risið upp aftur og aftur eftir erfið áföll og haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist? Skýring- arnar eru trúlega margar og fara að nokkru eftir því hver setur þær fram. Mín skýring er sú að það hafi verið trúin á almættið og það hafi verið eitthvað æðra mann- inum sem réð auðnu fólks. Um það vitnar t.d. sjóferðabænin glöggt en með henni lögðu þeir sem létu úr vör allt sitt traust á almættið, fólu því líf sitt og auðnu, sögðu einfald- lega: Ef það er vilji almættisins að við komum ekki heilir heim þá verður svo að vera. Á þessum ár- um fólst áfallahjálpin í trúnni á al- mættið og að allt myndi vel fara ef það væri með í för. Frá þessum árum hefur margt breyst, vonandi flest til batnaðar þótt ég hafi um það efasemdir. Ég held að enginn deili um það að við lifum í nægtasamfélagi þrátt fyrir að lífsgæðunum mætti vera skipt með réttlátari hætti á milli þegnanna en þrátt fyrir að flestir hafi það gott virðist þeim stöðugt fjölga sem verða þung- lyndi og eiturlyfjum að bráð og leita lausna, of oft með því að svipta sig lífi. Af hverju, á sama tíma og við höfum óteljandi úrræði fyrir fólk sem á í margháttuðum vanda nútímamannsins sem boðið er upp á af sérfræðingum á flest- um sviðum heilsuverndar, svo sem sálfræðingum, geðlæknum, geð- hjúkrunarfræðingum, félagsráð- gjöfum, uppeldisfræðingum, fjöl- skylduráðgjöfum og næringarfræðingum svo nokkuð sé nefnt af sérfræðingaúrvalinu sem sífellt býður upp á fjölbreyttari titla. Þrátt fyrir alla þessa há- menntuðu sérfræðinga og þjónustu þeirra virðist hægt ganga að ráða bót á öllum geðrænu vandamál- unum. Getur verið að ofmat á tækni, sérfræðingum og pillum hafi leitt okkur frá þeirri vissu að það sé eitthvað í heiminum manninum æðra og máttugra sem við eigum að snúa okkur til á erfiðum stund- um, fullvissa, sem hefur oftar en ekki leitt okkur gegnum erfiðleika hversdagsins? Hver veit? Hver veit? Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal » Getur verið að oftrú- in á sérfræðinga og pillur hafi fært okkur frá trúnni á almættið og tilurð þess? Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Allt um sjávarútveg Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Dvergshöfði 27, 110 Reykjavík Hringið og pantið skoðun TILBOÐ ÓSKAST Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Iðnaðar- verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Húsið stendur á norður horni Dvergshöfða og Höfðabakka. Stórt port með aðkomu frá Smiðshöfða. Stærð lóðar er 2,275 fm. Reykjavíkurborg hefur samþykkt rammaskipulag fyrir Ártúnshöfða þar sem lögð er áhersla á að Dvergshöfðinn verði endurhannaður sem borgargata með grænu yfirbragði, hjólastígum, gangstéttum, götutrjám og bílastæðum í göturýminu. Allt húsnæðið er í útleigu. Atvinnuhúsnæði - Stærð 2,380 m2 TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGARAÐILA OG ÞRÓUNARFÉLÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.